Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORSKKÓIMGUR ÞORSKKÓNGUR sem beit á færið hjá Símoni Sturlusyni í Stykkishólmi er hann var á handfærum vestur af Flatey á Breiðafirði. • HANN var skrítinn þorskurinn sem Símon Sturluson í Stykkis- hólmi veiddi um daginn á bát sínum Snót SH1. Hann var á handfærum vestur af Flatey á Breiðafirði þegar fiskurinn beit á öngulinn. Andlit þorsksins er ansi afbrigðilegt. Svona fiskar hafa fengið nafnið „þorskkóng- ar“ og ef til vill þekkja sjómenn önnur nöfn á slíkum fiskum. Þeir eru sjaldgæfir. Að sögn Jóns Sólmundssonar hjá Hafrann- sóknastofnun í Ólafsvík er talið að útlitið stafi af áfóllum sem fiskurinn hefur fengið í frum- bernsku sinni, á lirfustigi eða jafnvel sem egg. Áföllin geta stafað af sníkjudýrum eða meng- andi efnum. Þegar fiskurinn fer að þroskast frekar fær hann þetta skrítna útlit, höfuðkúubein- in hafa aflagast Jón fékk síðan fiskinn til frekari skoðunar. í Ijós kom að hann er 5 ára gömul hrygna og 67 cm á lengd. Stærð- in er því eðlileg og fiskurinn í góðum holdum. Vill samstarf þriggja ráðuneyta um útvegsmál Besta rekstrarár í sögn Isfélags Vestmannaejja 285 milljóna hagnaður á nýloknu reikningsári REKSTUR Isfélags Vest- mannaeyja hf. skilaði 285 milljóna kr. hagnaði á síðasta reikningsári, 1. september 1995 til 31. ágúst sl. Er þetta eitt besta ár í 95 ára sögu félagsins. Heildarvelta ísfélags Vestmanna- eyja hf. var 2.577 milljónir á nýliðnu reikningsári, 550 milljónum kr. meiri en árið á undan. Reikningar félagsins eru ekki birtir opinberlega en Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri upplýsir að nettóskuldir séu lið- lega 2,2 milljarðar kr. Sigurður er afar ánægður með afkomuna og segir að félagið hafi nú fengið þijú góð ár eftir tvö mikil tapár þar á undan. ÞORSTEINI Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra finnst koma til greina að formbinda með einhverjum hætti samstarf þriggja ráðuneyta, sjávar- útvegs-, umhverfis- og utanríkis- ráðuneytis, til þess að fjalla sameig- inlega um alþjóðleg verkefni, sem við blasa á sviði sjávarútvegs. Móta þurfi almenna stefnu um þau til að auðvelda okkur að koma sjónarmið- um okkar á framfæri með markviss- um og samræmdum hætti á hinum ýmsu stöðum þar sem verið er að Q'alla um slík mál þar sem að öll umfjöllun muni með einum eða öðr- um hætti hafa áhrif á stöðu okkar á alþjóðavettvangi. „Grundvallarreglan, sem við höf- um verið að byggja á og vísa til, kom fram í yfirlýsingu Ríó-ráðstefn- unnar á sínum tíma um sjálfbæra þróun en nú er verið að fjalla um umhverfismál og sjávarútveg með einum eða öðrum hætti á geysilega mörgum stöðum í hinu alþjóðlega umhverfi,“ sagði Þorsteinn á Fiski- þingi, sem nú stendur yfir, um leið og hann gaf nokkra yfirsýn yfir það helsta sem í gangi er. „Allt þetta gefur okkur tilefni til þess að hugsa upp á nýtt um það hvernig við tökum á þessum alþjóðlegu viðfangsefnum og ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að skipuieggja það með nýjum hætti og markvissari en verið hefur þar sem reynt yrði að formbinda samstarf sjávarútvegs-, umhverfis- og utanríkisráðuneytis til þess að taka á þessum verkefn- um.“ Ástæður þessarar góðu afkomu eru einkum meiri loðnuveiði, aukin framleiðsla á frosnum loðnuafurð- um og hagstæðar aðstæður á Jap- ansmarkaði fyrir þær ásamt hærra verði á mjöli og lýsi. Sigurður nefn- ir einnig að íjármagnskostnaður ársins hafi verið mjög lítill, eða 12 milljónir kr., vegna þess að óvenju há tekjufærsla vegna verðbreytinga hafi komið á móti, eða 114 milljón- ir kr. Stafar það af hækkun bygg- ingavísutölu á reikningsárinu. Sigurður segir að tap hafi verið á bolfiskvinnslu fyrirtækisins en unnið sé að því að bæta afkomu þessa grundvallarþáttar í rekstrin- um. „Við höfum gert það upp við okkur að hætta ekki bolfiskvinnslu en fáumst ótrauðir við það verkefni að snúa tapi á vinnslunni í hagnað. Ég vona að okkur takist það,“ seg- ir hann. Verið er að stækka frysti- hús ísfélagsins með byggingu 1.500 fermetra viðbyggingar. Þá hefur verið ákveðið að endurnýja vinnslu- kerfið með kaupum á nýrri flæði- línu. „Það er lykilatriði að auka afköstin. Þá hefur fyrirtækið og starfsfólkið meira út úr vinnslunni," segir Siguður. Hann nefnir einnig SÍLDVEIÐAR ganga enn þokka- lega. Alls er um 54.000 tonn komin á land og hafa yfir 40.000 tonn farið til manneldisvinnslu. Rúmlega 23.000 tonn hafa verið fryst og yfir 19.000 tonn farið í söltun. Því hafa rúmlega 11.000 tonn farið í að enn megi bæta meðferð á fiski og auka niðurskurð til að hækka afurðaverðið. Keypt nýtt nótaveiðiskip ísfélagið fjárfesti fyrir 926 millj- ónir kr. á síðasta starfsári. Fjárfest var í frystihúsinu, komið upp fleiri bræðslu. Vinnsla á síld til manneld- is hefur aldrei verið jafnmikil og nú. Langmestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað, langleiðina í 11.000 tonnum. Borgey á Höfn og Vinnslustöðin í Eyjum eru báðar komnar yfir 6.000 frystiskápum, bætt við frystikerfið, keyptur vélbúnaður og hafist handa við nýbyggingu. Áfram var haldið við breytingar á fiskimjölsverk- smiðju félagsins, keyptar nýjar mjölkvarnir og kælikerfi endurbætt. Mesta íjárfestingin var þó í útgerð- inni. Keypt var nýtt nótaveiðiskip, Antares VE 18, en það er búið full- komnum kælitönkum. Einnig voru keypt hlutabréf í nokkrum fyrir- tækjum og þar ber hæst að félagið keypti 35% hlut í Krossanesi hf. á Akureyri um leið og samstarf félag- anna var aukið. A þessu ári hafa skip ísfélagsins landað 50-60 þús- und tonnum af loðnu í Krossanesi. Starfsmenn ísfélags Vestmanna- eyja voru um það bil 320 á starfsár- inu. Heildarlaun voiu 770 millj. kr. tonn og Búlandstindur á Djúpavogi hefur tekið á móti um 5.000 tonn- um. Síldin, sem nú er unnin er fryst fyrir markaði í Evrópu og saltsíldin fer mest til Rússlands, Finnlands og Svíþjóðar. Morgunblaðið/Sigurgeir LOÐNUÆVINTÝRIÐ skilar Sigurði Einarssyni, framkvæmda- stjóra ísfélags Vestmannaeyja, góðum hagnaði. 54.000 tonn af síld á land í Smugnna næsta ár að öllu óbreyttu Reynslan sýnir að mesta veiðivonin er síðsumars VEIÐARNAR í Smug- unni gengu mjög misjafn- lega í sumar. Nokkur skip gerðu mjög góða túra, fylltu á skömmum tíma en önnur fengu lítið sem ekkert. Þorbjörn hf. í Grindavík sendi tvö frystiskip í Smuguna, Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúp, og gerðu bæði einn góðan túr en annar túrinn hjá Hrafni brást. Hringur SH frá Grundarfirði fór tvo túra á salt í Smuguna. Sá fyrri brást algjörlega en sá síðari var mun skárri. Grandi sendi 6 togara í Smuguna. Fyrri túramir voru góðir, þeir síðari brugðust. Allar þessar útgerðir hyggjast halda þessum veiðum áfram á næsta ári. „Við erum sæmilega sáttir við árangur okkar í Smugunni í sum- ar,“ segir Gunnar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar í Grinda- vík. „Við sendum tvö skip þangað og bæði gerðu einn mjög góðan túr en einn túr brást. Þetta slapp alveg hjá okkur. Hjá mörgum virðast þetta vera mikil hlaup en ekkert kaup en það þýðir ekkert að gefast upp þó á móti blási. Að öllu jöfnu hafa þessi ár, sem við höfum sent skip í Smuguna, komið vel út og við ætlum okkur að halda áfram veiðum þar á næsta ári að öllu óbreyttu. Menn eru líka að afla sér veiðireynslu komi til þess að kvóti verði settur á þessar veiðar og í því skyni er nokkuð á sig leggj- andi,“ segir Gunnar Tómasson. Óheppnir „Við vorum mjög óheppnir í Smugunni í sumar,“ segir Runólfur Guðmundsson, skipstjóri á Hring frá Grundarfirði. „Lagt var í tölu- verðan kostnað við að búa Hring út fyrir söltun um borð en hann hefur ekki leyfi til veiða innan lög- sögunnar. Við fórum snemma af stað, gáfumst upp og vorum ekki fyrr komnir heim aftur en fyrsta aflahrotan kom í Smugunni. Annars var fiskurinn góður og við munum ábyggilega fara aftur þarna norður- eftir næsta sumar. Þó við höfum tapað á þessu í sumar er fjárfesting- in fyrir hendi og því munum við reyna að nýta hana á næsta sumri," segir Runólfur. 6 togarar frá Granda fóru í Smuguna Grandi hf. sendi 6 togara í Smug- una í sumar, ljóra frystitogara og tvo á salt. Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda, segir að menn hafi lært það af þessu að mesta veiðivonin sé að áliðnum júlí og í ágúst. haustveiðin sé miklu meiri vonarpeningur. „Fyrri túrarn- ir voru góðir, þeir seinni brugðust alveg. Við hættum þá veiðunum fljótlega og fórum heim. Líklega hafa tekjurnar af fyrri túrunum farið í að greiða kostnaðinn af þeim seinni. Við förum auðvitað á þessar veiðar aftur á næsta ári, reynslunni ríkari," segir Sigurbjörn. ■ Ósamið við Norðmenn og Rússa Enn er ósamið við Norðmenn og Rússa um veiðar okkar í Barents- hafi en líklegt er nú talið að sam- komulag verði um 13.000 tonna heildarafla og verði helmingur tek- inn í Smugunni og helmingur í norski landhelgi. Þetta telja útvegs- menn slæman kost því erfitt verði að stunda veiðarnar með hagkvæm- um hætti sé mönnum gert að taka hlut aflans í norskri landhelgi og klára síðan túrinn í óvissu í Smug- unni. Þeirra sjónarmið er að fyrst samið sé um kvóta á annað borð eigi ekki að skipta máli hvar aflinn sé tekinn. Hins vegar verði menn þá að sætta sig við að nota aðeins botntroll við veiðarnar. Bráðabirgðatölur í töflunni, sem hér fylgir um afla skipanna í Smugunni, er stuðst við bráðabirgðatölur frá Fiskistofu. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, en ekki skeikar þar miklu á heildar- afla, þar sem það sem upp á vantar eru allra síðustu dagarnir, sem voru mjög lélegir. Þorskafli úr Barentshafi Þórunn Sveinsd. VE.........453 ÖrvarHU 21 ................565 Hringur SH 535 ........... 128 StefniríS 28................35 MánabergÓF42...............431 Barði NK120................316 RauðinúpurÞH 160...........129 Kambaröst SU 200 ......... 544 Snæfugl SU 20 ............ 523 MárSH 127 ................ 388 Klakkur SH 510.............617 Harðbakur EA 303 .......... 78 Hegranes SK 2 .............497 Hrafn. Sveinb. GK 255 .... 615 Páll Pálsson ÍS 102 .......144 Hoffell SU 80...............74 Múiaberg ÓF 32.............250 KaldbakurEA301..............47 Dagrún ÍS 9................271 ÖrfiriseyRE ...............630 Akurey RE 3................274 Hólmanes SU 1...............47 Sindri VE 60 ............. 550 Breki VE61.................381 Höfrungur IIIAK 250 ...... 929 Hólmadrangur ST 70.........405 Siglir SI50 .............. 430 Sigurbjörg ÓF 1 ...........607 StefniríS 28 ..............190 Gnúpur GK11 ...............722 Engey RE...................812 SólbergÓF 12...............249 ArnarHU 1 .................574 Bliki EA 12 ...............366 Haukur GK 25 ...............83 ÓlafurJónssonGK404 ....... 530 Bylgja VE 75 ............. 371 Viðey RE 6 ................294 Þerney RE 101 .............709 Ljósafell SU 70 ............95 Haraldur Kristj. HF 2 .....869 SiglfirðingurSI 150 ...... 378 Málmey SK 1 ...............824 Þorsteinn EA 810 ..........120 MargrétEA 710 ..............91 Preri RE 73................352 Snorri Sturluson RE 219....469 Vestmannaey VE 54 ........ 301 JúlíusGeirmundssoníS270 ...364 Mánaberg ÓF 42.............400 SvalbakurEA2 ..............212 Sléttbakur EA 304..........335 Frosti ÞH 229 ............ 229 Sléttanes ÍS 808 ......... 293 Stakfell ÞH 360 .......... 352 Skagfirðingur SK 4 ........264 Ýmir HF 343 .............. 471 BrettingurNS 50 .......... 272 EyborgEA59.................162 Rán HF 42 ................ 484

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.