Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heíma fi Þorskur KrTkg Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja B _____ 62,35 kr. Alls fóru 198,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 77,9 tonn á 97,35 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 27,0 tonn á 82,42 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 93,5 tonn á 104,07 kr./kg. Af karfa voru seld 27,9 tonn. í Hafnarfirði á 80,00 kr. (3,01), ekkert á Faxamarkaði, en á 82,89 kr. (24,91) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 94,8 tonn. í Hafnarfirði á 54,56 kr. (11,41), á Faxagarði á 37,00 kr. (0,11) og á 57,24 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (83,31). Af ýsu voru seld 103,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 91,77 kr./kg. Krikg 20 — 60 46.v|47.v| Októb. _ __ Nóvemb. _ 42.v I 43aTT4.vI 45.V l 46.v I 47,v I ^ Fiskverð ytra Þorskur«M Karfi*** Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals730,4 tonná131,81 kr./kg. Þaraf voru 146,4 tonn af þorski seld á 124,66 kr./kg. Af ýsu voru seld 331,2 tonn á 100,77 kr./kg, 112,7 tonn af kolaá210,02kr./kg, 22,8 tonn af karfa á 112,50 kr./kg og 11,9tonnaf grálúðu á 243,03 kr./kg. 47. vika Nóvember 45. vika 46. vika Spáð í framtíð fiskveiðanna í heimi tölvuvæddra markaða FRAMTÍÐIN í fiskveiðun- um er að kaupa óveiddan fisk í gegnum tölvukerfi, að nýta fiskúrgang í hátækni- mat til manneldis og að hætta að hugsa um fisk sem vöru, heldur líta svo á að með því að selja fisk sé verið að selja neytendum reynslu og upplifun. Þetta eru nokkrar af þeim hugmyndum sem viðraðar voru á norrænni ráðstefnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, undir fyrirsögninni „Gæði, vald og markaður - hótanir og möguleikar", er haldin var í Danmörku nýlega. Af hálfu íslands sátu þau Guðrún Pétursdóttir og Grímur Valdimarsson í undirbúningsnefndinni, en Jepser Heldbo ráðunautur hjá Norrænu ráðherranefndinni skipulagði ráðstefnuna. Óveiddur fiskur seldur um tölvukei Á verðbréfamörkuðum heims- ins hefur um árabil verið hægt að kaupa nokkurs konar spábréf, hlut í væntanlegri þróun markað- arins. Nú stefnir í það sama á fiskmarkaðnum. Með tölvuvæddu sölukerfi verður í framtíðinni hægt að kaupa hlut af væntanleg- um en óveiddum afla. Annar möguleiki er að í stað þess að sjómenn sigli út og veiði það sem fæst, eins og nú er, verði hægt að vita hvað þarf af fiski í næstu viku og veiða þá upp í þá þörf. En til þessa þarf öflugt tölvu- kerfi. Gylfi Aðalsteinsson hefur um árabil unnið að því að þróa tölvukerfi, sem nýst gæti á þenn- an hátt og flutti á ráðstefnunni fyrirlestur til að kynna viðfangs- efni sitt, Infomar, sem unnið er í samvinnu við norskt, franskt og enskt fyrirtæki. Kostnaður er áætlaður fjórar milljónir Banda- ríkjadala, en helmingurinn kemur frá Evrópusambandinu. Hráefnisverslun um símavædd tölvukerfi er ekki fjarlægur draumur, heldur er þegar verslað með flestar tegundir hráefna á þennan hátt, hvort sem er kaffi, kakó eða kol. Spurningin er þá af hverju ekki ætti að selja fisk á sama hátt, en þar eru þó ýmis ljón í veginum. Grundvallarmun- urinn er að fiskur er veiddur, ekki ræktaður. Ekki er hægt að geyma og eiga nýjan fisk á lag- er, gæðin geta sveiflast til svo ótryggt getur verið að kaupa afl- ann óséðan, framboð af fjarlæg- um miðum getur verið stopult og þá einnig samband við fiskiskipin og flutningakerfið eftir að afla er landað er misþróað. Hér má þó benda á að á íslandi hefur tíðk- ast að kaupa fisk óséðan og það hefur ekki valdið vanda. Með til- komu gervihnattasamskipta er síma- og tölvusamband við skipin orðið mun betra. Gylfi heldur því fram að með tölvufiskmarkaði verði auðveldara að dreifa aflan- um á stærra svæði en áður, verð verði stöðugra en áður og aukin gæði leiði til hærra verðs, auk þess sem öflugur markaður með góðum dreifingarmöguleikum stuðli að viðhaldi sjómannasamfé- laga. Það er meðal annars reynsl- an af tölvumarkaðsuppboðum á íslandi, sem bendir í þessa átt. Jesper Heldbo ráðgjafi um sjáv- arútvegsmál hjá Norrænu ráð- herranefndinni segir að hug- myndir um fisksölu um tölvunet bjóði upp á spennandi framtíðar- sýn og í sínum huga sé slíkt net mikilvægur liður í að mæta sam- keppni frá fiskveiðiþjóðum í Asíu. Það hljóti aðeins að vera spurning um tíma hvenær þær snúi sér að veiðum stofna, sem norrænar þjóðir hafa hingað til verið einar um að nýta. Þá muni þær kaupa sér norræna þekkingu, sem hing- að til hafi verið einkaeign Norð- urlandabúa, og tæki frá Marel og öðrum góðum framleiðendum og verði ekki lengi að ná upp nor- ræna forskotinu. Þróaður tölvu- markaður geti þá hjálpað nor- rænu þjóðunum að vera í betra sambandi við kaupendur, en ekki síst geti slíkur markaður snúið innkaupadæminu við. Nú sigli sjó- menn og kaupendur kaupi það sem aflist, en með öflugra upplýs- ingaflæði muni sjómenn geta siglt eftir pöntunum og kaupendur vit- að nákvæmlega hvað sé að hafa og hvenær. Þegar svo verði kom- ið muni fiskmarkaðurinn vera all- ur annar en við þekkjum hann í dag. Framtíðin: sérpakkaður ferskfiskur og matur úr fiskúrgangi Wiktor Sorensen frá Ráfiske- laget í Noregi átti síðustu orðin á ráðstefnunni og reyndi þá að spá í framtíðina. Hann sagði að þó ekki væri nema aflamagnið eitt þá hefði orðið mikil þróun í fiskveiðum. Fiskveiðar í sjó hefðu verið 18.557 milljónir tonna 1950, 58.641 milljón 1975 og 84.231 milljón tonna 1993. Um eða upp úr aldamótum yrði afla- magnið h'klega í kringum 100.000 milljónir tonna, en færi síðan minnkandi. Hvað markaði varðaði ætti vísast eftir að muna mest um kínverska markaðinn, en þegar mætti ætla að þar væru 100 milljónir manna, sem hefðu kaupgetu til að kaupa norrænar fiskvörur og sá markaður gæti vaxið um 10—20 milljónir á ári næstu árin. Hvað afurðir varðar sagði Wiktor Sorensen að sennilega ætti sérpakkaður ferskfiskur í neytendaumbúðum og afurðir úr fiskúrgangi einna mesta mögu- leika til vaxtar þegar til lengri tíma væri litið. Þegar væri farið að selja ferskfisk, en þar hefðu ýmsar hindranir verið í vegi, sem yrði þó hægt að finna lausn á með tímanum. Meðal annars hefði verið misbrestur á réttum aðstæðum í búðunum, svo fiskur- inn væri geymdur við of hátt hitastig og skemmdist því fyrr en ella. Risaframkvæmdir á þessu sviði væru í augsýn og meðal annars væri fyrirtæki að undirbúa fjárfestingar upp á 600 milljónir norskra króna á þessu sviði. Sú framkvæmd fæli í sér að seljandinn yrði með eigin kæliskápa í sjö til fjórtán þúsund verslunum til að tryggja rétta geymslu. Fiskúrgangur er að mati Wikt- ors Sorensens vannýtt auðlind, sem athyglin mun beinast að í vaxandi mæli næstu ár og ára- tugi. Úrgangurinn ætti með tím- anum að geta nýst í snyrtivörur, lyf, hátæknivörur fyrir rann- sóknastofur og sem bætiefni í matvæli, svokölluð „functional foods“. Slíkan mat mætti kannski kalla bætimat á íslensku, en það er matur, sem ætlað er að hafa heilsubætandi áhrif eins og að lækka blóðfitu, en er þó matur og ekki lyf. Áætlað er að þetta verði einn helsti vaxtar- broddur matvælaiðnaðar næstu árin, en framleiðsla á ýmsum tegundum bætimatar er þegar hafin. En Wiktor Sorensen bendir einnig á að umhverfisvernd muni hafa mikil áhrif á nýtingu auð- linda hafsins, bæði í þá átt að stuðla að betri nýtingu þess sem aflað er, en einnig í þá átt að farið verði út í ræktun sjávar- fisks í auknum mæli. KARFI Miklar breytingar á ráðstöfun afla MIKLAR breytingar hafa orðið á ráðstöfun karfa upp úr sjó síðustu 10 árin. 1986 er beina salan 74%. 1991 er hún 42% og 1996 46%. Engin karfasala fór fram á fiskmarkaði innanlands 1986, 1991 eru það 7% og 1996 9%. 4% voru sjóunnin 1986,22% árið 1991 og 26% í ár. Beinn útflutningur var 22% árið 1986, 28% 1991 og 19% 1996. Sé verð- ið skoðað, fékkst 12,82 fyrir karfa í beinni sölu 1986, 30,67 kr. 1991 og 36,92 kr. 1996. Á mörkuðum var verðið 1991 36,66 kr. kg og 65,68 í ár. Verð á sjóunnum karfa var 1986 33,39 kr., 1991 84,20 kr. og 1996 83,60. I beinum útflutningi var karfa- verð 42,26 kr. 1986 og 117,43 kr. í ár. mszsna Bein sala á grálúðu til vinnslu í landi var fyrir tíu árum um 70% heildarafla, en hafði árið áður verið nánast allt magnið 98%. 1991 er hún 34% og í ár er hún 12%. í gegnum fiskmark- aðina hér fóru 2% af grálúðu 1991 og 6% í ár. Sjóunnin voru 14% 1986,54% 1991 og 73% í ár. Beinn útflutningur grálúðu nam 16% 1986,10% 1991 og9% í ár. Hér hefur sjóvinnslan nán- ast tekið við af landvinnslunni. Afli og aflaverðmæti í janúar til október 1994-1996 Tonn, 1994 1995 1996 Milljónir kr., 1994 1995 1996 Þorskur 145.848 133.956 137.947 9.826 9.348 9.450 Ýsa 50053 50.830 43.665 3.952 3.683 3.109 Ufsi 57.090 42.033 34.685 1.981 1.935 1.495 Karfi 74.180 71.864 56.152 5.601 5.044 3.867 Úthafskarfi 46.893 28.302 49.685 2.017 1.271 2.722 Grálúða 25.125 24.412 18.371 3.554 4.413 3.453 Annar botnfiskur 47.034 49.118 58.851 3.237 3.342 3.805 Botnfiskur alls 446.223 400.515 399.356 30.168 29.036 27.901 Síld 73.608 72.295 54.494 480 569 479 Íslandssíld 21.146 174.109 164.805 111 948 1.060 Loðna 743.506 616.753 1.120.404 3.132 2.647 6.108 Rækja 61.808 60.309 56.450 5.780 7.103 6.355 Krabbi og skeldýr alls 7.312 6.374 7.633 634 429 586 Heildarafli og verðmæti 1.358.668 1.338.605 1.803.683 40.729 41.070 42.400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.