Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR Morgunblaðið/Guðni HULL Fish Forum, Fiskiráð Hull-borgar, á fundi, Colin F. Smales t.v. við enda borðsins. Pétur Björnsson er annar f.h. Ráðið vinnur að því að efla fisklöndun og uppboðsmarkaðinn í Hull. Hull Fish Forum eflir viðskipti með físk í Hull Atvinna um 5.000 íbúa Hull byggist á fiski HULL Fish Forum, eða Fiskiráð Hull-borgar, er skipað hagsmunaaðilum í fiskverslun og fiskvinnslu í Hull. Tilgangurinn er að efla Hull sem löndunar- og uppboðsstað sjávarafla og að stuðla að fram- gangi annarra hagsmunamála fiskverslunar og vinnslu í Hull. Talið er að um fimm þúsund störf í Hull byggist á físki. Það kann að hafa ýtt undir stofnun ráðsins að nýlega var byggður nýr fískmarkaður í Grimsby með fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Colin F. Smales, framkvæmda- stjóri F. Smales & Son, er annar tveggja stjórnarformanna Hull Fish Forum. Ráðið var skipað fyr- ir ári og hélt sinn fyrsta fund í janúar. Meðal ráðsmanna eru full- trúar borgaryfirvalda, samtaka fiskkaupenda, samtaka seljenda, fyrirtækja sem vinna að löndun afla, eigenda frysti- og kæli- geymslna og fulltrúi Associated British Ports sem eiga og reka fiskihöfnina í Hull. Einn Islend- ingur, Pétur Björnsson í ísberg Ltd., á sæti í ráðinu. Fáeinir togarar eru enn gerðir út frá Hull og landa þar á fisk- markaði. Einnig er boðinn þar upp afli frá höfnum á austurströnd- inni, Skotlandi og Hjaltlandi. Mest er þó innflutt, ýmist ísfiskur eða heilfrystur, bæði frá íslandi, Fær- eyjum, Noregi og Rússlandi. Megnið af fiskinum er selt ferskt og er flakað samdægurs til neyslu á heimamarkaði. Frysting og vinnsla tilbúinna fiskrétta fer þó vaxandi í Hull. Fisktegundir sem áður voru fluttar óunnar til Frakk- lands, til dæmis steinbítur, eru í auknum mæli seldar á markaðn- um í Hull og flakaðar þar en flök- in seld áfram til meginlandsins. Vinnslukostnaður er lægri í Bret- landi og hagkvæmara að flytja flök en óflakaðan fisk. Gömul hefð fyrir fiskvinnslu Smales sagði að fiskvinnsla í Hull byggðist á gamalli hefð, traustu og hæfu vinnuafli og stöð- ugu framboði af fiski. Á meðan landvinnsla á íslandi, í Færeyjum og Norður-Noregi berðist í bökkum væri í Hull sterkur kjarni fisk- vinnslufyrirtækja sem hafa haldið velli. Þar skiptir nálægðin við markaðinn miklu og vaxandi eftir- spurn eftir fiski. Neytendur væru tilbúnir til að borga betur fyrir ferskan fisk en frosinn. Einnig væri mikilvægt að fyrirtækin réðu yfir þjálfuðu starfsfólki. Handflök- un er ráðandi, einkum fyrir heima- markaðinn. Handflökun er sögð gefa betri nýtingu og fallegri flök. Það skiptir máli fyrir veitingahús- in, sem selja meiri fisk fyrir vikið. Fiskneysla hefur aukist um rúm 10% undanfarið í Bretlandi og er meiri á hvert mannsbarn en til dæmis í Skandinavíu. Hluti af aukningunni er sennilega viðbrögð við nautafárinu (BSE), sem hefur dregið úr kjötneyslu. Fjárfest í fiskiðnaði „Við höfum skuldbundið okkur til að efla fiskihöfnina og fískmark: aðinn hér í Hull,“ sagði Smales. Í því skyni verður varið töluverðu fé til endurbóta á fiskmarkaðnum, meðal annars sett kælikerfi í skemmurnar til að halda þar stöð- ugu hitastigi. Einnig hafa litlar og stórar fiskvinnslur lagt í töluverðar fjárfestingar á undanförnum árum til að mæta hertum kröfum um hreinlæti.“ Smales sagði mikinn þrýsting á alla sem meðhöndla fisk að mæta hertum gæðakröfum. „Við hvetjum alla, sem meðhöndla fisk, til að vanda til verka í öllu vinnsluferl- inu. Það er áríðandi að gæta að hitastiginu og kæla fiskinn vel. Það er engin trygging gefin fyrir góðu söluverði á fiskmarkaðnum í Hull, en það er þörf á meiri fiski í hæsta gæðaflokki og fyrir hann mun allt- af fást hæsta verð.“ Verðlækkun á lófótenskreið Verkendur kenna útflytjendum um EKKI blæs byrlega fyrir skreiðar- verkuninni í Lófóten en á síðustu níu árum hefur verðið lækkað um helm- ing. Er hinum mörgu útflytjendum skreiðarinnar kennt um hvernig komið er. í Lófóten er stór hluti aflans á vetrarvertíðinni hengdur upp og seldur sem skreið til Ítalíu en sé litið á verðið kemur í ljós, að þróun- in hefur verið heldur dapurleg. Ef allar tölur eru miðaðar við gengið 1995, þá var meðalverðið 1987 1.705 kr. ísl. fyrir kílóið en í október sl. var það í 811 kr. Meðalverðið á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var 865 kr. Hartvig Arve Sverdrup, skreiðarverkandi í Reine á Moske- nes, segir, að útflytjendurnir beri meginábyrgð á verðhruninu. Kveðst hann hafa komist að_ raun um það í nýlegri ferð sinni til Italíu. Undirbjóða hver annan „ítalir furða sig á söluaðferðum okkar. Á markaðnum eru margir norskir seljendur eða útflytjendur og samkeppnin milli þeirra gengur ekki út á að fá sem mest fyrir vöruna, heldur að bjóða hana niður hver fyrir öðrum. Utkoman er sú, að innflytjendur halda að sér hönd- um með að kaupa af ótta við, að keppinautarnir fái skreiðina enn ódýrari en þeir,“ sagði Sverdrup. Fyrr á árum voru útflytjendur á norsku skreiðinni fáir og stórir en núna mjög margir og smáir. Segir Sverdrup, að það og sú aukning, sem orðið hefur í skreiðarverkun- inn, skýri alveg verðhrunið síðustu ár. Meiri verkun, lægra verð Þetta ástand hefur valdið miklum erfiðleikum hjá mörgum fyrirtækj- um í Lófóten og fátt bendir til, að úr muni rætast á næstunni. Hluti af skreiðinni, sem seld var á fyrra misseri þessa árs, var frá því í fyrra og á þessu ári voru alls hengd upp 28.237 tonn, 5.000 tonnum meira en 1995. Það þýðir ekkert annað en að framleiðendur muni sitja uppi með skreið, sem síðan verður reynt að koma út á næsta ári. Kvótaaukningin í norska þorsk- inum á næsta ári er líka ávísun á meiri skreiðarverkun og þar með meira verðfall. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 D 7 Vélstjóri á frystitogara Fyrsta vélstjóra vantar á frystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1 frá Ólafsfirði. Vélarstærð 1980 KWS, WÁRTSILA DIESEL. Skriflegar umsóknir sendist til Magnúsar Gamalíelssonar hf., Hornbrekkuvegi 3, 625 Ólafsfirði, fax 466 2537. Frekari upplýsingar gefur Sigurgeir Magnús- son í símum 466 2337 í vinnutíma og 466 2165 eftir kl. 17.00. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum verður svarað. Verkstjóri Loðnufrysting Grandi hf. óskar eftir að ráða verkstjóra til aö sjá um loðnufrystingu á komandi vertíð. Um er að ræða tímabundið starf frá byrjun janúar til loka mars. Við leitum að duglegum og ábyrgðar- miklum verkstjóra sem hefur reynslu af verkstjórn í fiskiðnaði og hefur metnað til að skila af sér fyrsta flokks framleiðslu. Öllum fyrirspurnum ber að beina til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Nánari upplýsingarveitirGylfi Dalmann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Verkstjóri 579" fyrir 4. desember n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Brófsími: 568 8618 Netfang hagvang@tir5kyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSIA Réttþekking á réttum tlma -fyrir rétt fyrirtæki KVÉilTABANKINN Vantar þorsk til leigu og sölu Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Vantar kvóta Viljum leigja og kaupa kvóta á skip okkar, m/b Kristrúnu RE-177. Allar botnfisktegundir, en helst þorskur. Bein viðskipti og staðgreiðsla. FISK^X KAUPHE > ^ón ^Jlsbfótnsson ÚTFLUTNINGS- OG HEILDVERZLUN Geirsgötu 11- pósthólf 286 - 121 Reykjavík, sími 551 1747, fax 551 9463

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.