Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 53

Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 53 1 1 í I i i í í 4 4 4 l < i < I i i i i I í FINNUR EYDAL + Finnur Eydal fæddist á Akur- eyri 25. mars 1940. Hann lést á Land- spítalanum 16. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ak- ureyrarkirkju 25. nóvember. Föðurbróðir okkar, Finnur Eydal, er lát- inn langt fyrir aldur fram. Finnur og fjöl- skyldan í Skarðshlíð- inni hafa verið mikilvægur hluti af tilveru okkar og ættartengslin sterk bæði í leik og starfi. Bern- skuminningar um samveru á jól- um; í Bjarkarlundi; á Spáni; í Hlíð- argötunni hjá afa og ömmu streyma fram. Finnur setti, á sinn einstaka hátt, sterkan svip á þess- ar stundir. Tvennt einkenndi Finn öðru fremur; ljúf lund og kímnigáfa. Hið sérstaka skopskyn Finns kom vel í ljós í erfiðum veikindum hans síðastliðin ár. Hvernig sem á stóð tókst honum að laða fram bros með hárbeittum húmor sem hann beitti óspart. Við fórum allt- af glaðari af hans fundi. í veik- indabaráttu Finns komu mann- kostir hans glöggt í ljós. Þolin- mæði, þrautseigja, Ijúflyndi og kímni einkenndu alla framgöngu hans. Það var okkur lærdómsríkt að fylgjast með hvernig Finni tókst að sigra það ósigranlega, aftur og aftur. En nú skiljast leiðir. Finnur er farinn til móts við foreldra og bróður. Við sem eftir lifum sökn- um Finns nú sárt en það er hugg- un að hugsa til þess að bræðurnir spiia nú saman á ný, rétt eins og þeir gerðu í þessari jarðvist. Elsku Helena, Hörður, Laufey, Helena og fjölskyldur: iínur úr ljóði Erlings Sigurðarsonar, sem hann orti eftir andlát föður okkar, lýsa vel tilfinningum okkar á þessari stundu: Þó autt sé sviðið, salurinn tómur og hljótt í sönghöll við burtför þess, er svo fagurt stillti þá strengi, er lífinu fluttu fagnaðaróð, hann Iifir í hljómi, í söng á sólbjartri nótt í sálum þeim, er hann hrærði og gleði fyllti. - Sá deyr ei sem heimi gaf lífvænt ljóð. Við og mamma kveðjum frænda okkar með virðingu, þökk og sökn- uði. Guðný Björk, Inga Dagný, Ingimar, Asdís Eyrún og fjölskyldur. Elsku Finnur. Nú hefur þú fengið hvíld sem þú varst ef til vill búinn að bíða eftir um tíma, en handa okkur sem eftir sitjum skilur þú margt eftir þig. Hjá okkur skilurðu eftir sæg fallegra og skemmtilegra minn- inga. Við áttum sam- an margar góðar stundir við nám og leik. Slíkar stundir verða ekki fleiri í bili og því miður fækkaði samfundum okkar síð- astliðin ár. Við vildum óska að við hefðum getað kvatt þig í sumar en svo fór sem fór og því verðum við bara að segja að við höfum kvatt þig í fyrrasumar. í raun og veru átt þú alltaf hluta af okkur, þú sem varst lærifaðir okkar og vinur í svo mörg ár. Elsku Finnur, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér sam- fylgdina og hlýjuna sem þú sýndir okkur ætíð. Elsku Helena og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur samúð okkar. Halla og Guðbjörg. A fæðingardegi góðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og degi sem nú er helgaður okkar ylhýra máli barst mér fregnin af ferða- lokum míns kæra vinar og fyrrum samstarfsmanns, Finns Eydal. Ég hafði skömmu áður um daginn hlýtt á dagskrá um listaskáldið góða í Samkomuhúsinu, þar sem lesið var úr kvæðinu Hulduljóð, þau erindi sem Jónas orti í orða- stað Eggerts Ólafssonar, svar til Huldu; „Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá“. Strengjakvartett flutti hið ein- læga og fagra lag eftir Jón Nor- dal við sömu erindi. Þegar fregn- in um lát Finns barst mér, þá vaknaði í undirvitund minni stemmning og efni ljóðs og lags samofið Ijúfum minningum um hann. Þessi óður til fegurðar hins smæsta og fíngerðasta í flórunni okkar, náttúrinni okkar, listinni og í lífinu sjálfu. Og það að láta þessi litfögru blóm lífsins lifa í öllum hremmingum og gleðja bæði sig og samferðafólkið. Þetta var honum Finni gefið og þeim eiginleika var hann prýddur. ... „Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað“ ... Slík prýði sem hin smáu litskrúð- KRISTINN EYJÓLFSSON + Kristinn Eyjólfsson, bif- reiðarstjóri á Hellu, fædd- ist í Hvammi í Landsveit 24. febrúar 1942. Hann lést á heimili sínu 13. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Skarðskirkju í Land- sveit 23. nóvember. Stórt er höggvið, og svo bresta krosstré sem önnur. Hann Kiddi er fallinn. Hann sem staðið hefur svo stór og óumbreytanlegur allt frá því ég var strákur. Hann, ung- ur maðurinn, lét svo lítið að passa okkur systkinin ef þurfti. Þeir voru vinir hann og pabbi. Það var eitt af þessu óbreytanlega, sem þó haggast þegar burðarvirkin bresta. En breytist þó aðeins í ytra formi, fjarlægðin verður mik- il um sinn. Svo hittist fólk á ný í þessum eilífðarhring, vonum við. Það varð fagnaðarfundur þegar þau Anna fluttu með börnin í Heiðvanginn. Nú þóttist ég orðinn stór strákur, og passaði þegar mikið lá við. Ég kynntist Önnu frænkuminni, sem gerði myndina af þeim hjónum svo óhagganlega og var það fastaland sem hann Kiddi minn þurfti. Og komst að því að Kiddi væri frændi minn líka. Þegar árin líða fínnur maður hvernig fjarlægðin eykst í öllum skilningi, með nýju umhverfí, nýj- um aðstæðum, fjölskyldu; og mað- ur verður sífellt meiri gestur á heimaslóð. Að hitta Kidda var tímalaust. Þegar hann er farinn finnur maður best hversu dýrmæt hún er þessi vinátta sem nær út fyrir tímann. Þetta sama gildir um fjölskylduna hans Kidda, sem nú ugu blóm sumarsins okkar eru, slík prýði var Finnur í okkar mann- og menningarlífi. Tónarnir sem hann flutti okkur á minningartónleikunum um Ingi- mar bróður sinn í íþróttahöllinni á Akureyri hinn 20. okt sl., urðu um leið hinsta tónakveðja hans til okkar af hljómsveitarsviðinu. Tónarnir, „smávinir fagrir", glæddu birtu og gleði í brjósti þeirra 2.500 áheyrenda, sem hrærðir stóðu á fætur og fögnuðu með langvarandi klappi. Enginn gat þá vitað að við vorum mörg að fagna og þakka þau ótal skipti á liðnum áratugum sem Finnur hefur grætt fögur blóm í brjóst okkar með leik sínum og sam- veru, við megum vissulega margt fallegt muna og segja hvert öðru frá. I rauninni er vart hægt að hugsa sér verðugri og gleðilegri kveðjustund en að geta skilað sjálfum sér á þann hátt eins og þeir hafa hrifið sitt samferðafólk mest; þannig að spegill minning- anna helst fægður og skír. Þrátt fyrir áralanga baráttu við harð- sækna sjúkdóma, þá hélt Finnur sinni reisn og umfram allt sinni ljúfmennsku, gleði og bjartsýni. Hann kenndi á klarinett og saxófón við Tónlistarskólann á Akureyri um langt árabil og naut ég þess sjálfur að starfa með honum þar. Samviskusemi hans og þeirri alúð er hann sýndi í starfi var við brugðið og smávin- irnir sem sóttu kennslutíma hjá Finni fóru úr tímum sælli og glað- ari. Hjá Finni fannst þeim gott að vera. Það var mér mikill styrk- ur í stjórnunarstarfi að eiga slíkan félaga að, sem lét skólann sinn ætíð ganga fyrir, og raunar oft þannig að hann kenndi þjáður og sjúkur með æðruleysi og bros á vör. Ég á raunar erfitt með að skrifa þessi kveðjuorð án þess að Helena tengist ekki flestu sem sagt er, svo voru þau hjónin sam- rýnd og samstillt að blómið var eitt, en ekki tvö. Ég vona að þeirra eiginleika sem prýddu þau saman fáum við áfram notið hjá Helenu um leið og við Lalla flytjum henni og fjölskyldu hennar okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Við minnumst Finns best með því að láta bros hans og æðru- leysi lifa með okkur í hveiju því sem við mætum á lífsleiðinni. Ég lýk þessum kveðjuorðum með öðru erindi úr Hulduljóðum eftir Jónas Hallgrímsson: Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, - hægur er dúr á daggarnótt -, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Jón Hlöðver Áskelsson. er í sárum. En á minninguna um þennan jarl, sem hefði ekki viljað fara öðruvísi en allt í einu, þó auðvitað hafi það verið alltof, allt- of snemmt. Fólk á öllum aldri leit á Kidda sem vin sinn. Ekki síst börn og ungmenni, og þeir sem fundu sig minni máttar eða svolítið sér. Ég er viss um að það hafa margir tekið honum fagnandi, hinum megin. Illt lagði hann engum til, en hallaði á litilmagnann, reis kamburinn. Þessi hreina og klára afstaða er svo eftirminnileg. Hvernig hann kom beint og um- búðalaust að efninu án orðskrúðs og aukahringja. Umbúðaleysið móðgaði bara þá sem ekki sáu skóginn fyrir tijánum. Við Ásta og dæturnar vottum fjölskyldunni dýpstu samúð, og þeim öðrum sem sárt syrgja þenn- an stóra sterka mann. Hann var fleirum stoð en augljóst var. Guð blessi minningu Kristins Eyjólfssonar. Samúel Orn Erlingsson. + Sigurbjörg Snæ- bjarnardóttir fæddist á Grund í Höfðahverfi 13. ág- úst 1905. Hún andað- ist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Snæ- björn Helgason og Jóhanna Jóhann- esdóttir sem bjuggu á Grund. Sigurbjörg var eitt af fjórum systkinum sem öll eru látin. Hinn 11. júlí 1926 giftist Sigurbjörg Sigurbirni Benediktssyni frá Jarlsstöðum í Höfðahverfi. Fljótlega hófu þau að reisa sér nýbýli í landi Grund- ar og nefndu það Artún. Þar bjuggu þau til ársins 1964 er þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuð- ust fimm syni. Sigurbjörn lést 6. apríl 1987. Utför Sigurbjargar fer fram frá Laufási 23. nóvember. Amma mín er dáin. Það er alltaf sorglegt þegar einhver deyr. Þannig er það líka með ömmu Boggu, enda þótt ég hafi ekki haft mikið samband við hana hin síðustu ár. En frá því að ég var yngri á ég margar góðar minningar um ömmu, sérstaklega frá þeim tíma þegar afi og amma þjuggu í Skarðshlíðinni. Amma var búin að vera lasin sína síðustu daga. Ég held hún hafi verið hvíldinni fegin, því allt frá þeim degi er afi dó þá fór heilsu hennar hrakandi. Eg minnist ömmu og afa helst þar sem þau sitja við stóra gluggann i ganginum á Skarðshlíðinni og fylgj- ast með umferðinni. Og ég stend fyrir neðan á planinu og veifa upp til andlitanna sem gægjast út á milli pottaplantnanna. Það var fastur liður að heimsækja ömmu og afa um helg- ar. Meðan amma tók til kaffið, spil- aði afí eitthvað á munnhörpuna eða harmonikuna. Það var líka ótrúlegt með ömmu, hún átti alltaf eitthvað girnilegt með kaffinu. Loftkökurnar hennar voru samt alltaf í mestu uppáhaldi hjá mér. Eftir því sem ég varð eldri barst talið æ oftar að skáldskap hjá afa og ömmu. Þau höfðu bæði sterkar skoðanir á skáldskap. Ég minnist þess að einu sinni gaf afi mér úrklipp- ur úr dagblöðum sem hann hafði safnað sam- an og flokkað sem lé- legan skáldskap. Hann gaf mér þessar úrklipp- ur svo ég myndi ekki falla í sömu gryfju og fara að skrifa álíka bull og það sem stóð í þessum úrklippum. Ég dáðist líka alltaf að því hve amma kunni mörg ljóð og kvæði utan að og það voru reyndar ófáar vísurnar sem hún reyndi að kenna mér. Það var líka amma sem kenndi mér að spila vist. Eftir að afi dó fórum við yngri systurnar oft á sunnudögum og spiluðum við ömmu. Það gat ver- ið virkilega gaman, því amma lifði sig svo inn í spilið og hún var oft virkilega tapsár. Það varði samt yfir- leitt ekki lengi. Yfir kökunum á eftir spilinu var allt grafið og gleymt. Amma sagði sína meiningu yfir- leitt hreint út. Það gat oft verið erf- itt að taka því en þannig var bara amma. Mér er minnisstæðast þegar ég kom í fyrsta skipti með Loft, minn fyrrverandi kærasta, til ömmu og fór þaðan rauð upp í hársrætur út aftur. Nei, amma lá ekki á sínum skoðunum, ekki þá frekar en fyrri daginn. í dag get ég ekki annað en brosað að þessu samtali sem við amma áttum þann daginn og ég held að þetta sé ein sú skemmtileg- asta minning sem ég á um ömmu. Það var ekki það að ég fengi ekki samþykki ömmu á mannsefninu, nei, ef eitthvað var þá var það frekar í hina áttina. Hún var svo ánægð með hann og hrósaði honum í hástert, en ég bara sat og roðnaði meir og meir yfir öllu saman. Það er kominn vetur hér í Nor- egi, það styttist í jólafríið og ég veit það verður engin fíngerð, skjálfandi hönd að taka í um jólin þegar ég kem heim. Amma mín er dáin. En innra með mér geymi ég minningar um ljúfar stundir í Skarðshlíðinni. Þessi jól sefur amma vært úti í Laufási hjá afa. Þegar lífí lýkur hér við leitum í sama skjól. ' Þá verð ég hjá þér og þú hjá mér og þá verða alltaf jól. (Jóh. úr Kötlum) Snæfríður Ingadóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JÓHANNSSON frá Sunnuhvoli, Sandgerði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. nóvember kl. 15.00. Sigrún Stefánsdóttir, Garðar Halldórsson, Hólmfríður Stefánsdóttir, Sigurður Sarnúelsson, Olafur Stefánsson, Gunnhildur S. Alfonsdóttir, Stefanía Stefánsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Baldur Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okakr, tengdafaðir, afi og langafi, séra SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON fyrrverandi prófastur í Hruna, er andaðist föstudaginn 22. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 29. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. Alma Ásbjarnardóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ragna Guðmundsdóttir, Páll Sveinbjörnsson, Herdfs P. Pálsdóttir, Magnús Pálsson, Björg Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Erla Ferdinandsdóttir, Bragi Bjarnason, Ingibjörg Guðmundsdóttir, SIG URBJÖRG SNÆ- BJARNARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.