Morgunblaðið - 28.11.1996, Page 1

Morgunblaðið - 28.11.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA I B 1996 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER BLAÐ Þýskir fengu aðeins eitt stig ÞJÓÐVERJAR fóru illa að ráði sínu í gær- kvöldi er þeir náðu aðeins 21:21 jafntefli gegn Slóvakíu á útivelli en þjóðirnar leika í 4. riðli. Fimm fastamenn í landsliði Þjóðverja gáfu ekki kost á sér í þennan leik. Þjóðverjar eru komnir með sjö stig í riðlinum og geta mest náð níu stigum. Tapi íslenska liðið á sunnudaginn fyrir Dönum verður það í öðru sæti fimmta riðils með níu stig og stendur betur að vígi en Þjóðverjar, með 86 mörk í plús en Þjóðveijar aðeins sex. Ekki höfðu borist úrslit úr leikjunum í 2. riðli þar sem Úkraína og Litháen áttu að leika annars veg- ar og Makedónia go Ungveijaland hins veg- ar. Ungveijar og Litháar gætu náð tíu stigum hvor þjóð og þá fara þær báðar á HM, en fái önnur þeirra níu stig, eins og íslendingar kemst aðeins önnur þeirra áfram, markamun- ur íslands er það hagstæður. ff O 18 Ajaxfékk skell HANDKNATTLEIKUR AÐEINS ári eftir að Ajax varð heimsmeistri fé- lagsliða í knatt- spyrnu, fékk liðið skell í hollensku bikarkeppninni í gærkvöldi - 2. deildarliðið Heracles frá Rotfc- erdam lagði Ajax að velli 1:0. frá Þing- eyri „STRÁKARNIR okk- ar“ hafa átt hug og hjarta þjóðarinnar, einkum þegar mikið hefur legið við og um keppni í stórmóti að ræða. Stuðningurinn er á ýmsan hátt og hafa landsliðsmenn- irnir kynnst ýmsu. Að þessu sinni var sá óvenjulegasti frá Þingeyri. „Það var hringt í mig og mér sagt að við ættum von á þremur kílóum af harðfiski með næsta flugi,“ sagði Þorbjörn landsliðsþjálfari. „Með fylgdi að harð- fiskurinn ætti að herða okkur í leikjun- um við Dani og það gerir hann.“ Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari átti von á sigri en ekki svona stórum Fljótum oftast langt á vöm og markvörslu Gífurlegur fögnuður braust út í Laugardalshöll í gærkvöld þegar íslendingar höfðu unnið Dani, 27:21, í fyrri leik liðanna í riðlakeppni heims- Steinþór meistaramótsins í Guðbjartsson handknattleik en skrifar Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari var afslappaður. „Ég átti von á svona þriggja marka sigri en þetta fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði hann við Morgunblaðið rétt eftir að flautað var til leiksloka. „Við náðum að spila fasta og markvissa vörn, markvarslan kom í kjölfarið og þetta fleytir okkur oftast langt,“ hélt hann áfram. „Segja má að eðlilegt hefði verið að gera um 20 mörk en vörnin og markvarslan gáfu okkur nokkur mörk að auki.“ Mikil taugaspenna ríkti fyrsta stundarfjórðunginn og sagði Þor- björn það eðlilegt. „Mikið var í húfi fyrir bæði lið. Fyrir okkur var að duga eða drepast en Danir voru í þægilegri stöðu. Þeir gátu litið á sigur sem bónus en vissu líka að heimaleikurinn væri eftir og því þýddi tap ekki endalok fyrir þá. Samt sem áður eru þetta jöfn lið og mistökin voru ekki óeðlileg. Hins vegar var alltaf ljóst að liðið sem gerði færri mi- stök sigraði." Stemmningin var frábær í Höll- inni og Þorbjörn sagði að áhorfend- ur hefðu haft mikið að segja. „Við tókum enga áhættu, tjölduðum öllu því besta sem við áttum til og stuðningurinn var frábær. Ef hann væri alltaf svona þyrfti enginn að efast um úrslitin." Eistlend- ingar og Skotar í Mónakó ALÞJÓÐA knatt- spyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær að leikur Eist- lands og Skot- lands í undan- keppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu fari fram í Mónakó 11. febrúar. Leik lið- anna var flautað af í Tallinn á dögunum. Eist- lendingar höfðu áður stungið upp á að leika á Kýp- ur. FIFA greiðir allan ferðakostn- að Skotanna. Morgunblaðið/Golli ÍSLEIMDINGAR fögnuðu ákaft í leikslok og hér eru það leikmennirnir Guðmundur Hrafnkelsson, Dagur Sigurðsson, Júlíus Jónasson og Ólafur Stefánsson, sem sést aftan á, að dansa sigurdansinn. JEPPE SIGFÚSSON Á ÆTTIR AÐ REKJA TIL SIGLUFJARÐAR / B8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.