Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Glímdu við spámennina ENGLAND november 1 Newcastle - Arsenal 2 Manch. Utd. - Leicester 3 Aston Villa - Middlesbro 4 Wimbledon - Nottingham For, 5 Sheffield Wed. - West Ham 6 Everton - Sunderland 7 Derby - Coventry 8 Blackburn - Southampton 9 Bolton - Barnsley 10 Grimsby - Crystal Palace 11 Q.P.R. - Sheffield Utd. 12 Portsmouth - Stoke 13 Bradford - W.B.A. Árangur á heimavelli frá 1984 1. desember úrslit frá 1988 1 Roma - Fiorentina 3 3 1 12:7 2 Juventus - Bologna 1 2 0 4:2 3 Perugia - Vicenza 0 1 0 1:1 4 Piacenza - AC Milan 0 1 1 0:2 5 Atalanta - Napoli 1 4 2 7:10 6 Verona - Sampdoria 1 2 0 2:1 7 Udinese - Parma 1 1 1 1:1 8 Reggiana - Lazio 0 2 0 0:0 9 Lucchese - Lecce 1 0 0 1:0 10 Ravenna - Brescia 0 1 0 2:2 11 Palermo - Torino 0 0 0 0:0 12 Venezia - Pescara 2 1 0 4:1 13 Empoli - Chievo 0 0 0 0:0 Árangur á heimavelli Er Juventus besta félagslið í heimi? Einar Logi Vignisson skrifar frá ítaliu EVRÓPUMEISTARAR Juventus urðu á þriðjudaginn heims- meistarar félagsliða er liðið sigraði Suður-Ameríkumeist- ara River Plate 1:0 íTókýó. í Evrópukeppninni vann liðið sannfærandi sigur á Man- chester United í síðustu viku og í ítölsku fyrstu deildinni er liðið í fjórða sæti en á leiktil góða og gæti skotist í annað sætið, aðeins stigi á eftir topp- liði Vicenza. Hjá veðbönkum þykir liðið líklegast til að hampa Evrópumeistaratitlin- um og einnig líklegast til að verða ítalskur meistari. Það er því erfitt að mæla á móti þeirri staðhæfingu að Juve sé ekki bara eitt besta lið í heimi, held- ur jafnvel það besta. Juventus hefur oftast allra liða orðið ítalskur meistari, 23 sinnum, og ber eitt liða tvær stjörnur á búningi sínum, en hver stjarna táknar 10 titla, „scudetti". En biðin eftir síðasta titli varð löng á mæiikvarða Juv- entus, 9 ár, og eftir að Giovanni Trappatoni, sem hafði landað fjölda titla með liðinu á níunda áratugnum og farið síðan til Inter og gert þá að meisturum, hafði mistekist að bijóta niður veldi AC Milan var Marcello Lippi ráðinn þjálfari liðsins. Hann tók svo sem við ágætu búi af Trappatoni og ekki vantaði peningana frekar en fyrri daginn en engu að síður þakka menn gengi Juve undanfar- in tvö ár mikið kænsku Lippi. Hann þykir ná vel til leikmanna, ná að örva áhuga stórstjarna vel auk þess að vera yfírburða skipu- leggjandi. Hann veit líka nákvæm- lega hvað hann vill og er óhrædd- ur við að taka áhættu ef hann telur sig hafa rétt fyrir sér. Það þótti til dæmis undarleg ákvörðun hjá stjórn Juventus að selja tvær aðalstjörnur liðsins sem varð Evr- ópumeistari síðastliðið vor, Gianluca Vialli og Fabrizio Ravan- elli. Vialli var reyndar með lausan samning en Ravanelli var látinn víkja til að fjármagna kaup á leik- mönnum, sem Lippi taldi henta betur fyrir leikskipulag liðsins, þeim Alen Boksic og Zinedine Zid- ane. Báðir hafa leikið stórvel, Juv- entus þykir leika fastmótaðasta boltann í ítöisku deildinni þrátt fyrir að skipt hafi verið um menn í fjórum lykilstöðum og Lippi var á dögunum valinn besti þjálfarinn í deildinni og voru það kollegar hans í þjálfarastétt á Ítalíu sem stóðu að valinu. Jöfnuðu met Real Madrid Sigur Juventus á Manchester United var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Ekki ríða mörg lið feitum hesti frá Old Traf- ford þótt United gangi reyndar í gegnum arfaslakt tímbil nú um stundir. Blaðamaður The Times var ómyrkur í máli eftir leikinn: „Leikurinn staðfesti það djúp sem er á milli enskra og ítalskra liða, leikmenn Juventus hafa einfald- lega miklu meiri leikskilning, þeir hreyfa sig betur án boltans og Zidane og Del Piero smeygðu sér á milli staðra miðjumanna United að vild ... jafnvel þegar United er upp á sitt besta á það ekki mikla möguleika á móti þessu liði.“ ítal- ir voru stoltir af að hafa náð að niðurlægja Englandsmeistarana og ekki spillti fyrir að með sigrin- um jafnaði liðið met Real Madrid í sigrum í Evrópukeppninni, 154 sigrar. Real Madrid náði ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni í vetur og ekki er að efa að Juve á eftir að bæta metið nokkuð. Flæöi frekar en svæöi Juventus leikur svæðisbolta eins og nánast öll ítölsk lið en Lippi leggur áherslu á að leikurinn sé fijáls og menn séu óhræddir við að færa sig úr stöðum. Kaupin á Úrúgvæmanninum Montero til að leysa gömlu kempuna Vierchowo- od af voru gerð til að auka hraða og boltatækni varnarinnar en Montero til stuðnings eru í öftustu víglínu Torricelli, Ferrara og Pess- otto eða Porrini, allt mjög hreyfan- legir leikmenn og hrikalega harðir í horn að taka. A miðjuna vantar þessa dagana fyrirliðann og akker- ið Antonio Conte en Deschamps er vanur að leiða lið og tekur á sig meiri vinnu. Við hlið hans hef- Reuter GEORGE Weah, LíberíumaAurinn í liði AC Milan, var kjörinn knattspyrnumaður heimslns síðasta keppnistímabil. Hér er hann í lelk með AC Milan ð móti Atalanta. Mm FOLX ■ GARY Pallister, miðvörður Man. Utd., gat ekki leikið með iiðinu gegn Leicester í deildar- bikarkeppninni í gærkvöld þar sem hann meiddist á baki í umferðar- slysi, eftir æfingu í fyrradag. Hann vonar að hann geti leikið með í Evrópuleik gegn Rapid Vín í næstu viku. ■ BRASILÍSKI miðvallarleik- maðurinn Emerson, sem leikur með Middlesbrough, er enn í vandræðum. Hann fékk leyfi til að skjótast til Portúgals um sl. helgi og átti að vera kominn aftur á mánudaginn. Kappinn kom ekki aftur fyrr en í fyrradag. ■ ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, er nú að vinna að því að Denis Bergkamp geri langan samning við Arsenal. Bergkamp hefur verið ánægður hjá Arsenal síðan hannn kom kom frá Inter fyrir átján mánuðum. ■ ÞEGAR Arsenal lék gegn Man. Utd. á dögunum á Old Traf- ford, mætti fimm þúsund stuðn- ingsmenn liðsins á heimavöll þess, Highbury, til að sjá leiknum sjón- varpað beint á breiðtjaldi. Reiknað er með að átta þús. stuðningsmenn verði á Highbury á laugardaginn en þá verður sjónvarpað beint frá leik Newcastle og Arsenal sem fer fram í Newcastle. ■ GIACOMO Banchelli, miðherji ítalska liðsins Cagliari, mun ekki leika meira með liðinu á keppnis- tímabilinu. Banchelli, sem er 23 ára, verður skorinn upp við meiðsl- um á hné og þarf að taka sér hvíld frá knattspyrnu í sex mán- uði. ur listamaðurinn Zidane náð sér vel á strik, Jugovic hefur spilað geysilega vel og Di Livio er ógn- andi á kantinum. Frammi hefur Boksic leikið hreint stórkostlega og Del Piero er að jafna sig eftir meiðsli, leikur betur með hveijum leiknum og kann vel að meta það að fá að leika frammi. Með því að hann leikur frammi verða hinn ungi Vieri og Padovano að sætta sig við að verma bekkinn ásamt frábærum leikmönnum á borð við Lombardo, Tacchinardi og ungl- ingunum Iuliano, Amoruso og Ametrano. Kaupin á portúgalska miðverðinum Dimas styrkja hóp- inn enn frekar og leikmenn Ju- ventus eru ekki uppáhaldsand- stæðingar neinna þessa dagana ... Tíu sigursælustu félags- liðin í Evrópukeppni Hér á eftir fer tafla yfir þau félagslið sem hafa náð bestum árangri í Evrópumótunum. Taflan sýnir: Lið, sigrar, EM (Evrópukeppni meistaraliða), EB (Evrópukeppni bikarhafa) og UEFA (Evrópu- keppni félagsliða), fjöidi Evrópuleikja og vinningshlutfall í prósent- um. 1. Juventus..................154 51 17 86 256 60,20 2. Real Madrid...............154 105 16 33 273 56,41 3. Barcelona.................150 37 47 66 282 53,19 4. BayemMúnchen..............118 60 19 39 210 56,19 5. Ajax......................112 60 18 34 188 59,60 6. Benfica...................111 70 20 21 223 49,78 7. Milan.....................108 63 17 28 198 54,50 8. Anderlecht................107 40 29 39 215 49,76 9. Inter.....................100 27 6 67 201 49,75 10. Liverpool................ 95 48 14 33 160 59,38 Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 9:8 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegarí (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 12 vikur: 8 Zí® Slagur spámannanna: Ásgeir - Logi 7:6 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 12 vikur: 8 107

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.