Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt frumvarp til laga um löggilta endurskoðendur Áhersla lögð á hlutleysi og hlutlægni BÚAST má við að nýtt frumvarp til laga um löggilta endurskoðend- ur verði lagt fram sem stjórnar- frumvarp á yfirstandandi þingi. Frumvarpið hefur þegar verið af- greitt í ríkisstjórn og hjá þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, en er ennþá til umsagnar hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Á haustráðstefnu Félags lög- giltra endurskoðenda sem haldin var á Hótel Örk í Hveragerði í síðustu viku kom fram að við samningu frumvarpsins hafi verið lögð áhersla á að tryggja hlutleysi og hlutlægni endurskoðenda. Þannig er t.d. gert ráð fyrir að tekjur endurskoðunarskrifstofa frá einstökum viðskiptavinum megi ekki vera umfram 20% af heildarveltu. Ákvæði um eftirlit vantar Bragi Gunnarsson lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu sagði enn- fremur í erindi sínu að ákvæði um eftirlit með endurskoðendum vant- aði inn í íslenska löggjöf saman- borið við erlenda löggjöf. Þá vant- aði ákvæði um viðbrögð ef í ijós kæmi að endurskoðandi hefði van- rækt lögbundið hlutverk sitt. Endurskoðendaráð fjallar um meint brot Nefndin sem samdi frumvarpið komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að eftirlit með endurskoðend- um væri á forræði fjármálaráðu- neytisins. Þá er að fínna nokkuð ítarleg ákvæði um hvernig bregð- ast skuli við ef upp koma mál þar sem því er haldið fram að endur- skoðandi hafi ekki sinnt skyldum sínum. Gert er ráð fyrir að ijár- málaráðherra skipi sérstakt endur- skoðendaráð sem skipað verði þremur mönnum. Tveir nefndar- menn verði skipaðir samkvæmt tilnefningu, annarsvegar frá FLE og hins vegar frá viðskiptadeild Háskóla íslands og skulu báðir vera löggiltir endurskoðendur. Ráðherra skipar þriðja manninn án tilnefningar, en hann skal vera formaður. Hlutverk ráðsins er að fjalla um meint brot endurskoð- enda á lögum og reglum. Hveijir mega nota starfsheitið? Bragi vék ennfremur að nýju ákvæði um hveijir megi nota starfsheitið endurskoðandi. Þeim sem ekki vinna við endurskoðun eða við störf innan nærliggjandi sviða geta ekki notað orðið endur- skoðandi sem starfsheiti. Þeim sem ekki vinna við endurskoðun eða við störf innan nærliggjandi sviða verður því gert að skila inn skírteini sínu. Illllllll- 12 5010 6152 0008 Vevslunarmennl sjálfvirk skráning Við bjóðum strikamerkjalausnir fyrir: talningu • vörumóttöku • pantanir • EDI ofl. Mikið úrval strikamerkjaprentara, lesara og handtölva. Hagstætt verð 10 ára reynsla | Hafðu vakandi auga með þínum verðmætum. Sjálfvirkt!J RAFHDNNUN VBH Ármúla 17 - Sími 588 3600 - Fax 588 3611 - vbh@centrum.is VIÐSKIPTI Vetnisperox- íð-verks- miðja talin hagkvæm Morgunblaðið/Ásdís NÝ STJÓRN Félags löggiltra endurskoðenda var kjörin á haustráðstefnu félagsins sem haldin var í síðustu viku. Á myndinni eru, standandi f.v. þeir Jón Hilmarsson og Stefán Franklín, en við borðið sitja þeir Þorvarður Gunnarsson, Tryggvi Jónsson formaður og Ólafur B. Kristinsson. Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í nóvember 3,7% vinnuafísins án atvinnu SAMKVÆMT vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar, sem gerð var 9.-22. nóvember sl., voru 3,7% vinnuaflsins eða um 5.500 manns hér á landi án atvinnu. í samskonar könnun sem gerð var í nóvember á síðasta ári mældist atvinnuleysið 3,9% eða um 5.800 einstaklingar. I apríl sl. var atvinnuleysi 3,8% eða um 5.500 manns. Meðal kvenna mældist atvinnu- leysið 4,5% en hjá körlum 3%. Mest er atvinnuleysið í yngstu aldurshóp- unum, eða 8,1% hjá einstaklingum 16-24 ára. Atvinnuþátttaka nú mældist 82,3%, sem er nokkru hærra hlutfall en í apríl sl. en lægra en í nóvember í fyrra. Starfandi fólk var jafnmargt nú og fyrir ári, um 143.600. Meðal- fjöldi vinnustunda var 44 klukku- stundir á viku, samanborið við 43,6 klukkustundir í nóvember 1995 og 43,3 í apríl á þessu ári. Aldursmörk þátttakenda og spumingar í könnuninni miðast við sambærilegar kannanir sem gerðar eru innan Evrópska efnahagssvæð- isins. Heildarúrtakið var 4.405 manns á aldrinum 16-74 ára og var valið af handahófi úr þjóðskrá. Alls fengust nothæf svör frá 3.773 ein- staklingum, sem jafngildir 88,2% endanlegri svörun. NIÐURSTÖÐUR forathugunar benda til að arðbært sé að reisa og reka 15 þúsund tonna vetnisperoxíð- verksmiðju með 23 starfsmenn á Reykjavíkursvæðinu. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu sem Atvinnu- og ferðamálastofa Reykja- víkurborgar og Vatnsveita Reykja- víkur hafa látið vinna. Þar kemur fram að vegna hertra umhverfisreglna eru framleiðendur í pappírs- og vefnaðariðnaði farnir að nota önnur efni en klór til bleikingar afurða sinna. Eitt helsta efnið sem þeir nota er vetnisperoxíð vegna þess hve umhverfisvænt það er, en það brotnar niður í vatn og/eða súrefni og hefur notkun þess aukist hröðum skrefum í heiminum og er áætlað að svo verði áfram í fyrirsjáanlegri framtíð. Að sögn Róberts Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Atvinnu- og ferða- málastofu Reykjavíkurborgar, hefur hann óskað eftir því við Atvinnu og ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar að hún mæli með því við borgarráð að það feli Atvinnu- og ferðamála- stofu, ásamt Vatnsveitu Reykjavík- ur, að undirbúa stofnun undirbún- ingsfélags sem kanni hagkvæmni þess að starfrækja vetnisperoxíð- verksmiðju hér. „Ef þetta verður samþykkt verður næsta skrefíð ann- ars vegar að kanna betur markaðs- iegar forsendur og finna erlendan samstarfsaðila með markaðsaðgang og hins vegar að kanna nákvæmlega tæknilegar forsendur tilboðs um upp- setningu á verksmiðju hér, sem ligg- ur fyrir frá UHDE, þýsku fyrirtæki sem sérhæfír sig í framleiðslu á efna- verksmiðjum." í skýrslunni er Áburðarverksmiðj- an nefnd sem vænlegur kostur hvað varðar staðsetningu og segir Róbert að fulltrúar Áburðarverksmiðjunnar hafi tekið þátt í verkefninu fram að þessu og sýnt áhuga á að taka þátt í framhaldi verkefnisins. Lagt til að árangursstjórnun verði komið á innan ríkisrekstrarins Valddreifíng og rekstur skipulagður til lengri tíma NÝJAR stjórnunaraðferðir verða teknar upp innan ríkisrekstrarins ef tillögur nefndar um árangursstjórn- un ná fram að ganga. Tillögunum er m.a. ætlað að auka skilvirkni og sveigjanleika í ríkisrekstrinum. Þetta kom fram á ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri, sem haldin var á vegum fjármálaráðherra á þriðjudag. Fjármálaráðherra skipaði nefnd fyrr á þessu ári til að móta tillögur um hvernig mætti koma á sam- ræmdri árangursstjórnun í ríkis- rekstri hér á landi. Nefndin hefur skilað skýrslu og hefur hún verið gefin út. Þar koma fram tillögur um hvemig unnt er að taka upp árang- ursstjórnun, jafnt innan ráðuneyta og stofnana sem og í samskiptum þeirra á milli. Árangursstjórnun auðveldi skipulagningu í árangursstjórnun felst að athafn- ir ráðuneyta og stjómenda stofnana beinast sérstaklega að því að sjá til þess að stofnanir ræki hlutverk sitt eins vel og unnt er. Árangur stofn- ana er síðan metinn með tilliti til þess hveiju þær skila og hve hag- kvæmur reksturinn er. Til að ná sem bestum árangri eru sett skýr mark- mið, reynt að fullnægja þörfum not- enda þjónustunnar sem best, leitast við að hindra að vandamál komi upp, vald og ábyrgð framselt til þeirra, sem annast framkvæmdina og mælingar stundaðar á árangri o.fl. í þeim tilgangi að vinna að stöð- ugum umbótum í rekstrinum. Nefndin leggur til að árangurs- stjómun myndi eina heild innan ríkis- rekstrarins og beinist aðallega að því að auðvelda skipulagningu verkefna til lengri tíma, skilgreina gagnkvæm- ar skyldur ráðuneyta og ríkisstofn- ana vegna verkefna þeirra og auka svigrúm og sjálfstæði stofnana til að mæta breyttum aðstæðum. Þá hefur nefndin lagt til við ríkis- stjórnina að eftirfarandi tilhögun verði tekin upp í ríkisrekstri: ► Gerðir verði formlegir samning- ar milli stofnana ríkisins og hlutað- eigandi ráðuneyta, sem skapi stofn- unum nauðsynleg skilyrði til að skipuleggja rekstur sinn til lengri tíma. ► Ráðuneyti taki afstöðu til for- gangsröðunar, markmiða o.fl. atriða í langtímaáætlunum og ársáætlunum stofnana. ► Stofnanir skili ársskýrslu og geri grein fyrir því hvernig tókst að ná settum markmiðum. Ráðuneyti noti upplýsingar í ársskýrslum við mat og samanburð á stofnunum. ► Mælanleg markmið verði notuð við stjórnun og mat á árangri. Mæli- kvarðar veiti yfirsýn yfir starfíð. Árangursstjórnun í öðrum löndum Á ráðstefnunni fjallaði Sigurður H. Helgason, sérfræðingur hjá OECD, um árangursstjórnun í öðr- um ríkjum OECD og bar ísland sam- an við þau lönd, sem mestum ár- angri hafa náð á þessu sviði. Hann sagði að góðar forsendur væru til staðar fyrir íslendinga að hrinda af stað umbótum í stjórnkerfinu. Flest ráðuneyti væru lítil og stjórnun inn- an þeirra væri nokkuð dreifð. Skil- yrði til þess að koma á árangurs- stjórnun væru því betri hér en t.d. í Frakklandi eða Bandaríkjunum, þar sem stjórnsýslan byggðist á miðlægum reglum. Hann sagði að þær breytingar á fjárlagagerð og starfsmannahaldi, sem Islendingar hefðu ráðist í á síðustu árum, væru tvímælalaust til bóta. „Þessar breyt- ingar hafa slakað á ýmsum stofn- anareglum og stjórnendum hafa verið fengin betri tæki og svigrúm til að stjórna." Sigurður segir að það sé hins veg- ar annað mál hvemig stjórnendur nýti sér þessi tæki, sem þeim hafa verið fengin. „Þjóðir ganga mislangt í umbótum á stjómkerfínu. Þær, sem ganga skammt, láta sér nægja að skapa skilyrði fyrir bætta stjórnunar- hætti og hvetja til þeirra en eftirláta stjórnendum að eiga fmmkvæðið. Þær, sem ganga lengra, þvinga stjórnendur með beinum hætti til að taka upp nýja stjórnunarhætti og gera árangur að ófrávíkjanlegu skil- yrði. Hingað til hafa íslendingar far- ið fyrrnefndu leiðina og spurningin er sú hvort þeir vilji fara út í heil- steyptar og skyldubundnar aðgerðir. Mín persónulega skoðun er sú að rétt væri að gera meira af því að hvetja menn til dáða. Reynist það ekki nógu árangursríkt mætti fara út í skyldubundnar aðferðir,“ segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.