Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 C 3 VIÐSKIPTI Meitillinn hf. '^'ya stærstu hluthafar Undirskriftasöfnun í Meitlinum Forkaupsrétt- ur fáist aftur Taugagreining í náið samstarf við breskt fyrirtæki Tryggir dreifingu um allan heim SJÖTÍU og fjórir starfsmenn Meit- ilsins hafa ritað undir erindi til stjórnar Þróunarsjóðs sjvárútvegs- ins um að starfsmönnum og hlut- höfum verði aftur gefinn kostur á að nýta sér forkaupsrétt að hlutafé í Meitlinum vegna þess að fyrra kauptilboð í fyrirtækið sé ógilt og marklaust. Hinrik Greipsson, fram- kvæmdastjóri sagðist gera ráð fyr- ir því að erindið yrði tekið fyrir á næsta fundi í stjórn Þróunarsjóðs, sem væri dagsettur 5. desember, en hugsanlegt væri einnig að stjórnarfundur yrði fyrr á ferðinni. Ásdís Garðarsdóttir er einn af þeim starfsmönnum Meitilsins sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni. Hún sagði að þátttaka í undir- skriftasöfnuninni hefði verið mjög almenn og fáir sem ekki hefðu vilj- að skrifa undir erindið til Þróunar- sjóðs. Fólk í frystihúsinu og salt- húsinu hefði skrifað undir en ekki hefði náðst til sjómanna á bátum fyrirtækisins. í erindinu til stjórnar Þróunar- sjóðs segir: „Komið hefur í ljós, að ekki var rétt staðið að kauptilboði fímm aðila á hlutafjáreign sjóðsins í Meitlinum hf. Við undirrituð telj- um að kauptilboðið sé því ógilt og marklaust í heild sinni og óskum eftir því við sjóðsstjórn að útboðið verði endurtekið að nokkrum tíma liðnum og að hluthöfum og starfs- mönnum verði þar með aftur gefinn kostur á að nýta sér lagalegan for- kaupsrétt að téðu hlutafé í Meitlin- um hf. Nánast engin kynning kom fram við starfsfólkið um heiðrað bréf Þróunarsjóðs dagsett 4. september 1996 af hálfu stjórnar Meitilsins hf. Alls engin vitneskja barst því um nú augljós áform stjórnar- manna um innlimun Meitilsins hf. undir merki Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og afsal dýr- mætra aflaheimilda sem félaginu hafa áunnist með útgerð gegnum árin, fyrir atbeina starfsmanna sinna, við sjómennsku og fisk- vinnslu. Slíkt afsal á atvinnu- og búsetuöryggi starfsfólks Meitilsins hf. sem jafnframt eru íbúar Þor- lákshafnar væri vítaverð, ef af yrði.“ Ekki upplýsingar um hluthafaskrá Búlandstindur á Djúpavogi, en eignarhlutur Þróunarsjóðs var seld- ur á sama tíma, gefur ekki upplýs- ingar um hluthafaskrá félagsins, að sögn Jóhanns Þórs Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra félagsins. Aðspurður um ástæður þessa sagð- ist hann ekki tilgreina neinar ástæður fyrir þessari afstöðu aðra en þá að þeim væri ekki skylt að gefa upplýsingar um þessa hluti. í ársreikningi Búlandstinds fyrir tímabilið janúar til ágúst í ár kem- ur fram að fjórir hluthafar eiga yfir 10% eignarhlut í fyrirtækinu. Stærsti hluthafi í fyrirtækinu var Útvegsfélag samvinnumanna með 29,5% eignarhlut í lok ágústmánað- ar. Þróunarsjóður sjávarútvegsins var næst stærsti hluthafinn með 25,1% hlutafjár. Olíufélagið á 15% hlut í félaginu og Vátryggingafélag íslands 11,6% hlut. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Taugagreining hf. hefur gengið frá samstarfssamningi við breska fyrir- tækið Medelec sem er eitt þriggja stærstu fyrirtækja í heiminum á sviði heilarita. Samningurinn felur í sér að Medelec tekur að sér dreif- ingu á hug- og vélbúnaði frá Tauga- greiningu um allan heim að Norður- löndum undanskildum, ásamt því annast framleiðslu á einstökum hlutum í vélbúnaðinn. Taugagreining. hefur þróað og framleitt hug- og vélbúnað til að rannsaka og greina truflanir á starfsemi taugakerfísins. Búnaður- inn gerir læknum kleift að nota staðlaðar einmenningstölvur til að rannsaka, fylgjast með og greina truflanir á starfsemi taugakerfisins. Fyrirtækið hefur átt í náinni sam- vinnu við Háskólasjúkrahúsið á Haukeland í Bergen og var búnað- urinn fyrst tekinn í notkun þar. „Medelec setti sig í samband við okkur í sumar,“ sagði Sigurður Smári Gylfason, stjórnarformaður Taugagreiningar í samtali við Hlutafjárútboði Arness lokið Hluthafar keyptu allt útboðið HLUTHAFAR í Árnesi hf. í Þorláks- höfn hafa keypt öll hlutabréf í út- boði félagsins sem hófst 12. nóv- ember sl. Bréfin eru að nafnvirði 130 milljónir króna og voru seld miðað við gengið 1,35 eða fyrir 162,5 milljónir. Fram kemur í frétt að nær allir stærstu hluthafar Árness hf. nýttu sér forkaupsrétt sinn. Samtals nýttu hluthafar sem ráða yfir um 90% af hlutafé félagsins sér forkaupsréttinn og báðu þeir um rúmlega 27 milljón- ir til viðbótar. Árnes hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á ýmsum flatfisktegund- um. Tilgangur útboðsins var að styrkja eiginfjárstöðu félagsins og verður fénu varið til að lagfæra veltufjárstöðuna. Þannig munu vaxtagreiðslur lækka, auk þess sem félagið verður betur í stakk búið til að nýta þau tækifæri sem gefast á næstunni. Stefnt er að því að sækja um skráningu á hlutabréfum Árness á Verðbréfaþingi íslands en fyrst þarf að fjölga hluthöfum um 40-50 til að uppfylla skilyrði þingsins. Vonast eftir stórbættum rekstri innan tveggja til þriggja ára Morgunblaðið. „Þetta fyrirtæki stóð frammi fyrir því að það var með búnað sem var orðinn úr sér geng- inn, en hafði lagt í nokkurn kostnað við að þróa svipað kerfi og Tauga- greining hefur á boðstólum.“ Mikill fjárhagsvandi Sigurður sagði að Taugagreining hefði alla tíð glímt við nokkum íjár- hagsvanda, en starfið væri nú byijað að skila sér. Veltan væri áætluð um 100 milljónir á árinu eða þrefalt meiri en í fyrra. Hins vegar væri vonast til að sala á vörum fyrirtækis- ins myndi aukast vemlega í kjölfar samningsins við Medelec. „Við töldum mikilvægt að hefja samstarf við stærra fyrirtæki á betur á framfæri. Samstarfið mun bæði opna okkur góðan aðgang að markaðnum og nýrri þekkingu. Rekstrarumhverfið mun því gjör- breytast innan tveggja til þriggja ára ef áætlanir okkar ganga eftir. Á þessum tíma gefst okkur jafn- framt kostur á að ráðast í ný verk- efni í heilbrigðisgeiranum. Starfs- menn okkar búa yfir gríðarlegri reynslu á þessu sviði og hafa séð ýmis tækifæri á markaðnum. Það má segja að heilbrigðisgeirinn sé nokkuð á eftir í tölvuvæðingu." Medelec er dótturfyrirtæki stór- fyrirtækisins Vicers, sem framleiðir m.a. Rolls Royce, Bentley-bifreiðar, vélar, vopn og ýmsan annan búnað. Stærsti hluthafi og frumkvöðull að stofnun Taugagreiningar er Ern- ir Kr. Snorrason, taugageðlæknir, en aðrir hluthafar em m.a. Eignar- haldsfélagið Alþýðubankinn, Þró- unarfélag íslands, Aflvaki og starfsmenn. Stefnt er að því að skrá hlutabréf Taugagreiningar á Opna tilboðsmarkaðnum á næst- vorunm unm. Við hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir HYUNDAI H100 Eirm vinsælasti sendibíll síðari ára. Verð án vsk. frá 1.186.345 kr. RENAULT EXPRESS Landsbankinn lánargegn veði ílíftryggingu LANDSBANKINN hefur í samvinnu við Allianz Lebensversicherungs- AG, ákveðið að bjóða viðskiptavinum Allianz á íslandi lán gegn veði í fast- eign og söfnunarlíftryggingu. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt fjár- málafyrirtæki býður slík lán, en þetta er mjög algengt lánafyrir- komulag í Evrópu, að því er segir í frétt. Um er að ræða lán, þar sem ein- göngu vextir eru greiddir mánaðar- lega allan lánstímann en höfuðstóll láns er afborgunarlaus með upp- greiðslu að fullu í lok lánstíma. í lok lánstíma greiðist lánið upp með út- borgaðri söfnunarlíftryggingu frá Allianz, eða að öðrum kosti við frá- fail lántaka. Lán sem þessi eiga að minnka mánaðarlega greiðslubyrði lántaka, jafnframt því að stuðla að öryggi fjölskyldna ef til fráfalls fyr- irvinnu kemur, þar sem söfnunarlíf- tryggingin greiðir lán viðkomandi við slík áföll. Lán þessi eru til allt að 25 ára og veitt eingöngu gegn veði í fast- eign og framsali á tryggingaskírteini til Landsbanka íslands. Hámarks- veðsetning verður 70% af markaðs- verði fasteignar og farið verður eftir sölumati fasteignasala eða annarra sérfróðra aðila. Um er að ræða ein- greiðslulán sem endurgreiðist, eins og fyrr segir, í einu lagi með útborg- un er fæst úr söfnunarlíftrygging- unni í lok söfnunar, eða við fráfall lántaka. Lán eru veitt að lágmarki 1 milljón króna en að hámarki 80% af tryggingarupphæð og eru með föstum vöxtum allan lánstímann, nú á bilinu 7,0% til 8,2%. Fyrst um sinn verða þessi lán ein- göngu afgreidd í Langholtsútibúi Landsbanka íslands. Emn mest seldi bíllinn í sínum flokki rmdanfarin ár. Verð án vsk. frá 1.003.196 kr. <S> HYUnDHI til framtíðar RENAULT FER Á KOSTUM ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 ARGUS & ORKIN /SlA BL223

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.