Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STÖÐLUÐ pappírslaus við- skipti, EDI, sem eru skjalaskipti milli tölva samkvæmt stöðlum sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út, hafa færst í vöxt hér á landi á síðustu árum og þá einkum í viðskiptum fyrirtækja innbyrðis og við opin- berar stofnanir. Þriðjudaginn 19. nóvember sl. stóð EDI-félagið á íslandi ásamt ICEPRO-nefndinni, sem er sam- starfsnefnd um skjalalaus við- skipti, fyrir ráðstefnu um stöðluð pappírslaus viðskipti þar sem flutt voru erindi um hvað væri að ger- ast í EDI-málum einstakra fyrir- tækja og stofnana á Islandi og hvað væri framundan á þessu sviði. í ávarpi Finns Ingólfssonar, við- skipta- og iðnaðarráðherra, á ráð- stefnunni kom m.a. fram að í framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið sé stefnt að því að þjónusta ríkisins verði sniðin að nútímatækni til dæmis með nettengingu ríkisstofnana og pappírslausum viðskiptum. Öll tollafgreiðsla með EDI VIÐSKIPTI Stefán telur að markaðsöflin eigi að ráða um hvort verði ofan á, virðisaukanet, sem bjóða upp á EDI-færslur, eða alnetið. „Með alnetinu hafa allir jafnan mögu- leika, EDI hentar vel á alnetinu og markaðsforsendur flestra fyrir- tækja munu ýta þeim í að nota eitt alheimsnet fyrir öll sín sam- skipti. Að mínu viti verður það alnetið sem verður ofan á. Þetta er einungis spuming um tíma en ég sé fyrir mér að strax á næsta ári verði skjalasendingar milli tölva skv. EDI hérlendis í gegnum alnetið og á næstu fimm árum detti önnur net út. Því borgar sig fyrir lítil fyrirtæki, sem eru um 90% íslenskra fyrirtækja, að bíða eftir því að alnetið bjóði upp á öruggar staðlaðar skjalasending- ar. I framtíðinni verða öll fyrir- tæki beintengd á alnetið. Staða þess er svo sterk að það má vera kraftaverk ef þjónusta eins og X-400 þjónustan, sem notuð er fyrir EDI-sendingar í dag, getur ógnað því.“ Öryggislyklar tilbúnir í næsta mánuði hjá Reiknistofu bankanna > I I Töluvert hefur verið þrýst á bankana að bjóða pappírslaus við- skipti skv. EDI og í næsta mán- uði verða tilbúnir hjá Reiknistofu bankanna öryggislyklar fyrir ) skjalasendingar milli tölva og tölvuundirskriftir sem eiga að tryggja öryggi skjalasendinganna fyrir bankana og viðskiptavini þeirra. Bankarnir munu sjá um að semja við sína viðskiptavini um EDI-samskipti en Reiknistofa bankanna mun síðan votta lykl- ana og reka EDI-gátt fyrir bank- | anna. |? Þór Sv. Björnsson, forstöðu- | maður upplýsingaveitu Reikni- stofu bankanna, segir að innan bankanna sé unnið að samræmdu afgreiðsluferli samkvæmt EDI fyrir alla bankana og er öryggis- lyklunum ætlað að tryggja öryggi á þeim. Afgreiðslumöguleikarnir, sem um ræðir, eru beingreiðslur, sem fyrirtæki geta notað til rukk- unar á viðskiptavinum sem eru í föstum viðskiptum. Þá er tekið út ij af mörgum bankareikningum en I lagt inn á einn bankareikning. Önnur tegund er greiðslubeiðni, en þá er um millifærslur að ræða út af einum reikningi inn á annan. Þriðji möguleikinn er fjölgreiðslur sem eru m.a. launagreiðslur þar sem tekið er út af einum banka- reikningi og lagt inn á marga reikninga sem ekki þurfa að vera í sömu bankastofnun. Fjórði og síðasti skjalalausi möguleikinn ■ með EDI er innheimtukröfur sem svipar til A-gíróseðla sem flest fyrirtæki innheimta með í dag. Hingað til hefur ekki verið hægt með A-gíróseðlum að reikna vexti, sé greitt of seint, eða að gefa af- slátt, sé greitt fyrir gjalddaga, en með innheimtukröfunni verður það hægt.“ g Að sögn Þórs liggur ekki fyrir hvenær bankarnir muni bjóða við- | skiptavinum sínum þessar lausnir * sem m.a. er hægt að tengja beint inn í bókhaldskerfi fyrirtækjanna. „EDI-viðskipti eru ekkert nýtt fyr- ir bankana sem hafa stundað pappírslaus viðskipti í tugi ára. Með þessu er bara verið að fara yfir á nýjan staðal sem þýðir meiri þægindi fyrir viðskiptavinina þar g sem eitt form gildir fyrir alla bank- ana og hugbúnaðurinn getur jr tengst beint inn I bókhaldskerfi fyrirtækjanna sem getur bæði sparað fyrirtækjum pappírskostn- að og tíma.“ Auk ofangreindra aðila kynntu á ráðstefnunni fulltrúar Eimskip- afélags íslands, Ríkiskaupa, Búrs og Olíufélagsins, hver þeirra reynsla er af EDI-samskiptum og [ kom þar fram að pappírslaus sam- skipti hafa stuðlað að sneggri og öruggari þjónustu við viðskiptalíf- ið. Embætti ríkistollstjóra hefur boðið aðilum í innflutningi að eiga pappírslaus viðskipti samkvæmt EDI-stöðlum í nokkur ár og í nýj- um tollalögum er sett fram stefnu- mörkun um EDI-væðingu þar sem fram kemur að 1. janúar árið 2000 verði öll tollafgreiðsla komin í EDI-form. í erindi Karls F Gáfðarssonar, forstöðumanns rekstrarsviðs Ríkistollstjóra, kom fram að tollur- inn hafi átt frumkvæðið að EDI- samskiptum hér á landi. Hann segir ástæðuna fyrir því að þessi leið hafi verið valin hjá embættinu sé sú að góð reynsla hafi fengist erlendis af sambærilegum EDI- samskiptum. „Við hjá tollinum vorum ákveðin í að setja upp kerfi sem dygði eitthvað til framtíðar og væri samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Við höfum ekki sett mik- inn þrýsting á fyrirtæki á að koma sér upp EDI-samskiptaforminu en í dag eru um 100 innflutningsfyr- irtæki í EDI-samskiptum við toll- inn, eða um 30% af innflutngs- pappírum sem afgreiddir eru hjá embættinu. í ársbyrjun 1998 stefnum við að því að útflutnings- tölvukerfi tollsins skv. EDI-staðl- inum verði tilbúið og útflutnings- fyrirtæki geti hafíð EDI-samskipti við okkur. Þetta þýðir það að við- skipti þeirra við tollinn fara öll fram í gegnum tölvur, nánast á hvaða tíma sólarhringsins sem er, bæði hvað varðar afgreiðslu og skuldfærslur á aðflutningsgjöld- um. Auk þess er lögð áhersla á að þau samnýti upplýsingasam- skiptin inn í eigið bókhaldskerfi. Tollurinn sér einnig um að senda afhendingarheimild með rafræn- um hætti fyrir þau til farmflytj- enda samtímis tollafgreiðslu." Karl segir að þeim, sem ekki hafa möguieika á pappírslausum samskiptum við tollinn árið 2000, verði væntanlega vísað til flutn- ingsmiðlara sem verði í EDI-sam- skiptum við tollinn. Öll afgreiðsla T ry ggingastof nunar verður fljótlegri og öruggari Hjá Tryggingastofnun ríkisins stendur yfir endurnýjun á tölvu- og hugbúnaði sem býður upp á pappírslaus samskipti og í mars sl. gerði stofnunin samkomulag við Apótekarafélagið um gerð lyfj aeftirlitskerfís. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir að 1. janúar 1998 verði Trygg- ingastofnun tilbúin til rafrænna viðskipta við alla þá sem þurfa að eiga samskipti við stofnunina. „Við tókum ákvörðun um að koma upp lyfjaeftirlitskerfi í samvinnu við Apótekarafélagið. Kerfið er tilbúið frá okkar hendi og verður komið fljótlega í gang sem þýðir Stefnt að netvæðingu ríkisstofnana Pappírslaus samskipti fyrirtækja og * stofnana verða sífellt algengari. I síðustu viku var haldin ráðstefna um stöðluð skjalaskipti milli tölva þar sem ýmsir sem til þekkja tjáðu sig um hvað væri að gerast í þessum málum hér á landi. Guðrún Hálfdánardóttir sat ráðstefnuna. að öll afgreiðsla verður fljótlegri og öruggari. Það er hins vegar ekki nóg að við getum þetta held- ur verða okkar viðskiptavinir að taka þátt í þessu og vonandi sjá þeir hag í þessu en þeir, meðal annarra læknar og tannlæknar, munu geta sent reikninga til Tryggingastofnunar í gegnum tölvu. Eins munu sjúklingar þeirra í framtíðinni geta fengið td. tann- læknareikninga beint inn á banka- reikninga sína og þurfa því ekki að fara til viðkomandi sjúkrasam- lags.“ Markaðsöflin eigi að ráða Á ráðstefnunni fjallaði Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Margmiðlunar, um EDI og alnetið, sem hefur að hans sögn gjörbylt rafrænum viðskiptum á undan- förnum árum. „Helstu þarfír fyrir- tækja fyrir rafræn viðskipti eru tölvupóstur, aðgangur að gagna- bönkum og framkvæmd raunveru- legra pappírslausra viðskipta. Það er ekki langt síðan þjónustan sem alnetið veitir í dag var veitt af virðisaukanetum sem seldu þjón- ustu sína dýrt og var því ekki notuð nema af stórum fyrirtækj- um. í dag er notkun alnetsins orð- in það afgerandi að segja má að ekki fínnist neinir keppinautar þess. Hvað varðar raunveruleg viðskipti, s.s pantanir, reikninga og bankafærslur, er ljóst að EDI og virðisaukanetin hafa töluverða forystu á alnetið. Hinsvegar, þegar er talað um neytendur, snýst dæm- ið við. Það er markmið allra sem nýta sér rafræn viðskipti að geta stuðst við eitt alheimsnet. Kostir hefðbundinna EDI-kerfa liggja fyrst og fremst í því að lausnin er til og fyrirtæki hafa lagt í stofn- kostnað til þess að tengjast þeim. Ókostimir eru aftur á móti veru- legur stofnkostnaður og mikill rekstrarkostnaður. Þetta hefur haft mjög letjandi áhrif á að fyrir- tæki hafi EDI-væðst. Kostir al- netsins eru þeir að það er hrað- virkt og ódýrt en gallarnir þeir að enn vantar upp á að staðla ýmsa eiginleika sem EDI-skeyti krefj- ast, s.s. sönnun þess að skeytið hafí verið sent og viðunandi ör- yggi-“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.