Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________VIÐSKIPTI_____________________________________ ígildisviðskipti hafa verið íslendingum framandi en eru þau það sem koma skal? Margvísleg tækifærí fyrír Islendinga * * Igildisviðskipti eru Islendingum framandi en vel þekkt í alþjóðaviðskiptum. Aflvaki hf. hefur gefíð út skýrslu um þessa viðskipta- hætti og er niðurstaða hennar sú að þeir geti nýst Islendingum á margvíslegan hátt. Kjartan Magnússon gluggaði í skýrsluna o g ræddi við höfund hennar, Einar Kristin Jónsson rekstrarhagfræðing, og dr. Christoph Kamm, framkvæmdastjóra hjá ABB og sérfræðing í ígildisviðskiptum. Morgunblaðið/Kristinn ÍGILDISVIÐSKIPTI eiga framtíðina fyrir sér á íslandi að dómi dr. Christophs Kamms, framkvæmdastjóra hjá ABB, og Einars Kristins Jónssonar, rekstrarhagfræðings. IGILDISVIÐSKIPTI (offset) eru ein tegund viðskipta, sem eru nýlunda hérlendis en vel þekkt víða um heim. Þegar slík viðskipti eiga sér stað getur kaupandi krafist þess af seljanda vöru eða þjónustu að hann felli ígildi einhverra tiltek- inna verðmæta inn í tilboð sitt, sem kaupandinn gerir sér síðan mat úr. ígildisviðskipti tíðkast aðallega í milliríkjaviðskiptum og er algengast að innflutningsaðili krefjist þess af seljandanum að tiltekin hráefni, hlutir eða sam- setning komi frá eða fari fram í landi kaupandans. Þetta eru bein viðskiptaígildi en óbein viðskiptaí- gildi felast í því að seljandinn skapi á annan hátt virðisauka, fram- leiðslu eða þjónustu í kauplandinu upp að fyrirfram ákveðinni pró- sentu af upprunalegri sölu. Selj- andinn getur einnig séð sér hag í að bjóða ígildisviðskipti af fyrra bragði til að bæta samkeppnis- stöðu sína. Aflvaki hf. hefur gefið út skýrslu um igildisviðskipti eftir Einar Krist- in Jónsson rekstrarhagfræðing. í skýrslunni er fjallað með ýtarlegum hætti um ýmis afbrigði þessara viðskiptahátta, kosti þeirra og galla og alþjóðlegar skuldbindingar ís- lendinga á þessu sviði. Einnig er reynt að bregða ljósi á hvar tæki- færi íslendinga liggja á sviði ígildis- viðskipta. Svisslendingurinn dr. Christoph Kamm, framkvæmdastjóri hjá stórfyrirtækinu Asea Brown Bo- veri (ABB), kom hingað til lands í síðustu viku í tilefni af útkomu skýrslunnar og til að veita Hita- veitu Reykjavíkur ráðgjöf um ígildisviðskipti í tengslum við stækkun Nesjavallavirkjunar. Hann er sérfræðingur á þessu sviði en ABB á meira en 1.400 dóttur- fyrirtæki, sem samtals hafa um 230 þúsund starfsmenn í vinnu. Dr. Kamm segir að á hverju ári taki ABB að sér nýjar ígildisskuldbindingar fyrir um 500 milljónir dollara eða 35 millj- arða íslenskra króna. Einar segir að til- gangurinn með gerð skýrslunnar hafi verið sá að upp- lýsa íslendinga um hvað felst í ígildisviðskiptum og hvernig þau ganga fyrir sig. Hann viðurkennir að hann hafi haft vissa fordóma í garð þessara viðskiptahátta þeg- ar hann hóf skýrslugerðina. „Eg hafði efasemdir um þýðingu ígildi- sviðskipta almennt og fyrir ís- lenskar aðstæður. Ég áleit að þetta viðskiptaform væri sjaldgæft og tíðkaðist helst í viðskiptum van- þróaðra ríkja vegna skorts á er- lendum gjaldeyri. Ég hélt að ígildi- sviðskipti myndu minnka af sjálfu sér samfara opnum og fijálsari viðskiptum og einskorðuðust við hergagnaviðskipti á Vesturlönd- um. Þá óttaðist ég að slík við- skipti brytu í bága við skuldbind- ingar íslendinga gagnvart GATT og EES.“ Einar segir að við nánari athug- un hafi hins vegar komið í ljós að ígildisviðskipti séu útbreidd og séu í æ ríkari mæli að ryðja sér til rúms í heiminum. „Dæmi um slík viðskipti þekkjast um allan heim og ekki síður í þróuðum löndum og hátæknistarfsgrein- um. Alþjóðlegar skuld- bindingar hamla ekki þátttöku íslendinga í slíkum viðskiptum, svo fremi að ákvæðum EES-samningsins sé fylgt um að seljendum sé ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Almenna GATT-samkomulagið takmarkar ekki ígildisviðskipti og íslendingar eiga ekki aðild að við- auka nýja GATT-samningsins, sem fjallar um opinber innkaup og felur í sér takmarkanir á beit- ingu ígildisviðskipta. Þá virðast fijálsari viðskipti og opnun mark- aða hafa virkað hvetjandi á ígildi- sviðskipti milli landa. Þó eru ís- lendingar fyrst nú að kynnast þessum viðskiptaháttum og að því leyti erum við tíu til tuttugu árum á eftir öðrum þjóðum.“ ígildisviðskipti eiga rætur að rekja til hergagnaviðskipta iðn- ríkja, að sögn dr. Kamms, en ekki leið langur tími þar til þau náðu til annarra atvinnugreina. Báðir aðilar hagnast Þau eru nú algeng í raforkuiðn- aði, olíuvinnslu, skipasmíði, flug- vélaiðnaði og framleiðslu á vélum, verkfærum og fjarskiptabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Stofnað sé til þessara viðskipta vegna þess að báðir aðilar telji sig hagnast á þeim. „Kaupandi er í mörgum tilvikum stór, t.d. ríki, borg eða stór- fyrirtæki og tilgangur hans er yfirleitt sá að grípa tækifærið við gerð stærri kaupsamn- inga eða verksamninga eða úthlut- un einhverrar aðstöðu til viðsemj- enda. Með ígildissamningi fær hann meira fyrir peningana en vöru eða þjónustu. Viðsemjandinn skuldbindur sig t.d. til að fjárfesta í heimalandi kaupandans og skap- ar þannig ný atvinnutækifæri. Samningurinn getur einnig snúist um tækniaðstoð. Markmið seljand- ans eru auðvitað aðallega þau að ná umræddum viðskiptum. Um leið er hann þó að tengjast við- semjanda sínum með víðtækari hætti en þeim, sem snýr að við- skiptum í beinhörðum peningum. Með slíkri samvinnu fær hann aðgang að markaði í kaupenda- landinu og getur því gert sér von- ir um frekari viðskipti þar.“ 1-5% hærra verð Sú' spurning vaknar hvort ígildisviðskipti séu ekki villandi þar sem aðilar forðist að nefna rétt verð fyrir þá vöru, sem við- skiptin snúast um, en séu með hugann við þá þjónustu, sem eigi að „fylgja með“ vörunni. Kaup- andinn hljóti því að greiða hærra verð. Dr. Kamm segir að ígildis- skuldbindingar leiði ekki til hærra verðs fyrir kaupandann. „Við erum með sér- staka ígildisviðskiptadeild, með 15 starfsmenn, sem ég veiti forstöðu og hún er til staðar hvort, sem íslendingar vilja eiga slík viðskipti eða ekki. Þannig er ástatt um flest stórfyrirtæki á þessu sviði. Kostn- aður af þessum deildum leggst ekki á þau viðskipti, sem fela í sér ígildisskuldbindingar heldur er hann hluti af fastakostnaði fyrir- tækisins. Ég líki oft ígildisviðskipt- um við kreditkortaviðskipti. Þú færð sama verð í búðinni hvort sem þú borgar með korti eða reiðufé en getur ávaxtað pening- ana þína annars staðar á meðan.“ í skýrslunni eru nefnd dæmi um margs konar ígildisviðskipti, sem hafa átt sér stað erlendis. Fyrr á þessu ári keypti t.d. Malaysia Air- lines 25 farþegaþotur frá Boeing flugvélaverksmiðjunum banda- rísku. í tilboði Boeing var ígildi- sviðskiptaáætlun, sem felst í að- stoð við að þróa flugvélafram- leiðslu og framleiðslu á hlutum til samsetningar í Malaysíu. Hitachi og sex önnur japönsk fyrirtæki hafa stofnað til sam- starfs um að keppa um hluta af þeim 26 raforkuverum, sem Kín- veijar áforma að byggja við Yangtze-ána. Framsal á tækni- þekkingu til kínverskra fyrirtækja er talið geta ráðið úrslitum um val á erlendum seljendum tæknibún- aðar. Langtíma viðskiptasambönd Nokkur dæmi eru um að íslensk fyrirtæki beiti ígildisviðskiptum. Flugmálastjórn setti t.d. sem skil- yrði við útboð á fluggagnakerfi í hina nýju flugstjórnarmiðstöð að 25% af verkefninu yrði í höndum innlendra aðila. Talið er að við- bótarkostnaður vegna skilyrða um innlenda lántöku hafi numið um 4% af samningsfjárhæðinni eða 285 milljónum króna. Hins vegar er talið að verðmæti hinnar inn- lendu þátttöku hafi verið mun meira þannig að þessi tilhögun hafi margborgað sig. Dr. Kamm segir að ljóst sé að ígildisviðskipti muni halda áfram að aukast á næstu árum og slíkum samningum muni fjölga. Slíkir samningar þekkist a.m.k. í 100 löndum og í flestum atvinnugrein- um. Hann segir að þessir við- skiptahættir hafi þróast frá vöru- skiptum til fjárfestinga og frá al- mennum efnahagslegum áherslum til skilgreindra og afmark’aðra starfsgreina. Hann telur að þessi viðskipti eigi tvímælalaust erindi til íslenskra fyrirtækja enda séu þau framsækin og nútímaleg. Hér- lendis hljóti því að vera fjölmörg tækifæri til ígildisviðskipta. Einar er sammála Kamm og telur að ígildisviðskipti geti nýst íslenskum fyrirtækjum í skipa- smíðum erlendis, flugvélakaupum, strætisvagnakaupum og olíuversl- un svo eitthvað sé nefnt. Nærtæk- asta dæmið sé þó ef til vill í tengsl- um við framleiðslu og flutning á íslenskri raforku. ígildisviðskipti séu rædd í tengslum við sæ- strengsverkefnið svokallaða og góður grundvöllur virðist vera fyr- ir því að ná hagstæðum ígildis- samningum í tengslum við útboð Hitaveitu Reykjavíkur vegna tveggja vélasamstæðna til raf- orkuframleiðslu við Nesjavelli. Fimm erlend fyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í útboðinu. ígildisviðskipti vegna Nesjavalla gætu numið hálfum milljarði króna Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavík- ur, segir vel koma til greina að samningur um ígildisviðskipti verði gerður vegna fjárfesting- anna í Nesjavallavirkjun. „Markm- iðið með ígildisviðskiptum er að seljandinn skilji eftir meiri virðis- auka í landi kaupandans en ella. Þetta getur til dæmis verið tæknis- amvinna, en það gæti verið skil- yrði að hluti af samsetningunni fari fram hér á landi. Þeir þurfa í þessu tilviki að útvega ekki und- ir 500 milljónum króna í við- skiptaígildum á fjórum árum. Þetta gæti til dæmis verið þannig að þeir byðu okkur að útvega fisk- sölusamninga á einhveijum mörk- uðum þar sem við höfum ekki verið, en það er mjög margt sem kemur til greina í þessu sam- bandi, og það er alveg nýtt að við íslendingar reynum þetta í svona miklum mæli,“ sagði Alfreð. Handhægar litlan Ijósnitunanvélar 12 eintök á mínútu Verð frá: 77000, aco Elsta tölvufyrírtæki á Islandi Sááfund sem finnur —góða aðstöðu! HKÚTEL LOFTLEIDIR I C E L A N D A I R H O T E L S Pantaðu sal í tíma og stma 50 50 160 EES og GATT hindra ekki ígildisvið- skipti íslendingar 10-20 árumá eftir öðrum þjóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.