Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 9
8 C FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 C 9 TÖLUR í nýrri skýrslu OECD um rekstur banka og spari- sjóða í aðildarríkjunum gefa til kynna að íslenska banka- kerfíð sé óhagkvæmara og dýrara í rekstri en bankar og sparisjóðir á hin- um Norðurlöndunum. Rekstrarkostn- aður mældist um 4,8% af heildareign- um bankanna hér á landi á árinu 1994, eða tvöfalt hærri en í Danmörku. Hreinar vaxtatekjur sem endurspegla vaxtamun, þ.e. mun á milli inn- og útlánsvaxta, mælast á sama hátt hlut- fallslega hærri hér en í nágrannalönd- unum. Þá reyndust framlög í afskrift- arreikning útlána hærri hér á árinu 1994, en í nágrannalöndunum og á heildina litið var afkoma íslenskra banka hlutfalislega slök í samanburð- inum. Otal fyrirvarar En talsmenn bankanna benda á að setja þurfí ýmsa fyrirvara við þennan samanburð OECD milli landa og jafn- vel hafi verið settar fram rangar full- yrðingar í umræðu í tengslum við töl- urnar. Þeir benda á að erlendis kunni bæði fjárfestingarlán og húsnæðislán að vera innan bankakerfisins. Það þýði að efnahagsreikningurinn sé mun stærri erlendis og öll hlutföll kostnað- ar og tekna þar með lægri en hér á landi. Bankamenn hafa sömuleiðis á það bent að það skipti einnig máli hvenær hin ýmsu lönd hafi gengið í gegnum bylgju útlánaafskrifta og líta þurfi yfir nokkurra ára tímabil. Þeir segja ekki rétt að bera afskriftarfram- lag banka saman á árinu 1994, því þá hafi bankar erlendis verið búnir að ganga í gegnum mjög alvarlega kreppu. Hún hafí komið fram seinna hér á landi. Ástandið hafí sömuleiðis verið mjög misjafnt hjá einstökum stofnunum á íslandi á árinu 1994 og ósanngjarnt að yfirfæra hremmingar Landsbankans á því ári yfir á allt ís- lenska bankakerfið. Þá þykir það ekki standast að halda því fram að kjör viðskiptamanna séu þeim mun hagstæðari eftir því sem vaxtamunurinn sé lægri, eins og gert hafi verið í umræðum á Alþingi. I því sambandi er bent á að hér á landi hefur Landsbankinn verið með lægst- an vaxtamun, en sparisjóðirnir með hvað hæstan vaxtamun. Þetta þarf þó alls ekki að stafa af því að kjörin séu lakari hjá sparisjóðunum, heldur getur þetta eingöngu stafað af mis- munandi samsetningu viðskipta- mannahópsins. Jafnvel þótt sparisjóð- imir og Landsbankinn væru með ná- kvæmlega sömu kjör á öllum tegund- um útlána væri vaxtamunurinn ekki hinn sami. Á það er ennfremur bent að mikill munur sé á vaxtamuninum í Danmörku eftir því hvort stórir eða litlir bankar eigi í hlut. Nákvæmlega hið sama eigi við í samanburðinum á milli landa. Kostnaðarhlutföll dregin í efa Af hálfu bankamanna er jafnframt dregið í efa að eðlilegt sé að styðjast við hlutfall rekstrarkostnaðar af nið- urstöðutölu efnahagsreiknings. Slík hlutföll geti gefið ranga mynd af þróun mála því þótt efnahagsreikningurinn dragist saman þurfí það ekki að þýða að kostnaður sé að hækka. Miklu rétt- ara sé að notast við hlutfall kostnaðar af tekjum („eost-to-income ratio“) og það sé raunar sú stærð sem stuðst sé við á erlendum verðbréfamörkuðum við mat á hagkvæmni banka. Loks er bent á að erlendis hafi bankakerfíð oft gífurlega fjármuni til umráða í 3-5 daga vaxtalaust áður en þeim er komið til skila, en þetta er stundum nefnt „flot“. Slíkt sé ekki fyrir hendi hérlendis því öllum fjár- munum sé komið til skila samdægurs. Þannig er hver fyrirvarinn nefndur á fætur öðrum um samanburðinn á hagkvæmni banka í OECD-skýrslunni sem sýnir nauðsyn þess að fara betur ofan í saumana á tölunum. Nokkrir viðmælendur Morgunblaðsins í banka- kerfínu viðurkenndu þó að alltaf mætti gera betur og ná fram hagræðingu. í því sambandi er m.a. horft til þess að renna megi íjárfestingarlánasjóðunum saman við bankakerfíð, hagræða í útibúanetinu og auka rafræna greiðsl- umiðlun til að ná betri árangri. Bankakerfinu þröngur stakkur sniðinn Guðmundur Hauksson, sparisjóð- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, hefur annað sjónarhorn á bankakerfíð en margir aðrir banka- Samanburðarfræði bankakerfisins Fréttaskýring Er íslenska bankakerfíð dýrasta og óhagkvæm- asta bankakerfí Norðurlandanna eða gefa sam- anburðartölur í nýrri skýrslu OECD ranga mynd af stöðu mála? Gagnrýnendur íslenska bankakerfísins hafa gripið á lofti óhagstæða útkomu þess í OECD-skýrslunni, en banka- menn hafa snúist til vamar og segja þetta vafasöm samanburðarfræði. Kristinn Briem kynnti sér þau viðhorf sem eru uppi í þessu máli. kerfið væri komið inn í bankana, þá væri efnahagsreikningurinn stærri og samanburðurinn öðruvísi." Viðskiptaráðherra minnti á að fé- lagsmálaráðherra hefði skipað nefnd til þess að kanna leiðir til að koma húsnæðislánakerfinu inn í bankakerf- ið. Ríkisstjórnin væri einnig að vinna að því að sameina fjárfestingarlána- sjóðina, Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð og þannig að fækka lánastofnunum. Þá benti hann á að skiptar skoðanir væru um hvort lána- sjóðirnir eigi að fara inn í bankakerf- ið eða vera sjálfstæðir. Þau sjónarmið væru á mörgum stöðum í Evrópu að mikill veggur ætti að vera á milli við- skiptabankaumhverfisins og fjárfest- ingarlánakerfisins." Hins vegar sagði Finnur að hlutafé- lagsvæðing ríkisbankanna myndi ekki leysa úr þeim vandamálum sem hér væru uppi. „Breytingin með hlutafé- Morgunblaðið/Kristinn MIKLIR álagstoppar skapast í bankakerfinu um hver mánaðamót, þar sem almenningur kýs fremur að greiða reikninga yfir afgreiðsluborðið en að nýta sér skuldfærslubeiðnir í gírókerfinu. I nágrannalöndun- um greiðir hins vegar þorri fólks sína reikninga með skuldfærslubeiðnum þannig að góð nýting skapast í afgreiðsludeildum og bakvinnslu. menn. Hann er nýlega kominn til starfa í SPRON eftir að hafa verið forstjóri Kaupþings um nokkurra ára skeið. Hann segir bankakerfíð síður en svo yfir alla gagnrýni hafið, en í því felist hins vegar skekkja að nota niðurstöðutölu efnhagsreiknings í öll- um samanburði. „Stofnanir eru minni hér á landi en erlendis. Það er ólíku saman að jafna þegar verið er að ræða um bankakerfið hér og það kerfi sem er erlendis. Til skamms tíma hef- ur bankakerfínu verið þröngur stakk- ur sniðinn með lögum og reglum. Sérstakir fjárfestingarlánasjóðir eru starfræktir hér sem aftur á móti eru hluti af bankakerfinu erlendis. Til við- bótar kemur að uppsafnaður sparnað- ur er einfaldlega hærri erlendis heldur en hérlendis. Þetta gerir það að verkum að niður- stöðutölur efnahagsreikninga hjá þeim bönkum sem verið er að nota til viðmiðunar erlendis eru einfaldlega miklu hærri, heldur en hér á landi. Þess vegna hljóta fyrirtækin sem hér eru borin saman að koma illa út. Við þetta er að bæta að miklu stærra hlutfall af starfsemi banka og sparisjóða hér á landi er fólgið í ýmis- konar greiðsluþjónustu heldur en er- lendis. Það má benda á að tekjur og afköst á hvem starfsmann hér á landi eru mjög svipuð og erlendis. Ég held að ef litið er á málin af sanngirni þá sé bankakerfíð á ágætri leið með að ná fram meiri hag- kvæmni. Á það ber að horfa að hér á landi var lítil samkeppni þar til fyr- ir fáum árum. Bankareksturinn var í mjög vernduðu umhverfi, þangað til lögum var breytt. Bankar máttu ekki ákveða útlánsvexti fyrr en árið 1986 og fram til þess tíma var umhverfi þeirra meira og minna mótað af Seðla- bankanum. Bankar sóttust áður eftir því að opna sem flest útibú, en eftir 1986 þegar ný lög tóku gildi þá þurfti að reka bankana eins og hver önnur fyrirtæki. Það var ekki opnað eitt ein- asta nýtt útibú um langt skeið.“ Guðmundur bendir á að þrátt fyrir að bankakerfið eigi sér stutta sögu í núverandi umhverfi hafi mikill árang- ur náðst. „Það er búið að fækka stöðu- gildum í bankakerfinu og stöðugt er verið að tæknivæða þannig að afköst og tekjur á hvern starfsmann vaxa stöðugt. Bankakerfið hér á landi er alls ekki jafn illa rekið og ætla mætti af ummælum manna. En auðvitað þarf að gera betur.“ Svipað fyrirkomulag hér og í Danmörku Gagnrýnendur bankakerfisins eru þó ekki reiðubúnir að fallast á að fyrir- varar bankamanna skýri til hlítar þann mun á rekstrarkostnaði íslenska bankakerfisins og bankakerfum Norð- urlandanna sem fram kemur í skýrslu OECD. í því sambandi má vitna til orða Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra í utandagskrárumræðu á Al- þingi í síðustu viku. Þar lýsti hann því yfir að það væri ekki allskostar rétt að fjárfestingarlánasjóðakerfið og húsnæðislánakerfið væri inni í tölum um bankakerfíð í Danmörku og Nor- egi. „Staðreyndin er sú að í Danmörku og Noregi er fyrirkomulagið mjög svipað og hér á landi. Þar eru sjálf- stæðir fjárfestingarlánasjóðir og sjálf- stætt húsnæðislánakerfi, þannig að í þessu tilfelli er verið að bera saman tiltölulega sambærilega hluti. Hins vegar er það alveg rétt að ef íjárfest- ingarlánasjóðirnir og húsnæðislána- lagavæðingunni verður sú að það hef- ur verið komið á sambærilegum sam- keppnisskilyrðum milli þessara við- skiptabanka. Með því að auka hlutafé í bönkunum er verið að styrkja eiginfj- árstöðu þessara stofnana og gera þær samkeppnishæfari en þær eru í dag. Með þeim hætti getum við náð niður rekstrarkostnaði og með þeim hætti getum við einnig boðið minni vaxta- mun heldur en er í boði í dag,“ sagði viðskiptaráðherra. Við þetta má bæta að vísbendingar eru um að sami munur sé á milii ís- lands og annarra landa á rekstri bankakerfisins, jafnvel þótt fjárfest- ingarlánasjóðakerfínu verði bætt við bankakerfið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Sama óhagkvæmnin virðist vera fyrir hendi hjá fjárfest- ingarlánasjóðunum og í bankakerfinu. Væntanlega myndi þó nást fram nokk- ur hagræðing ef fjárfestingarlána- kerfið rynni inn í bankakerfið. Lækkun eiginfjárhlutfalls áhyggjuefni Seðlabankinn lýsir yfír áhyggjum vegna þróunar mála hjá innlánsstofn- unum í nýlegri haustskýrslu sinni. Þar kemur fram að eiginfjárhlutfall banka og sparisjóða hefur lækkað á þessu ári og var 9,63% í lok júní, en var 10,26% um áramótin. Þessi lækkun stafar fyrst og fremst af hækkun á svokölluðum áhættugrunni sem eig- infjárhlutfallið er reiknað af. Seðla- bankinn segir í skýrsiunni að lækkun eiginfjárhlutfalls sé áhyggjuefni. „Á næstu misserum verða bankarnir að snúa þeirri þróun við. Vandséð er að það verði gert með öðrum hætti, en að auka hagræðingu í rekstri, þar sem ólíklegt er að framlag til afskriftar- reiknings muni lækka mikið á næstu árum eða að auka megi vaxtamun,“ segir einnig. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, tekur undir það að setja þurfí fyrirvara við allar samanburðar- tölur á milli landa og hættulegt sé að túlka þær með jafn ótvíræðum hætti og gert hefur verið.. Gagnrýnin á bankana sé að sumu leyti ósanngjörn. „Langtímalán eru tiltölulega ódýr hluti í starfsemi banka sem hér hjá okkur hefur verið hjá fjárfestingarl- ánasjóðum og Húsnæðisstofnun. Slík atriði geta ruglað samanburð af þessu tagi. Síðan verður að skoða t.d. hvort verðbréfastarfsemi sé inni í tölunum. Seðlabankinn hefur hins vegar haft áhyggjur af því að afkoma lánastofn- ana í heild sé ekki nægilega góð, þann- ig að arðsemi eiginfjár bankanna sé ekki nægilega mikil. Þeir verði að leit- ast við að auka arðsemina. Það má vafaiaust gera með fleiri en einum hætti t.d. með því að skera frekar niður rekstrarútgjöld. Ég held að menn hljóti að líta mjög til útibúanets- ins sem er vafalaust mjög dýrt í rekstri. Síðan er spurning hvort bank- amir hefji aðra starfsemi sem geti aukið tekjur þeirra. Ég held að það sé ekki líklegt að hreinar vaxtatekjur og þjónustutekjur aukist frá því sem verið hefur vegna aukinnar sam- keppni.“ Bankaútibú í glæsibyggingum Það virðist fyrst og fremst horft til þess að ná megi frekari árangri í lækk- un rekstrarkostnaðar í bankakerfinu með hagræðingu í útibúanetinu, aukn- um rafrænum viðskiptum og samruna ijárfestingarlánasjóðanna við banka- kerfíð. Rekstrarkostnaður bankakerf- isins er nú um 13 milljarðar árlega og hefur hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu efnahagsreiknings farið hækkandi síðustu þrjú árin. Útibúanetið er þungur baggi á rekstrinum en bankar og sparisjóðir reka samtals 180 afgreiðslustaði vítt og breitt um landið. Viðmælendur Morgunblaðsins sem þekkja vel til aðstæðna í bankakerfinu benda á að hægt sé t.d. að ná fram hagræðingu á smærri stöðum á landsbyggðinni með því að láta nokkurs konar gjald- keraafgreiðslur leysa útibú af hólmi. Þannig megi minnka húsnæði og minnka mannskap. Spurt er af hveiju útibú á úti á landi þurfi að vera í glæsi- legri byggingu. Myndi ekki nægja að hafa gjaldkerastúku í einu horni kaup- félagsins á staðnum og nýta fjar- skiptatæknina til að láta alla vinnslu fara fram í Reykjavík? Stjórnendum bankanna virðast hins vegar þröngar skorður settar í þessu efni. Laun og launatengd gjöld eru einn stærsti liðurinn í rekstrarkostn- aðinum, en þessi liður nam rúmum 5 milljörðum hjá viðskiptabönkunum á árinu 1995 og tæpum 1,2 milljörðum hjá sparisjóðunum. Stöðugildin hjá bönkum og sparisjóðum voru 2.553 talsins í lok árs 1995 og hafði einung- is fækkað um 21 á undangengnum tveimur árum. Sú stefna hefur verið við lýði að standa mildilega að fækkun fólks og forðast í lengstu lög miklar uppsagnir starfsfólks. Þessu tengjast hinir miklu álags- toppar sem myndast í bankaafgreiðsl- um um hver mánaðamót og hafa reynst mjög kostnaðarsamir. Þór Gunnarsson, formaður Sambands ís- lenskra sparisjóða hefur bent á í þessu sambandi að Islendingar nýti sér ekki gírókerfið til fulls eins og í öðrum löndum. Þeir noti ekki svokallaðar skuldfærslubeiðnir í gírókerfinu og komi þar af leiðandi og greiði gíró- seðla yfir afgreiðsluborðið um hver mánaðamót. Slík færsla kosti t.d. 25 krónur norskar í Noregi fyrir hvern greiðsluseðil. Ef reikningar séu hins vegar settir í umslag með skuldfærslu- beiðni kosti færslan ekkert. Allur þorri fólks í samanburðarlöndunum hafi þennan hátt á, þannig að góð nýting skapist á starfsfólki í afgreiðsludeild- um og bakvinnslu. Aukin sjálfvirkni sparar útgjöld Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON, bendir á að ekki sé nægjanlegt að líta einungis á útgjalda- þróun bankakerfisins því ýmis verk- efni hafí bæst þar við t.d. með tilkomu gírókerfisins á sínum tíma og þeirri greiðsluþjónustu sem nýlega hafí ver- ið tekin upp. Bankakerfið hafi sparað vinnandi fólki og þjóðinni allri mikinn tíma og þar með skapað hagræðingu og sparnað í þjóðfélaginu. „Ég tel að aukin sjálfvirkni eigi eft- ir að spara mjög mikil útgjöld í rekstri banka og geti leitt til þess að viðskipta- vinir þurfi sjaldnar að koma í afgreiðsl- ur banka og sparisjóða. Það leiðir aftur til mikils spamaðar, ekki aðeins í starfsmannafjölda heldur einnig hús- næði, tæknibúnaði og öllu því sem fylg- ir hveijum starfsmanni. Hins vegar verður að ætla að þessi þróun taki nokkum tíma. Það verður að líta á þessa þróun sem langtímamál." Á það er jafnframt bent í bankakerf- inu að ekki nægi að hagræða og spara í rekstri t.d. með fækkun starfsfólks. Vegna mikilla breytinga í umhverfi fjármálastofnana sé einnig þörf á að skapa svigrúm til ráðninga á vel menntuðu fólki sem geti tileinkað sér ný vinnubrögð. Það sé æskilegt að breyta samsetningu starfsliðs í ein- hveijum stofnunum. Loks bentu sumir viðmælendur Morgunblaðsins á að það gæti ekki talist við hæfí að hafa þijá bankastjóra í ríkisbönkunum. Það sé þó ekki aðeins vegna kostnaðarins sem af því hlýst, heldur hljóti að vera heppi- legra að einn stjómandi ráði ferðinni í hveijum banka og beri ábyrgð á rekstrinum gagnvart bankaráði. Fækkun fyrirsjáanleg í íslandsbanka Nýjustu fréttir af þessum vettvangi eru þær að íslandsbanki hyggst taka starfsemi útibúa bankans til endur- skoðunar. í máli Vals Valssonar, bankastjóra á haustfundi bankans í síðustu viku kom fram að stefnt sé að því að útibúin verði fyrst og fremst sölu- og þjónustumiðstöðvar, en áður fyrr voru útibúin afgreiðslustöðvar. „Til að auðvelda þeim þetta nýja hlut- verk verða ýmis verkefni sem unnin hafa verið í útibúunum og ekki snerta þjónustu við viðskiptavini á staðnum færð til sérhæfðra deild. Bakvinnsla allra útibúanna á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið sameinuð á einn stað.“ Fram kom að örar tækniframfarir hefðu leitt til þessarar endurskoðunar á stefnumótun bankans. Rúmlega 500 fyrirtæki nota nú beina tölvutengingu milli sín og bankans eða svokallaða Skjálínu og notendur Heimabanka Is- landsbanka em nú rúmlega 2.500 tals- ins. Debetkortin hafa í vaxandi mæli komið í stað tékka. Þá eru sjálfvirkar færslur nú 45% allra færslna, en þetta hlutfall var einungis 5% árið 1991. Valur sagði í samtali við Morgun- blaðið að á undanförnum sex árum hefði útibúum verið fækkað umtals- vert og væru nú 32, en hefðu verið 40 þegar flest var. Starfsfólki hefði fækkað um 30% eða hátt í 300 manns. „Það er enn fyrirsjáanleg fækkun á fólki sem gerist jafnt og þétt meðal annars vegna aðgerða sem við erum með í gangi núna og sjáum fram á að verði gripið til á komandi misser- um,“ sagði hann. Skrapp starfsmaður þinn á pósthúsið? Láttu okkur um fyrirhöfnina Fyrirtækjaþjónusta Póstsins er ný þjónusta sem veitir fyrirtækjum aðgang að öruggu og hraðvirku dreifikerfi Póstsins og fjölbreyttri þjónustu hans. Sérstakur póstsölumaður, sem fyrirtæki fá til þjónustu við sig, sér um að koma pósti til og frá fyrirtækinu, annast pökkun, frímerkingar og annað sem viðkemur póstþjónustu, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins. Póstölumaðurinn getur einnig útfyllt tollskýrslur, boðsent skjöl, gögn, gíróseðla o.fl. Póstsölumaðurinn heimsækir fyrirtækin einu sinni eða tvisvar á dag, allt eftir þörfum þeirra, og alltaf er hægt að ná sambandi við hann. Póstsölumaðurinn er á ferðinni alla virka daga milli kl. 08.00 og 17.00. f dag stendur Fyrirtækjaþjónusta Póstsins öllum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Akureyri, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ til boða. Allar nánari upplýsingar fást á póst- og símstöðvum á ofangreindum stöðum. Einnig eru veittar upplýsingar um Fyrirtækjaþjónustuna í símum: 550 6072, 550 6073 eða 550 7006. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA PÓSTSINS Þjónusta............alla leiö POSTUR OG SIMI GoldStar símkerfi, traust í erli dagsins htf[ Fyrstu kynni viðskiptavina af Mest seldu símkerfi Rúmlega 1200fyrirtæki og nýju fyrirtæki eru oftast í á íslandi stofnanir hafa kosið símkerfifrá gegnum símann. Þaufyrirtæki , mf—u Istelhf uoici5car semvelja GoldStar símkerfin frá ístel hf eru því í góðum málum. Því ekki að slást í hóp þeirra „ 5. .. . j. sem skapa starfsmönnum Gœði, oryggi oggoðþjonmta s(mm fc,gilJa vimumðstöðu. SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 588 2800 Fax 568 7447 I Gott fólk/ SlA -188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.