Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Rafiðnaðarskólinn FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 C 11 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson „Sameinaða fyrirtækið mun verða öflugt í veiðum og vinnslu á loðnu og síld og ég tel að sóknar- færi okkar iiggi í bolfiskvinnslu. Þar eru möguleikar á aukinni tæknivæðingu og frekari vinnslu aflans þannig að afurðirnar falli betur að þörfum neytandans. Við munum vinna að því að gera fyrir- tækið öflug^ í bolfiskvinnslu og að hún skili eðlilegri arðsemi," segir Sighvatur Bjarnason. Spurður að því hvort hann sjái frekari þróunarmöguleika með tengingu við önnur félög segir hann að sjávarútvegsfyrirtæki muni áfram sameinast eða tengjast með öðrum hætti og sérhæfing aukist. „Það gæti orðið áhugavert fyrir þetta fyrirtæki að tengjast öflugu saltfiskverkunarfyrirtæki. Með því væri hægt að renna frekari stoðum undir reksturinn. Því dreifðari sem framleiðslan er þeim mun sterkari verðum við,“ segir hann. Sighvatur segir að til þess að mæta kröfum markaðarins um ferskara hráefni þurfí fyrirtæki eins og Vinnslustöðin að eignast fleiri togskip af minni gerðinni, hugsan- lega í stað ísfísktogara. „Við höfum haft góða reynslu af rekstri slíkra skipa og sé ég fyrir mér frekari þróun í þessa átt í framtíðinni. Með því má jafna flæði aflans inn í vinnsluna, hráefnið verður betra og nýting þess í vinnslunni batnar," segir hann. Verkföll ganga nærri fyrirtækjunum Framundan er viðkvæmur tími í efnahagsmálum, vegna komandi kjarasamninga. Sighvatur lýsir þeirri skoðun sinni að verkföll myndu ganga nærri sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins. „Miklar breytingar hafa orðið í sjávarút- vegi á síðustu árum og hagrætt hefur verið í rekstri. Ég tel reynd- ar að niðurskurður aflaheimilda hafi knúið á um breytingarnar. Það er af hinu góðu, við þurftum að fara í gegnum þetta. Ef efna- hagsumhverfið verður í lagi og okkur tekst að ljúka kjarasamning- um á eðlilegan hátt án verkfalla, verður hægt að byggja fyrirtækin áfram upp og greiða starfsfólki betri laun.“ Sama gildir um sjómenn og ann- að starfsfólk fyrirtækjanna, að mati Sighvats. „Mér fínnst umræð- an um fiskverð vera eins og aftan úr grárri forneskju. Sjómenn verða að líta á heildartekjur sínar, ekki aðeins hvað þeir fá fyrir kílóið. Útgerðirnar hafa verið að fjárfesta til að auka möguleika skipanna og létta vinnuna um borð. Með því er unnt að hagræða í veiðunum, fækka skipum og auka kvóta hvers og eins. Allt þetta kemur sjómönnum til góða í hærri heildarlaunum," segir Sighvatur Bjarnason. Hefur tekið við Viðskipta- og tölvuskólanum RAFIÐNAÐARSKÓLINN, Nýheiji hf. og Stjórnunarfélag íslands hafa tekið upp samstarf í námskeiðshaldi á sviði tölvumála í því skyni að nýta betur reynslu og sérþekkingu sína. Ákveðið hefur verið að Rafiðn- aðarskólinn taki við rekstri Tölvu- og viðskiptaskólans sem var sam- starfsverkefni Nýheija og Stjórnun- arfélagsins. Betra námskeiðaúrval Námskeið Rafiðnaðarskólans verða hér eftir kynnt og boðin aðil- um í Stjórnunarfélaginu og við- skiptavinum Nýheija hf. Stöðugt hefur verið unnið að því að auka við námsframboðið í skólanum og er samstarfið við Stjórnunarfélagið og Nýheija hf. liður í þeirri vinnu, segir í frétt. Almenn tölvunámskeið og við- skiptafræðsla eru hins vegar utan meginstarfssviðs Nýheija. Sam- starfíð við Rafíðnaðarskólann gerir fýrirtækinu kleift að bjóða viðskipta- vinum sínum betra úrval námskeiða, fækka starfsstöðum sínum og ein- beita sér enn betur að meginmark- miðum sínum. Nýheiji mun eftir sem áður standa að ýmsum sérhæfðum námskeiðum og byggja þar á sam- böndum sínum við erlend fyrirtæki eins og IBM, segir ennfremur. Sérkjör í boði Þá segir í frétt þessara aðila að með samningi þessum hafi Stjórn- unarfélag íslands tryggt aðildarfé- lögum sínum sérkjör á öllum tölvu- og viðskiptanámskeiðum Rafiðnað- arskólans. Forsetinn heimsótti Junkers ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands, og kona hans, Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir, skoðuðu Junckers parketverk- smiðjuna í Koge á Sjálandi í opinberri heimsókn til Dan- merkur fyrir skömmu. Junckers í Danmörku er stærsti framleiðandi harðviðar- gólfa í Evrópu, stofnað árið 1930, og hefur það flutt fram- leiðsluvörur sínar til íslands í samvinnu við Egil Árnason hf. frá árinu 1934. Þetta parket hefur verið lagt á flest íþrótta- hús landsins, fjölmargar aðrar opinberar stofnanir og þúsund- ir íslenskra heimila. Fram- leiðslustjóri Junckers, Steen Rasmussen, sýndi forsetahjón- unum nýja MDF-verksmiðju fyrirtækisins. Canon - góður kostur ■ kriistoiuna og heimilii. lfpplauan: 720 dpl Hraði: 4.5 bls. á mínútu Pappírsmeðierð: Sjálfvirkur arkamalari fyrir ÍQQ blöb 24.900 kr. <o> NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 5G9 7700 Slófl: http://www.nYhBrji.is Netíang: prantarar@nyherji.is Ertu á stanslausum þeytingi eftir útprentunum? Prentar þú reglulega út trúnaðargögn? Er iðulega biðröð á netprentarann? Að leysa þessi vanda- mál er ekki lengur dýrt. Canon BJC 4100 er hraðvirkur, fyrirferðalítill ug ódýr prentari sem hentar á hvers manns hnrð BUBBLE J £ f - svena eins og kaffibollinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.