Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKJALASKÁPAR MEÐ ALLT Á SÍNUM STAÐ MULTISTOR skjalaskápar eru fáanlegir i nokkrum gerðum og stærðum. Algengastir eru skápar með rennihurð sem opnast upp og skápar með tveimur hurðum sem opnast inn með hliðum Algengustu fylgihlutir: Útdraganlegur upphengjurammi fyrir skjalapoka Fastur upphengjurammi fyrir skjalapoka Föst hilla t.d. fyrir bréfabindi Útdraganleg hilla með hólfum Útdraganlegt vinnuborð Skjalapokar folio og A4 Millimöppurfolio og A4 Klemmurfyrir millimöppur HAGSTÆTT VERÐ LEITIÐ UPPLÝSINGA OLAFUR GISLASON & CO HF SUNDABORG 3 104 REYKJAVÍK SÍMI 568 4800 FAX 568 5056 skápsins. í skápana er hægt að fá mismunandi fylgihluti sem gerir kleyft að innrétta skápa eftir þörfum hvers og eins. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! 1/ið veitum fúslega nánari uppiýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410: 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 VIÐSKIPTI Galdur net- tölvunnar Tölvur í gær lauk ráðstefnu á Hótel Loftleið- um þar sem vísir menn spáðu í stefnur og strauma í tölvumálum. Af því til- efni veltir Ami Matthíasson fyrir sér nettölvunni og bjartri framtíð hennar. GILES Godart-Brown hampar nettölvu. IGÆR lauk á Hótel Loftleiðum ráðstefnu Oracle, bráðmerki- legri og vel sóttri, þar sem spáð var í framtíðina, stefnur og strauma í tölvuheiminum. Eðlilega var mikið fjallað um lausnir Oracle, og ekki nema gott um það að segja að fyrirtækið sé kynnt rækilega hér á landi, eins öflugt og það er, en ekki var minna um vert að það voru reifuð mörg mál sem brenna á mönnum um þessar mundir, ekki síst nettölvan. Menn hafa mismunandi skoðanir á nettölvunni og sumir blása á hana sem óraunhæft fyrirbæri sem gleymist skjótt, likt og PDA-æðið sem greip menn fyrir nokkrum árum. Færa má fyrir því rök að sannfærðir hafi farið offari, svo heillaðir af hugmyndinni sjálfir að þeir hófu að útbreiða sitt evangelíum af meira kappi en forsjá. Hinu verð- ur þó ekki neitað að varla hefðu öll helstu hug- og vélbúnaðarfyrirtæki heims tekið til við að framleiða bún- að fyrir slíkt apparat nema þau telji sig geta hagnast á þeirri framleiðslu í framtíðinni. Nettölvan hefur það líka fram yfir margt annað sem náð hefur stundarhylli á undanfömum misserum, að notagildið er augljóst og nægur markaður fyrir hendi til að tryggja viðgang og þróun. í klóm framleiðenda Flestir þeir sem starfað hafa við tölvur í áratug eða svo og þekkja því til lífsins fyrir PC-væðinguna, kannast við staðarnetin sem tíðkuð- ust á árum áður þegar menn keyptu staðlaða lausn frá einum framleið- anda með miðlægri stórtölvu og grúa útstöðva sem höfðu yfirleitt litla eða enga vinnslugetu sjálfar. Slíkar lausnir létu undan síga eftir því sem einkatölvum óx fiskur um hrygg og menn tóku að nettengja þær af kappi; í stað miðlægrar stórtölvu og „heimskra" útstöðva, kom net þar sem hver tölva hafði allmikla vinnslugetu og geymdi jafnvel stóran hluta gagna sinna á hörðum disk í vélinni sjálfri. Skýr- ingar á vinsældum leiða sem þess- ara eru ekki síst að með því voru menn lausir úr klóm einkaleyfishaf- ans eða framleiðandans, gátu keypt hvaða hugbúnað eða tölvu sem þeim þóknaðist og á mun betra verði en frá risanum sem gat ákveðið verð á þjónustu og vélbúnaði eftir geð- þótta; neyttu agnhaldsins sem fjár- festingin var. Þessari nýju gerð staðameta fylgja aftur á móti margir ókostir sem ekki hafa verið eins áberandi í umræðu um þau og vert væri, þá ekki síst mikill við- haldskostnaður, aukinheldur sem allar uppfærslur á hugbúnaði eru orðnar meiriháttar mál, starfsmenn eyða meiri tíma í tölvufikt en hag- kvæmt þykir og svo mætti lengi telja. í stað þess að vera í klóm stórtölvuframleiðenda voru hug- búnaðarsmiðir síðan komnir með fantatak á viðskiptavininum sem varð að kaupa sífellt öflugri tölvur, helst árlega, til að geta keyrt æ umfangsmeiri forrit með æ meiri óþarfa innbyggðum. Því líta margir vonaraugum til nettölvunnar. Örlögin ráðast í viðskiptalífinu Á áðurnefndri ráðstefnu Oracle- manna kynnti útsendari Oracle frá Skotlandi frumgerð slíkrar tölvu og kom víða við í frásögn af ágæti hennar. Það sem hann sýndi á tölv- unni verklegt var ekki merkilegt, reyndar hálf hallærislega útfært, en hugmyndin sjálf var góð. Hann eyddi nokkrum tíma í að ræða um notagildi nettölvunnar fyrir heim- ilisskemmtanir og leiki, en meiru skiptir hversu slík vél á eftir að reynast í viðskiptalífínu, því á því sviði ráðast örlög hennar. Títtnefnd nettölva er í raun ekki sambærileg við þær útstöðvar sem menn þekktu áður fyrr, og þá ekki síst fyrir þá sök að nú er mikil sam- keppni og fer harðnandi um hug- og vélbúnað. Flestir helstu tölvu- framleiðendur heims eru að hanna og smíða nettölvur, margir þegar famir að kynna frumgerðir, og hugbúnaðarframleiðendur leggja nótt við dag til að hanna sem full- komnust verkfæri. I því felst kannski helsti galdur nettölvunnar; hún byggir á opnum stöðlum um alla hluti, hvort sem er TCP/IP, HTML eða Java; þegar er komið á markað frá stórum framleiðanda, Corel, ritvinnsluforrit sem samið er í Java, væntanlegt er stýrikerfi samið í Java og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið sjá menn fram á að vera með sama stýrikerfí á ólík- um tölvum og hugbúnað, hvort sem þær keyra á RISC-, Pow- erPC/RISC- eða ClSC-örgjörvum. Þessu til viðbótar segja nettölvuvin- ir að kostnaður við viðhald á net- tölvu verði aldrei nema fimmtungur af kostnaði við nettengda einka- tölvu og sér hver í hendi sér ávinn- inginn fyrir fyrirtæki sem er kannski með 150 nettengdar eink- atölvur á bakinu. Af þessum vangaveltum má ráða að nettölvan á sér bjarta framtíð, eins og er að minnsta kosti, og óhætt að spá því að vaxtarbroddur- inn næstu misseri verði innan fyrir- tækja. Heimilisnettölvan kemur síð- ar. Ábendingum um efni og athugasemd- um má koma tii arnim@mbl.is. Mikil ásókn erlendra fyrirtækja íalnetið London. Reuter. TÖLVUTENGD fyrirtæki sækja mikið í alnetið og nota það til að komast í samband við almenning á ótal vegu samkvæmt könnun sem Reuter hefur gert. Könnunin sýnir að 83% helztu auglýsenda í Bretlandi, þar á með- al margþjóðafyrirtæki í Banda- ríkjunum, Vestur-Evrópu og Jap- an, auk brezkra fyrirtækja, hafa komið sér upp heimasíðum á ver- aldarvefnum. Samkvæmt könnuninni notar fólk á alnetinu vefsetur til að kaupa bækur, kynna sér tryggingatilboð, fá upplýsingar um knattspyrnuúr- slit eða áætlunarflug, fræðast um viðgerðir innanhúss, fá leiðbeining- ar um val á hundum og upplýsingar um ótal hversdagslega smámuni. Panta vín og súkkulaði Fyrirtæki eins og Tesco og J.Sainsbury í Bretlandi leyfa alnets- notendum að panta vín, súkkulaði og blóm frá vefsetrum sínum, en önnur fyrirtæki nota vefsetur með meiri sölumýkt. Procter & Gamble, mesti auglýs- andi heims, ræður yfir 10 vefsetr- um, en leggur mest upp úr svoköll- uðu foreldrasetri, sem rekið er í samvinnu við Time Wamer. Þar geta foreldrar fengið allar nauðsyn- legar upplýsingar um uppeldi barna og þroska. Bjórfyrirtækið Bass Brewers í Bretlandi kom sér upp vefsetri til að sýna fólki að fyrirtækið hefur áhuga á knattspymu. I setrinu er hægt að fá upplýsingar um knatt- spyrnufélög, úrslit og leikmenn og kynna ser boli og annan varning. Fyrirtækin leggja áherzlu á að alnetið hafi ekki slitið barnsskónum og aðeins eitt segist hagnast á vef- setri sínu — gervihnattasjónvarpið BSkyB. Litlu fé varið Aðeins lítill hluti þeirra fjármuna sem flest fyrirtæki veija til auglýs- inga er notaður í vefsetrunum. Full- trúi gagnvirkra fjölmiðlunar hjá EMI International, deild í tónlistar- útgáfunni EMI Group Plc, Jeremy Silver, segir að alnetið gefi fyrir- tækjum kost á hnattrænni mark- aðssetningu, sem sé einföld og til- tölulega ódýr. „Alþjóðleg fyrirtæki tala mikið um alþjóðlega markaðssetningu, en fá þeirra gera nokkuð í málinu," segir Silver. „Það er skipulagsgalli sem mun draga úr vexti þessara fyrirtækja." Tæplega helmingur fyrirtækj- anna, sem tóku þátt í könnuninni, kvaðst nota vefsetur sín til að selja vöru sína eða þjónustu. Alls konar greiðslumáti kemur til greina. Álíka fjöldi auglýsir í öðmm vefsetrum eða kosta þau. Könnun þessi um „auglýsingar og markaðssetningu á alnetinu" náði til 100 helztu auglýsenda í Bretlandi samkvæmt skrám Regist- er MEAL rannsóknarhópsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.