Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 16
r ~ Ár ~i ««*» _ __ - RS CQ> & SVEIGJANLEG NÝHERJI ■ htipy/www.nyheqlis VIÐSiaFTI MVINNUIÍF * * tlbols'vera ÍKefla\|k \wre mnz Kynntu þér 5 88 55 22 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 Morgunblaðið/Ámi Sæberg HELGI Hermannsson, framkvæmdastjóri Virgin-verslunarinnar á íslandi, ásamt Alastair Kerr, yfirmanns Virgin-verslananna í Evrópu. Fyrsta Virgin-verslun- in á Norðurlöndunum VIRGIN Megastore verslunin í Kringlunni er fyrsta verslunin á Norðurlöndum sem starfar undir merkjum Virgin-samsteypunnar en hún var opnuð 14. nóvember sl., hálftíma á. undan annarri Virgin- verslun í Ósló í Noregi. Að sögn Alastair Kerr, yfirmanns Virgin- verslananna í Evrópu, rekur Virgin- samsteypan um 400 verslanir víða um heim. Þar af eru um 300 versl- anir í Bretlandi. „Norðurlöndin eru mjög áhugaverður markaður og við stefnum á að opna verslanir í Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn sem fyrst og fleiri verslanir í Noregi og eina í Finnlandi." Verslunin á íslandi er þriðja versl- unin í Virgin-samsteypunni sem fær sérleyfí og er ekki í eigu samsteyp- unnar líkt og flestar aðrar verslanir sem starfa undir Virgin-merkinu. Hinar tvær verslanimar eru í Grikk- landi og Ungveijalandi. „Ástæðan fyrir því að við eigum ekki þessar verslanir er sú að við treystum inn- lendum aðilum frekar til að þekkja þarfir innlendra markaða sem eru ekki nægjanlega stórir til þess að við höfum kannað þá áður.“ Kerr segir að það sé misjafnt á milli markaðssvæða hvaða vörur, aðrar en geisladiskar, seljast best í Virgin-verslununum. „Til dæmis eru bækur 13% af heildarsölu frönsku verslananna í stað 5-6% sölu annars staðar. Aftur á móti leggjum við mikla áherslu á sölu myndbanda á íslandi vegna þess hve markaðurinn fyrir góðar og sí- gildar kvikmyndir virðist vera óplægður. Salan á þeim þær tvær vikur sem verslunin í Kringlunni hefur verið opin bendir til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur því að myndbönd hafa selst mjög vel í henni líkt og geisladiskarnir." Kerr segist vera mjög ánægður með Virgin Megastore verslunina í Kringlunni. „Þrátt fyrir að hún hafi verið innréttuð á mjög skömm- um tíma tel ég að vel hafí tekist til og það eru einungis nokkur smá- vægileg atriði sem ég hef bent Helga á að betur mættu fara í þess- ari stuttu heimsókn minni til ís- lands.“ Nýirstarfs- menn hjá LH-tækni ehf. •ORRI Max Rail hefur hafið störf hjá LH-tækni ehf. Orri mun starfa sem kerfisfræðingur hjá stof- unni. Hans aðalstarfssvið er hug- búnaðarþróun í Windows og alnets umhverfí. Hann mun m.a. vinna að verkefnum er tengjast eigna- umsýslukerfínu Byggingastjóra bæði hér heima og fyrir Evrópu- markað. Hér er um að ræða ný- þróun einstakra kerfíshluta, svo sem alnets upp- fletti fyrir eignir með myndrænu viðmóti og aðlögun að dönskum, sænskum og þýskum markaði. Orri útskrifaðist úr Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ árið 1991. Hann útskrifaðist sem kerfisfræð- ingur frá TVÍ 1996. Þar vann hann að lokaverkefni ásamt fjögurra manna hópi sem unnið var fyrir Veðurstofu íslands. Um er að ræða Java forrit og gefur möguleika á að skoða jarðskjálftagögn á alnet- inu. Staðsetning skjalfta og styrk- leiki er sýndur á íslandskorti og getur notandi fengið nánari upplýs- ingar með því að benda á kortið. Verkefnið var styrkt af Vísinda- sjóði. •GUÐMUNDUR Lúðvíksson hefur ennfremur hafið störf hjá LH-tækni ehf. Guðmundur mun vinna að hönnun verkfræðilegra forrita bæði fyrir heimamarkað og erlendan markað. Guðmundur vann hjá vatnsorkudeild þýska fyrir- tækisins Lahmeyer Intemational og starfaði þar í tæp þrjú ár. Helstu verkefni hans þar voru vinna við hönnun virkjunarinnar PSW Gold- isthal í Þýska- landi, Bakun Hydroelectric Project í Malays- íu og Guang Shou í Kína auk þess að sjá um tölvumál deild- arinnar. Guðmundur Guðmundur lauk prófí í Lúðvíksson byggingarverk- fræði frá Háskóla íslands 1992 og meistaraprófi frá HÍ 1996. Meist- araritgerð hans fjallaði um bestun á hönnun vatnsorkuvera og þróun á hugbúnaði tengdum því. í fram- haldi af meistararitgerð sinni vann hann hjá Verkfræðistofnun HÍ við nánari útfærslu á meistararitgerð sinni. Nýr starfsmaður hjá Línuhönnun hf. •LÚÐVÍK Davíð Björnsson hefur hafið störf hjá Línuhönnun hf. Lúðvík vinnur að viðhaldsverk- efnum fyrir verkfræðideild vamar- liðsins, undirbúningi vegna fjar- skiptamastra, mannvirkja- hönnun og að gerð eignar- skiptasamninga. Að loknu námi og áður en Lúð- vík hóf störf hjá Línuhönnun starfaði hann sjálfstætt og fékkst m.a. við tækniþjónustu vegna viðgerða og brunahönnun bygginga. Lúðvík fékk meistarabréf í húsa- smiði 1980, lauk byggingaiðnfræði 1992 og er byggingatæknifræðing- ur frá Tækniskóla íslands 1995. Lokaverkefni hans fólst í að gert var likan af bmna i bókaverslun í miðbæ Garðabæjar og var verslunin tengd yfírbyggðu torgi. Útbreiðsla reyksins og hitastig var reiknað með tölvuforriti og borið saman við handreikninga. Torgið Einkavæðing á nýrri öld ÞAÐ ER gömul saga og ný að hið opinbera vasast í ýmsum rekstri, sem vaeri betur kominn í höndum einkaaðila. Síðustu fimm- tíu árin eða svo hafa stjórnmálamenn úr öllum flokkum látið þessa staðreynd sem vind um eyru þjóta og viðhaldið eða aukið umsvif hins opinbera í þjóðlífinu. Á síðustu árum hafa þó sést skýr merki þess að stjórn- völd hafa bæði vilja og þor til að losa um járnkrumlu ríkisvaldsins af ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þetta er gleðileg þróun þótt hún sé vissulega hægfara. Það er nefnilega að mörgu að hyggja áður en ríkisstofnun er breytt í hlutafélag svo ekki sé talað um að bjóða hlutabréf í því til sölu á almennum markaði. Ákvörðun um slíka breytingu eða sölu þarf nefnilega ekki einungis að hljóta samþykki hjá viðkomandi fagráðherra, ríkis- stjórn, þingflokkum stjórnarflokka og á Al- þingi. Reynslan hefur kennt mönnum að allar slíkar breytingar þarf að vinna í góðu samstarfi og með góðum stuðningi starfs- manna og annarra hópa, sem að málinu koma. Slíkt tekur að sjálfsögðu tíma og mun e.t.v. hafa það í för með sér að íslendingar kynnist ekki ávinningi einkavæðingarinnar svo nokkru nemi fyrr en á næstu öld. Frá árinu 1991 hefur markvisst verið unn- ið að sölu ríkisfyrirtækja, sem eru í sam- keppnisrekstri, og frá þessum tíma hefur ríkið selt hlutabréf í slíkum fyrirtækjum fyrir 2,1 milljarð króna. Frá árinu 1992 hafa um 2.800 manns keypt hlutabréf í einkavædd- um fyrirtækjum eða önnur hlutabréf ríkisins. Þetta kom fram í máli Hreins Loftssonar, formanns framkvæmdanefndar um einka- væðingu á ráðstefnu fjármáláráðherra um nýskipan í ríkisrekstri á þriðjudag. Hreinn vék að nokkrum verkefnum einka- væðingarnefndar, sem eru nú að komast á framkvæmdastig og greindi frá tillögum hennar þar að lútandi. Nefndin telur að Áburðarverksmiðjan hf. henti ágætlega til einkavæðingar og hefur lagt til við landbún- aðarráðherra að fyrirtækið verði auglýst til sölu innan lands og utan og leitað að einum öflugum kaupanda, sem væri reiðubúinn að eiga og reka fyrirtækið. Verði sú leið farin er líklegt að innlend áburðarframleiðsla við- haldist að mati nefndarinnar. Ráðherra hef- ur þó ekki tekið ákvörðun um málið. Sementið til almennings Þá hefur nefndin lagt til við iðnaðarráð- herra að Sementsverksmiðjan verði gerð að almenningshlutafélagi. Nefndin gerir ráð fyrir að bréfin verði seld í áföngum eða á svipaðan hátt við sölu hlutabréfa í Lyfjaversl- uninni og Jarðborunum. Ekki liggur hins vegar fyrir ákvörðun ráðherra í málinu að sögn Hreins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að selja meirihluta hlutabréfa í Skýrr hf. en fyrirtæk- ið er nú í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar til helminga. Ráðgert er að starfsmönnum verði tryggður allt að 5% eignarhlutur en auglýst verði eftir tilboðum í 51% hlutafjár. Náðst hefur samkomulag milli eigenda Bifreiðaskoðunar íslands hf. að skipta fyrir- tækinu í tvö félög um áramótin og mun annað annast rekstur ökutækjaskrár en hitt eingöngu sinna skoðunum bifreiða. Hreinn segir að við þessa breytingu verði öll einka- leyfi skoðunarfyrirtækisins afnumin og fullri samkeppni komið á á þeim markaði. Hefst sala Búnaðarbankans á kjörtímabilinu? Hreinn greindi einnig frá því hvernig und- irbúningi liði vegna breytinga á ríkisbönkun- um í hlutafélög. Sagði hann að vegna sölu hlutabréfa í Landsbanka og Búnaðarbanka hefði verið um það rætt að í fyrstu yrði selt nýtt hlutafé í því skyni að styrkja eigin- fjárstöðu bankanna. „Síðar verði hugað að sölu þess hlutafjár, sem er í eigu ríkisins. í mínum huga er Ijóst að til slíkrar sölu hlýtur að koma á þessu kjörtímabili, a.m.k. hvað varðar Búnaðarbanka íslands," sagði Hreinn. Hann sagði að á næstunni myndi fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu leggja aukna áherslu á útboð rekstrarverkefna og þjónustu og væri margt ógert á þessu sviði. „í nágrannalöndum okkar eru opinberir aðil- ar í auknum mæli að fela einkaaðilum að annast afmarkaða þætti opinberrar þjón- ustu þó að ekki verði breyting á greiðslufyr- irkomulagi frá því sem verið hefur. Á þessu sviði er unnið að nokkrum verkefnum á veg- um framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Má þar nefna útboð mötuneyta ríkisins, reksturskipa og rekstur heilbrigðisstofnana. Ýmsum fleiri hugmyndum má velta fyrir sér eins og t.d. innan menntakerfisins," sagði Hreinn. Fallist stjórnvöld á tillögur nefndarinnar er óhætt að segja að einkavæðing hérlend- is sé komin á rekspöl. Mikilvægt er að því takmarki verði náð sem fyrst að ríkið dragi sig að fullu úr öllum samkeppnisrekstri en einnig er sjálfsagt að kanna hvort ekki sé hægt að beita útboði eða einkavæðingu til að ná fram hagræðingu og sparnaði í öðrum rekstri ríkisins. Miðað við hugmyndir einka- væðingarnefndar er aldrei að vita nema að öld þverrandi ríkisafskipta sé að renna upp. KjM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.