Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1!» >1 i: 1 B' Í8! IV, % -'•é' þt C1 ■ 3K ,uí W KNATTSPYRNA Pl®nr0iml»líí&ií» 1996 LAUGARDAGUR30. NÓVEMBER BLAD Ríkharður í Grikklandi RÍKHARÐUR Daðason, markakóngur íslands- mótsins í knattspyrnu, er í Gríkklandi að skoða aðstæður iýá Kalamata sem leikur í fyrstu deildinni. Rikharður, sem fór til gríska félags- ins í vikunni, kemur heim á þriðjudaginn. Kala- mata er frá samnefndri borg á suðvesturströnd Grikklands og knattepyrnulið borgarinnar varð i þríðja sæti í 2. deildinni i fyrra og vann sér þar með rétt til að leika í þeirri fyrstu í ár. Sem stendur er liðið um miðja deild og hefur ekki gert mikið af mörkum þannig að forráða- menn þess höfðu samband við Ríkharð og buðu honum að koma og iita á aðstæður og til við- ræðna. Fullveldisfagn- aðuríÁlaborg Nýtt merki KSI Morgunblaðið/Jón Svavarsson BJÖRGVIN Schram, fyrrum formaður KSÍ, afhjúpaði nýtt merki Knattspyrnusambands ísiands við setningu 51. ársþings þess í g»r. Ástþór Jóhannsson hjð auglýsingastofunnl Góðu fólki hannaði merkið. Hér er Egg- ert Magnússon formaður ásamt Björgvini en Eilert B. Schram, sonur Björgvlns og forseti ÍSÍ, sæmdi Eggert gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin stöf í þágu knattspyrnunnar á ísiandi. Verulegt tap hjá KSI Vítaspymuævintýri íTyrklandi ÞAÐ var heldur betur vítaspyrnuævintýri, sem áhorfendum var boðið uppá í bikarleik Galatas- aray og Genclerbirligi í Tyrklandi. Þeir fengu að sjá 34 vítaspymur þegar Genclerbirligi stóð uppi sem sigurvegari 17:16. Ilyas Kahraman, miðvallarspilari Galatasaray, náði ekki að nýta 34 vítaspymuna. Leikur liðanna endaði með jafntefli eftir framlengingu, 1:1. Leikurinn og vitaspymukeppnin stóð yfir í þijár klukku- stundir. Að sjálfsögðu er þetta vítaspymumet í Tyrklandi, fyrra melið var síðan 1993,9:8. Heimsmetið í vítaspyraukeppni er aftur á mótí frá 1988, sett í Arg- entínu. Argentínos Juniors vann þá Racing Club 20:19. Arsþing Knattspyrnusambands Islands, það 51. 1 röðinni, var sett á Hótel Loftleiðum í gær, en 120 hafa rétt til þingsetu. Sem endranær liggja mörg mál fyrir þing- inu og verða nefndarstörf í dag en þinginu lýkur um miðjan dag á morgun. Velta sambandsins var rúmlega 144 milljónir króna og tap eftir fyrningar nam rétt tæpum 15 milljónum króna og hefur ekki verið meira hjá sambandinu. Eggert Magnússon, formaður KSI, sagði í setningarræðu sinni að tap sambandsins væri vissulega áhyggju- efni og að stjóm KSI sætti sig alls ekki við áframhaldandi taprekstur og ætlunin væri að gera bragarbót á. „Við verðum að taka á tapinu af alvöru og festu, annars stefnir í óefni,“ sagði Eggert og benti meðal annars á að KSÍ hefði undanfarin þijú ár greitt laun dómara á leikjum og að þátttökugjöld væru mun lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Formaðurinn sagði að gjaldahlið fjárhagsáætlunar ársins hefði staðist en tekjurnar hefðu hins vegar orðið minni en áætlunin gerði ráð fyrir. Þannig urðu tekjur af landsleikum aðeins 6,4 milljónir en voru 14,8 milljónir árið 1995. Tekjur af lands- leikjum kvennalandsliða íslands voru aðeins 7.860 krónur á árinu en gjöld vegna kvennalandsleikja voru hins vegar tæpum 14 milljónum króna. Kostnaður vegna landsleikja og móta var tíu milljónum króna meiri í ár en í fyrra, eða rétt tæpar 99 milljónir króna. Þá fékk KSÍ um tíu milljónum minna vegna sjónvarps- réttar í ár en í fyrra. Eggert kom inn á fleiri þætti starfsins í ræðu sinni og nefndi til dæmis að aldrei hefðu knattspymu- landslið íslands leikið eins mikið, en landsleikir ársins urðu 61 talsins, eða rúmur einn landsleikur í hverri viku. Sagði formaðurinn að árangur A landsliðanna hefðu valdið von- brigðum en árangur yngri landslið- anna hefði verið ánægjulegur. Leikir í mótum á vegum sambandsins hafa heldur aldrei verið fleiri en 3.597 knattspymuleikir vom háðir á veg- um KSI í ár. Formaðurinn benti á hið mikla forvamastarf sem íþróttafélögin vinna og sagði að það væri ómetan- legt en því miður virtust áhrifamenn þjóðarinnar ekki skilja það. Hann sagði að tími væri til kominn að stjómvöld settu meira fé til þessara mála í stað þess að setja endalaust fé í einhver gæluverkefni sem alltaf virtist vera nóg af. í máli Eggerts kom fram að mik- ill hugur er í forráðamönnum knatt- spymunnar hér á landi að reisa knattspymuhús og sagði formaður- inn að nú væri í fyrsta sinn rætt um þessi mál af fullri alvöru, bæði á Akureyri, á Seltjamamesi, í Reykjavík og á Suðurnesjum. „Við verðum að taka höndum saman og koma þessu í framkvæmd," sagði formaðurinn og sagðist jafnframt sannfærður um að þegar búið væri að reisa eitt hús yrði þess ekki langt að bíða að fleiri hús risu. Enskir byrja fyrr ENSKA knattspyrausam- bandið hefur ákveðið að deildarkeppnin hefjist viku fyrr á næsta sumrí en vant er. Þetta er gert tíl þess að keppninni Ijúki fyrr og Glenn Hoddle landsliðsþjálf- ari hafi rýmri tíma tíl að búa landslið sitt undir átökin i HM í Frakklandi sem hefst 10. júni. Vegnaþessara breytinga verður flautað til leiks í úrvalssdeildinni 9. ágúst og flautað til 1 eiksloka í lok annarrar viku maí. ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Danmörku heldur fullveldisfagnað í Álaborg I kvöld. Búist er við að um þúsund íslendingar frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku komi til Alaborgar til að halda tflW upp á daginn. Þegar íslendingafé- Valur lagið í Danmörku ákvað að halda Benedíkt fagnaðinn í Álaborg var ekki vit- tónatansson ^ a5 landsleikur Dana og Íslend- tanmöL ingayrðileiWnnþarÞettaerþví skemmtueg tilvigun. Islendmga- félagið hafði snör handtök þegar vitað var um þennan mikiivæga leik og tryggði sér 600 að- göngumiða og það kom sér vel því uppselt er á leikinn, en íþróttahöllin tekur um 2.500 áhorf- endur. Savinnuferðir-Landsýn leituðu til íslend- ingafélagsins til að fá miða fyrir þá 130 íslend- inga sem mæta á leikinn í beinu flugi Atlanta á morgun. Það má þvi búast við að íslenskir áhorfendur láti mikið að sér kveða og styðji vel við bakið á islenska liðinu á sjálfan fullveld- isdaginn. íslensku áhorfendurnir ætla að hitt- ast í hádeginu á morgun tfl að mála sig í fána- litunum og ná upp stemmningu I hópnum. Far- ið verður í skrúðgöngu til íþróttahallarinnar þannig að þessi mikli áhugi landans ættí að gefa íslenska liðinu aukið sjálfstraust og sigur- vilja. 1 KNATTSPYRNA: OBREYTT VARNARLINA HJA ARSENALIATTAAR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.