Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 4
Árið sem Arsenal lagði Newcastle síðast að velli á StJames’Park i „ÉG tel að ekkert annað lið í heiminum hafi teflt fram sömu varnarlínunni eins lengi og Arsenal hefur gert,“ sagði Steve Bould, mið- vörður Arsenal, sem mætir Newcastle á St. James Park ítoppslagnum í Englandi. Arsen- al hefur ekki náð að fagna sigri í Newcastle síðan 1988, en þá skoraði Bould, sem er 34 ára, sigurmarkið. Allir þeir leikmenn sem léku þá í öftustu vörn Arsenal, leika með liðinu í dag, átta árum síðar. John Lukic verður í markinu þar sem David Sea- man er meiddur og fyrir framan hann leika Lee Dixson, Steve Bould, Tony Adams og Nigel Winter- bum. Þessir fímm öftustu menn hjá Arsenal léku gegn Newcastle 1988. Óvíst er hvort hollenski landsl- iðsmaðurinn Dennis Bergkamp getur leikið með Arsenal vegna meiðsia. John Hartson er tilbúinn að taka stöðu hans. Þó svo að Newcastle leiki án enska landsliðsmið- heijans Les Ferdinand hefur liðið á að skipa mjög hættulegum sókn- arleikmönnum sem verða vamar- mönnum Arsenal erfíðir. Alan Shearer er byrjaður að leika á ný og þá er ljóst að Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, mun tefla fram varnarmanninum John Beresford sem meiddist á kálfa í leik gegn Metz í UEFA- keppninni á dögunum. Arsenal hefur náð mjög góðum árangri undir stjórn knattspymu- stjórans Arsene Wenger sem hef- ur breytt leikstíl liðsins. Þegar Arsenal er búið að leika í New- castle er liðið búið að leika úti- leiki sína gegn efstu liðunum eins og Newcastle, Liverpool og Manc- hester United. Þess má geta að síðast þegar Arsenal vann í New- castle varð liðið Englandsmeist- ari. Leikmenn Newcastle misstu af meistaratitlinum á lokasprett- inum sl. keppnistímabil og em þeir ákveðnir að láta það ekki endurtaka sig. Alan Shearer og félagar gera allt til að leggja Arsenal að velli og ná fjögurra stiga forskoti. Newcastle er efst í úrvalsdeildinni með 29 stig, Arsenal og Liverpool hafa 28 stig. ■ Leikur Newcastle og Arsenal verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 15. Reuter FRAKKINN Patrlck Vieira, miðvallarleikmaAur Arsenal, er elnn af snilllngum framtíAarlnnar. Arsene Wegner, knattspyrnustjórl Arsenal, seglr aA Vielra sé mjög fjölhæfur, bæAi sterkur í vöm og sókn. „Hann er leikinn, fljótur og harð- ur - hefur góAa knatttæknl og sendingar hans eru hnitmlAaAar. Vielra er maAur framtíAarlnnar hjð Arsenal og með franska landsliðlnu," sagAI Wegner um þennan 20 ára leikmann. Nýir landslidsbúningar Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson KNATTSPYRNULANDSLIÐIN lelka í búnlngum frá Reusch næstu þrjú árin. Hór á myndlnni eru landsllAsmenn og þjálfarar í búnlngnum. Áml Gautur Arason I markvarAabúningi, Ásthildur Helgadóttir í æfingagalla, Slgrún Ottarsdóttir í varabúningl, Logl Olafsson ( „hótelgalla", Helmlr GuAjónsson í landsllAsbúnlngl, Arnar Grétarsson í úlpu og fyrir framan er Gústaf Björnsson í upphitunargalla. England mæt- ir Mexíkó á Wembley ENGLENDINGAR hafa ákveðið að leika vináttulands- leik gegn Mexíkó á Wembley í 29. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur þjóðanna á vellinum síðan í HM 1966. Englanð vann Mexíkó 8:0 í vináttuleik á Wembley 1961 og 2:0 ÍHM1966. FOI_K ■ SAVO Milosevic mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik í tvo mánuði með Aston Villa, þegar lið- ið mætir Middlesbrough á Villa Park. Milosevic neitaði að fara til ítalska liðsins Perugia. Þá eru lík- ur á að Sasa Curcic, geti leikið, hann hefur verið magaveikur að undanfömu. ■ SOUTHAMPTON léku án Matt Le Tissier og Alan Nielsen í Blackburn. Grikkinn George Donis leikur á ný með heimamönn- um eftir að hafa misst út þijá leiki vegna meiðsla í nára. ■ DARREN Huckerby, sem Cov- entry keypti frá Newcastle á eina millj. punda í sl. viku, leikur í byij- unarliði Coventry gegn Derby. Coventry hefur ekki fagnað sigri í níu leikjum. ■ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Man. Utd., mun gera átta breytingar á liði sínu gegn Leicester, frá tapleiknum í deildar- bikarkeppninni í vikunni, gegn Leicester, 0:2. ■ TONY Yeboah leikur á ný með Leeds gegn Chelsea. Það verður fyrsti leikúr hans frá því í mars. Rodney Wallace leikur einnig á ný með Leeds. ■ CHELSEA hefur gengið frá kaupum á norska markverðinum Frode Groddas, sem hefur verið hjá liðinu í láni. ■ DALAIN Atkinson, fyrrum leikmaður Aston Villa, sem hefur leikið með tyrkneska liðinu Fen- erbache, æfír þessa dagana með franska liðinu Metz. ■ GRAEME Souness er tilbúinn að kaupa norska landsliðsmanninn Stárle Solbakken fyrir 500 þús. pund. ■ NOTT. Forest hefur áhuga að kaupa Lee Clarke frá Newcastle. ■ BRYAN Robson, knattspyru- stjóri Middlesbrough, hefur sektað Emerson fyrir að hafa komið of seint frá Portúgal um sl. helgi - sektin er vikulaun kappans, 3,2 millj. ísl. kr. ■ BOBBY Gould, landsliðsþjálfari Wales, hefur valið Ryan Giggs í landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Tyrklandi í Cardiff. Giggs lék ekki síðasta landsleik Wales vegna meiðsla. ■ JOSE Cobos, vamarleikmaður hjá París St. Germain hefur ákveðið að ganga til liðs við Espanyol á Spáni. Cobos hittir fyrir annan franskan landsliðs- mann hjá liðinu, miðherjann Nicol- as Ouedec. ■ GLENN Helder, landsiiðsmað- ur Hollands, sem hefur verið í her- búðum Arsenal, hefur verið lánað- ur til Benfíca. Helder hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins síðan Arsene Wegner tók við stjóminni á Highbury. ■ RUI Costa, landsliðsmiðherji Portúgals, sagði í gær að hann væri búinn að skriga undir nýjan samning við ítalska liðið Fiorent- ina til ársins 2001. KNATTSPYRNA Obreytt vamar- ! lína hjá Arsenal frá 1988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.