Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 11 - H V A Ð ? Nokkur hugtök og skamm- stafanir (sem byrja flestar á E) koma sífellt upp í umræð- um um hinn sam- eiginlega Evrópugjaldmiðil: C u 11 (Economic and Monetary Union), L Ifl U Efnahags- og myntbandalag Evrópu hefur verið á stefnuskrá Evrópusambandsins allt frá árinu 1969, er aðildarríkin voru aðeins sex talsins. Þá var stefnt á giidistöku EMU árið 1980. Efnahagsleg skilyrði reyndust ekki hagstæð og EMU komst ekki á dagskrá fyrir alvöru fyrr en 1985, er Jacques Delors varð forseti framkvæmdastjórnar ESB. Árið 1992 var ákvæðum um EMU bætt í stofnsáttmála ESB, sem siðan er kenndur við Maastricht. í sáttmálanum eru aðildarríkin skylduð til að stefna að efnahagslegri samleitni og leitast við að tryggja stöðugleika verðlags til langs tíma, lækka vexti, halda ríkisskuldum innan ákveðinna marka og fjárlagahalia í skefjum. Ríki, sem vilja taka þátt í Efnahags- og mynt- bandalaginu, verða að ná verðbólgu, vöxtum, fjárlagahalla og ríkisskuidum niður fyrir ákveðin mörk, sem hafa verið kölluð Maas- tricht-skilyrðin. Reyndar gefur sáttmálinn svigrúm til túlkunar á þessum mörkum og í sumum tilfellum kann að nægja að ríkin séu nálægt mörkunum eða hafi nálgazt þau smátt og smátt. Maastricht-sáttmálinn kveður á um að EMU verði innleitt ekki síðar en 1. janúar 1999. Þá verður gengi gjaldmiðla aðildarrikjanna, sem taka þátt í bandalaginu, læst saman tii frambúðar og þau taka upp sameiginlega mynt, sem hlotið hefur heitið evró. Aðildarrík- in taka aukinheldur upp sameiginlega pen- ingamálastefnu og sameiginlega gengisstefnu. Settur verður á fót Evrópskur seðlabanki (ECB) og Samstarf evrópskra seðlabanka (ESCB), þar sem ECB og seðlabankar aðildar- ríkjanna (sem eiga að vera óháðir ríkissljórn- um) eiga fulltrúa. ECB mun hafa mikið sjálf- stæði við mótun peningamála- og gengis- stefnu. CIIQ (European Monetary System), Evr- LlrlU ópska myntsamstarfið, hófstárið 1979. Hugmyndir um samstarf af þessu tagi komu fram eftir að Bretton Woods-gjaldmið- ilssamstarfið hrundi upp úr 1970. Markmið EMS var að auka samstarf aðildarríkja ESB í peningamálum og stuðla þannig að innbyrð- is stöðugleika gjaldmiðla ríkjanna. Stofnun EMS var m.a. fylgt eftir með aðstoð við van- þróuð svæði innan ESB. Oll ríki ESB eiga aðild að EMS og gjaldmiðlar þeirra mynda myntkörfu, sem ákveður gildi ECU, evrópsku mynteiningarinnar. ECU verður úr sögunni eftir 1999 og evróið tekið upp í staðinn. Litið hefur verið á samstarfið öðrum þræði sem undirbúning fyrir EMU-aðiId. EMI, Peninga- málastofnun Evrópu, er hluti af EMS, en hún er fyrirrennari Evrópska seðlabankans. CDU (Excliange Rate Mechanism), Gengis- LHITI samstarf Evrópu, er hluti af EMS. Ríki, sem ganga í ERM, skuldbinda sig til að halda stöðugu gengi gagnvart gjaldmiðlum annarra aðildarríkja og má það ekki sveiflast til og frá nema innan ákveðinna marka. Eftir að miklir erfiðleikar komu upp í samstarfinu á árunum 1992 og 1993 voru þessi mörk víkk- uð úr 2% og upp í 15% til eða frá. Aðild að ERM í tvö ár - og þar með stöðugt gengi gjaldmiðilsins - er skilyrði fyrir aðild að EMU. Ekki eiga öll ríki ESB aðild að ERM. Grísku drökmunni hefur til dæmis aldrei verið treyst til að tolla þar og brezka pundið og ítalska líran voru dregin út úr samstarfinu árið 1992. Líran fór inn í kerfið á nýjan leik í síðasta mánuði og nú standa aðeins drakman, pundið og sænska krónan fyrir utan. Meðrök og mótrök Samandregin eru helztu rökin, sem nefnd hafa verið fyrir aðild Is- lands að EMU, þessi: • Evró væri miklu sterkari gjald- miðill en krónan og trúverðugleiki íslenzks efnahagslífs myndi aukast við að taka upp evró í stað krónu. Þau rök, sem mjög hefur verið hald- ið á lofti í Finnlandi, að það sé nauð- synlegt fyrir land með langa sögu verðbólgu og gengisfellinga að öði- ast þann trúverðugleika, sem EMU- aðild veitir, eiga einnig við hér. Ætla má að aukinn trúverðugleiki myndi ýta undir erlendar íjárfesting- ar. • Vextir myndu lækka. Nefndar hafa verið tölur á borð við tveggja prósentustiga vaxtalækkun, sem þýðir að 13 milljarða króna vaxta- kostnaður myndi sparast á ári. • Kostnaður við gjaldmiðlaskipti myndi lækka um 0,1 - 0,2% af lands- framleiðslu eða um hálfan til einn milljarð króna. • Gengisáhætta í viðskiptum myndi minnka. • Verðbólga myndi að öllum líkind- um lækka. • Heimamarkaður fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri, myndi stækka. Fyrirtæki, sem að óbreyttu hefðu ekki lagt í þá fyrirhöfn, kostnað og áhættu sem fylgir því að verzla í mörgum gjaldmiðlum, ættu auðveld- ara með að koma vöru sinni að á Evrópumarkaðnum. • Samkeppni myndi aukast og verðaðhald að íslenzkri verzlun verða skilvirkara vegna auðveldari samanburðar. Hægt væri auðveld- lega og án umreiknings að bera sam- an t.d. verð fatnaðar eða heimil- istækja í Reykjavík og Hamborg eða Amsterdam. • Gjaldmiðillinn væri nákvæmari mælikvarði á verðgildi hluta og ákvarðanir í efnahagslífinu yrðu þar af leiðandi markvissari. Mótrökin, sem hafa verið nefnd, eru einkum þessi: • íslenzk stjórnvöld yrðu svipt rétti til að reka sjálfstæða peningamála- stefnu og mæta með því hagsveifl- um. Margir telja að þetta væri ókost- ur, sem gerði aðild að EMU ómögu- lega, ekki sízt með tilliti til þess að sveiflur séu meiri í íslenzku hag- kerfi en víða annars staðar vegna þess hversu háð það er sjávarút- vegi. Hagsveiflur geta haft áhrif á sum ríki en ekki önnur og þar af leiðandi getur verið erfitt að bregð- ast við þeim með sameiginlegri pen- ingamálastefnu EMU-ríkja. Þessi takmörkun er nefnd sem ein helzta rök- semdin gegn EMU-aðild í skýrslu Calmfors-nefndar- innar sænsku, sem skilaði áliti fyrir rúmum þremur vikum. Þar er bent á að HVERJIR UPPFYLLA EMU-SKILYRÐIN? Tölurfrá 1996 Verðbólga (% á ári) Langtíma- vextir (%) Afkoma hins opinbera % af VLF Ríkis- skuldir % af VLF Aðild að ERM Takmarkið 2,6 8,9 -3,0 60,0 Austurríki m Be|9ía 1,7^ 1,6^ ^ Bretland 3,0 6,5^ 6,7^ 8,0^ -4,3 -3,3 -4,6 71.7 X ^ 130,6 X 56,3 | Danmörk Finnland Þýskaland B 8 Frakkland Grikkland Holland 2,2^ 7,4^ -1,4^ 70,2 X 0,9^ 1,3^ 2,1^ 8.4 X 1,2^ 7,4^ 6,3^ 6,6^ 15,1 X 6,3^ -3,3 -4,0 -4,0 -7,9 -2,6^ 61,3 X ^ 60,8 X ^ 56,4^ 110,6 x X 78,7 X íriand 2,1^ 7,5^ -1,6^ 74,7 X í I Ítalía 4,7 X 10,3 X -6,6 X 123>4 X Lúxemborg 1,3 7,0^ +0,9^ 7,8^ 3-0 X 0,4 X -4,0 X 71,1 X ^ Portúgal Spánn Svíþjóð 3,8 X 9-5 X -M X 67,8 X W 1,6^ 8,5^ -3,9 X 78,1 ÍSLAND 2,5^ 8-9^ -2,0^ 55,5^ X Helmild: European Monetary Institute: Progress Toward Convergence, Nóv. 1996 og Seðlabanki íslands. svæðið, þótt það geri það eflaust í meira mæli en áður, til dæmis með tilkomu Evrópska efnahagssvæðis- ins. Hins vegar hafa margir orðið til að benda á að Evrópusambandið sjálft sé alls ekki hagkvæmt gjald- miðilssvæði miðað við kenningarnar; þrátt fyrir innri markaðinn séu enn margar hindranir á milli ríkja og jafnvel innan þeirra. • Spyijamáhvortíslendingarværu að fórna tákni sjálfstæðis síns með því að leggja krónuna niður. I sum- um ríkjum, til dæmis í Bretlandi, hefur almenningur bundizt gjald- miðiinum tilfmningaböndum og lítur á það sem sjálfstæðismál að halda honum. Draga má í efa að íslending- ar séu jafnnátengdir krónunni til- finningalega og Bretar sterlings- pundinu. Islendingar hafa í tímans rás ekki getað verið neitt sérstaklega stoltir yfir krónunni. Hún hefur rýrn- að nær stöðugt allan lýðveidistím- ann, verið slegin úr áli og flotið á vatni, misst tvö núli og svo framveg- is. Svo má heldur ekki gleyma því að íslendingar hafa ekki átt sjálf- stæðan gjaldmiðil í raun nema frá árinu 1920; fram að því var gengi íslenzku krónunnar tengt við þá dönsku. ísland uppfyllir skilyrðin - önnur en ESB-aðild Hvað þarf til að ísland geti orðið aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, vilji menn á annað borð skoða þann kost? í fyrsta lagi þarf að uppfylla skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir þátttöku í EMU. Þau eru eftirfarandi: aðild að ERM. Hér stendur auðvitað hnífurinn í kúnni. Nokkuð hefur borið á því í umræðum um EMU að menn virðist líta svo á að hægt sé að taka sjálf- stæða ákvörðun um að sækjast eft- ir aðild að myntbandalaginu. Það er ekki hægt - aðild að Evrópusam- bandinu kemur á undan, með þeim vandkvæðum og álitamálum, sem flestir þekkja. Engin heimild er fyrir því í Maas- tricht-sáttmálanum að taka ríki utan ESB inn í EMU. Þó leyfir sátt- málinn að ESB efni til samninga við utanaðkomandi ríki um teng- ingu gjaldmiðla þeirra við evró. Möguleikar á slíku hafa enn ekki verið ræddir innan ESB. Sú hugmynd hefur komið upp að hægt væri að tengjast EMU með því að taka upp einhliða tengingu krónunnar við evróið. Með slíkri tengingu næðust hugsaniega fram sumir þeir kostir aðildar að EMU, sem taldir voru hér á undan. Stóri gallinn við siíka tengingu væri hins vegar sá, að allt eftirlit stofnana ESB, sem kveðið er á um í Maas- tricht-sáttmálanum, myndi vanta. Þannig myndi skorta verulega á margumtalaðan trúverðugleika myntarinnar; hægt væri að kippa tengingunni úr sambandi hvenær sem væri. Annar kostur, sem hefur verið nefndur, er að EFTA-ríkin fengju aðild að svokölluðu ERM II, gengis- samstarfi sem rætt er um að komið verði á fót fyrir ESB-ríkin, sem munu standa utan EMU, til að tryggja að gengi gjaldmiðla þeirra EMU-upplýsingar á alnetinu ÞEIR, sem vilja nálgast frekari fróðleik um EMU og hafa aðgang að alnetinu, geta t.d. sótt upplýsingar í upplýsingaþjónustu ESB: „http://europa.eu.int/en/agenda/emu/emumenu.htmr. Skýrslu Calmforsnefndarinnar sænsku (þar er hafsjór af fróðleik um EMU á mörg hundruð síðum) er að finna í heild á netslóðinni „http://www.sb.gov.se/info—rosenbad/departement/finans/emu—utredningen/emu/utredningen.html“. nægilegur til að hægt sé að mæta slíkum sveiflum með lækkun kostn- aðar fyrirtækja. Þó sé hægt að færa skattbyrði frá fyrirtækjum til heim- ila eða lækka millifærslur til heimila til að ná svipuðum áhrifum. Sama á líklega við í flestum Evrópurikjum, þ.m.t. hér á landi. Sveigjanleiki til að bregðast við áföllum með því að lækka launakostnað er takmarkaður. Ekki má heldur gleyma tenging- unni á milli peninga- og ríkisfjár- mála. Calmfors-nefndin telur að á heildina litið sé hætta á að skilyrði Maastricht-sáttmálans möguleiki á að breyta genginu (á íslandi hefur gengið næstum því alltaf verið fellt) geti verið nokkurs konar baktrygging ef óvæntar hag- sveiflur dynja yfir þjóðarbúskapinn. Nefndin telur að sveigjanleiki sænsks vinnumarkaðar sé t.d. ekki íslenzka Stöð- um aðhald íríkisfjármál- um takmarki um of svig- rúm lítt skuldugra ríkja til að bregðast við sveifl- um með tímabundnum hallarekstri ríkissjóðs. ugleikastefn- an svipuð stefnu EMU Á móti þessu kemur hins vegar það, sem áður var bent á, að ríki á jaðri EMU eiga tæplega annan kost en að framfylgja aðhaldssamri pen- inga- og ríkisfjármálastefnu. Sú stefna, sem fylgt hefur verið hér á landi undanfarin ár og kennd er við stöðugleika, er í reynd ósköp svipuð þeirri stefnu, sem rekin er innan Evrópusambandsins hjá ríkjum, sem stefna að EMU-aðild. Það er ekki tilviljun að ísland uppfyllir öll eða flest skilyrði fyrir þátttöku í EMU, eins og vikið verður að hér á eftir. Og spyija má hvort menn telji reynsluna af gengisfellingum þannig að rétturinn til að beita þeim sé ein- hvers virði. Sömuleiðis hefur verið bent á að sveiflur í íslenzkum sjávarútvegi hafi minnkað, meðal annars með breytingum í greininni, sem fela í sér að hún byggir í meiri mæli á fuilvinnslu afurða en áður. • Ekki er víst að ísland og væntan- legt evró-svæði séu það, sem kallað er hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. Hag- fræðingar hafa haldið því fram að til þess að gjaldmiðilssvæði sé hag- kvæmt þurfi t.d. hreyfanleika fram- leiðsluþátta, sveigjanleika á vinnu- markaði, opin hagkerfi, samræmda ríkisfjármálastefnu og samstæð fé- lagsleg markmið. Efast má um að þetta allt eigi við um ísland og evró- • Fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. • Skuldir hins opinbera séu ekki meiri en 60% af vergri landsfram- leiðslu. • Verðbólga sé ekki meira en 1,5% hærri en meðaltalsverðbólga í þeim þremur aðildarríkjum, þar sem verð- bólga er lægst. • Langtímavextir séu ekki meira en 2% hærri en meðaltaisvextir í þeim þremur ríkjum, þar sem verð- bóiga er lægst. • Viðkomandi ríki hafi um tveggja ára skeið átt aðild að____________ Gengissamstarfi Evrópu (ERM) og gengi gjaldmið- ils þess verið innan mark- anna, sem þar eru ákveð- in. ísland uppfyllir skil- yrðin hvað varðar fjárlagahalla, skuldir, verðbólgu og vexti, eins og sjá má í töflu með þessari grein. Það getur hins vegar ekki uppfyllt fimmta skilyrðið, um aðild að ERM, vegna þess að einungis aðildarríki Evrópusambandsins eiga kost á Inngangaí ESB skilyrði aðildar að EMU sé nokkurn veginn í takt við evróið. Rök EFTA-ríkjanna fyrir slíkri tengingu gætu verið þau, að þau hafi orðið hluti af innri markaði ESB með EES-samningnum og að efnahagslegur stöðugieiki, þar á meðal í gengis- og peningamálum, sé því sameiginlegt hagsmunamál þeirra og ESB. Sem stendur er hins vegar ekk- ert fast í hendi í þessum efnum nema það að ESB-aðild er eini að- göngumiðinn að EMU. Komist menn að þeirri niðurstöðu að ísland ________ geti ekki án aðildar að EMU verið, vegna sam- keppnisstöðu íslenzks efnahagslífs og þróunar efnahagsmála hér á landi til lengri tíma, geta þeir þurft að vega og meta hvort kostirnir við EMU-aðild vegi upp þá ókosti, sem margir hafa séð á ESB-aðild, ekki sízt varðandi stöðu íslenzks sjávarútvegs. Hin nýhafna EMU-umræða setur því umræður um aðild íslands að Evr- ópusambandinu í nýtt ljós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.