Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Tomás Sniegon
VLADÍMÍR Jefímovítsj Semiljastní framan við vinnustaðinn sinn gamla, Ljúbyanka-bygginguna
í Moskvu þar sem voru höfuðstöðvar öryggislögreglunnar illræmdu KGB.
Fyrrum yfirmaður KGB lítur yfir fariirn veg
VIÐ HÖFUM VERIÐ
VÆNGSTÝFÐIR
Vladimír J. Semitjastní er eini núlifandi yfír-
maður sovésku öryggislögreglunnar, KGB,
á árum kalda stríðsins. í einkaviðtali við
tékkneska blaðamanninn Tomás Sniegon
gerir hann grein fyrir viðhorfum sínum til
þeirra breytinga sem orðið hafa í Rússlandi
og á fyrirkomulagi njósna á vegum ríkisins.
LADÍMÍR Jefímovítsj
Semitjastní (fæddur
1924) varð yfirmaður
sovésku öryggislögregl-
unnar/leyniþjónustunnar, KGB, að-
eins 37 ára að aldri og gegndi því
starfi í sex ár frá 1961-1967. Yngri
maður stýrði aldrei þeirri stofnun,
sem skelfdi svo marga á meðan hún
var og hét. Hann hóf störf á skrif-
stofu sinni í byggingunni illræmdu
við Ljúbyanka-torg í Moskvu í vald-
atíð Nikíta Khrústjovs og vann
meðal annars að því að leiða stofn-
unina sem hann stýrði undan
skugga stalínismans. Þótt Semitj-
astní gæti sökum ungs aldurs síns
ekki tekið þátt í valdabaráttunni
sem fram fór innan Kremlarmúra
var hann í hópi þeirra sem hvað
ákafast beittu sér gegn Khrústjov
og komu honum frá völdum 1964.
Nýi leiðtoginn, Leoníd Brezhnev,
lækkaði Semitjastní í tign þremur
árum síðar er hann tók að óttast
þennan unga undirmann sinn þótt
opinberlega væri sú skýring gefín
að KGB hefði ekki tekist að koma
í veg fyrir flótta dóttur Stalíns,
Svetlönu Aljujevu, til Vesturlanda.
í tíð Semitjastnís gerðust margir
sögulegustu atburðir kalda striðsins
svo sem Kúbúdeilan, morðið á John
F. Kennedy Bandaríkjaforseta, og
flótti bresku KGB-njósnaranna Kim
Philby og George Blake til Ráð-
stjórnarríkjanna.
Semitjastní er eini yfirmaður
KGB á árum kalda stríðsins sem
enn er á lífi. Hann vinnur nú að
útgáfu endurminninga sinna. I sam-
tali því sem hér fer á eftir féllst
hann á að ræða stuttlega hlutverk
leyniþjónustustofnana fyrr og nú
auk þess sem ástandið í Rússlandi
eftir hrun Sovétríkjanna bar á
góma.
Hvert var að þínu mati hlutverk
leyniþjónustunnar á árum kalda
stríðsins?
„Vitaskuld var mikilvægasta
verkefnið það að safna upplýsingum
um það sem var að gerast í heimin-
um á hverjum tíma og koma þeim
til flokksforystunnar. Aðallega var
um að ræða pólitískar njósnir en
við stunduðum einnig efnahags- og
iðnaðarnjósnir. Við nýttum einnig
hvert tækifæri sem gafst til að
komast yfir hernaðarleyndarmál -
þótt það væri einkum í verkahring
leyniþjónustu hersins, GRU. Al-
mennt má segja að slagorð okkar
hafi verið:stelið öllu því sem ekki
er gætt.“
En hvernig reynduð þið að sækja
inn í herbúðir andstæðinganna?
„Við gerðum allt hvað við gátum
til að leiða óvinina inn í blindgötur.
Við reyndum ávallt að villa um fyr-
ir þeim hvort sem um var að ræða
pólitískar eða efnahagslegar upp-
lýsingar þannig að þeir hröpuðu að
röngum niðurstöðum. Við fengum
óvinunum rangar upplýsingar í
hendur, sem oftlega höfðu að
geyma örlítil sannleikskorn, til að
gera þeim erfiðara að veijast blekk-
ingunum. Við leituðumst við að fá
óvini okkar til að eyða miklum fjár-
munum til einskis og gerðum hvað
við gátum til að þeir staðsettu menn
sína á röngum stöðum, líkt og þeir
gerðu okkur. Kalda stríðið var ekki
háð með þróuðum vopnum, þar var
einkum um að ræða baráttu leyni-
þjónustustofnana í austri og vestri.“
Hvernig tókst ykkur að uppfylla
þau markmið sem ykkur höfðu ver-
ið sett?
„Sumt tókst afskaplega vel, ann-
að fór illa. Við fengum ekki alltaf
svörun. En við reyndum ávallt að
svara fyrir okkur þegar Vesturlönd
gerðu okkur skráveifu. Vitanlega
vorum við oft blekktir. Rangar
ályktanir urðu oft til að villa um
fyrir okkur og við eyddum miklum
peningum í vestrænum gjaldmiðli i
fullkomnu tilgangsleysi.“
Hrun KGB
Á hvern hátt er ástandið nú frá-
brugðið því sem áður þekktist?
„Eg get ekki tjáð mig nákvæm-
lega um það. Ég hef ekki verið
tengdur þessum heimi svo lengi.
Nú er svo komið að stjórnkerfi
stofnunarinnar hefur verið skipt
upp og KGB er hrunin til grunna
að því marki að ég áræði ekki að
geta mér til um hver eru markmið
og tilgangur rússnesku leyniþjón-
ustunnar nú. Að mínu viti getur
slík njósnastofnun ekki starfað án
þess að starfræktar séu gagnnjósn-
ir auk þess sem ég fæ ekki skilið
hvernig slíkur rekstur á vera fram-
kvæmanlegur án náinnar samvinnu
við dulmálsþjónustuna, bæði hvað
varðar notkun dulmáls og ráðningu
þess."
En er hugsanlegt að samræma
slíka vinnu þrátt fyrir að KGB sé
ekki lengur ein miðstýrð stofnun?
„Ja, þannig er stofnunin alltjent
í dag. Henni er skipt upp í einstak-
ar einingar og sjálfstæðar deildir.
Sumt er samræmt en það er ekki
unnt að fylgjast með tilteknum
málum á æðstu stöðum með þessu
móti. Við þetta bætist síðan upplýs-
ingastreymi sem hefur ekki sama
vægi og áður og varðar Bandaríkin
og aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), sem voru áður
okkar helstu fjendur en eru það
ekki lengur. Við beinum ekki lengur
eldflaugum okkar að þeim, við
njósnum ekki um vini okkar, við
reynum ekki lengur að fá njósnara
á mála hjá okkur osfrv.“
Hvert er þá eldflaugum ykkar beint?
„Eg vil sem minnst um það tala
en ég skal tjá mig um leyniþjón-
ustuna. Ég tel að við stöndum ekki
lengur frammi fyrir óvini sem sé
ákveðinn í að eyða okkur. Áður
sögðum við alltaf að við myndum
sigra kapítalistana og þeir sögðust
ætla að þurrka okkur út. Nú erum
við opinberlega vinir. En slík slag-
orð hafa takmarkaða merkingu í
mínum huga. Við eigum ekki óvin
en við eigum okkur andstæðing.
Ef ísraelskur njósnari er tekinn og
dæmdur í Bandaríkjunum gefur það
til kynna að jafnvel ríki sem eru í
bandalagi séu að þreifa fyrir sér
og reyna andstæðinginn. Aðrar
skýringar eru ætlaðar þeim sem
geta ekki skilið eða eiga erfitt með
að átta sig á þessum aðstæðum.
Samkvæmt fjölmörgum yfirlýsing-
um eiga Rússar enga óvini lengur
í vestri. Af því leiðir að aðrir þar
geta ekki lengur litið á Rússa sem
óvini sína. En raunveruleikinn er
annar. Við höfum verið vængstýfð-
ir á alla vegu. Okkur hefur verið
þröngvað út af vopnamarkaðinum.
Við ætluðum að selja Indveijum
einhvers konar geimbúnað en get-
um það ekki nú. Við erum enn
meðhöndlaðir sem andstæðingur-
inn. Á meðan slík samkeppni fer
fram verður áfram þörf fyrir fólk
til starfa við njósnir, gagnnjósnir
og annað það sem leyniþjónustu-
starfsemi tilheyrir. Og þessu starfi
er haldið áfram þrátt fyrir alla
gerða samninga og yfirlýsingar."
Óhóflega félagslyndir
Fer þetta starf fram af sama
ákafa og þegar þú stýrðir KGB?
„Ég verð að taka aftur fram að
ég tala ekki á grundvelli nákvæmra
upplýsinga heldur styðst ég við
dómgreind mína og reynslu. Ég vil
ekki fullyrða að þetta starf fari
fram af sama ákafa og áður og að
til þess sé varið sömu fjármunum
og áður en slík starfsemi fer á hinn
bóginn greinilega fram - tæpast
hafði verið skýrt frá því að leyni-
borgimar okkar lokuðu yrðu opnað-
ar fyrr en leyniþjónustumenn frá
Vesturlöndum tóku að þyrpast
þangað eins og flugur. Þar fóru
Ameríkanarnir fremstir. Ég get
nefnt borgir á borð við Vladívostok,
Tsjelajabínsk, Dnepropetrovsk, Niz-
hni Novgorod sem áður hét Gorkí
og fleiri. Dulbúnir sem kaupsýslu-
menn, trúboðar, aðstoðarmenn og
stuðningsmenn ýmissa trúarsam-
taka komu þeir hraðhlaupandi tug-
um saman. Ég get skilið áhuga
þeirra, þessi svæði höfðu verið lok-
uð áratugum saman.“
En Vesturlönd hafa einnig veitt
Rússum aukinn aðgang.
„Þetta á sérstaklega við um
Bandaríkin og tiltekin svæði sem
voru okkur lokuð. Þarna var um
að ræða gagnkvæman gjörning. En
Vestur-Evrópa var ekki jafn „lok-
uð“ okkur og okkur tókst að kom-
ast inn á vel varin lokuð svæði. Ég
tel hins vegar að við Rússar, sem
erum opnir menn og félagslyndir
að eðlisfari, höfum verið alltof fljót-
ir á okkur að heimila útlendingun-
um að fá sæti í stjórnklefum hina
ýmsu flugvéla sem við höfðum þró-
að með leynd. Við gefum hveijum
sem eftir þeim sækist allar upplýs-
ingar um þungavopn okkar."
Er það þá svo að í raun eru eng-
in Ieyndarmál lengur til?
„Það þýðir að það ríkir ekki
gagnkvæmni á þessu sviði. Á sínum
tíma létum við þá fá lista yfir allan
hlerunarbúnaðinn sem við komum
fyrir í sendiráði þeirra í Moskvu en
þeir vildu ekki veita okkur sömu
upplýsingar varðandi sendiráð okk-
ar í Washington."
Á mála hjá mafíunni
Nú starfa margir fyrrum KGB-
menn fyrir mafíuna og margvísleg
dularfull einkafyrirtæki en þessir
menn voru áður fyrr taldir tilheyra
harðsnúnasta hðpi rétthugsandi
kommúnista, sem fylgdu gildismati
sem væri öldungis allt annað en það
sem væri viðtekiðá Vesturlöndum...
„Þeir voru atvinnumenn innan
KGB og nú eru þeir atvinnumenn
á mála hjá mafínunni. Þetta þýðir
ekki að ég sé hlynntur þessum störf-
um þeirra, þetta er aðeins stað-
reynd. Þeir eru vel þjálfaðir en eiga
engan stað vísan. Þeim hefur verið
tvístrað, þeir eru ýmist kailaðir
svikarar eða undirróðursmenn,
brátt verður svo komið að öll hugs-
anleg fúkyrði hafa verið notuð yfir
þá. Skipulaginu hefur oft verið
breytt og í hvert skipti hefur nýr
yfirmaður jafnan byijað á því að
losa sig við óþægilega undir-
menn....Tilviljun hefur í seinni tíð
ráðið valinu á yfirmönnum KGB.
Einn var byggingarverkfræðingur,
annar hafði aðeins stjórnað slökkvi-
liðsmönnum. Slíkir menn voru
skreyttir heiðursmerkjum og urðu
ofurstar og foringjar.
Þá gerðist það að fyrrum starfs-
menn tóku að fá atvinnutilboð hjá
ýmsum fyrirtækjum sem annast líf-
vörslu og fleira. Þessum tilboðum
var tekið vegna þess að þessir menn
þurftu einhvern veginn að draga
fram lífið. Þeir voru vanir því að
hafa að gott. En það sem er verra
er að sama þróun ógnar nú rússn-