Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 32
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MIINININGAR
MORGUNBLAÐIÐ
geisladiskageymslur
og töskur eagNLeg gjöf
á gó«u VCR»I
CC24 veski fyrir CC60 veski fyrir
24 diska. 60 diska.
Verð kr. 1.195 Verð kr. 1.895
DPC2 taska fyrir CP1 taska fyrir
geislaspilara og vasadiskó og
1 2 diska. fjórar spólur.
Verð kr. 1.995 Verð kr. 1.795
RDC50 standur RDA50 standur
fyrir 50-1 00 fyrir 50-1 00
diska. diska.
Verð kr. 1.995
Verð kr. 2.795
ÁRMÚLA 38 SIMI5531133
vasaRNiR gaNga á miLLi
Heima og feRÐageymsLa
Algjör nýjung í geisladiskageymslum.
Tekur fjórum sinnum minna pláss
og mjög auðvelt að finna diskana.
Verð kr. 1.795
DP1 taska fyrir
geislaspilara og
geisladiska.
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
+ Guðmundur
Magnússon var
fæddur í Reykjavík
16. október 1922.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
20. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Guðmundsson,
skipsljóri og út-
gerðarmaður á
Akranesi, og kona
hans, Kristín Ólafs-
dóttir. Guðmundur
var elstur fjögurra
barna. Systur hans
eru Guðrún, Elín Aðalheiður
og Arnbjörg Magga. Auk þess
átti hann uppeldissystur, Sigr-
únu Sigurðardóttur, sem nú er
látin.
Guðmundur var fráskilinn er
hann lést. Hann eignaðist fimm
börn. Elst er Þóra, f. 1950, lista-
kona, búsett í Bandaríkjunum,
móðir Guðný Jónsdóttir; Sjöfn,
f. 1955, félagsráðgjafi, búsett í
Svíþjóð; og Magnús Sigurður,
f. 1958, myndlistarmaður, móð-
ir þeirra Olga Gjöverá. Maki
Sjafnar er Bjarni Helgason,
börn Jósef Eir, Sara og Guð-
björg Olga. Maki Magnúsar
Sigurðar er Björk Sigurðar-
dóttir. Næstir í röðinni eru
Kristinn Steinn, f. 1962, sjó-
maður, og Höskuldur, f, 1965,
móðir þeirra Ólína Hlífarsdótt-
ir. Maki Kristins Steins er Guð-
ríður Sigurðardótt-
ir, dóttir þeirra er
Jóhanna Kristín.
Maki Höskuldar er
Úlfhildur Hlíf Úlf-
arsdóttir, sonur
þeirra er Guðmund-
ur Bragi.
Guðmundur átti
heima á Akranesi
frá því á fyrsta ári
til ársins 1960,
lengst af á Trað-
arbakka. Að loknu
gagnfræðaprófi á
Núpi í Dýrafirði
starfaði hann sem
kaupmaður á Akranesi og sem
síldarmatsmaður í Neskaupstað
þar sem hann setti á stofn plast-
verksmiðjuna Nesplast, sem
hann rak til ársins 1986.
Guðmundur sat í stjórn
ýmissa félaga, þar á meðal
Þórs, Félags ungra sjálfstæðis-
manna, Skíðafélags Akraness
og IA. Einnig starfaði hann inn-
an Lions-hreyfingarinnar í Nes-
kaupstað.
Síðustu tiu árin bjó Guð-
mundur einn í Reykjavík þar
sem hann starfaði á eigin sendi-
bíl og því næst sem húsvörður
í þjónustuíbúðum við Dalbraut.
Heilsu hans hrakaði mikið hin
siðustu ár og varð hann oft að
dvelja langdvölum á sjúkra-
stofnunum sér til lækninga.
Útför Guðmundar fór fram í
kyrrþey.
Við munum eftir pabba að byggja
húsið á Akranesi. Hann mældi okk-
ur og skráði á vegginn hversu löng
við vorum. Þetta var áður en for-
eldrar okkar slitu samvistum. Við
munum líka fyrstu árin eftir skiln-
aðinn þegar pabbi heimsótti okkur
og lék sér við okkur á sinn hátt.
Síðan flutti pabbi austur. Hann
varð rödd í símanum, sem hringdi
af og til, en var þó ætíð nálægur
með hlýju sinni og umhyggju.
Stundum kom hann í heimsókn
og fór með okkur í bíltúr eitthvað
út í buskann. Það var alltaf jafn
spennandi að æða áfram í bílnum
hans.
Einu sinni fórum við saman í
heimsókn austur og þá var glatt á
hjalla. Það var sólskin alla daga.
Margar minningar af sama toga,
fullar af gleði, hrannast upp þegar
við lítum til baka og hugsum um
þær samverustundir sem við áttum
með pabba.
Árin liðu og af einhverjum ástæð-
um minnkuðu samskiptin við pabba,
þó komu þær stundir sem við áttum
saman ánægjulegar eins og þegar
hann kom í heimsókn og hitti barna-
börnin.
Árin sem fylgdu á eftir reyndust
pabba ákaflega erfið. Líf hans tók
stórum breytingum og hann flutti
suður til Reykjavíkur. Þrátt fyrir
það takmarkaða samband sem við
höfðum við pabba og allt það mót-
læti sem hann varð fyrir var hann
alltaf léttur í lund og bar sig vel.
Fjarlægðin okkar á milli beytti ekki
því að samskipti okkar við pabba
voru alltaf innileg, full af vinsemd
og umhyggjusemi.
Við komum til með að minnast
pabba sem félagslynds, lífsglaðs og
tilfinningaríks manns. Hann var
hrókur alls fagnaðar á mannamót-
um og tryggur vinur vina sinna.
Þessa hlýlega manns verður sárt
saknað af öllum sem þekktu hann,
sárt saknað af allri hans fjölskyldu
og vinum. Við kveðjum hann með
sálminum sem hann hélt svo mikið
upp á:
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré,
í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi
ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
í gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sé,
ég sé þig koma Kristur
með krossins þunga tré.
Af enni daggir dijúpa
og dýrð úr augum skín,
á klettinn vil ég kijúpa
og kyssa sporin þín. ^ ^
Hvíl þú í friði, pabbi.
Sjöfn og Magnús.
Þú komst inn í líf mitt fyrir löngu.
Mér virðist eilífð hafa liðið síðan
þá. Ég var lítil og þú stór. Þú varst
pabbi og ég dóttir. Síðan skildu leið-
ir. Með sorg í hjarta minnist ég þín.
Þú varst maður með sterka til-
finningu fyrir fegurð og þú leitaðir
að réttlæti. Löngu síðar fannstu
réttlætið og þá fyrirgefningu sem
þig dreymdi um. Þegar við svo hitt-
umst aftur fyrir örfáum árum
tókstu vel á móti mér. Með opnum
örmum leiddirðu mig inn í hlýju og
yl. Sú stund er ógleymanleg. Minn-
ing þín lifir.
Kolbrún.
Guðmundur Magnússon fyrrver-
andi forstjóri Nesplasts er látinn.
Guðmundur, sem var frá Akranesi,
kom fyrst austur á Norðfjörð til að
vinna sem matsmaður á síldar-
glani. Þar kynntist hann konu sinni,
Ólu Hönnu, sem var ung ekkja með
tvö börn. Saman áttu þau tvö börn,
Kristin Stein og Höskuld, sem urðu
leikfélagar mínir og Jóhanns bróður
míns. Guðmundur átti einnig börn
af fyrra hjónabandi. í lok síldarár-
anna stofnaði hann fyrirtæki sitt,
Nesplast hf., sem hóf framleiðslu á
einangrunarplasti og var fyrirtækið
leiðandi á sínu sviði austanlands.
Seinna bætist einnig við framleiðsla
á plastböndum og var Nesplast eini
slíki framleiðandinn hérlendis.
Plastböndin voru notuð til að binda
utan um freðfiskkassa og voru mik-
il framför frá vírbindingu sem áður
tíðkaðist. Sem slíkt var Nesplast
leiðandi á landsvísu og voru einu
samkeppnisaðilar innflutt bönd.
Innbærinn á Norðfirði í lok síld-
aráranna var iðandi af mannlífi.
Drekkhlaðnir síldarbátar lögðu upp
á hinum ýmsu síldarplönum. Seinna
leystu loðnuskip og skuttogarar
gömlu síldarbátana af hólmi og
áfram var atvinnulífið blómstrandi,
þó með öðrum hætti. Strandgatan
var eina gatan, sem lá eftir innbæn-
um endilöngum og út í bæ. Uppfrá
Strandgötunni lágu götubrattar
upp í íbúðarhús. Einn slíkur lá frá
Strönd og upp til Bergþórshvols,
annar frá Grund og upp að tveimur
húsum. í öðru bjuggu tengdafor-
eldrar Guðmundar, með Guðmund
Bjarnason og þá ágætu fjölskyldu
sem næsta nágranna. Ofan við þessi
hús reistu Guðmundur og Óla glæsi-
legt einbýlishús og iðnaðarhús Nes-
plasts. Hús þeirra var og er glæsi-
legt með skemmtilegan arkitektúr
ólíkan mörgum húsum. Þarna áttu
þau fallegt heimili, sem gott var
að heimsækja. Foreldrar mínir
byggðu svo hús utan við þeirra hús
og vorum við því nágrannar hátt á
annan áratug. Á þessum árum
komu önnur hús utar og innar og
ný gata sem ber nafnið Urðarteig-
ur, sem er efri gata innbæjarins og
þar var Guðmundur einn af frum-
byggjunum.
Guðmundur var hár maður og
myndarlegur sem sagði skemmti-
lega frá. í það minnsta átti hann
létt með að láta augu okkar krakk-
ana stara þegar hann sagði frá og
víst var að einnig gat fullorðna fólk-
ið starað af undrun þegar hann
náði sér á strik í frásagnarlistinni.
Ef maður lét í ljós efasemdir, þá
tók Gummi bara djúpan smók með
pípunni og leyfði manni að efast.
Kannski hafði hann líka að leiðar-
ljósi að allt í lagi væri að bæta
aðeins við svo sannleikurinn kæmi
betur í ljós, en sögur hans voru
allar skemmtilegar og til hvers að
vera að segja sögur ef þær eru
ekki skemmtilegar. Ég kom oft í
plastverksmiðjuna til hans, þar sem
hann var ýmist að þenja plastið,
móta það eða saga. Gummi hlust-
aði á útvarpið við vinnu sína og þar
voru pípan og Half and Half við
höndina sem voru óaðskiljanlegur
hluti hans. Á árunum fyrir og eftir
1970 tíðkaðist að krakkar smíðuðu
sér fleka og voru ýmist tunnur eða
glast sett inni til að smíðin flyti.
Ófáir flekar innbæinganna voru
með plasti frá Nesplasti.
í litlu sjávarplássi eins og Nes-
kaupstað var plastframleiðsla Nes-
plasts í raun ævintýri. Oft í seinni
tíð hef ég hugsað um hve Gummi
var framsýnn og framsækinn að
hafa sett á fót plastverksmiðjuna.
Nesplast var orðið til á undan fyrir-
tækjum í þessum geira sem eru í
dag orðin stórveldi hér á landi og
að auki alþjóðleg. Uppbyggingin
var þó aldrei beinn og breiður veg-
ur. Bygging einangrunarplastverk-
smiðjunnar var dýr og mikil fram-
kvæmd og ekki síður þegar plast-
böndunum var bætt við. Þegar ver-
ið er að reyna nýja hluti, þá er
ekki mögulegt að sækja í reynslu-
heim annarra og því varð Guðmund-
ur að ryðja veginn. Mér er minnis-
stætt þegar plastbandaframleiðslan
var komin á fullt rétt fyrir jólafrí
í skólanum. Allt jólafríið var keyrt
á 12 tíma vöktum, ég og Höski á
annarri vaktinni en Kiddi Steinn
og Jóhann bróðir á hinni. Gummi
lá ekkert á því að við strákarnir
værum gullmolar fyrir hann, enda
værum við þeir einu á íslandi og
þó víðar væri leitað, sem gætum
keyrt plastbandaverksmiðjuna. Eft-
ir það fóru hjólin í þeim hluta fram-
leiðslu Nesplasts á fullt.
Þrátt fyrir framsækni Gumma,
náði Nesplast ekki að verða að þeirri
stærðargráðu sem ýmis íslensk fyr-
irtæki í þessum geira eru í dag.
Kannski var hann hreinlega of langt
á undan sinni samtíð en trúlega
hefur einnig tiltölulega hár aldur
spilað þar nokkuð inn í sem og
andlegt atgervi hans, sem var ekki
með því besta síðustu árin sem fyr-
irtækið var í rekstri. Eftir að Guð-
mundur og Óla skilja er Nesplast
selt og hann flyst til Reykjavíkur.
Á þessum árum var ég fluttur til
Noregs til náms og urðu því sam-
verustundir fáar eftir það. Mér er
þó minnisstætt eftir að ég flutti
heim og Guðmundur var sjötugur.
Þá hringdi ég í hann frá Vest-
mannaeyjum, þar sem ég var bú-
settur. Ég ætlaði að fara að segja
honum við hvað ég starfaði og hvað