Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 6

Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Astín og ísland Aseinni árum hefur okkur opnast sýn til nokkurra kvenna sem ástin dró til íslands til að lifa í okkar samfé- lagi og örlaga sumra þeirra, svo sem þeirra sem giftust nokkrum af okkar þekktustu myndlistar- mönnum, svo sem dönsku kon- urnar þeirra Jóhannesar Kjar- vals, Gunnlaugs Schevings og Þorvaldar Skúlasonar, sem fá- tæktin hrakti tilbaka. Nefna má fleiri, svo sem Tove, fyrri konu Sigurjóns Olafssonar, og nú konu Erros, Bat Yosef, sem segir sínar endurminningar í einni af jóla- bókunum. Þar er líka önnur bók konu, Liliane Zilberman Þórodds- son, sem ástin dró til íslands og á vit dramatískra örlaga. Bat Yosef og hún eiga það sameigin- legt að vera af gyðingaættum. Er það út af fyrir sig fróðlegt að sjá hvaða og hvert rætur toga. Dr. Kári Stefánsson sagði um unga íslenska vísindamenn í við- tali í blaðinu sl. sunnudag, að þetta sé fólk sem af einhverjum undarlegum ástæðum vill alltaf búa á Islandi. Þótt margar aðrar af nýju bókunum bíði betri tíma og mað- ur láti sér í bili nægja að heyra kafla í upplestri höfunda á bóka- þingum, þá lagðist ég um síðustu helgi í „Bláu trén í Friðheimum" sem Liliane lét af sjúkrabeði í París senda nokkrum kunningj- um af bókaskammti sínum hjá forlaginu. Hún hafði hlakkað svo til að geta gefið okkur bókina sjálf og komið til íslands við út- komu hennar, þegar hún í sumar fékk krabbamein og er í meðferð í einangrun. Heitstrengir samt að komast hingað um jólin. Enn einu sinni hafa örlögin gripið inn í líf hennar. Einn anginn af rótum hennar teygir sig nefnilega af ástríðuþunga til Islands. Og það er ekki síður fróðlegt að sjá hvemig þau bönd bundust svo sterk og hvemig Island og við Islendingar koma fyrir í jákvæð- um augum ungrar Parísarstúlku sem kemur hér og setur sig niður hjá okkur. Sjálf hefi ég komið að og stikl- að á staksteinum í lífi hennar, jafnvel áður en hún sjálf kom ferðamaður til íslands og féll fyrir garðyrkjubónda, eldri en hún sjálf, og hugsjónum hans að græða landið. A Parísarárunum við sendiráð íslands hringdi sím- inn einn góðan veðurdag og nunna á sjúkrahúsi í Suður- Frakklandi tilkynnti að þar væri deyjandi íslendingur, Njáll Þór- oddsson kennari. Trukkur hafði ekið utan í hann á reiðhjóli og dregið hann langar leiðir í möl- inni svo að af væri allt hold á rassi, lærum og baki. Pétur Bene- diktsson sendiherra var staddur í Genf og fór snarlega til að hitta þennan íslending. En Njáll tók að rétta við öllum til furðu. Við héldum öll mikið upp á þennan sérstæða, fróða kennara. Mörg- um áram síðar heimsótti ég svo Njál og ungu frönsku konuna hans, Liliane, í sælureitinn þeirra í Friðheimum austur í Biskupstungum, þar sem þau höfðu byggt sér fallegt hús með sundlaug, umkringt tijám og gróðri. Það var reglulegur friðar- reitur. Þau voru ástfangin, höfðu gift sig í París og farið í hnatt- reisu. Eina að þau voru barn- laus, en skömmu seinna tóku þau lítinn móðurlausan dreng í fóst- ur. Þetta sýndist hið fullkomna sælulíf. En bandarískur trúar- söfnuður OASPE náði æ meira tangarhaldi á Njáli, sem sökkti sér niður í pælingar og hvarf á vit þeirra. Ég hafði viðtal við Njál um þetta mikla hugsjónamál hans, en verð að viðurkenna að lítið botnaði ég í þessari nýstár- legu kenningu um sköpunarsögu jarðar. Saga Liliane er mikil örlaga- saga. Drenginn gat hún ekki tek- ið með sér og skildi allt sitt eftir hans vegna. Enn gripu örlögin inn í. Nokkru seinna tók alzheim- er að heija á Njál. Næst hitti ég Liliane fyrir í Tel Aviv í Israel. Vængbrotin og með upprifnar íslensku ræturnar reyndi hún að skjóta rótum sínum í hugsjóna- landi ísraela, þótt ekki iðkaði hún gyðingatrú. Ræturnar í Frakk- landi, þar sem hún fæddist og ólst upp, voru stuttar og lítið hald. Faðir hennar og móðir vora rúmensk-ísraelskt flóttafólk und- an gyðingahatri í landi sínu. Læknirinn faðir hennar hafði stundað sérnám í röntgenlækn- ingum í Þýskalandi. Þau héldu fyrst til Ítalíu, og síðan til Frakk- lands, þegar Mussolíni elfdist. Þar var læknirinn svo forsjáll að koma sér í lítið þorp uppi í flöllum með litlu fjölskylduna sína áður en Þjóðveijar hertóku Frakkland og gyðingaofsóknir lágu í loftinu. Þar földust þau. Hann var mjög virtur læknir og látinn þegar dóttir hans stóð vegalaus á kross- götum. En Liliane þreifst ekki í ísrael innan um stöðugt stríð og spennu, svo hún sneri við til Parísar eftir 12 ár. Þegar hún kom svo hingað í heimsókn eftir 20 ára fjarvera hafði hún hand- ritið að sögu sinni á íslandi með- ferðis, sem Sigurlaug Bjarna- dóttir þýddi úr frönsku. Þar kem- ur fram hve ísland er stór hluti af Liliane, þó örlögin slitu hana héðan. Og það sem mér finnst svo stórkostlegt er hve jákvæð hún er eftir allar þær hremming- ar sem yfir hana hafa gengið. Það er fróðlegt að sjá hvernig hlutimir hér komu konu með svo ólíkan bakgrunn fyrir sjónir. Hún segir frá Islandi af ástríðu og ákafa og öðru vísi en við norður- álfufólk temjum okkur. Allt hljómar þetta eins og skáldsaga, spennusaga. Þó ég þekkti hana í brotum, sem þarna er fyllt inn í, veit ég að það er blákaldur veruleiki, í nokkrum ljóma þrátt fyrir allt. eftir Elínu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR TEEKHÍ/Var þab miklu aflmeira öllum kjamorkusprengjum? Orkumál Gríms- vatnahlaupsins ORKAN er hér kemur fram er aðeins brot af orku hlaupsins mikla, en kemur fram í samþjappaðra og sýnilegra formi. SVARIÐ við spurningunni er af- dráttarlaust og stutt: Já. Orka vatnsins, sem losnað hefur úr læð- ingi við að vatnið rann út í sjó er einkum bundin hæðarmissinum. Ef gert er ráð fyrir að meðalhæð vatnsforðans sé um 1.450 metrar fyrir hlaup, er þessi orka margfeldi rúmtaksins í lítram, hæðarinnar og tölunnar 10, sem er fallhröðunin. Það lætur nærri að þetta gefi fimm- tíu þúsund billjónir júla. Þá er geng- ið út frá að rúmmál vatnsins sé um 3,5 rúmkílómetrar. Það segir les- andanum ekkert, nema hann viti hvað orkueiningin júl er. Fróðlegra væri að bera þetta saman við ýmis- leg fyrirbrigði sem lesanda er tamt að gera sér í hugarlund. Vatns- magnið sem rann fram er svipað og það sem rennur fram í öllum ám íslands á einni viku. Orkan er ekki fjarri því að vera jöfn þeirri orku sem allar virkjanir Islands framleiða á einu ári. Fróðlegast er þó að bera hana saman við orku kjarnorkusprengjunnar. Hiroshimasprengjan var mesta grand sem mönnum hefur verið búin. Bandaríkjamenn höfðu í henni 53 kg af úraneldsneyti. Vegna ófullkomleika sprengjunnar sprakk aðeins um 1 kg af henni. Þetta er vegna þess torleysta tæknilega vanda- máls að geta skellt öllu elds- neytinu saman í einn klump á augabragði. Úr- anið hefur þann eiginleika að sé stór klumpur af því saman kominn í heild þá springur hann. Minni klumpar tolla þó ósprangnir, séu þeir ekki hver nærri öðrum. Sprengingin fer fram þannig að þessum minni klumpum er safnað saman í einn stóran. Þeim þarf að safna saman á örlitlu sekúndu- broti. Gerist það ekki nógu snöggt eru hlutar úransins sprungnir áður en seinustu klumparnir eru komnir á staðinn. Þetta var reynt að gera með því að sprengja með venjulegu sprengjuefni til að ýta klumpunum saman, en gekk ekki sem skyldi. Hafi eitt kg ummyndast, er það um eða innan við eitt prómill þar af sem ummyndast aftur sam- kvæmt hinni frægu jöfnu Ein- steins: E = Mc2. Sé gert ráð fýrir að eitt gramm ummyndist, verða til um eitt hundrað billjónir júla, eða margfalt minna en í Gríms- vatnahlaupinu. En: Grímsvatna- hlaupið var ógeislavirkt, og: þótt það sé tilkomumikið, sjá menn ekki orkuna. Hvað verður af henni? Lítið hefur verið gefið út af eftir Egil Egilsson ÞIÓDLIFSÞANKARÆrfólki veitt nœgileghjálp í áfóllum? Þeir verða að missa sem eiga SANNARLEGA gætir eins konar sjávarfalla í lífí mannsins, ýmist er flóð eða fjara, meðlæti eða mótlæti. Þótt það sé stundum sagt að sterk bein þurfi til þess að þola meðlæti vita allir að oftast reynir enn meira á þolrifin að mæta miklu mótlæti. Mestu áföllin í lífí fólks tengjast vafalaust missi af einhveiju tagi eða ógnun um slíkt. Missir bams er mikið mótlæti, um það er ekki deilt. Ekki er hægt að gera neitt til þess að taka sársaukann frá fólki sem missir bam eða stendur andspænis þeirri slíkri ógn en það er hægt að hjálpa fólki til þess að vinna úr sárs- aukanum. Nú er fólki að verða æ betur ljóst að áfallahjálp kemur mörgum yfir erfiðasta hjallann. Til mín hringdi kona og kvaðst undrast það að svo til engin áfallahjálp væri, svo hún vissi til, í boði fyrir það fólk sem á böm á Vökudeild Bam- aspítala Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá Vökudeild er a.m.k þrenns konar áfallahjálp í boði við deildina. í fyrsta lagi heldur starfsfólk stuðn- ingsfundi einu sinni í viku fyrir þá foreldra sem eiga börn á deild- inni, í öðru lagi geta foreldrar rætt við sjúkrahúsprest Guðlaugsdóttur ef þeir vilja og ; þriðja lagi getur fólk fengið tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni ef það telur sig þurfa á slíkri aðstoð að halda. Það er ákaflega einstaklings- bundið hvað fólk þarf mikla aðstoð þegar það stendur andspænis mót- læti sem þessu, svo og er einstakl- ingsbundið hvað fólk vill af slíkri hjálp eða getur nýtt sér. Þeir sem eru ekki trúaðir telja sig stundum ekki eiga neitt vantal- að við prest, enn aðrir vilja alls ekki eiga nein samskipti við sál- fræðinga eða geðlækna en flestir ættu að geta nýtt sér stuðnings- fundi með starfsfólki. Þótt fólk þiggi enga áfallahjálp af hálfu spít- alans þá er ekki þar með sagt að það sé eitt með sína sorg og sinn kvíða. Mjög margir leita til náinna ættingja og vina til þess að ræða þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Oft- ar en ekki gefst sá stuðningur vel sem þeir fá þar, enda hefur fólk skipst á að sálusorga hvað annað á Islandi frá því að land byggðist. Það sem skiptir kannski höfuðmáli þegar áföll dynja yfir er að fólk loki ekki inni þær margvíslegu til- finningar sem þá fara að bijótast um innra með því. Nauðsynlegt er að fínna þessum tilfinningum far- veg og leyfa þeim að komast upp á yfirborð. Best af öllu er að geta umbreytt hugsunum sínum í orð og þannig komið þeim frá sér, skoðað þær og dregið lærdóm af því sem maður sér. Ef áfallahjálp stendur undir nafni hjálpar hún fólki til þess að veita sorg sinni útrás á heilbrigðan hátt og kemur þannig í veg fyrir að það falli í þá gryfju að leggjast í sorgar- dekur. Fátt er hættulegra þegar til lengri tíma er litið en sorgardekur. Til þess að komast hjá því verður fólk að skilja að lífið er saman sett af mótlæti og meðlæti og því leng- ur sem fólk lifir því líklegra er að það þurfi að reyna hvort tveggja oft og mörgum sinnum. Mikill sann- leikur er fólginn í því orðtaki að þeir verði að missa sem eiga. Þegar fólk skoðar annars vegar þá stað- reynd að í lífinu skiptist á mótlæti og meðlæti og svo hitt að það að eiga eitthvað dýrmætt felur í sér möguleikann á að missa það af því að lífið er hverfult þá ætti niður- staðan að verða sú að missir sé eðlilegt fyrirbæri þótt sársaukafull- ur sé. Allir vita að sár á líkamanum gróa ef þau eru hrein og ekkert illt kemst í þau. Svipað má segja um hin andlegu sár. Þau gróa ef þau eru hrein og ekkert illt kemst í þau. Þess vegna er nauðsynlegt að fólk fái alla þá aðstoð sem möguleg er til þess að hreinsa út allt sem gæti sest í sárið og valdið því að það greri ekki. Áfallahjálp er tæki til þess að hreinsa andleg sár og á að gagnast fólki þannig, að það geti haldi sárunum hreinum meðan þau eru að gróa. Æskilegt er að láta einskis ófreistað til þess að veita sem flestum hjálp sem verða fyrir illvígum áföllum. Slík hjálp skilar sér vafalaust margföld til samfélagsins aftur í formi heil- brigðara og hamingjusamara fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.