Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Soffi Hörpuútgáfan hefur gefíð út bókina Soffa, endurminningar Soffaníasar Cecilssonar, útgerðarmanns og fískverkanda í Grundarfírði. Hjörtur Gíslason hefur skráð sögu Soffaníasar, en það er saga manns sem brýzt úr örbirgð til áhrifa. Soffanías hefur frá mörgu að segja og er hér gripið niður í tvo kafla bókarinnar, Iifið á Búðum og Teflt í tvísýnu. barefli eða steini. Ég man alltaf eft- ir því einu sinni, að ég var einn á ferð með sjónum og sé hvar selur liggur uppi á steini. Þá kom voðaleg- ur veiðihugur að mér að ná selnum. Ég læddist ofurrólega aftan að hon- um án þess að hafa nokkurt barefli. Ég barði því í hausinn á honum með berum hnefanum. Hann vankaðist nóg við höggið til þess að ég gat gripið í afturhreyfana á honum, sleg- ið honum við og drepið hann. Eg var óskaplega ánægður með mig að þessu þrekvirki loknu enda ekki nema 10 ára. Við vorum aðeins 10 og 11 ára þegar móðurbróðir okkar Þorkell taldi mömmu á að láta okkur fá byssu. Þá var ákveðið að kaupa lít- inn riffil á 40 krónur. Svo gerist það að helvítið hann Hermann fellir gengið og byssan hækkar og kost- aði nú 50 krónur. Okkur leizt ekk- ert á þessa miklu hækkun, því við höfðum ætlað okkur að selja sel- skinn, sem við áttum til að borga byssuna og töldum okkur fá 40 krón- ur fyrir það. Svo kemur byssan og þá tókst að selja skinnið og um leið kom í ljós að það hafði líka hækkað um 10 krónur, svo þetta slapp allt saman. Eftir að við fengum byssuna Lengstaf þröngt í búi Árið sem amma Soffía dó, 1936, var kona á Kvíabryggju, sem var nýbúin að missa manninn sinn. Hann hafði reyndar ekki verið vel þokkað- ur í sveitinni og átti konan erfitt uppdráttar. Henni þurfti því að koma fyrir á kostnað sveitarinnar. Hún var boðin út og hlaut sá, sem minnst bauð. Mamma var með lægsta til- boðið, eina krónu á dag, en hæsta tilboðið var fjórar krónur. Auðvitað fékk mamma kerlinguna og hafði hana í húsi í nokkur ár, enda mun- aði um 365 krónur á ári. Svo kom að því að við bræðurnir gátum farið að vinna meira og leggja meira af mörkum til heimilisins, vorum farnir að fá svolítið úr sjónum. Hún fór því frá okkur og til hreppstjórans, sem fékk fjórar krónur á dag fyrir að hafa hana, enda hafði gengið verið fellt í millitíðinni. Það var lengst af þröngt í búi þessi fyrstu ár eftir að pabbi dó. Þó nóg væri af æðarkollu við Grundar- fjörðinn, bannaði mamma okkur allt- af að veiða hana. Við vorum hins vegar harðir á því, að okkur væri það heimilt fyrst Hermann Jónasson hefði skotið kollur. Það var góður dagur, sem við náðum í tvær æðarkollur. Fullorðni fuglinn var orðinn svolítið þurr, en ungamir voru góðir. Við tók- um svo líka mikið af fugli í Kirkjufellinu. Við tókum mávsungana og malamúkka, þegar ungarnir komu niður í ágúst og náðu sér ekki á flug af jafnsléttu. Múkkinn var fyrst borðaður ferskur, en síðan saltaður til að auka geymsluþolið. Þá tókum við egg þarna uppi og þurftum þá að klifra mikið í klettunum og létum eggin síga niður í fötu. Egg- in vom líka söltuð, sett í fötú og kafsöltuð og þá dugðu þau fram á slátt. Svo hrapaði féð í einhveijum mæli á hverju sumri og úr því var allt hirt, sem ætt var, jafnvel þó það væri svolítið gormengað. Það væm líklega fáir, sem sættu sig við þetta sem mat í dag. Okkur varð aldrei misdæg- urt, þó heilbrigðiseftirlitið hefði líklega ekki samþykkt Kirkjufellið sem sláturhús í dag. Fjallið var erfitt að klífa og alls ekki fyrir lofthrædda að fara á það. Þótt ég væri ekki lofthræddur, var ég allt- af hálfsmeykur og því var- færinn í Kirkjufellinu. Þessu var öfugt farið með Bæring bróður. Hann var alveg óttalaus og virtist ékki skynja neina hættu, þegar hann þaut þarna brík af brík. Einhvem veginn bjargaðist þetta þó alltaf þó við ættum það til að lenda í slæmum sjálfheldum, sem við sáum tæpast út úr og vissum varla hvernig við sluppum úr. Ég man sérstaklega eftir því að einu sinni lentum við á móbergssyllu í sótsvartri þoku. Þar var afar erfitt að ná fótfestu og enn þann dag í dag veit ég ekki hvernig við sluppum þaðan. Einu sinni var ég í Kirkjufellinu að hausti til að smala fé með eldri manni, Júlíusi Jakobssyni á Sæbóli. Hann kallaði til okkar og sagðist kominn í ógöngur. Ég ætlaði að reyna að koma honum til hjálpar, en þegar ég kom á staðinn þar sem hann hafði gert vart við sig, var þar enginn maður. Mér datt helzt í hug að hann hefði hrapað niður, því ég varð hans hvergi var. Nú var þyngri þrautin að komast til baka og það gat ég ekki nema fara yfir gjá, sem í var klaka klammi. Ég tók það ráð að hlaupa yfir í trausti þess að mér skrikaði ekki fótur. Þetta lánaðist og þegar ég kom niður, var gamli maðurinn þar fyrir. Honum hafði með einhverjum ólíkindum tekizt að losna úr sjálfheldunni. Það er eigin- lega ótrúlegt að ekki skyldi verða meira um slys í fjallinu en eitthvað varð um þau og þar hafa menn hrap- að til bana. Árið 1938 stórslasaðist maður af næsta bæ í fjallinu og 1942 hrapaði ungur maður þar til bana. Berhentur á selveiðum Við áttum ekki byssu meðan við vorum mjög ungir. Þá vorum við þó búnir að því að rota nokkra seli með lega stóra c hnífa áttum yið ekki. Fregnir af þessu bárust svo út og voru margir sem nutu þessarar lífs- bjargar. Kjötið var saltað og spikið brætt í stórum ullarþvottapotti. Rengið var soðið og súrsað í tunnu og lýsið var geymt á tunnu og notað á lampa. Þá notuðum við lýsið líka saman við málningarduft til að mála húsið. Duftið var rautt og eiginlega samlitt ryðguðu járninu á húsinu og passaði því vel. Hins vegar varð sá hængur á þessari blöndu að hún dró til sín mikinn flugnasverm og varð þessi húsamálning því einn allshetjar flugnabani. I annað sinn gekk hvalavaða á land fremst á sandinum undan Kirkjufellinu. Það voru um 32 hval- ir, sem lentu svo langt upp á sandinn að þeir komust ekki út, en nokkur hundruð lónuðu fyrir utan. Við létum strax vita af hvalrekanum og menn dreif að í hópum á bátum til að reka vöðuna á land. Það gekk illa þó lengi væri verið að, enda gekk mönnum erfiðlega að koma sér saman um það hvar ætti að reka vöðuna á land, því miklu máli skipti fyrir landeig- endur hvar hvalur bæri beinin. Við strákarnir drifum okkur hins vegar á fjöruna og skárum fangamark mömmu í alla hvalina, sem voru uppi á sandinum svo ekkert færi á milli mála hver ætti þá. Þessi ráðstöfun kom sér vel, því einn hvalinn rak út og fannst hann við Stöð- ina, en þar sem hann var merktur kom hann líka í okk- ar hlut. Þetta var auðvitað miklu meira en við réðum við og var kjötið selt víða og nutu þess margir. Það er orðin mikil breyting nú frá þvi sem þá var, þegar hvalreki var búhnykkur og leyfilegt að sækja sér alla björg í hafið. Nú er allt orðið svo öfugsnúið að einhveijir menn úti í heimi, sem lítið sem ekkert vita hvað þeir eru í raun og veru að gera, geta leyft sér að koma í veg fyrir að við nýtum okkur hval og sel. Allir, sem vilja, vita að við stefnum þessum stofnum ekki í hættu með hóflegum veiðum, en það mætti halda að friðunarsinnar haldi að hvalurinn sé einn í sjónum og geri sér ekki grein fyrir því, að vaxandi fjöldi hvala og sela getur hreinlega étið okkur út á gaddinn. Árið 1934, um páskana, á föstudaginn ianga, þegar var stærsti straumur ársins, Góu- gina, var mikið vestan rok með og mörg skip komu inn undan veðrinu, meðal annars 32 norskir línuveiðarar. Þeir komu sér eins langt inn á Hellnafellsvíkina og mögulegt var til að liggja í vari. Þar var eini staðurinn sem var skjól. Það var óhemjumikill sjór og var tölu- vert um landbrot, bæði á Búðum og í Kirkjufelli. Brimið var svo mikið um háflóð milli 7 og 8 um kvöldið, að það gekk upp á húsið og yfir það. Það fossaði ofan af því land- megin, en húsið stóð á smáhól eða kettasnös fram við sjóinn og mynd- aðist tjörn fyrir ofan húsið. Þetta hafði aldrei gerzt áður í manna minnum og ég man eftir því að við krakkarnir lágum úti í gluggunum að fylgjast með briminu og svo hlup- um við undan þegar það skall á húsinu. Þetta er eitt það mesta brim sem ég man eftir. Þessi skip lágu svo inni á víkinni fram yfir páska eða þar til veðrinu slotaði. Ég er viss um að grunnur hússins hefur verið um 8 metra fyrir ofan stór- straumsflóð. Hér er grípið niður í kaflanna Teflt í tvísýnu, en þar segir Soffaní- as frá svaðilförum á sjónum: Skollið á aftaka rok Síðasta árið, sem við vorum á Búðum, fórum við Bæring á trillunni okkar inn í Stykkishólm. Með okkur voru tveir farþegar; fullorðinn maður og dóttir hans. Á leiðinni úteftir vorum við með nokkra poka af sem- enti í bátnum og dálítið af girðingar- staurum, sem maðurinn sem með okkur var, átti. Þegar við komum út undir Grundarfjörð er skollið á sunnan rok. Við vorum komnir lang- leiðina að klöppunum heima á Búð- um svo sást vel til okkar. Þá stöðvað- ist vélin, það kom sjór inn á hana RÚSTIR húsanna á Búðum standa enn og kemur Soffanías þar stundum til að rifja upp gamlar minningar. var nóg að borða. Byssan bjargaði þessu alveg, því þá gátum við alltaf skotið fugl og sel. Þegar við skutum fyrsta selinn eftir að við fengum byssuna, vorum við að synda í sjón- um. Sandurinn er svartur og hitnaði mikið og við vorum því mikið í sjón- um. Selurinn var að forvitnast um okkur þar sem við svömluðum í sjón- um. Bæring, sem er ári eldri en ég, hafði meira byssuleyfi en ég, sem var bara aðstoðarskytta. Hann sótti byssuna og ég sagði honum að leggja hana á öxlina á mér til að fá stuðn- ing vegna þess hve langt væri í sel- inn. Bæi gerði það og steindrap sel- inn. Ég spurði þá hvort hann vissi hvers vegna svona vel hefði gengið að drepa selinn. Hann sagðist bara hafa miðað vel. „Ekki var það nú alveg rétt,“ sagði ég þá. „Eg lyfti öxlinni um leið og þú skauzt og þess vegna hittir þú.“ Bundu hvalina saman á sporðinum Á afmælisdaginn minn, þriðja maí 1935, gerðist það um klukkan 10 um morguninn, að fimm höfrungar komu æðandi á land og lentu upp í stórgrýtinu fyrir neðan bæinn hjá okkur. Okkur var mikill búhnykkur að þessum hvalreka, en sáum jafn- framt að þessi björg myndi tapast út aftur, þegar félli að á ný, yrði ekkert að gert. Við Bæring, 11 og 12 ára gamlir, sóttum því reipi og bundum höfrungana, sem voru 5 til 6 metrar að lengd, saman á sporðun- um svo þeir slyppu síður út. Við þetta bjástur náði einn höfrungurinn að vinda vel upp á sig og slá með sporðinum á mig miðjan svo ég þeyttist nokkra metra í burtu. Mér varð þó ekki meint af og við sóttum svo ljá til að skera hvalina, því nægi- SYSTKININ á Búðum 1936. Kristín, Bæring, Soffanías, Guðbjartur og Páll. HJÓNIN Hulda Vilmundardóttir og Soffanías Cecilsson í sextugsafmæli hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.