Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 B 11 TÓNLISTARMAÐURINN Magnús Þór Jónsson, sem jafnan kallast Megas, hef- ur lítið látið á sér kræla undanfarin misseri. Sið- asta breiðskífa hans kom út fyrir fjórum árum og þó hann hafi leikið víða fyrst eftir það hefur tón- leikahald hans nánast lagst af um hríð. Meg- as hefur þó haft ýmislegt fyrir stafni, skrif- aði skáldsögu og um þessar mundir er flutt eftir hann leikritið Gefin fyrir drama, þessi dama. Snemma á þessu ári brá Megas sér í hljóðver og tók upp breiðskífuna Til ham- ingju með fallið, sem kom út fyrir stuttu. A plötunni nýju nýtur Megas aðstoðar ýmissa tónlistarmanna og þá helst Pjeturs Stefánssonar, sem hóf samstarf með honum síðastliðið haust, en þá tók Megas upp æfing- ar með hljómsveit Fjet- urs. Sjálfur segir Megas svo frá að Pjetri hafi runnið til rifja hvað hann hefði borið sig aumlega yfir að hafa ekki hljómsveit hand- bæra til að prófa hug- myndir eftir því sem þær kviknuðu. „Hann var með hljómsveit sjálfur og bauð mér að koma í heimsókn, við myndum taka lög eins og ég vildi. Við gerðum það og renndum í gegnum feikn af lög- um,“ segir Megas. „Uppúr áramótum var síðan haldið í hljóðver og nú brugðið út af venju og tekin upp ór- afmögnuð plata þar sem áherslan var lögð á lýríkina en músíkin spör og hnitmiðuð eftir formúlunni minna er meira. Við vorum búnir að æfa heilmikið pró- gramm en lögðum það allt til hliðar og ég sorteraði úr sam- kvæmt þessu konsepti hvað færi best í sem einfaldastri útsetningu og hvað væri hljóðlát- ast í eðli sínu og síðan fórum við til Rúnars Júlíussonar í Keflavík með Tryggva Húbner gítarleikara að vopni.“ Megas segir að upp- tökur hafi gengið ein- faldlega og hratt fyrir sig, tekinn var upp grunngítarleikur og -söngur, sem yfirleitt var ekki unninn frekar og síðan kryddaði Tryggvi þennan gítar- grunn. „Hugmyndin var að hafa heilmikið af hljóðfærum en nota þau afskaplega spart," segir Megas og bætir við að iðulega séu hljóðfærin notuð á annan hátt en menn hefðu helst vænst. „Okkur lang- aði að gera plötu sem væri með mjúkum fín- um hljóm, silkimjúkum klið í gegn, en síðan eru kaflarnir ákveðin móment, selló kemur inn og dettur síðan út og bassi er kannski bara í millispili eins og í Kölska og ýsunni; það ber svo mikið á hljóðfærinu þegar það er ekki,“ segir Megas. „Silkimjúkur kliðurinn heldur þessu saman en hljóðfærin detta inn og út og verða fyrir vikið svo áberandi með fjarvist sinni og áber- andi með návist sinni.“ Megas segist ekki hafa unnið viðlíka plötu lengi, en órafmögnuð eða lítt rafmögnuð lög sé víða að finna á plötum hans, nefnir sem dæmi lög á Hættulegri hljómsveit, „en þó þetta sé akústísk plata í öllum aðalatriðum, þá eru á henni líka rafgítartónar sem hvessa gítarleikinn". Tíu klukkutímar af tónlist Til hamingju með fallið er löng plata, yfir 70 mínútur að lengd, en Megas segir að upptökulota þeirra Pjeturs hafi verið allmiklu lengri, því alls hafi þeir tekið upp tíu klukku- tíma af tónlist. „Þetta prógramm var frá upphafi sautján lög, en tvö þeirra komust ekki fyrir á diskn- um, en hitt var tekið upp samhliða sem upp- tökur til að geyma og eins konar prufuupp- tökur sem gott er að eiga, bæði gömul lög sem ekki hafa komist á band áður og ný. Til hamingju með fallið er 73 mínútur, mjög löng og þung þótt hún sé einföld, en það er vegna þess að þetta er svo rosalega mikil lýrík og tormeit," segir Megas en tekur fram að ekki eigi að vera erfitt að hlusta á tónlistina, „músíkin er kliðmjúk líkamsvæn músík, hjartað getur slegið í takt. Ég lýsi þessum diski gjarnan sem nálastungulotu, og þá ekki nálastungu við einhveiju sérstöku heldur til þess að slappa af og safna orkunni í nýjan punkt; hún á að vera bæði róandi og örvandi." Þegar Megas sendir frá sér plötur fara iðu- lega af stað vangaveltur og pælingar um það hvað sé ort og hvort hann sé að yrkja um sjálfan sig. Hann segist eðlilega ekki hafa úr miklum efniviði að moða öðru en það sem hann heyri og spyr og komi fyrir hann, „úr því saumar maður einhveija flík“. í textunum segir hann líka margar sögur ógreinilega sagðar. „Þessir textar eru búnir að ganga í gegnum slíkan skurð að það er búið að skera í burt allt sem hægt er. Öll erindin hafa hvert sitt viðfangsefni og eru nauðsynleg fyrir púslu- myndina sem ég er að skila af mér.“ Megas hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarið eins og jafnan áður og kannski er hann að sneiða að því: „Herra sögusæll og -glaður / sjálfur máttu hýsa eig- ið þvaður / en til margra nota finnst vaður / þeim má vefja hálsa er fulldrembnir kvaka.“ Hann segist og heyra ýmsar sögur sagðar af sér og iðulega séu upphafsmennimir ein- hveijir sem eigi að vita betur, en þær kom- ast allar til hans með tilgreindum heimildar- mönnum á endanum. „Það getur enginn risið upp í einhverja gloríu nema hann hafi fallið“ Segja má að ferill Megasar hafi einkennst af því að honum er ýmist hampað sem heim- ilisvini, eða síðan óforvarandis kastað út í kuldann aftur. „Ég kemst inn í hlýjuna með að minnsta kosti eina stórutá," segir hann og kímir, „og allir verða skyndilega mjög hlýir en svo opna ég munninn og þá er allt horfið um leið.“ Sumir hafa haldið því fram að það sé vilj- andi gert hjá honum að stuða áheyrendur en hann tekur ekki undir það, segir fá- visku sinni um að kenna; „en þegar upp er staðið er ég ánægð- ur með það að hafa opnað munninn. Ég segi ekkert í hugsunar- leysi, ég er ekkert að missa út úr mér sem ég þrái síðan ósagt. Þó að eitthvað sé dýrt finnst mér að betur sé talað en ótalað," segir Megas og bætir við að yfirleitt sé hann að taka fyrir eitthvert smáræði sem engu máli skipti, „en að það skuli yfirleitt opnaður munnurinn um það fer í taugamar á einhveij- um sem setja af stað gróusögur. Ýmis lög eftir mig hafa verið dæmd til dauða en svo líðurtíminnogþau verða þau lög sem allir viljaeigaogþykir vænt um að heyra. Þremur blóðdropum var slátrað á sínum tíma og meira að segja dregin út úr jólamark- aðnum hjá viðkomandi útgáfu. Aðal ásteyt- ingarsteinninn var lag sem fjallaði um útihá- tíð en síðar var það farið að hljóma sem varnaðarorð fyrir ein- hveija útihátíð en ég var áfram úti í kuldan- um,“ segir Megas og kímir, en bætir svo við eftir stutta þögn: „Það er eitthvað á hverri plötu en mér býður í gran að mönnum reyn- ist erfitt að finna eitt- hvað þvílíkt á þessari, en það er aldrei að vita. Égvil ekki lifavið það að hafa bullað mig í náð, að fara að vinna slíkt afbrot á sjálfum mér að selja mig fyrir einhveija stundarhagsmuni og sitja uppi með vont bragð í munninum. Maður er með einn ferðafélaga og það er maður sjálf- ur og hann víkur ekki frá manni; maður verður að hafa hafa hann góðan.“ Sumir hafa viljað lesa ýmsa meiningu í heiti plötunnar, og Megas tekur undir það að í því sé sitthvað að finna. „Þessa línu má finna í einum textanum og hún hefur svo góðan hljóm. Nú er það svo í okkar kristna samfélagi að öll föll hafa verið upphafið á okkur; það getur enginn risið upp í einhveija gloríu nema hann hafi fallið og ef ekki væri fyrir fallið værum við rænulaus í einhveijum Edens- lundi, slefandi af fáfræði. Föllin hafa þokað okkur áleiðis í þá stöðu að standa á tveimur fótum og hugsa til góðs og ills.“ • • "~”'T Nokkuð er um liðið síðan Megas sendi síðast frá sér breiðskífu og margir taka því vel nýrri plötu hans Til hamingju með fallið. Ami Matthíasson tók Megas taii og komst að því að hann vill ekki lifa við það að hafa bullað sig í náð og þyki ævinlega betur talað en ótalað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.