Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 14

Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI — TROLLASKAGI — 9. AFANGI JEPPINN flaut makindalega á eintrjáningunum yfir Ubanqui-fljótið. Loksins var Zaire að baki. ÞEGAR við komum til bæj- arins Isiro komumst við að því að í Norður-Zaire giltu allt aðrar og nötur- legri reglur í sambandi við með- höndlun á ferðamönnum en í aust- urhlutanum. Þegar við fórum að leita okkur að náttstað var svarið allstaðar hið sama: Fyrst verðið þið að ganga frá ykkar máli við yfir- mann útlendingaeftirlitsins. Við biðum við skrifstofu „útlendingaeft- irlitsins“ á meðan náð var í stjór- ann. Um síðir birtist á sviðinu feit- ur og fýlulegur náungi og var þar komin yfirmaðurinn í öllu sínu veldi. Eitthvað hýrnaði yfir honum þegar hann renndi augunum yfir bílinn og greinilegt var að hann hugsaði sér gott til glóðarinnar. Síðan kom skipunin frá honum: 10 dollarar á mann til að geta hald- ið áfram. Við vissum að vegatálmar voru á öllum útgönguleiðum frá bænum og þ.a.l. hélt „offiserinn" á öllum trompunum. Við þrefuðum og fengum hann til að sleppa Stef- áni. Þá rak hann augun í að „ser- ial“ númerið á myndavélinni okkar passaði ekki við númerið á pappír- unum. Með hryggð í augnaráðinu tjáði hann okkur að því miður yrði hann að gera myndavélina upp- tæka. Við játuðum okkur sigruð og borguðum fyrir Stefán en héldum myndavélinni. Þegar ég bað um kvittun horfði hann á mig i forundr- an líkt og ég væri ekki með öllum mjalla. Þar sem við þurftum að stoppa í Isiro til að láta lagfæra bílinn, leituðum við að gististað. Skársti kosturinn var Hotel Olympia, en þar gátum við tjaldað á lóðinni fyr- ir 20 dollara. Ég samdi við bifvéla- virkja um að sjóða fyrir mig upp demparafestinguna og skipta um bremsuborða að aftan, en leðjan hafði étið þá upp. Umsamið verð var 100 dollarar. Þeir hurfu á braut með kjammana og létu ekki sjá sig fyrr en daginn eftir, og hafði þá verðið hækkað um 100%. Þar sem þeir héldu öllu dótinu í gíslingu var ekki um annað að ræða en að borga og bölva þeim síðan hraustlega á íslensku. Slyngir sölumenn Þessa tvo daga sem við stoppuð- um í Isiro sættum við stöðugum ofsóknum af sölumönnum sem reyndu óðir að pranga inn á okkur ýmsum varningi, allt frá grænmeti Innstu myrkur íslenska fjölskyldan, Fríðrík Már Jónsson og Bima Hauksdóttir og bömin þeirra þrjú, er enn að brjótast gegnum myrkviði Afríku þar sem nú heitir Zaire og það er eins og landið vilji ekki sleppa henni úr krumlu sinni. Ævintýrin eru á hveiju strái með vegleysum, fljótum o g spilltum embættismönnum sem hafa ekki sagt sitt síðasta. íslensk þraut- seigja o g ráðsnilld sér þó við þessu öllu. Zaire MIÐ-AFRIKU- LÝÐVELDIÐ Isiro 200 km ■ AF GÓÐRARVONARHÖFÐA ÁTRÖLLASKAGA 9. áfangi Gó&rar- vonarhöfbi og ávöxtum uppí gull og fílabein. Við náðum að hrista þá alla af okk- ur með þrautseigju. Einn lét sér þó ekki segjast. Hann kvaðst vera með boli til sölu með nafni Zaire áprent- uðu. Birna bað hann um að koma með sýnishorn, sem hann gerði. Mikið rétt. Zaire stóð með stórum stöfum á framhlið bolanna, en það stóð líka fyrir neðan, Maire Comp- any. Bolimir voru nefnilega saum- aðir úr mjölpokum. Við réðum ekki við okkur og skellihlógum að vamingnum. Byij- ar þá ekki náunginn að tárast og fyrr en varði var hann farinn að hágráta. Hann sagði að kona sín væri veik og börnin hungruð og sitthvað fleira jafnsorglegt. Þetta var meira en íslenskt móðurhjarta þoldi og Birna féll kylliflöt fyrir þessu bragði. Hún tróð 20 dollurum á klæðskerann sem hresstist furð- anlega fljótt og 5 mjölpokar hurfu ofan í fatakistur okkar. í Isiro gátum við fyllt upp af diesel. Gangverðið var 1 dollari fyr- ir lítra sem var 70% gasolía, 25% vatn og 5% mold. Isiro - Poko Þriðjudaginn 3. september fórum við frá Isiro og vomm við fegin að geta snúið rassinum í þetta ræn- ingjabæli. Gjaldeyrisforði leiðang- ursins hafði rýrnað um 1.000 doll- ara í bænum. Einnig hafði verið stolið af okkur stuttbylgjuútvarpinu sem við höfðum notað til að geta fylgst með því sem væri að gerast í heiminum. Nú mátti segja að við værum sambandslaus við umheiminn. Þetta var einnig afmælisdagur Rannveig- iar og gerðum við okkur dagamun með því að borða sandköku og drekka kók. Við lentum í töluverðu þrefi við hermenn hjá vegartálma fyrir utan Isiro. Þeir vildu að við keyptum ábyrgðartryggingu fyrir 100 dollara. Sýndum við þeim enska sjúkratryggingu sem við vorum með og þar sem þeir voru ekki læsir á enska tungu tóku þeir hana gilda. Þeir vildu samt 20 dollar í vega- skatt en við neituðum harðlega, fannst vera farinn nægur peningur í bili. Endirinn var sá að við gáfum gömlum hermanni far til næsta ákvörðunarstaðar okkar, eftir að ég hafði fullvissað mig um að hann væri vopnlaus. Fyrstu 40 km voru hrikalegir, brattar brekkur með metradjúpum skorningum, sem hæglega hefðu getað velt bílnum hefðum við verið svo óheppin missa hjól ofan í þá. Það sem einnig gerði okkur erfitt fyrir var að vegurinn var mjög háll eftir rigningarnar. Eftir þennan kafla lentum við á furðanlega góð- um vegi og náðum til þorpsins Poko kl. 9 um kvöldið. Á 5 tímum höfðum við lagt að baki 130 km og var það með því albesta sem við höfðum lent í fram að þessu. Hermaðurinn okkar talaði okkur í gegnum vegartálmann í Poko og lóðsaði okkur svo að þýskri trúboðs- stöð, þar sem við fengum leyfi til að tjalda um nóttina. Þjóðveijarnir voru hissa á því að við höfðum komist í bæinn án þess að missa pening í her og lögreglu. Þeir bentu okkur á leið útúr bænum sem lægi fram hjá vegartálma hersins. Um kvöldið þurfti ég að skipta um stífl- aða eldsneytissíu vegna olíunnar frá Isiro og næstu vikuna fór sía annan hvem dag. Dingila: Slagsmál við spillta embættismenn Er við lögðum af stað frá Poko brast á þessi ógurlega rigning sem aðeins getur fallið í þessum heims- hluta. Þurrkurnar höfðu ekki undan og á svipstundu hafði vegurinn breyst í tignarlegt fljót. Svín og endur (trúlega höfðu hænurnar drukknað), undu sér hið besta á veginum. Þrátt fyrir allt miðaði okkur vel áfram og vorum við kom- in að Uele-fljótinu um miðjan dag. Nú brá svo við að feijumaðurnn neitaði að flytja okkur yfir nema við færum og gengjum frá okkar málum við „útlendingaeftirlitið" í bænum Dingila sem var í 20 km fjarlægð. Við höfðum heyrt frá öðr- um ferðamönnum sem við höfðum hitt að offiserinn í Dingila væri ræningi hinn versti og með herping í maganum keyrðum við til Dingila til að kynnast þessari goðsögn per- sónulega. Þegar þangað var komið, komumst við að því að hér áttum við við „prófessjónal" ræningja að etja. Við vorum látin bíða á skrifstof- unni hjá honum í tvo tíma áður en hann lét sjá sig. Þetta er alþekkt bragð og er notað til að magna upp ótta hjá bráðinni og gera hana meðfærilegri, áður en veiðimaður- inn lætur til skarar skríða. Um síð- ir birtist bófinn og var allur hinn valdsmannslegasti. Hann eyddi engum tíma í málalengingar, heldur lagði spilin strax á borðið: 20 dollar- ar fyrir vegabréfín, 20 dollarar í ferjutoll, 10 dollara fyrir myndavél- ina og svo kom rothöggið, 50 dollar- ar fyrir myndbandsvélina. Hvort það hefur verið tveggja tíma biðin eða uppsöfnuð þreyta undanfarinna daga, sem hafði sín áhrif, þá mögluðum við ekki og borguðum 100 dollara. Við það varð ræningjaforinginn allur hinn vingjarnlegasti og kom fram við okkur eins og við værum öll gamlir vinir sem hefðu ekki hist lengi. Sökum þess að það var orðið of áliðið til að halda áfram útvegaði hann okkur hótelherbergi „frítt“ fyrir nóttina. Þegar hann kvaddi okkur lét hann okkur hafa heimils- fangið sitt og bað um okkar, svo að við gætum skrifast á þegar við kæmum til íslands. Þarna stóðum við á tröppum hótels sem við höfð- um engan áhuga á að gista í, og með í höndunum heimilisfang nýs pennavinar sem við höfðum enn minni áhuga á að skrifast á við. Sagt er að í ferðalagi sem þessu skiptist á skin og skúrir, en okkur fannst að það hefði rignt ansi hraustlega á okkur undanfarna daga. Slagsmál við ferjumann Við vorum komin að Uele-fjótinu snemma næsta morguns. Fljótið og umhverfi þess var mjög fagurt en fljótt dró ský fyrir sólu, er feijumað- urinn heimtaði 25 dollara, auk 15 lítra af diesel, fyrir að taka okkur yfir. Eftir klukkutíma þref náðum við verðinu niður í 10 dollara og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.