Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 16

Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Útselskópurinn varð að gæfasta heimalningi KOBBI útselur, ungur og efnilegur. Yfirgefinn viku gamall útselskópur á strönd Mýrdalssands vakti samúð björgunarsveitarmanna sem áttu leið um og Denni tók hann í fóst- ur. Kobbi útselskópur er nú orðinn nokkurra vikna og hefur undra- skjótt orðið hluti af íjölskyldulífínu í mannheimum. Arni Johnsen og Ragnar Axelsson Ijósmyndari heimsóttu Denna og dýrin hans í Vík í Mýrdal. KOBBI útsels- kópur í Vík í Mýrdal notaði tónsviðið ríkulega allt frá hásu gelti til blíðasta jarms, en þegar Denni rétti honum pel- ann með ylvolgri mjólkinni þá datt á dúnalogn og þriggja vikna gamall kópurinn sefaðist eins og ungabarn í vöggu sem að er hlúð. Kobbi er búinn að vera tvær vikur í fóstri hjá Gísla Daníel Reynissyni og fjölskyldu hans í Vík í Mýrdal, en Gísli er í daglegu tali kallaður Denni og er þekktur sem skip- stjóri á hjólabát- um Mýrdælings í Vík. Það er sér- stæð samsetning af heimilisdýrun- um hjá Denna og fjölskyldu hans, Kobbi útselur, önd, kanína, dúfa Qg hundarnir Glúmur og Depill. Kobbi útselskópur fannst yfirgefinn austur á Mýrdalssandsfjörum fyrir þremur vikum, þá líklega um það bil einnar viku gamali. Mjög sjaldgæft er að útselir sjá- ist svo vestarlega, en þeir kæpa austan við Skeiðarársand og líklega hefur fióðið á Skeið- arársandi raskað mynstrinu hjá þeim, því haf- ið út af Skeiðarársandi hefur verið mjög grugg- ugt frá_ því að hlaupið í Grímsvötnum ruddist fram. Útselurinn, eða gráselurinn í enskri og danskri þýðingu, er eini selurinn sem kæpir seint á haustin. Kobbi í reiðileysi hjá Grimsby Town Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hafa ásamt fleirum tekið þátt í umfangsmikilli leit á fjörum fyrir austan vegna skipsskaða fyrr í haust. Laugardaginn 9. nóvember voru björg- unarsveitarmenn að koma austan af Skarðs- fjöru úr leit á hjólabátnum, en þegar þeir voru komnir að flaki togarans Grimsby Town rétt austan Blautukvíslar á miðjum Mýrdalssandi lentu þeir í vandræðum með hjóiabátinn sem þolir þó æði margt. Sjór hafði komist í snjó- skafla í pyttum á fjörukambinum og síðan hafði sandur fokið yfir og frosið og þegar hjóla- báturinn óð yfir þessa sakleysislegu fláka pompaði hann niður og festist kyrfilega. Þeir urðu að skilja drekann eftir og voru sóttir á vélsleðum og komið til byggða. Næsta dag gerðu þeir út leiðangur til að ná hjólabátnum upp. Það gekk bærilega með því að setja festu í gálga Grimsby Town og hífa hjólabátinn úr pyttinum. Það var orðið langt síðan gálginn á breska togaranum hafði verið notaður, en allt á sinn stað og stund. „Þegar við komum að hjólabátnum við flak- ið af Grimsby Town sáum við slóð eftir sel og lá hún nokkur hundruð metra upp á land í stóran hring. Við fylgdum slóðinni, en hún endaði við togaraflakið og þar lá þá útselskóp- urinn einn og yfirgefinn líklega aðeins nokk- urra daga gamall því hann dröslaðist ennþá með naflastrenginn. Við vorum með stóran serk undan salti,“ hélt Denni áfram, „og ákváðum að reyna að ná greyinu, stukkum fram fyrir hann og smelltum honum í pok- ann. Hann var ekkert á því, urraði og varði sig, en mátti ekki við margnum og við hengd- um pokann síðan á togaraflakið þannig að botn pokans nam við fjörusandinn og þar mátti Kobbi dúsa næstu fjóra tímana meðan við vorum að bagsa við að ná hjólabátnum úr festunni. Við gættum að hvort urtan kæmi ekki að vitja kóps- ins, en hún sást hvergi og líklega hafa fleiri útsels- kópar orðið við- skila við mæður sínar vegna Skeiðarárhlaups- ins, því við sáum fleiri kópaslóðir á Ieiðinni vestur eft- ir þótt enga fynd- um við fleiri kóp- ana. Við ákváðum því að taka greyið með okkur frekar en að láta hann daga uppi einan og yfirgefinn á sandinum. Hugs- anlegt er að urtan hafi þurft að fara langt að sækja æti og hreinlega villst í gruggugu hafinu, því það var engu líkt. Lík- legast er því að _________________________ hún hafi villst frá kópnum. Rjómabland og lýsi í pela útselskópsins Þegar við komum með Kobba heim reyndum við fyrst að gefa honum mjólk úr sinneps- brúsa, en það gekk illa og hann leitaði mikið að spena. Helst var að hella mjólk á peysu og láta hann sjúga peysuna, en þegar við buðum honum loks upp á almennilegan pela með spen- volgri mjólk urðu ótrúlega skemmtileg um- skipti á dýrinu. Á einni mínútu breyttist útsels- kópurinn úr villidýri í gæfasta heimalning, um leið og okkur tókst að gefa honum að borða það sem hann vildi.“ Útselurinn sem á lat- ínu heitir Halichoerus grypus og er til dæmis í beinni enskri og danskri þýðingu kallað- ur gráselur, er stærri en aðrir selir og getur orðið tveir og hálfur metri á lengd. Hann er dýr Norður Atlantshafsins, en sést sjaldan við strendur Ameríku og hefur aldrei sést sunnar en við Nova Scotia. Fyrstu vikur eftir fæðingu kópsins er hann með mjúkan loð- inn pels, sem kallast fæðingarhár, en hann fer ekki í vatn fyrr en hann hefur skipt um ham. Kobbi er einmitt að skipta um ham þessa dagana og undan loðna mjúka feldinum er að koma í ljós hans endan- legi feldur. Selir eru mjög forvitnir og margir eru sannfærðir um að þeir séu mennskir. Sagnirnar eru selunum í vil hvað það varðar, þótt ugglaust spili sér- stæð fegurð augna þeirra stærstan þátt í því efni og auðvitað forvitnin, en sumir hafa grun um að sálir manna taki sér bólstað í selum. Ég minnist þess frá langtímadvöl tvö ár í röð í Surtsey á sínum tima að útselur einn fylgdi mér eftir hvert sem ég fór um eyna bæði sumrin. Hvar sem ég kom að ströndinni, var hann fyrir utan. Oft fór ég í sjóinn og lék við hann, synti til hans og af honum lærði ég ks. I 'V,;. KOBBI í KOBBI fékk færi á að synda í læknum en kom sér fljótt upp úr, enda ennþá í fæðingarhárunum. að synda í briminu án þess að láta það hrífa mig með sér. Aldrei komst ég nær honum en svo að einn til tveir metrar voru á milli okkar, en kynnin við hann voru sérkennileg. „Kobbi hefur verið hinn gæfasti síðan við fórum að gefa honum að borða“, sagði Denni, „en að vísu hefur hann verið svolítið pirraður undanfarna daga eftir að fór að losna um fæðingarhárið eða snoðið eins og ég kalla það. Það er líklega óþægilegt fyrir hann að losna við fæðingarhárið og fá sinn framtíðarfeld. Hann vill helst heita mjólk, spenvolga mjólk Um kópinn Kobba, öndina, dúfuna, kanínuna og hundinn íVíkí Mýrdal tífc DENI hamskiptum fær pelanri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.