Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 B 21 ATVINNUA UGL YSINGA R 0 Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hveragerðisbær óskar eftir að ráða æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Starfið felst í að annast alla starfsemi í félags- miðstöðinni Skjálftaskjóli í Hveragerði. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamennt- un og reynslu af störfum með unglinga. í boði er skemmtilegt og sjölbreytt starf við krefjandi verkefni. í Hveragerði búa um 1.700 manns og í grunn- skólanum eru u.þ.b. 350 nemendur. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp fjöl- breytt og gott unglingastarf í Hveragerði. Nánari upplýsingar veita skrifstofustjóri og bæjarstjóri í síma 483 4000. Umsóknarfrestur er til 6. desember nk. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Sölustjóri iðnaðar ogendursölu Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Sam- starfssamningur Olíufélagsins hf. við EXXON veitir því einkarétt á notkun vörumerkis ESSO á íslandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Olíufélagið hf. er stærsta olíufélag á Islandi með um 42% markaðshlutdeild. Höfuðstöðvar Olíufélagsins hf. eru á Suðurlands- braut 18 í Reykjavík en félagið rekur um 130 bensín- og þjónustu- stöðvar vítt og breitt um landið. Á árinu 1996 voru starfsmenn Olíu- félagsins hf. um 290. Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða sölustjóra iðnaðar og endursölu. Meginverksvið sölu- stjóra er yfirumsjón með sölu og þjónustu við stærri kaupendur á vörum Olíufélagsins hf. Að auki sér deildin um smávörusölu til endurseljanda og um rekstur ESSO búðar. Gert er ráð fyrir að innan deildarinnar eigi sér stað öflug vöruþróun og markaðssókn með nýjum vörum og rharkhópum. Auk þess starfar sölustjóri iðnaðar og endursölu m.a. að eftirfarandi verkefnum: • Frumkvæði að öflun nýrra viðskiptavina, sölu á nýjum vörutegundum og sölu til nýrra markhópa. • Umsjón með allri sölu og þjónustu iðnað- arvara og þátttöku í stefnumótun félags- ins í vörusölu til aðila sem ekki eru innan umboðsmannakerfis Olíufélagsins hf. • Útbúa söluáætlanir, setja sölumarkmið og gera tillögur um markaðsaðgerðir. • Aðstoð og ráðgjöf við viðskiptavini Olíufé- lagsins hf. o.fl. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið há- skólanámi, helst á sviði tæknimenntunar og hafi auk þess að minnsta kosti fimm ára starfsreynslu tengda sölu og markaðssetn- ingu á bíla- og/eða iðnaðarvörum. Þar sem um er að ræða nýtt starf er mikilvægt að sölustjóri iðnaðar og endursölu hafi mikið frumkvæði í starfi. Ef þú telur þig uppfylla ofangreinda menntun og reynslu og ert metnaðarfullur einstakling- ur sem hefur áhuga á að starfa hjá fram- sæknu fyrirtæki þá er þetta kannski rétta starfið fyrir þig. Upplýsingar veitir Ingvar Stefánsson, starfs- mannastjóri, milli kl. 14 og 16 alla virka daga í síma 560 3300. Umsóknum um aldur, menntun og fyrri störf skal skila fyrir 13. des. nk. merktum: Olíufélagið hf., bt. Ingvars Stefánssonar, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. yrq orkustofnun l~" GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Lausar stöður Framundan er skipulagsbreyting á Orku- stofnun og verður stofnunin í meginatriðum skipt í orkumálasvið og orkurannsóknasvið. Eftirtalin störf hjá stofnuninni eru laus til umsóknar og verður ráðið í þau frá og með 1. janúar nk., nema um annað semjist. í öllum þremur tilvikum miðast ráðningin við sérfræðingsstarf, en viðkomandi mun falið að gegna hinu auglýsta yfirmannshlutverki í 5 ár í senn. Yfirmenn þessir starfa undir stjórn og í nánu samstarfi við orkumálastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf og er lögð rík áhersla á frumkvæði og sjálfstæði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við það stéttarfélag opinberra starfsmanna sem við á og aðilar sammælast um. Framkvæmdastjóri orkurannsóknasviðs Verksvið orkurannsóknasviðs er m.a.: • Orku- og auðlindarannsóknir á grundvelli verksamninga aðallega á sviði jarðvísinda. • Markaðsfærsla á þekkingu Orkustofnunar. • Þróun aðferða og tækja til rannsókna á orkulindum landsins. Starf framkvæmdastjórans er einkum fólgið f • stjórnun og rekstri orkurannsóknasviðs sem sjálfstæðrar rekstrareiningar, • gerð verksamninga við orkumálasvið og aðra verkkaupa um orku- og auðlinda- rannsóknir og • faglegri yfirstjórn á starfi sviðsins. Krafist er menntunar á sviði náttúruvísinda eða verkfræði og reynslu af rannsóknum á ofangreindu sviði. Ennfremur reynslu af verk- efnastjórnun í rannsóknum eða annarri hlið- stæðri stjórnunarreynslu. Deildarstjóri auðlindamála á orkumálasviði Verksvið auðlindadeildar er m.a.: • Umsjá gagnasafna um orkulindir. • Áætlanir um nýtingu orkulindanna. • Skilgreining á rannsóknaverkefnum. • Gerð verksamninga um slíkar rannsóknir. • Eftirlit með framvindu rannsóknanna og mat og túlkun á niðurstöðum. • Ráðgjöf til stjórnvalda. Deildarstjórinn hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfi deildarinnar, einkum þó sam- ingsgerð um rannsóknir. Æskileg menntun er á sviði náttúruvísinda eða verkfræði, en þekking eða reynsla á sviði tölvu- fræða, tölfræði eða annarra reiknifræða er gagnleg. Krafist er reynslu af rannsóknum. Deildarstjóri orkubúskaparmála á orkumálasviði Verksvið orkubúskapardeildar er m.a.: • Yfirsýn yfir orkubúskap landsmanna, þ.m.t. orkuspár og áætlanir um orkunýtingu. • Ráðgjöf til stjórnvalda og almenn miðlun upplýsinga um orkubúskaparmál og út- gáfustarfsemi í því sambandi. Deildarstjóranum er ætlað að leiða starf deildarinnar og móta nýjar áherslur. Æskileg menntun er á sviði náttúruvísinda, verkfræði eða auðlindahagfræði, en þekking eða reynsla á sviði tölvufræða, tölfræði eða annarra reiknifræða er gagnleg. Umsóknir í umsóknum um stöðurnar þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar veitir orkumálastjóri í síma 569 6000 eða á tölvupóstfangi thh@os.is. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Orku- stofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, í síðasta lagi 9. desember 1996. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri. í sveit í Danmörku! Við óskum eftir að ráða ungmenni til inni- og útiverka (smábarnapössun) frá áramót- um. Við rekum eggjabú. Verður að vera fært um að vinna sjálfstætt, taka á sig ábyrgð, vera heiðarlegt og skapgott. Má ekki reykja. Bílpróf er kostur. Hringið í síma 566 7738 eða 00 459 8255900 og fáið sendar upplýsingar. Skriflegar umsóknir sendist til Pia Hesselvig, Aslundvej 40, 9310 Vodskov, Danmörku, fyr- ir 14. desember. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESI, DIGRANESVEGI 5, 200 KÓPA- VOGUR Þroskandi störf Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir starfsfólki til að veita ein- hverfu barni þjónustu. Þjónustan, sem mun hefjast fljótlega eftir áramót, verður veitt í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir áhugasömu fólki og starfs- reynsla í málefnum fatlaðra er æskileg. Nýju starfsfólki er veittur vandaður faglegur stuðningur, fræðsla og leiðsögn í starfi. Um er að ræða hlutastörf og vinnutími er óreglulegur. Laun skv. kjarasamningi SFR og fjármálaráð- herra. Umsóknin gildir til 6 mánaða. Nánari upplýsingar eru veittar á Svæðisskrif- stofu Reykjaness í síma 564 1822. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni, Digranesvegi 5 í Kópavogi. Stuðlar - meðferðarstöð fyrir unglinga - Hópstjóri - uppeldisfulltrúi Staða hópstjóra: Meðal verkefna er gerð meðferðaráætlana, vaktstjórn og umsjón meðferðarfunda. Staða uppeldisfulltrúa: Meðal verkefna er þátttaka í meðferðardagskrá, þ.m.t. með- ferðarfundirog umsjón með meðferðarfram- vindu tiltekinna unglinga. Við erum að leita eftir einstaklingum með þriggja ára menntun á háskólastigi á sviði sálfræði, félagsfræði eða uppeldisfræði eða aðra jafngilda menntun, svo og reynslu af starfi með unglingum í vanda. í báðum tilvikum er um að ræða tímabundna ráðningu í 7 mánuði til að byrja með. Um er að ræða vaktavinnu. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfs- manna og ríkisins. Starf hefst 1. febrúar 1997, en gæti þó haf- ist fyrr skv. samkomulagi. Stuðlar eru ný meðferðarstöð með rými fyrir 8-10 unglinga á aldrinum 12-16 ára, sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða. Þar fer fram grein- ing og meðferð í 1-4 mánuði, ásamt eftirmeðferð að aflokinni vistun. Þá er á Stuðlum aðstaða til skammtimavistunar í neyðar- og bráðatilvikum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, berist til Stuðla - meðferðarstöð fyrir unglinga, Fossaleyni 17, 112 Reykja- vík, fyrir 30. desember nk. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 567 8055. Forstöðumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.