Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 24

Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 24
24 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMNUAUGIVS/NGAR FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLAND5 Ferðamálagreinar Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennara í ferðamálagreinum á vorönn 1997. Um er að ræða u.þ.b. ^Ahluta starfs. Góð vinnuaðstaða. Laun skv. kjarasamningum HÍK/KÍ. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólameistara eigi síðar en 13. desember. Skólameistari og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 482 2111. SJÚKRAHÚS REYKJ AVÍ KU R Staða sérfræðings í heila- og taugaskurð- lækningum við Sjúkrahús Reykjavíkur er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. í starfinu felst vinna við heila- og taugaskurðlækningadeild spítal- ans. Að auki leggi viðkomandi stund á rann- sóknir og taki þátt í kennslu í samráði við yfirlækna deildarinnar. Umsókn, með nákvæmri greinargerð um nám og fyrri störf, sendist til Bjarna Hannes- sonar eða Kristins Guðmundssonar, yfir- lækna deildarinnar, sem veita nánari upplýs- ingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997. Sjúkraliðar - geðsvið, Arnarholti Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar og eft- ir samkomulagi. Upplýsingar um störfin gefa Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir og Anna Jóna Víðisdóttir, deildarstjórar, \ síma 566 6680 og Guðný A. Arnþórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 525 1405. Fjármálastjóri Við erum áræðinn 60 manna hópur kvenna og karla á öllum aldri. Markmið okkar er að byggja upp öflugt, íslenskt matvælafyrir- tæki, sem hefur sterka stöðu á heimamark- aði og stundar útflutning. Við framleiðum, seljum og dreifum ýmiskonar feitivörum og drykkjarvörum. Vegna aukinna umsvifa vantar okkur dugmik- inn og ákveðinn fjármálastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á öllu, er viðkemur fjármálastjórn, og búa yfir reynslu og þekkingu, sem gerir þeim kleift að bera ábyrgð á og stjórna fjármálum ört vaxandi fyrirtækis. Um er að ræða krefjandi starf, þar sem áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð og árangur í starfi. Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en eftir tvo til þrjá mánuði. í umsóknum þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og verður öllum umsóknum svarað. Umsóknum, merktum: „Sól hf. - Gagn og gaman“, ber að skila til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. desember nk. Sérfræðingur Starf sérfræðings við fjármálastofnun, mið- svæðis í Reykjavík, er laust til umsóknar. Starfið er á sviði þar sem m.a. er fjallað um nýjungar í fjármálaþjónustu, gerð reiknings- skilareglna og endurskoðun. Hæfniskröfur: Viðskipta-, hagfræði- eða sambærileg menntun áskilin. Starfsreynsla og þekking á reikningsskilum og endurskoð- un æskileg. Tungumálakunnátta (enska og Norðurlandamál) nauðsynleg. Leitað er að aðila sem hefur til að bera frum- kvæði í starfi og getur unnið sjálfstætt. Um er að ræða áhugavert starf í góðu starfs- umhverfi. Vakin skal athygli á því að í stofnuninni er f gildi áætlun í jafnréttismálum. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Liðs- auka fyrir 6. desember nk. Skrifstofan er opin kl. 9-14 virka daga. Fólk og þekking Lidsauki ehf. ^ Skipholt 50c. 105 Reykjavlk sími 562 1355. fax 562 1311 ÖRVI Starfsleiðbeinandi (verkstjóri/stuðningsfulltrúi) óskast til starfa. Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, sem sinnir starfsþjálfun fatlaðra, óskar að ráða starfs- leiðbeinanda (verkstjóra/stuðningsfulltrúa) til starfa. Til boða er 50% starf og er daglegur vinnu- tími frá kl. 12-16. Starf starfsleiðbeinanda í Örva felst í kennslu- og leiðbeiningarstarfi við fatlaða starfsmenn og verkstjórn í vinnslusal. Starfsleiðbeinendur annast og daglega um- sjón með framleiðslu og afgreiðslu viðskipta- vina. Umsóknum skal skilað til Örva, Kársnesbraut 110, Kópavogi, fyrir 15. desember nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 554 3277. Markaðsfræðingur Nýútskrifaður markaðsfræðingur óskast til að markaðssetja nýja vörutegund hér á landi. Þeir, sem hafa áhuga og ferskar hugmyndir, sendi inn tilheyrandi upplýsingar í pósthólf 4158, 124 Reykjavík, fyrir 1. des. 1996. Starfsmaður í hugbúnaðargerð Verkfræðistofan Hnit hf. óskar eftir að ráða starfsmann til starfa við hugbúnaðargerð. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekk- ingu á Visual C++, Visual Basic eða Delphi forritunarmálum. Einnig er nauðsynlegt að umsækjendur hafi þekkingu á Oracle 7 eða sambærilegu gagnagrunnskerfi. Leitað er að starfsmanni, sem á auðvelt með að starfa með öðrum að lausn áhugaverðra og krefjandi verkefna. Umsækjendur skulu skila upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til verkfræði- stofunnar Hnitar hf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, merktum: „Starfsmaður í hug- búnaðargerð". Upplýsingar um starfið eru ekki veittar í síma. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Sjúkrahúsið Vog. Á Vogi eru rúm fyrir 60 sjúklinga og er unnið við sérhæfða hjúkrun í afeitrun áfengis- og vímuefnasjúklinga. Kjör- ið tækifæri til að kynnast vímuefnahjúkrun. Upplýsingar gefur Þóra Björnsdóttir, hjúkrun- arforstjóri, í síma 567 6633. Sölufólk Listaverkaalmanak Landssamtakanna Þroskahjálpar er komið út. Góð sölulaun - þekkt og falleg vara. Söluaðilar! Hafið samband við skrifstofu sam- takanna á Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, sími 588 9390. Aioskahjálp Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar - starfsmaður Hjúkrunarfræðingur óskast á hjúkrunarvakt vistheimilis á næturvakt 52% vinna (grunn- röðun ílfl. 213). Þessi staða er laus nú þegar. Sjúkraliði óskast í 100% vaktavinnu frá áramótum. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdarstjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Starfsmaður óskast til ýmissa aðstoðar- starfa. Upplýsingar veitir Rafn Sigurðsson, forstjóri, í síma 568 9500. Qf Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla í Reykjavík: Handmenntakennari Handmenntakennara vantar í Breiðholts- skóla frá 1. janúar til skólaloka. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 557 3000. Talkennari Talkennara vantar frá áramótum til starfa við grunnskóla Reykjavíkur. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar veitir Eyrún Gísladóttir á Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur í síma 562 1550. Táknmálstúlkur Táknmálstúlkur óskast til starfa við Vestur- hlíðarskóla frá og með 6. janúar. Um er að ræða fullt starf. Starfið felst aðallega í að túlka fyrir skóla- stjórann ásamt annarri túlkun innan skólans og í tengslum við hann. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 551 6750. 29. nóvember 1996. Fræðslustjórinn íReykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.