Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 30

Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 30
30 B SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR E. Friðriksson rit- höfundur er skotveiði- maður, gengur til ijúpna, veiðir gæsir og endur og hefur einu sinni farið til hreindýraveiða - til að geta skrifað af innsýn um þann veiðiskap. Ólaf- ur segist hafa fundið sárt til þess, þegar skotveiðiáhuginn vaknaði, hve Iítið var til af fróðleik um þessi efni á íslensku. Á ferðalögum er- lendis sankaði Ólafur að sér bókum og öðrum gögnum. Þar fann hann bækur þar sem fjallað var um skot- veiðar af tilhlýðilegri virðingu og þær settar í menningarsögulejgt samhengi. Þessi fróðleiksfýsn 01- afs kveikti þá hugmynd að gaman væri að eiga ítarlega bók um skot- veiðar á íslensku. Nú er lokið ritun þessa viðamikla rits upp á 440 síð- ur í stóru broti, sem er prýtt meira en 800 ljósmyndum og skýringar- myndum. En er höfundurinn ein- hveiju nær eftir ritun bókarinnar? „Já, ég er heilmiklu nær,“ segir Ólafur og hlær. Það eru rétt fimm ár síðan hann gekk á fund forráða- manna bókaútgáfunnar Iðunnar og lagði fram hugmynd um ritun skotveiðibókar. Hugmyndinni var vel tekið og Ólafur settist þegar við ritstörf. Það tók hann á þriðja ár að ljúka fýrstu gerð handritsins og safna skýringarmyndum og ljósmyndum víða að. Þá tók mynd- + iistarmaðurinn Brian Pilkington við myndskreytingar og er hlutur hans mikill í bókinni. Vegna hins langa vinnslutíma þurfti sífellt að endurskoða handritið svo það geymdi allar nýjustu upplýsingar þegar bókin kom út. Meðal annars má nefna að á ritunartímanum voru sett ný lög um vemd og veiðar villtra dýra sem gjörbreyttu hinu lagalega umhverfí skot- veiða. Þá varð til embætti veiðistjóra, farið að gefa út veiðikort og safna upplýsing- um um fjölda veiddra dýra. Sagnfræðin var erfiðust um Bókin skiptist í átta efni- skafla og sá níundi geymir viðamiklar skrár um heimildir og tilvísanir. Fyrsti kaflinn íjallar um þróun skotvopna og vopnaeign íslendinga. I þess- um kafla er líklega í fyrsta sinn tekinn saman fróðleikur um byssueign íslendinga frá upphafi, byssusmíði hér á landi og upphaf skotveiða. Að sögn Ölafs var ritun þessa kafla torsóttust. „Til þessa hefur enginn skrifað sögu skotvopna eða skotveiða hér á landi eða hvemig byssur bár- ust til landsins," segir Ólafur. „Þetta er vanræktur þáttur í sögunni.“ Ólafur nefnir að töluverðar heimildir séu til bjargnytjar en skotveiðin hafi orðið útundan í sagnritun. Þó hafi skot- veiðar skipt miklu í öflun lífsbjarg- ar víða um land. Til dæmis hafi bændur ráðið sérstaka vinnumenn á árum áður til ijúpnaveiða og selt síðan aflann. Eins megi nefna sel- veiðar og fleira. Ólafur sagðist hafa þurft að hafa mikið fyrir öflun þess- ara upplýsinga. Honum hafi þótt það gefa bókinni gildi að geta sýnt fram á að skotveiðar eigi sér langa sögu og hefð hér á landi. Byssur komu hingað á 15. öld En hvað skyldi hafa komið Ólafi mest á óvart í sögugrúskinu? „Það að byssur skyldu berast hingað þegar á 15. öld. Eins það hvað þessi þáttur atvinnusögunnar er sniðgenginn á söfnum. Þeir sem skoða Þjóðminjasafnið sjá þess hvergi merki að hér hafi nokkru (sinni verið skotið úr byssu hvað þá að þær hafi verið notaðar til lífs- bjargar, hins vegar er mikið til sýn- is af verkfæmm til sjósóknar og landbúnaðar. Það er helst á söfnum úti á landi að maður sjái gripi sem tilheyra skotveiðum, byssur, púður- hom og haglapunga. Innan um em hinir merkilegustu gripir, til dæmis haglabyssur og rifflar sem hafa Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR E. Friðriksson er höfundur bókarinnar Skotveiðar í íslenskri náttúru. Bókin er yfirgrips- mesta rit um skotveiðar og ýmislegt þeim tilheyr- andi sem komið hefur út á íslensku. í BÓKINNI eru fjallað um villt dýr á íslandi, vopn og skotfæri, veiðar og útivist. Fróðlegir kafl- ar eru um tófur, minka, hreindýr og seli. Til dæmis eru Ieiðbein- ingar um hvernig þekkja má hin- ar ýmsu selategundir í sundur. Mikill fróðleikur er um vopn og skotfæri líkt og sjá má á töflu yfir hinar ýmsu hlaupvíddir og stærðir riffilskothylkja. Sagt er frá helstu tegundum veiðihunda hér á landi, grunn- þjálfun þeirra og veiðiþjálfun. Itarlegar upplýsingar eru um hinar ýmsu fuglategundir sem veiða má hér á landi. Lögð er áhersla á að sýna einkenni teg- undanna til að auðvelda grein- ingu þeirra úti í náttúrunni. verið smíðaðir hér á Iandi.“ Ólafur segir að til séu í einkaeigu hér á landi miklu merkilegri byssusöfn en opinber söfn hafa yfír að ráða. Vopn, villibráð og hundar Aðrir kaflar í bókinni fjalla um vopnin, veiðidýrin og ýmislegt til- heyrandi. ítarlegur kafli er um haglabyssur sem veiðivopn, gerð þeirra og skotfærum lýst og fjallað um skotfimi með hagla- byssu. Annar álíka kafli er um veiðiriffla þar sem fjall- að er um hin- ýmsu gerðir þeirra, mismunandi skotastærðir og áhrif þeirra á hin ýmsu veiðidýr. Sérstakur kafli er um öryggis- reglur og siðfræði veiðimanna. Út- skýrt er hvernig á að meðhöndla skotvopn með tilliti til fyllsta örygg- is, fjallað um virðingu fyrir náttúru og umhverfi og tengsl veiða og vís- inda útskýrð. Stór hluti bókarinnar fjallar um veiðar og veiðidýr. Þar er rakin saga veiðanna og síðan gerð ítarleg grein fyrir hinum ýmsu tegundum villibráðar hér á landi, bæði fuglum, ferfætlingum og sjávarspendýrum. Kafli er um útbúnað, klæðnað og öryggi í veiðiferðum til sjávar og sveita. Þá fá veiðihundar sér- stakan kafla. Kynntar eru helstu tegundir veiðihunda hér á landi, hundaþjálfun og veiðar með hund- um. Þá er kafli um meðferð og rammíslensk bók, skrifuð út frá íslenskum aðstæðum og fyrir ís- lenska skotveiðimenn og aðra nátt- úruunnendur. „Það má segja að kaflarnir um tæknilegar hliðar skotvopna séu alþjóðlegir. Allt hitt er með íslenskum brag. íslensk náttúra er ekki lík náttúru_ neins nálægs lands,“ segir Ólafur. „Landslagið hér er öðruvísi og þess vegna hegða veiðidýrin sér á annan hátt en í öðru landslagi. íslenska ijúpan hefur annað háttalag en norska ijúpan, gæsir hér hegða sér öðruvísi en gæsir í Danmörku, svo dæmi séu tekin. Hér gilda líka sér- stök lög og reglur um veiðar. Þess verkun villibráðar þar sem leiðbeint er um verkun villtra fugla og hrein- dýra og meðferð skinna af villtum spendýrum. Skotveiðar í íslenskri náttúru er Skotveiðar eiga sér langa sögu hér á landi. Þessi íþrótt hefur átt undir högg að sækja, ekki síst vegna hleypidóma og vanþekkingar. Ólafur E. Friðriksson hef- ur ritað viðamikla bók um skotveiðar og skylda þætti, Skotveiðar í náttúru ís- lands. Bókinni er ætlað að vera til fróð- leiks og upplýsingar fyrir alla sem stunda skotveiðar eða hafa áhuga á að kynna sér þær. Guðni Einarsson hitti Ólaf og fræddist af honum um tilgang og tilurð Viskubrunn- ur skotveiði- mannsins bókarinnar. inni. Ólafur þurfti að finna nýyrði yfir mörg atriði, ekki síst hvað varð- ar ýmis tæknileg atriði skotvopna og margt sem viðkemur veiðihund- um. Ólafur leitaði til margra um nýyrðasmíð og bjó til íslensk heiti yfir sumt sjálfur. Ólafur segir að við útkomu bók- arinnar ljúki fimm ára meðgöngu. Lokaspretturinn var snarpur, þegar þurfti að gaumgæfa þúsundir smá- atriða í texta og uppsetningu bókar- innar. Hann telur sig hafa lært mikið við það að skrifa þessa bók og sé nú betri veiðimaður en áður, því hann viti meira um vopnin og veiðidýrin. vegna hefði þýðing á erlendri bók aldrei orðið nema hálfkák. Það varð að rita þessa bók frá grunni.“ Það var kappkostað að nefna alla hluti íslenskum nöfnum í bók-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.