Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 C ' 3 + + FERÐALOG flytja styttu Aþenu til Konstant- inopel. Aumingja asnarnir Aþenuhofið fræga var rúmir 22 metrar á lengd og tæpir 8 metrar á breidd. Nokkrar súlur þess standa enn og reynt hefur verið að endurreisa aðrar, en það hefur gengið illa þar sem vindasamt er upp á Akrópólis. Vindurinn lék sér þó aðeins mjúklega í hári okkar ferðafélaganna og blés ekki hátíð- leikanum úr huga okkar þar sem við reikuðum um rústir hofsins. ísak var ekki kulsæknari en svo að hann lét mynda sig nakinn að ofan í stellingum frægra styttna, svo sem hugsuðarins og kringlu- kastarans. Það var raunar áður en komið var upp á háhæðina, þangað lágu margar tröppur og brattar. Þverhnípt bjarg er niður að vík Páls postula, 116 metrar að hæð. Að sunnanverðu er aflíðandi hæð upp að fara. Við höfðum rölt þetta eftir krókóttum þröngum stígum milli hvítra húsa frá miðöldum. Við hefðum getað leigt okkur asna til þess að ríða á upp að rústunum, en það gerðum við ekki. Ég vor- kenndi aumingja ösnunum sem geymdir voru í stíu margir saman og illa lyktandi. Ég sá feita karla setjast upp á þá og nánast draga fæturna með jörðu, ekki var það falleg sjón. Áður en við fórum niður úr hof- inu horfðum við yfir þorpið Lindos, sem á sínum blómatíma var ann- álað fyrir fegurð og var heimkynni um 80 þúsund manna, víðsvegar að. Nú er hún Snorrabúð stekkur, þorpið er lágreist og fámennt, en fagurblátt. Eyjahafið stendur enn fyrir sínu. Við reyndum að setja okkur fyrir sjónir þá fjölmörgu árásarheri sem hingað hafa komið í aldanna rás. En vissulega voru þau þó miklu fleiri verslunarskipin sem hingað komu með friði til að taka hér vist- ir til áframhaldandi siglingar og á slíku lifðu Ródosbúar. í forgarði rústanna, hjá tröppunum upp í þær, er lágmynd af fornu herskipi frá Ródos rist í vegginn. Það létu Ródosbúar hinn fræga myndhöggv- ara Pythokritos gera um tvö hundruð árum f.k. til þess að hylla flotaforingjann Hagesandros sem þá nýlega hafði leitt flota þeirra til sigurs. Tröppurnar upp eru 77 og liggja að fordyri hallar hinna al- ræmdu Jóhannesarriddara sem stjórnuðu Ródos í rösk tvö hundruð ár, fram til 1522 þegar Tyrkir tóku völdin. Hvítu húsin með flötu þök- unum í Lindos eru frá valdatíma Tyrkjanna. ítalir tóku Ródos og héldu henni til ársins 1947 en þá sameinaðist hún Grikklandi. ítalir létu kenna börnunum á Ródos á ítölsku og réðu námsefninu en Ród- osbúar kenndu börnum sínum mál sitt og sögu svo lítið bar á. MeA bera leggi Lindosbúar eru frægir fyrir fagran útsaum og skrautdiska. Sú frægð er ekki óverðskulduð, það sannreyndum við á leiðinni út úr bænum. Við gengum gegnum þröngar götur þar sem litlar sölu- búðir voru hlið við hlið með hinu skrautlegasta úrvali af „skoute- les“, en svo nefna innfæddir skrautdiskana. Mikið er líka til sölu af grísk-kaþólskum helgi- myndum. Þær eru heldur þungl- amalegar að sjá, en hafa yfir sér alvarlegan hátíðleika sem er í takt við annað í orþódoxkirkjum eyjar- skeggja. Áður en við fórum að skoða rústirnar höfði»m við ekið fram á litla kirkju. Hún var hvít að utan með rauðu tígulsteinsþaki og frístandandi kirkjuturni. Á skilti á kirkjuveggnum stóð að sið- legs klæðnaðar væri krafist af kirkjugestum. Við reyndumst ekki siðlega klædd að mati gamallar konu sem auðsjáanlega gætti kirkjunnar. No, no, sagði hún og logað ljós, en einhver hafði greini- lega ekki álitið það nóg fyrir hinn látna og bætt við viskíflösku með lögg í. Þetta ferðalag okkar þremenn- inganna var mjög óformlegt. Reyn- ar er ekki mjög mikið hægt að bregða út af hringleiðinni í kringum eyjuna sem er hijóstrug, hvít og víða gróðurlítil. Ekki veit ég hvem- ig þarna er umhorfs um hásumar- ið, en seint í október er þurrlegt þarna um að litast. Ródos er ekki stór eyja, hún er 80 kílómetrar þar sem hún er lengst og breiðust er hún 40 kílómetrar og breiðir sig alls yfir 1400 ferkílómetra. Víða ókum við yfir brýr, en allir voru árfarvegir þurrir eins og eyðimerk- ur. Dýralífi sáum við lítið af, aðeins asnana sem fýrr er getið og svo slatta af geitum, fótfráum skepnum og skemmtilega forvitnum. Þegar við stóðum við í Lindos voru þær álíka forvitnar um okkar ferðir og við_ um þeirra. í lok ferðarinnar, þegar komið var myrkur og búið var að aka yfir fáfarna fjallvegi, stönsuðum við í veitingahúsi í litlu þorpi og fengum þar ágæta þjónustu. Þjónninn sem þar sinnti okkur brosti hvað eftir annað til okkar, slíkt er fremur óvenjulegt á Ró- dos, mér sýnist karlmenn þar al- mennt vera stoltir og gæddir lítilli þjónustulund. Ég velti því fyrir mér hvort hin mikilfenglega menn- ingarsaga hvíldi þeim svo þungt á herðum að hún torveldaði þeim að stjana við langt aðkomna ferða- langa. Messugjörðln Eftir að ferð okkar þremenning- ana var lokið langaði mig til þess að vera við messu í grísk- kaþólskri kirkju, mér fannst ekki nóg að hafa skoðað kirkju og kirkjugarð, það vantaði sjálfa mes- sugjörðina. Síðasta daginn sem ég dvaldi á Ródos vaknaði ég klukkan sjö að morgni til þess að vera við sunnudagsmessu klukkan hálfátta í lítilli kirkju í næsta nágrenni við hótelið sem ég dvaldi á. Eg klæd j ist siðlegum fötum, jakka og skós- íðum kjól, og arkaði af stað. Litlu kirkjuna fann ég fljótlega á næsta horni. Hún lét ekki mikið yfir sér og ekki var hún stórfenglegri inn- an dyra. í henni voru bara þtjár litlar ljósakrónur og níu reykelse- sker héngu í loftinu. Helgimyndin- ar voru heldur ekki sérstaklega skrautlegar. Presturinn, gamall maður með rytjulegt skegg, í satínhempu drapplitaðri og dökk- hærð miðaldra kona, þéttvaxin í svörtum kjól, sátu inni í kirkjunni og slúðruðu saman á grísku. Kon- an lét mig hafa kerti og ég lét peninga í samskotabaukinn. Ég kveikti á kertunum og stakk þeim í sandbakkann með fyrirbænum og settist svo í stól hægra megin í kirkjunni. Það er kvennamegin og tvöföld röð af stólum, hinum megin einföld röð. Konurnar í kirkjunni voru nú orðnar þijár. Tvær gráhærðar með hnút í hnakkanum og sú þriðja dökk- hærða og þéttvaxna hófu nú að syngja upp úr bókum sem stóðu á standi hægra megin í kirkjunni, við lítið afherbergi sem presturinn hafði horfið inn í. Allar voru kon- urnar búnar að kyssa með ástríðu helgimyndinar og krossa sig mörg- um sinnum. Konumar sungu nú með tilbreyt- ingarlítilli röddu og presturinn umlaði öðru hvoru í afhýsinu. Ein kona enn var komin til sögunnar. Hún var svo ömmuleg í framgöngu að mig langaði helst til að fá að kúra í hominu hjá henni og láta hana segja mér sögur og syngja fyrir mig. En hún mátti nú alls ekki vera að neinu slíku, hún var greinilega hjálparkokkur prestsins. Hún fór að afhýsinu og presturinn rétti henni reykelsisker sem hún fór með út og kveikti á því þar. Presturinn tók við kerinu og úr því lyppaðist reykurinn um alla kirkju. Onnur kona kom með brauð sem nokkru seinna var borið fram á litlu borði. Presturinn tók samanbrotið blað undan einu hinna fimm brauða og las það sem á það var letrað við kertaljós úr fimm arma kert- astjaka. Ég heyrði aðeins að þetta var nafnaþula að hluta, að öðra leyti skildi ég ekki orð af því sem hann sagði fremur en öðru því því sem fram fór. Eitt af öðra höfðu sóknarbörnin komið inn, sum settust en önnur stungu logandi kertum í sandbakk- ---i„—a.. 1 i i—..„,u,.rlQr no. SVO. Iw „.alll að syngja og höiuu rengið karlmenn með yfírskegg til liðs við sig, prest- urinn umlaði öðra hvora og talaði einstaka sinnum. Tvisvar kom hann með hina helgu bók sem fólkið kyssti — líka ég. Og alltaf hélt messan áfram. Eg var tekin að ókyrrast, orðin svöng. Ekki fengum við að bragða á þessum bústnu brauðum sem ég hafði þó vonast til, borðið var tekið og söngurinn hélt áfram. Presturinn var löngu kominn í gylltan kufl og ég var búin að læra að krossa mig alltaf þrisvar og hneigja mig öðru hvora þegar ég missti þolinmæðina eftir röska tveggja tíma messugjörð. Ég hafði komist að því, að til þess að vera gjaldgengur við slíka messu þarf fólk að hafa sterka fætur og mikla þolinmæði. Enginn leit upp þegar ég stóð upp til þess að fara. Það var löngu búið að slökkva á kertunum mín- um, það hafði ömmulega konan gert eins og svo margt annað. Á leið minni heim á hótelið í morgun- matinn hugsaði ég um hlutskipti kristinna kvenna. Víst höfðu þær ekki mátt tala á safnaðarsamkom- um, samkvæmt orðum Páls postu- la, en þær máttu að minnsta kosti bæði syngja og gera nánast öll við- vik sem gera þurfti við messugjörð- ina, þótt alls ekki mættu þær stíga fæti sínum inn í afhýsi prestsins. Mér býður í grun að varla sé sá tími enn kominn í sögu grísk-kaþól- skrar kirkju að konur sinni þar prestsstörfum að marki. Ég hugsa að Páll hefði bara verið þó nokkuð ánægður með það sem gerðist í litlu kirkjunni í Ródos þennan sunnu- dagsmorgun og þóst hafa haft er- indi sem erfiði þegar hann lagði að landi í Pálsvík í Lindos á sínum tíma. • bandaði að okkur hendinni. Ég hafði séð að inni voru gull og ger- semar og lyktin fjarskalega góð. Mig langaði inn og horfði bænar- augum á konuna. Meira mátti sín að Lilja talaði góða spænsku og hrafl í ítölsku. Við orðræðu hennar mýktist konan öll og fór þegjandi inn í kirkjuna og sótti tvo sloppa. Við Lilja klæddum okkur í slopp- ana, ísak fékk engan og varð held- ur dapur við. En konan var nú komin í góðverkastuð og lét sig ekki muna um að leyfa Isaki inn- göngu líka þótt hann væri með bera leggina. Kirkjukonan kom með löng og mjó kerti og og við kveiktum á þeim og báðum stundarhátt fyrir öllu okkar fólki, lífs og liðnu, og stungum síðan kertunum ofan í sandbakka. Inni í þessari kirkju vora margar ofur skrautlegar ljósa- krónur með glæram steinum sem stirndi á og á böndum í loftinu héngu reykelsisker úr gulli svo þétt að varla hefði mátt koma þar fleir- um fyrir. Öll önnur prakt var eftir því, en samt var eitthvert himin- hrópandi látleysi yfír öllu saman, eitthvað sem gerði það að verkum að maður beygði hnén í auðmýkt og lotningu fyrir framan guðsmynd yfir litlum predikunarstóli. Marmarl og viskíflaska Eftir að hafa skoðað rústirnar í Lindos varð á vegi okkar kirkju- garður. Af því að við höfðum þegar komið í kirkju ákváðum við að skoða líka kirkjugarð. Það leynir sér ekki að Lindosbúar gleyma ekki ástvinum sínum um leið og þeir eru komnir ofan í jörðina. Hvert og eitt grafstæði er þarna úr marmara gjört og á legsteinum era skápar með gleri sem geyma myndir af hinum látnu, stundum á hinum ýmsum aldursskeiðum, og einnig oft ljós. Á nánst hveijum legsteini héngu kransar úr plastblómum og víða voru líka margir vasar fullir af blómum á gröfunum. Kona ein svartklædd kom til okkar og sagði okkur í óspurðum fréttum að móðir hennar væri dáin fyrir mánuði og hún væri að snyrta leiði hennar. Við vildum vita hvernig grafið væri í garðinn og skildist okkur að kist- ur, t.d. hjóna, væru látnar hver ofan á aðra. Ékki tek ég þó fulla ábyrgð á þessum upplýsingum- Fyrir framan eitt leiðið var marm- araengill í fullri mannsstærð. Við það leiði var skápur sem í hafði SÚLUR Aþenuhofsins í Lindos. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Lesvos nd khíos Tyrkland Samos Kos Ródos _ Lindos 0 100 200 km Aþenuhofog grískar kirkjur * A Ródos reistu eyjaskeggjar hof, Aþenu til dýrðar, uppi á Akrópólis í bænum Lindos. Guðrún Guðlaugsdóttir skoðaði hofíð, kirkj- ur og fleiri merka staði í þorpinu, sem líka er þekktur fyrir skrautdiska og fagran útsaum bæjarbúa. LILJ A og fsak í tröppum Aþenuhofsins. „Skulu konur þegja á safnaðar- samkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undir- gefnar, eins og líka lögmálið segir,“ skrifaði Páll postuli í bréfí til Kor- intumanna. Ekki veit ég hvort hann skrifaði þetta áður en hann kom til Ródos þar sem ég var fyrir skömmu stödd. Með súlur Aþenuhofs að baki stóð ég uppi á Akrópólis í Lindos og horfði niður á höfnina þar sem Páll postuli tók land á sínum tíma. Þetta er með afbrigðum góð höfn og ber víkin þar sem skip Páls kom að landi enn nafn hans. Ekki veit ég hvemig honum gekk að kristna Ródosbúa í þessari ferð en hitt veit ég að orðin tilvitnuðu sem hann skrifaði Korintumönnum hafa verið konum afdrifarík. Ég sneri mér við og fór að ræða um trúarbrögð, heiðin og kristin, við ferðafélaga mína, þau Lilju Ein- arsdóttur tölvufræðing og ísak Sig- urðsson sagnfræðing og blaða- mann. Við vorum þarna þrjú á ferðalagi saman og sátum nú á stuttbuxum á ljósum kalksteins- veggjum í sólinni. Það kom í ljós að orð Páls postula í bréfinu til Korintumanna sitja eins mikið í Lilju og mér, en ísak var öllu mild- ari í garð Páls; þeir standa saman þessir karlmenn, það er ekki að ófyrirsynju að karlaveldið hefur haldið sér vel í gegnum aldirnar. Konur hefðu betur tekið sér fyrr stríðsgyðjuna Aþenu til fyrirmynd- ar. Hún var ekki aðeins stríðsgyðja, jafnan sýnd með hjálm, skjöld og spjót, heldur gegndi hún fleiri hlut- verkum er tímar liðu fram. Fyrir utan að vera visku- og mennta- gyðja varð hún einnig verndargyðja handverksmanna. Aþenuhofið fræga Aþenu til dýrðar reistu Ró- dosbúar hof upp á Akrópólis í Lin- dos. Henni var þó ekki fórnað nautgripum eins og ýmsum öðrum guðum, heldur vínbeijum og sæl- gæti og þess vegna var ekkert altari í hofinu — það var eldlaus helgidómur. Eldur grandaði þó því hofi Aþenu sem Kleovoulos, einn helstur valdsmaður Ródos og vitr- ingur, lét reisa henni til dýrðar. Undir hans stjórn varð blómatími Ródos mestur. Hann ríkti í 40 ár og þegar hann dó létu landar hans gera honum glæsilegt minnis- merki þar sem sigra hans er minnst. Eftir að Aþenuhofið brann árið 342 f.k. var það endurbyggt og nú glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Það var með dóriskum súlum og styttan af Aþenu var gullidrif- in með höfuð úr flílabeini. Þúsund- ir manna komu til þess að skoða Aþenuhofið fagra í Lindos og færðu gyðjunni dýrmætar gjafir, meðal þeirra var sjálfur Alexander mikli. Hofið var stækkað í bysan- tískri tíð en Theodosius hinn fyrsti sem ríkti 378 til 395 e.k. bannaði dýrkun hinna gömlu guða og lét Gjöld fyrir símtal með GSM síma Innanlands Til íslands Sínriolélag Land kerfisnr. ísl.kr. á mín. nótt/ Ísl.kr.ámín. nótt/ ! dag neigar dag neigar if CELLNET Bretland 234-10 26,20 13,10 144,09 144,09 VODAFONE Bretland 234-15 32,75 13,10 108,72 77,29 Sonofon Danmörk 238-02 36,79 18,47 115,02 81,09 Tele Danmark Danmörk 238-01 36,75 18,38 115,02 99,37 France Telecom Frakkland 208-01 53,67 21,50 141,53 91,88 SFR Frakkland 208-10 53,52 32,02 88,01 70,38 NetCom GSM Noregur 242-02 35,67 28,37 57,17 57,17 Telenor AS Noregur 242-01 35,88 30,15 42,98 42,98 Airtel Spánn 214-01 38,13 14,04 66,26 58,00 Telefonica Spánn 214-07 37,28 14,91 99,41 74,56 8 Comviq GSM AB Svíþjóð 240-07 47,89 15,47 69,78 55,83 Europolitan Svíþjóð 240-08 49,67 15,47 75,26 66,77 Telia Mobitei AB Svíþjóð 240-01 49,62 49,62 59,02 59,02 DeTeMobil D1 Þýskal. 262-01 72,09 29,25 92,99 67,91 Mannesmann Þýskal. 262-02 98,73 20,37 98,73 71,05 Notkun GSM síma í útlöndum Gjaldskráin mismun- andi milli rekstraradila ÞEGAR fólk ferðast á erlendri grundu með GSM símann, vill brenna við að það viti ekki nákvæm- lega hvernig á að nota símann. Fólk áttar sig heldur ekki á því að gjaldskrá hinna ýmsu rekstraraðila geta verið mismunandi þó fyrirtæk- in starfi í sama landi. Þetta sagði Einar Vilhjálmsson, þjónustufulltrúi farsíma, hjá Pósti og Síma. Sagði hann jafnframt að oftast væri til- tölulega lítill munur á mínútugjaldi milli rekstraraðilanna, en munurinn gæti verið meiri ef hringt væri milli landa. Einar sagði að mönnum væri heldur ekki alltaf ljóst hvernig tengjast ætti farsímakerfum þegar komið væri utan. Hér er því hnykkt á örfáum atriðum sem skipta máli þegar menn nota farsíma erlendis. Val á rekstraraðlla Þegar GSM kortið er notað í út- löndum þarf að velja rekstraraðila á því svæði sem farsíminn er stadd- ur á. Þetta val getur átt sér stað með sjálfvirkum eða handvirkum hætti. Hægt er að skrá tíu mismun- andi, erlenda rekstraraðila í minni GSM kortsins. Þegar leitað er sjálf- virks aðgangs að GSM kerfum tengist síminn því neti sem hefur sterkasta móttökustyrkinn. Ef ekki næst samband við neinn af þeim rekstraraðilum sem skráðir era á kortið, fer það eftir tegund farsíma hvað gerist næst en valmyndir eru mismunandi eftir símtækjum. Ann- að hvort heldur sjálvirk leit áfram í tilviljunarkenndri röð eða áfram- haldandi leit þarf að fara fram með handvirkum hætti. Farsíminn getur skipt um GSM rekstraraðila án þess að notandi taki eftir því ef síminn fer út fyrir þjónustu- svæði þess kerfis sem hann var í sambandi við. Ef símtal stendur yfír þegar síminn fer út úr þjónustusvæði, rofnar símtalið og síminn leitar eftir sambandi við annað kerfi. Borgar sig að kynna sér verðskrá áður en farið er utan Þegar síminn er stilltur á hand- virka leit, leitar hann að sambandi við það kerfi sem sendir út mestan styrk. Nafn símafélagsins kemur fram á skjánum og þarf þá að sam- þykkja tenginguna eða leitar áfram að öðram aðila sem rekur þjónustu á sama svæði. Kosturinn við að leita handvirkt er að alltaf er vitað hvaða GSM kerfi er notað. Sagði Einar þetta áhugavert fyrir þá sem vilja sérstaklega ákveðið kerfi, til dæmis vegna útbreiðslu, lægra verðs eða vegna betri þjónustu. Eins og áður segir er verð fyrir notkun GSM kerfa mismunandi. Samt sem áður er verðlagningin háð nokkrum grandvallaratriðum. Þegar erlent GSM kerfi er notað kostar símtalið oftast það sama og notendur í því landi greiða fyrir sams konar símtal. Til viðbótar kemur álag vegna innheimtu og uppgjörs við erlenda aðilann sem er 15%. Ef almennur símnotandi hringir í íslenskan farsíma sem er erlendis, borgar sá sem hringir sama verð og hann myndi borga ef síminn væri á íslandi enda er hringt í ís- lenskt símanúmer. Handhafí GSM kortsins borgar hins vegar fyrir símtalið frá Islandi til viðkomandi lands. Sé hringt í íslenskan farsíma erlendis er gjald samkvæmt ís- lensku útlandagjaldi. Það borgar sig fyrir ferðamenn að kynna sér gjaldskrár erlendu rekstraraðilanna í viðkomandi landi áður en farið er utan. Upplýsingar um verð og flest það sem viðkemur farsímum er hægt að fá hjá Not- endaþjónustu farsímakerfis Pósts og Síma. Þá eru símafélögin erlend- is með upplýsingasíma og einnig ætti að vera hægt að fá upplýs- ingar um verð á hótelun- um. ■ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.