Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAPISTILL Rannsóknir þurfn ókveóinn samastnð NAUÐSYN þess að efla rannsóknir í ferða- þjónustu á íslandi hef- ur ósjaldan borið á góma innan atvinnu- greinarinnar og enn frekar nú þegar unnið er að framtíðarstefnu í ferðamálum víða um land. Traustar upplýs- ingar um umfang og eðli ferðaþjónustu eru nauðsynlegar við slík störf og þau önnur sem tengjast uppbyggingu greinarinnar. Þrátt fyrir mikla umræðu um þessi mál hefur farið hljótt um rann- sóknir í íslenskri ferðaþjónustu og kenna þar flestir um fjárskorti, hjá bæði opinberum aðilum og í einka- fyrirtækjum. Aðrir segja viljann ekki fyrir hendi eða að ekki hafi verið sýnt fram á hagnýtt gildi slíkra rannsókna. Skýr skllaboð Á ráðstefnu sem haldin var sl. föstudag af Félagi háskólamennt- aðra ferðamálafræðinga var hag- nýtt gildi rannsókna til umræðu og má segja að skilaboð framsögu- manna hafí verið skýr: Rannsóknir í ferðaþjónustu eru grundvöllur allr- ar skipulagningar til framtíðar. Rannsóknir í ferðaþjónustu hafa öðlast viðurkenningu víðast hvar og er mikið starf unnið erlendis að eflingu þeirra. Hvað snertir rann- sóknir í ferðaþjónustu á íslandi er og hefur verið unnfð að nokkrum slíkum, það sem á vantar er hins vegar að samhæfa þá krafta sem starfa að rannsóknum í dag. John Fletcher, prófessor við Bo- umemouth háskóla, lagði mikla áherslu á það í erindi sínu, að ef vel ætti til að takast í uppbyggingu ferðaþjónustu yrði að byggja á grundvelli niðurstaðna rannsókna. Ekki væri hægt að marka stefnu né vinna að forvörnum á einn eða annan hátt, ef fyrri reynsla og nú- verandi staða væri óljós. Fletcher nefndi dæmi frá mismunandi lönd- um máli sínu til stuðnings, dæmi um rannsóknir á svo til öllum svið- um ferðaþjónustu. Aðferðafræðin er misjöfn, sagði Fletcher, en eftir 17 ára reynslu í vinnslu rannsókna um áhrif ferða- þjónustu á efnahag þjóða, menningu og náttúrulegt umhverfi hefur hann sjálfur hannað rannsóknar- kerfi. Fletcher kynnti þetta kerfi, eða líkan. Það er óhætt að segja að ráðstefnugestum hafi þótt mikið til lík- ansins koma en jafn- framt fundið mjög greinilega til þess hve íslensk ferðaþjónusta á í rauninni langt í land í þessum efnum. Meðal þess sem mælt í kerfí Fletchers eru efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu og áhrif á náttúru- legt og samfélagsleg umhverfi. Á þeim grunni má þá gera áætlanir um fjárfestingar og uppbyggingu til næstu ára. Sem dæmi um notkun líkansins sýndi Fletcher fram á hvemig reikna má út þörf fyrir menntun í ferðaþjónustu. Eyðsla ferðamanna eftir þjóðemi og eftir mismunandi dvaiarlengd em þá breytur sem Fletcher tekur til í lík- aninu. Með aðferðum reiknilistar- innar má skilgreina hve mörg störf í ferðaþjónustu ákveðin íjöldi ferða- manna frá ákveðnum markaðs- svæðum skapa og á þann hátt áætla fjölda starfa í framtíðinni. Með þær niðurstöður í hendi er næsta skref auðveldara þ.e. að áætla og skipu- leggja þörf fyrir menntun þessara nýju starfsmanna. Störfunum sem skapast er skipt niður á þjónustu- þætti innan atvinnugreinarinnar s.s. hótel- og veitingaþjónustUj af- þreyingu og samgöngur. Áhrif hvers ferðamanns em reiknuð út hlutfallslega og þá út frá tilgangi ferðar og eyðslu. Sklpt um gír Helga Þóra Eiðsdóttir, deildar- stjóri markaðsrannsókna hjá Flug- leiðum, kynnti starfsemi fyrirtækis- ins á sviði markaðsrannsókna. Mik- il breyting hefur orðið hjá Flugleið- um á þessu sviði og er nú lagður aukinn þungi á rannsóknir á þörfum og óskum viðskiptavina. Það var greinilegt á máli Helgu Þóm að Flugleiðir hafa nú skipt um gír frá því að vera framleiðslusinnað fyrir- tæki í markaðssinnað, enda er slíkt nauðsynlegt öllum fyrirtækjum sem Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. FERÐALÖG Morgunblaðið/Ámi Sæberg UNNIÐ er að framtiðarstefnu í ferðamálum víða um land. kljást við síaukna samkeppni og kröfuharða neytendur. Tryggð neytenda við vömmerki og fyrirtæki í ferðaþjónustu er yfír- leitt talin lítil og benti Helga Þóra m.a. á nauðsyn þess að mæta vænt- ingum og kröfum neytenda í þeim tilgangi að halda þeim sem við- skiptavinum fyrirtækja. „Frá flug- félagi til ferðaþjónustufyrirtækis" var yfírskrift erindis Helgu. Stefnu- breyting Flugleiða kom skýrt fram í erindinu, þ.e. það markmið að fylgja ferðamanninum og þjónusta hann allt frá því að hann ákveður að fara í ferð til íslands og þar til ferðinni er lokið. Starfssvið Flug- leiða hefur stækkað og vakti það að vonum margar spurningar hjá ráðstefnugestum, meðal annars um yfírráð þessa stærsta fyrirtækis í íslenskri ferðaþjónustu á markaðn- um og samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja við hlið „þess stóra.“ Ferðavenjur íslendlnga Rut Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Hagstofu íslands, kynnti Evrópu- verkefni sem Hagstofan vinnur að um ferðavenjur Islendinga. Verk- efninu er ekki lokið, en gera má ráð fyrir nokkuð heildstæðum nið- urstöðum um ferðir íslendinga og ferðamáta innanlands og utan. Hagstofan safnar einnig upplýsing- um um gistinætur hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum, en slíkar upp- lýsingar eru grundvallaratriði þegar meta á umfang ferðaþjónustu, dval- arlengd og ferðavenjur. Rut sagði það löngum hafa verið vandkvæð- um bundið að fá ferðaþjónustuaðila til að gefa upp til Hagstofu réttan fjölda gistinátta en nú væru heimt- ur að aukast. Auk þess væri unnið að því að greina betur milli mismun- andi tegundar gistingar og sundurl- iða gistinætur nákvæmar eftir ríkis- fangi gesta. Það kom fram í erindi Rögnvald- ar Guðmundssonar, ferðamálafull- trúa Hafnarfjarðar, að nú vinni ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir á íslandi að rannsóknum í ferðaþjón- ustu. Hins vegar skorti á samhæf- ingu þessara afla og samnýtingu niðurstaða. í sama streng tók pró- fessor Þórólfur Þórlindsson, vara- formaður Rannsóknarráðs Islands, sem fjallaði um hlutverk rannsókna í ferðaþjónustu á íslandi. „Til að slíkt megi verða,“ sagði Þórólfur, „er nauðsynlegt að fínna rannsókn- um í ferðaþjónustu ákveðin sama- stað. Ferðaþjónusta er þverfagleg atvinnugrein þar sem margir þættir koma saman og hafa áhrif hver á annan. Ef rannsóknir eru fram- kvæmdar af mörgum litlum aðilum verður uppbyggingin ekki kerfís- bundin. Rannsóknarráð íslands hef- ur nú sett rannsóknir í ferðaþjón- ustu í forgangsröð hvað snertir styrkveitingar úr sjóðnum." Þórólfur sagði að hins vegar mætti ætla að rannsóknir í þessari atvinnugrein lentu utan kerfís og fengju þar af leiðandi minni at- hygli þar sem greinin hefði engan málsvara eða sterka stofnun á bak við sig. „Með tengingu við skóla- kerfíð, til dæmis háskólana er hægt að skapa grundvöll til markvissra rannsókna auk þess sem þar er unnið að rannsóknum í öðrum fræðigreinum sem tengjast ferða- þjónustu.“ Sameiglnlegur grundvöllur til rannsókna Það kom fram í umræðum seinna á ráðstefnunni að koma mætti á rannsóknameti í stað sérstakrar stofnunar. Prófessor Fletcher lagði sitt til málanna í þeirri umræðu og taldi að miðað við smæð íslands og í ljósi þeirrar staðreyndar hve þverfagleg atvinnugreinin væri, yrði erfíðara að koma á skilvirku kerfi án þess að til kæmi ákveðinn rammi eða sameiginlegur vettvang- ur til slíkra verka. Það er ljóst að rannsóknir í ferða- þjónustu eru málefni sem setja mun svip á íslenska ferðaþjónustu næstu árin. Það er enda óhjákvæmilegt að eftir því sem greinin þroskast og eflist, aukist mikilvægi og nauð- syn skipulegrar uppbyggingar. Grunnupplýsingar verða alltaf að vera fyrir hendi, s.s. um fjölda ferðamanna, uppruna, eyðslu og ferðavenjur. Án þeirra er ófram- kvæmanlegt að starfa kerfisbundið hvað þá nýta þá tækni sem til er, t.d. fyrrnefnt líkan Fletchers. Fleiri rannsóknir eru hins vegar nauðsyn- legar og ef marka má orð prófess- orsins frá Bournemouth er happa- drýgst að skapa sameiginlegan grundvöll til rannsókna í samvinnu hins opinbera og þjónustuaðilanna sjálfra. ■ Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Höfundur er ferðamálafræðingur SKÍÐAFÓLKI í Ölpunum hefur fækkað. íþróttin er dýr og margir eru orðnir leiðir á að standa í löng- um biðröðum við lyfturnar. Það hefur einnig dregið úr skíðaástríð- unni, færri hafa áhuga á að renna sér daginn út og daginn inn svo dögum skiptir en áður. Skíðastaðir í Austurríki og Sviss bregðast við með að bjóða upp á meira úrval skíðamiða. Böm yngri en 9 ára fá til dæmis að renna sér frítt í Zermatt í Sviss og þeir sem nenna ekki að renna sér lengur en fram að hádegi á sumum stöðum í Austurríki geta fengið eftirmið- daginn endurgreiddann. Þar er verðið á dagsmiðunum víða lagað að því hvenær þeir eru keyptir - heils dags miði, hálfs dags miði, klukkan 13 miði, klukkan 14 miði o.s.frv. Salzburger Land býður í vetur upp á svokallaðan SkiJoker sem gildir á öllum skíðasvæðum sam- bandsríkisins allt skíðatímabilið. Það er hægt að kaupa 10 daga eða Aukið úrval skíða miða í Ölpunum 14 daga Jóker og nota hann á mismunandi skíðasvæðum dag eft- ir dag eða með margra daga eða vikna millibili. Dagurinn á Jókern- um er ódýrari en eins dags skíða- passi alls staðar í Salzburger Land. Það borgar sig þó enn að kaupa til dæmis viku skíðapassa á ákveðnu svæði en þeir sem vilja prófa fleiri en einn stað geta spar- að á að kaupa Jókerinn. Það verð- ur að panta hann fyrirfram hjá: SalzburgerLand, PF 1, A-5300 Hallwang bei Salzburg, sími: 43/662/6688-0, fax: 43/662/668866, netfang: in- foszgtour.co.at. Þeir sem hafa Jó- kerinn sleppa við að standa í langri biðröð, að minnsta kosti í miðasöl- unni. TllboA Þeir sem kaupa sér skíðamiða daginn áður en þeir ætla að renna sér í Flims og Laax í Sviss fá af- slátt á miðanum. Þar er einnig boðið upp á afsláttarkort sem gild- ir í einn, tvo eða tólf mánuði og veitir helmings afslátt á öllum skíð- amiðum og annarri skíðaþjónustu á svæðinu. Kortið borgar sig fyrir þá sem fara í fleiri en átta daga á skíði í Laax. í Austurríki er nokkuð algengt að fimm daga skíðakort gildi til dæmis í viku svo að þeir sem fara þangað í frí þurfa ekki að renna sér á hveijum degi heldur geta sleppt degi úr án þess að fá sam- viskubit af að nýta ekki skíðakort- ið til hins ýtrasta. ■ Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.