Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 D 3 BÍLAR Ökuskóli Audi AG í Austurríki Kraftar bílsins og meöhöndl- un þeirra HEMLUN og stýring bíls með ABS-hemlalæsivörn er góð æfing. í ZIRL í Austurríki, litlum bæ um 20 km frá Innsbruck, er Audi AG með einn af mörgum ökuskólum sínum. Þar tóku fimm íslendingar, sem voru einkum í þeim erinda- gjörðum í Evrópu að reynsluaka nýjum VW Passat, þátt í tveggja daga grunnnámskeiði undir leiðsögn Freddy Kottulinsky. Skemmst er frá því að segja að námskeiðið var bæði stórskemmtilegt og fróðlegt. Eðlisfræði bílsins Auk íslendinganna tók stór hópur umboðsaðila Audi frá Mexíkó þátt í námskeiðinu. Fyrsta daginn fór Kottulinsky yfir eðlisfræði aksturs- ins og skýrði út í máli og myndum þá krafta sem virka á bílinn eftir því hvaða drif hann hefur. Kottulin- sky þessi er gamalreyndur ökuþór af pólsku bergi brotinn, fæddur í Svíþjóð en hefur verið búsettur í Austurríki síðustu áratugi. Hann á að baki ágætan feril sem aksturs- íþróttamaður, vann m.a. París-Dak- ar rallið og hampaði Evrópumeist- aratitili oftar en einu sinni í Form- ula 3 keppnunum. Flestir hafa líklega haft einhveija óljósa hugmynd um þá krafta sem virka á bílinn og fundið þá toga í hann við akstur en lítið hugleitt þá að öðru leyti. Með því að setja fram þessi eðlisfræðilegu lögmál í máli og myndum jókst skilningur margra á því hvers vegna bíll ofstýrir eða undirstýrir í beygjum. Kottulinsky benti á að aðallega tveir kraftar verka á hjólbarða, þ.e. langskraftar og hliðarkraftar. Þess- ir kraftar verða til þegar bíl er hrað- að, hægt er á honum og honum er beygt. Því minni sem langskraftur- inn er sem fer um hjólbarða því meiri er hliðarkrafturinn. Af þessu leiðir að sítengt aldrif býður upp á mesta öryggið í akstri. Með drifi á öllum hjólum fer aðeins 25% vélar- orkunnar um hvert hjól. í bíl með drifi á tveimur hjólum fer 50% vél- arorkunnar á hvort hjól. Kanntu að sitja í bíl? Því næst var farið út á æfinga- svæðið sem er svipað stórum fót- boltavelli að stærð. Þar var mönnum fyrst bent á að sitja rétt í bílnum því það gerði þeim kleift að bregð- ast skjótt við ef hættu steðjar að í umferðinni. Kottulinsky benti á að ökumaður skyldi sitja svo hátt í sætinu að hann sæi yfír stýrið á veginn og framendann á bílnum. Vinstra hné ökumanns skyldi vera lítillega bogið þegar kúplingin væri staðin í botn. Með þessu móti hefði ökumaðurinn nægilegt afl í fætinum til þess að halda efri hluta líkamans í skorðum í sætinu og til þess að beita bremsufetlinum við krítískar aðstæður. Auk þess drægi þessi staða fótarins úr meiðslum við árekstur. Korter í þrjú Og nú vildi Kottulinsky kenna okkur að halda um stýrið! Það fór að renna tvær grímur á suma. Þarf að kenna mönnum sem hafa ekið í 20 ár að halda um stýrið? Kottulin- sky sagði að það væri aðeins ein leið til þess að halda um stýrið. Það skyldi gert með báðum höndum þannig að hendurnar væru eins og vísar á klukku sem vantaði korter í þijú. „Ökufasismi!“ flaug í gegnum hugann á einhveijum. „Freddy, ÞÁTTTAKENDUR í námskeiði Audi í Zirl í Austurríki um miðjan nóvember. Standandi frá vinstri eru Guðbrandur Bogason, formaður Félags íslenskra ökukennara, Þórhallur Jósepsson, ritstjóri Oku- þórs, Sigfús Sverrisson, framkvæmdastjóri, Jóhannes Reykdal blaðamaður og greinarhöfundur. Sitj- andi á hækjum sér lengst til hægri er aðalleiðbeinandinn, Freddy Kottulinsky. skiptir það máli hvernig haldið er um stýrið?“ Kottulinsky tróð sér í pípu og benti á að þegar ökumaður lendir í þeim aðstæðum að bíllinn ofstýrir, þ.e. þegar afturendi bílsins rennur út til hliðar í beygju, skipti það öllu máli að vita hver staða framhjól- anna væri. Með því að nota „korter í þijú“ regluna nægði að snúa stýr- inu í hálfhring við langflestar að- stæður. í kröppum beygjum þyrfti þó að „krossleggja“ hendurnar. Meðan hendin lengra frá áætlaðri beygju væri enn að snúa stýrinu ætti að lyfta hinni hendinni nær beygjunni og taka með henni nýtt tak á stýrinu í um 180 gráða fjar- lægð. Þessi aðferð tryggði snögga og örugga stýringu og auðvelt væri að ná aftur grunnstefnu bílsins. Ofstýrt — ofstýrt Akstur við ofstýringu var síðan æfður á afturhjóladrifnum Audi langbökum. Búið var að raða upp keilum sem mynduðu víðan hring. í hringnum miðjum var vatnshani sem sprautaði fínum en þéttum úða á brautina og gerði hana hála. Æfíngin fólst í því að aka bílnum í hringi og auka hraðann þar til dró úr langskröftum til afturhjólanna. Að endingu skreið afturendi bílsins til og hann ofstýrði. Um leið og vart varð við ofstýringu var stigið á kúplinguna og stýrinu snúið í þá átt sem afturendinn skreið. Og þetta gekk svona og svona, eins og hlátr- arsköll viðstaddra voru til vitnis um. Sama æfing var gerð á þurri braut á fjórhjóladrifnum bíl. Bíllinn náði mun meiri hraða, yfirstýrði lít- illega, en rétti sig strax af þegar stigið var á kúplinguna. Nauðhemiaö með ABS Bílarnir sem mest voru notaðir á æfingasvæðinu voru Audi A4 quattro með 2,8 lítra vél. Þeir voru með ABS-hemlalæsivörn og æft var í þaula nauðhemlun og stýring með þessum þarfa búnaði. Keilum var raðað upp í tvær raðir svo þær mynduðu um 10 metra langa ak- rein sem sveigði til hægri og svo aftur til vinstri. Kúnstin var að botna bílinn í fyrsta og öðrum gír á um 100 metra löngum kafla þar til hann náði um 75-80 km hraða á klukkstund, nauðhemla þegar kom að fyrstu keilunum og stýra bílnum í beygjurnar án þess að snerta keilurnar. Þetta var stór- skemmtileg æfing og skilur eftir sig reynslu sem gæti átt eftir að Það er leikur að læra Mönnum varð á orði að námskeið Audi væri skemmtilega uppbyggt, allir hefðu haft gaman af því að læra. Kottulinsky sagði að allir sem kæmu á námskeið Audi ættu eitt sammerkt. Allir teldu sig þó mun betri ökumenn en þeir í raun væru. Hann sagði að um íslensku öku- mennina mætti þó segja þeir hefðu staðið sig vel og augljóst af ökulagi þeirra að þeir væru vanir slæmum vegum og aðstæðum og kipptu sér lítið upp við það þótt bíllinn skriði lítillega af stað í beygjum. Fát hefði hins vegar komið á marga af Mexík- önunum þegar þeir fundu að þeir höfðu ekki fulla stjórn á bílnum. Við tókum lofinu af stakri hóg- værð enda var líka kominn talsverð- ur keppnishugur í menn. Kottulin- sky hafði nefnilega lofað okkur ís- lendingunum að reyna með okkur í kappakstri á brautinni svona að endingu. Hann og aðstoðarmenn hans lögðu brautina með keilum, með kröppum beygjum, víðum beygjum og beinum köflum og ætl- unin var að tímamæla keppendur á tveimur hringjum. Skemmst er frá því að segja að keppnin var jöfn og hörð en Kottulinsky sigraði. Morgunblaðið/Þórhallur Jósepsson RÉTT viðbrögð við ofstýringu voru æfð á rennblautri braut. nýtast við raunverulegar aðstæður. Kottulinsky aftengdi síðan hemlalæsivörnina og gerð var svip- uð æfing. Hemlunarvegalengdina var a.m.k. helmingi lengri og mun erfiðara var að halda stjórn á bílnum í beygjunum. Á námskeiðinu kviknaði sú hugs- un og var orðin nokkuð áleit þegar á leið að þörf væri á aðstöðu sem þessari á Islandi. Ökunemum gefst alls enginn kostur á að gera slíkar æfingar í vernduðu umhverfi en aðstæður eins og of- eða undirstýr- ing og nauðhemlun geta komið upp hvenær sem er. Hérlendis er ný- slegnum ökumönnum slengt út í umferðina lítt reyndum og þeir látn- ir takast á við krítískar aðstæður í fyrsta sinn í almennri umferð. Það er náttúrulega ekkert vit í þessu og engin tilviljun að slysatíðni sé hæst meðal yngstu ökumannanna. BÍLAR VW Passat á heima- velli á „átóbönunum" vi ISLENSKUM blaðamönnum bauðst á dögunum að reynslu- aka nýjum Volkswagen Passat á heimavelli á þýskum hrað- brautum og sveitavegum, allt til Austurríkis. Skemmst er frá því að segja að undirritaður varð ekki fyrir vonbrigðum með nýja bílinn sem hefur allt til að bera til þess að gleðja ^ ökumanninn, mikið vélarafl, 0 góða aksturseiginleika og fal- lega hönnun. Leiðin lá fyrst í risavaxnar verk- smiðjur Volkswagen í Wolfsburg sem Adolf Hitler lagði hornstein að á sínum tíma. Þar biðu blaðamanna tvær Passat bifreiðar, önnur með 1,8 lítra, fjögurra strokka bensínvél með forþjöppu og millikæli, 150 hestafla, og hin með nýrri 1,9 lítra, fjögurra strokka forþjöppudísilvél með millikæli, 110 hestafía. Báðir bílarnir voru með fimm gíra hand- skiptingu. 1,8 lítra vélin fæst einnig án forþjöppunnar og er þá 125 hest- öfl. Ekið var frá Wolfsburg til bæjar- ins Seefeld í Austurríki með við- komu í Ochsenfurt, Ingolstadt og Starnberg, rétt sunnan Munchen. í Ingolstadt var tekið hús á Audi mönnum í nýju Audi Center og fengnir að láni Audi A4 stallbakur með sömu 1,8 1 bensínvélinni og í Passat bílnum og langbakur með 2,6 lítra bensínvél. Snemma á næsta ári verður Pass- at fáanlegur hér á landi eða um svipað leyti og langbaksútfærslan kemur á markað í Þýskalandi. Fyrsti Passat bíllinn kom á mark- að 1973 og braut hann blað í sögu VW verksmiðjanna með framhjóla- drifi sínu. Hann leysti af hólmi VW 1600 bílinn sem var afturhjóladrif- inn og með loftkældri vél. Passat var líka fyrsti bíllinn með eldsneyt- istanki úr plasti. Um mitt árið 1996 höfðu samtals verið framleiddir rúmlega 6,9 milljónir Passat bílar. Stærri en Audl A4 Passat er stærsti bíllinn frá Volkswagen verksmiðjunum. Til samanburðar má nefna að hann er 19 sm lengri en Audi A4 stallbakur- inn og 4,5 sm hærri. Þetta er fah Iega hannaður bíll. Framendinn virkar dálítið styttri en hann í raun FARANGURSRÝMIÐ tekur 475 lítra en 745 lítra af sætisbök eru felld niður. Að- gengið er hins vegar dálítið þröngt. er sem helgast af aftur- hallandi framrúðu en þakið er nokkuð hátt og kúpt. Ættareinkenni frá gömlu Bjöllunni myndu margir ætla. Þriðja hliðarrúðan, sem er reyndar ekki nema lítill ljóri, setur dálítinn límúsínusvip á bílinn. Afturendinn er fremur stuttur og mikill halli er einnig á afturrúð- unni. Allt er þetta með ráðum gert til þess að draga sem mest úr vindmótstöðu og virðist sem það hafí tekist bærilega því vindstuðullinn er aðeins 0,27 sem er með því lægsta í þessum flokki bíla. Góð sæti Framsætin eru fremur há í bíln- um og auk þess er einfalt að stilla sætishæðina. Af þessu leiðir að gott er að setjast inn í bílinn og komast út úr honum á ný. Olnboga- rými er í góðu lagi. Einnig er hægt að breyta stillingum á sætisbaki og fjarlægð sætis frá stýri eins og í flestum öðrum bílum. Sætin eru stinn og veita góðan hliðarstuðning og góður kostur er að hægt er að stilla mismikinn þrýsting á mjóbak- ið. Besta athugun á sætum er eflaust að aka nokkuð hundruð kíló- metra leið án hvíldar eins og gert var í Þýskalandi á dögunum. Finni ökumaður lítið fyrir stirðleika eftir slíkan akstur er óhætt að fullyrða að sæti eru velheppnuð og það eru þau í Passat. Ekki svo lítið atriðði þegar hugað er að bílkaupum því margir eru löngum stundum í bilum sínum. Þrír fullorðnir komast fyrir í aftursætum en það væri ekki sann- leikanum samkvæmt að segja að vel fari um þá og hætt við að í það minnsta farþegi í miðju aftursæti fínni fyrir stirðleika eftir langa setu. Farangursrými tekur 475 lítra en 745 lítra af sætisbök eru felld niður. Til samanburðar má nefna að farangursrými Audi A4 stallbaks tekur 440 lítra, Ford Mondeo 460/1.290 lítra, Opel Vectra 500/790 lítra. Eini snöggi bletturinn sem undir- ritaður fann á þessum velheppnaða bíl VW er farangursrýmið. Aðgang- ur að því er þröngur sem gerir það að verkum að erfiðleikum getur verið bundið að koma stórum hlut- um fyrir í skottinu. Þrjár búnaðarlínur í Þýskalandi er Passat boðinn í þremur búnaðarlínum, þ.e. Com- fortline, sem er grunnlínan, Trend- line og Highline sem er best búni bíllinn. Engu að síður er grunnlínan afar ríkulega búinn bíll. Áklæði er úr velúr, rúðuvindur eru rafdrifnar í fram- og afturhliðargluggum, milli framsætanna er hvíldararmur með geymsluhólfi og fyrir miðju aftur: sæti er einnig hvíldararmur. í Trendline er stýrið að auki leður- klætt, annað áklæði á sætum og dyraspjöldum og skreyting er á mælaborði og hurðum, annað hvort úr áli eða valhnotu. Highline hefur sama búnað og Trendline en að auki leður- og alcantaraklæðningu. Góð vegtilfinning Fyrsti áfangi leiðarinnar var ek- inn á 1,8 lítra túrbóbensínbíln- um. Leiðin lá frá Wolfsburg til Ochsenfurt. Bíllinn hefur létt og gott upptak enda eru ekki nema um 9 kg á hvert hestafl sé öku- maður einn í bílnum. Þýska bílablaðið Auto Motor und Sport gefur upp að hröðun úr kyrr- stöðu í 100 km hraða á klst taki 8,7 sekúndur sem er ákaflega traustvekjandi þegar máli skiptir að ná upp mikilli hröð- un á skömmum tíma þegar farið í þegar tekið er rösklega af stað og lagt á bílinn um leið. Passat er þó blessunarlega laus við þetta og má líkast til þakka það nýrri fram- fjöðrun, svonefndri fjórliðafjöðrun með gormum og gashöggdeyfum. Bíllinn er með diskahemlum að framan og aftan, kældum að fram- an. Hemlunarátakið er létt og heml- unin jöfn. Það er einstaklega ánægjulegt að aka jafn velheppnuðum bíl og Passat á heimavelli, á hraðbrautum Þýskalands þar sem engin hraða- takmörk eru á stórum köflum. Bíll- inn er vel einangraður frá vegi og straumlínulöguð yfirbyggingin tek- ur lítið á sig vind. Hliðarbelgir staðalbúnaður Öryggisbúnaður er sá þáttur sem er mikilvægur í huga margra bíl- kaupenda, ekki síst á meginlandi Evrópu. Passat stendur þar afar vel að vígi. Staðalbúnaður er líknar- belgir fyrir ökumann og farþega í framsæti. Að auki eru hliðarbelgir, sem komið er fyrir í sætisbökum framsætanna, staðalbúnaður. Pass- at er fyrsti bíllinn í þessum stærðar- flokki sem býður hliðarbelgi sem staðalbúnað. Þá eru styrkarbitar í öllum fjórum hurðum bílsins og holrými í hurðum er að hluta fyllt með plastefni. Enda þótt upptakið sé að vonum þyngra í dísilbílnum kom hann veru- lega á óvart á hraðbrautunum og skilaði sínu og vel það. Togið er mikið, 235 Nm við 1.900 snúninga á mínútu. Hann er ekki nema 20 kg þyngri en bensínbíllinn. Ekki kæmi á óvart að þessi vélargerð yrði vinsælust í Þýskalandi þar sem eigendum dísilbíla er ekki refsað að ófyrirsynju með þungum álögum líkt og hér á landi. Dísilbíllinn er mun sparneytnari en bensínbíllinn, 6 lítra meðaleyðsla í borgarakstri, á móti 9,8 lítrum á bensínbílinn. Morgunblaðið/GuGu VW Passat er fallega hannaður bíll með afturhallandi framrúðu og kúptu þaki. VW Passat tekur sig vel út í austurrísku umhverfi. er inn á hraðbrautimar. Bíllinn er léttur og nákvæmur í stýri. Vegtilfinning er með allra besta móti og bíllinn klettliggur jafnvel á 200 km hraða sem innan- borgarhraða. Þetta helgast ef til vill ekki síst af því að bíllinn er nú nokkuð lengri en mesta breytingin er þó líklega lengra hjólhaf sem bætir fjöðrun bílsins og vegstöðu. Oft er það fylgifiskur framhjóla- drifinna bíla að stýrið kippir dálítið Beygió til vinstri eftir 500 metra STUTT er síðan það hljómaði eins og efniviður í framtíðarskáldsögu að unnt yrði að aka bílum eftir leið- sögn tölvu. Nú er þetta orðinn blá- kaldur veruleiki með samtvinnun stafrænnar tölvutækni og gervi- hnattatækni. Innan fárra ára má búast við að leiðsögukerfi verði jafn algeng í bílum og Iíknarbelgir em nú og útvarpstæki voru áður fyrr. Volkswagen býður sem aukabúnað í nýjan Passat leiðsögukerfi sem vísar ökumönnum veginn um allar borgir og bæi Þýskalands. Kerfið kom undirrituðum að góðum notum þegar hann ók þar á dögunum og ætti að vera himnasending fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að lesa af korti. í farangursrými bílsins er CD- ROM drif og fylgir geisladiskur yfir gatnakerfi borga, bæja og þorpa í Þýskalandi. Áður en árið er á enda verða diskar fáanlegir yfir gatnakerfí annarra evrópskra landa. Sérstök þjónustumiðstöð mun sjá um að uppfæra disklingana reglulega þannig að nýjustu breyt- ingar á vegakerfinu verða færðar inn. í mælaborðinu, rétt fyrir neðan útvarpið, er stjórnborð leiðsögu- kerfisins og við hlið þess lítill hátal- ari. Milli snúningshraðamælis og hraðamælis er lítill skjár þar sem upplýsingar frá kerfinu birtast í mynd. Þegar ferðin hófst í Wolfsburg var sett inn í tölvuna bærinn Oc- hsenfurt. Eftir örfáar sekúndur hafði tölvan reiknað út fjarlægð frá þessum tveimur stöðum og fundið stystu leiðina milli þeirra. Þessar upplýsingar birtust á skjánum ásamt ör sem vísaði í rétta aksturs- stefnu. Rödd í hátalaranum gaf þessar sömu upplýsingar á hljóm- fagurri þýskri tungu en hægt er að stilla tölvuröddina á ensku hugn- ist mönnum það betur. Síðan var ekið sem leið lá frá verksmiðjum VW stystu leið upp á „átóbanann“ og siglt á 180-200 km hraða eftir umferðarfljótinu. Leið- sögukerfið talaði til ökumanns og lét hann vita með góðum fyrirvara ef víkja átti af leið. Einnig hefur kerfið miklar upp- lýsingar um staðsetningu flugvalla, hótela og lestarstöðva. Kerfíð vinnur út frá GPS merkj- um og merkjum frá skynjurum í hjólum bílsins og ber þau saman við stafræn borgarkortin á CD- ROM disknum. Það reiknar síðan út hagkvæmustu ferðaleiðina með tilliti til tíma og vísar ökumanninum til vegar. Skekkjumörk eru aðeins fímm metrar. Glæsilegt eintak af BMW Touring, ekinn 14.000 km Búnaður m.a. fjórhjóladrif, 16" álfelgur, ABS, leður- klæðning, viðarklæðning, hiti í sætum, tvöföld topp- lúga, aksturstölva, fjarstýrö samlæsing o.m.sl. BMW 525 iX Touring, árgerd '95 NOTAÐIR BÍLAR Suðurlandsbraut 12, sími 568 4060. Beinnsími 568 1289 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.