Morgunblaðið - 03.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.12.1996, Síða 1
Ljóð er oðferð til að muna Árni Ibsen 2/ Eins konar landnám Guómundur Andri 3/ Líkamanum hleypt inn Pushkin og Súsanna 4/ Raddir góóra bóka Ísiendingasögur 4-5 Jénas Þorbjarnarson Geróur Kristný Bjarni Bjarnason Andri Snær 6-7/ Ný skáldsaga Ishiguros 8/ MENNING LISTIR ÞIÓÐFRÆÐI BÆKUR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 B BLAÐ Hneigðir og duldir í bókum dagsins Ýmsar hneigðir og duldir koma upp á yfír- borð íslenskra bókmennta í jólaflóðinu miðju. Þröstur Helgason skoðaði tilvitnanir á fremstu síðu, unga höfunda á bás, ævisögur látinna og hina feminísku flóðbylgju. ✓ #. ÞAÐ felst ákveðið lítillæti i því að vitna til óþekktari skáldanna og- einnig svolítill frumleiki. Hver hefði til dæmis búist við því að Hrafn Jökulsson ætti eftir að verða efni í tilvitnun á fremstu síðu skáldsögn. Nýjar bækur • VERÖLDIN e r leiksvið, orð- snilld Shakespeares í úrvali Helga Hálfdanarsonar, er komin út. Enska leikskáldinu William Shakespeare var ekkert mannlegt óviðkomandi. í þessari bók hefur þýðandi hans á íslensku, Helgi Hálfdanarson, tekið saman fræg- ustu ummæli skáldjöfursins um ástina, fegurðina, konurnar og skáldin svo dæmi séu tekin. Þetta er uppsláttarrit með tilvitnunum þar sem viðfangsefnunum er rað- að niður í stafrófsröð. Útgefandi erMál ogmenning. Veröldin er leiksvið er 248 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd hannnði Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Verð bókarinnar er 2.480 kr. • GILGAMESKVIÐA er í þýð- ingu Stefáns Steinssonar, en kvið- an er einn elsti bókmenntatexti mannkynsins. Gilgameskviða greinir frá afrek- um nafntogaðs hetjukonungs í Me- sópótamíu hinni fornu. Hún er full af ævintýrum og samfundum við einkennilegar verur, guði jafnt sem menn. Höfuðstef kviðunnar eru þó mannleg samskipti og tilfinningar. „Stefin eru með fornu, mesópóta- mísku sniði en búa þó yfir innileik sem snertir lesandann enn, meira en þijú þúsund árum síðar,“ segir í kynningu. Stefán Steinsson hefur um ára- bil unnið að þessari þýðingu og hann fylgir henni úr hlaði með ítar- legum formála um tilurð og varð- veisju kviðunnar. Ú tgefandi er Mál og menning. Gilgameskviða er 220 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 2.480 kr. NÚ VIRÐIST enginn rithöf- undur vera maður með mönnum nema byrja bók á tilvitnun, jafnvel fleiri en einni. Guðmundur Andri Thors- son vitnar bæði til Steins Steinars og Williams Blake í íslandsförinni og Bragi Ólafsson hefur bæði Gottfried Benn og Tim Krabbé fremsta í Nöfnunum á útidyrahurð- inni. Einar Kárason vitnar til Hall- dórs Laxness en hann hefur senni- lega verið hvað vinsælastur á fremstu síðum bóka undanfarin ár, slagar að minnsta kosti hátt upp í Biblíuna. Einar Örn Gunnarsson tek- ur klausu upp úr Biblíunni í Draug- asinfóníu sinni. Annars má greina tvær meginhneigðir í þessum tilvitn- unum; menn vitna ýmist til lítt þekktra höfunda - en vafalaust stór- merkilegra - eða einhverra af höf- uðpaurunum; hvorttveggja á að vera til merkis um að höfundur bókarinn- ar sé víðlesinn og upplýstur. Það felst ákveðið lítillæti í því að vitna til óþekktari skáldanna og einnig svolítill frumleiki. Hver hefði til dæmis búist við því að Hrafn Jökulsson ætti eftir að verða efni í tilvitnun á fremstu síðu skáldsögu; Vigdís Grímsdóttir kemur okkur á óvart með þessum hætti fremst í ástarsögunni Z og fyrir vikið finnst manni í upphafi lestrar að allt gæti gerst í þessari bók. Orð stórskáldanna eiga hins veg- ar að útvíkka merkingarheim og skírskotun bókarinnar, gera hana meiri og merkilegri. Þau eru líka eins konar viðvörun eða fyrirboði um að hér sé ekki verið að bera fram neitt lítilfjörlegt léttmeti; nú er von á stórtíðindum! Þannig fyllt- ist maður gríðarlegri eftirvæntingu þegar maður las orðin úr Hamskipt- um Kafka áfyrstu síðu Lávarðar heims eftir Ólaf Jóhann Ólafsson: „Einn morgun þegar Gregor Samsa vaknaði heima í rúmi sínu eftir óró- legar draumfarir, hafði hann breyst í risavaxna bjöllu." En lávarðurinn sá náði aldrei að skríða úr skugga þessa kvikindis. Hér er ekki rúm til að skoða fleiri dæmi um tilvitnanir á fremstu síðu en er þessi íþrótt ekki farin að snú- ast upp í einhvern hallærisgang? Ungir höfundar á bás Ungir höfundar eru áberandi á bókamarkaðnum fyrir þessi jól, bæði vegna þess að þeir eru fleiri nú en oft áður og vegna þess að þeir hafa sumir verið færðir í áber- andi búning, verið markaðssettir á markvissari hátt. Skýrasta dæmið er útgáfan á þríeykinu hjá Máli og menningu; Kristjáni B. Jónassyni, Gerði Kristnýju og Andra Snæ Magnasyni. Þau mynda flokk, flokk ungra höfunda, þau eru ný og fersk eins og búningurinn gefur berlega til kynna; skærir litir á glansandi kápu, frumleg mynd af höfundum. Ætli ungir höfundar séu orðnir að eins konar bókmenntastofnun með þessu? Eru þeir orðnir að sér- stöku bókmenntalegu fyrirbæri sem hér eftir verður tekið út úr, haft sér? Og skyldi maður þá eiga að fagna því? Ævisögur látinna Bretar eru líklega duglegastir allra þjóða að skrifa ævisögur lát- inna manna. Einkum hafa þeir ver- ið ákafir í rannsóknum sínum á lífi skálda fyrri tíma, er skemmst að minnast fjölda bóka sem komu þar út um ævi Jane Austen á síðasta ári. Auðvitað eru þessar bækur misvel unnar og ekki alltaf mark á þeim takandi en þær vekja iðulega mjkla athygli og koma umræðu af stað um þau skáld sem þær fjalla um. Hér á landi eru ævisögur einkum skrifaðar um menn sem eru enn í fullu fjöri og hafa bækur af þessu tagi því ekki átt mikið upp á pall- borðið. í flestum tilvikum hefur mönnum þótt nægja að fjalla um ævi og verk höfunda í formálum að kvæðasöfnum eða af öðrum við- líka tilefnum. Þær bækur sem þó hafa komið út hafa allar verið mjög vandaðar og miklar um sig; sem dæmi má nefna Steingrím Thor- steinsson eftir Hannes Pétursson, Skáldið sem sólin kyssti eftir Silju Aðalsteinsdóttur um Guðmund Böð- varsson og Væringinn mikli eftir Gils Guðmundsson um Einar Bene- diktsson. Allar eru þessar bækur skemmtilegar aflestrar þótt þær búi kannski ekki yfir áræðni breskra systra sinna. En þær mættu verða öðrum hvatning til að fylgja í kjöl- farið. Feminíska flóðbylgjan Flóðbylgja rita um feminísk fræði skellur nú á landinu. Loksins, loks- ins!, segja sumir. Aðrir snúa sér undan og láta sem ekkert sé. Stærst þessara rita er Litteratur og kjonn i Norden sem inniheldur fyrirlestra frá tuttugustu IASS-ráðstefnunni sem haldin var hér á landi árið 1994 og er ritstýrt af Helgu Kress. Bók Dagnýjar Kristjánsdóttur, Kona verður til, er fyrsta doktorsrit- gerðin um íslenskar kvennabók- menntir og má vænta mikils af henni. í henni er fjallað um skáld- sögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna og dregnar inn í umræð- una kenningar um kynmenningu, sálgreiningu og sögu. Konur og kristsmenn nefnist svo safn erinda kvenna um sögu, guðfræði, bók- menntir, félagsfræði og fleira. Síð- ast en ekki síst skal nefnd bók Helgu Kress, Fyrir dyrum fóstru, sem er safn sjö greina frá árunum 1977-1996 um konur og kynferði í íslenskum fornbókmenntum. Þetta eru miklir doðrantar og verður gaman að sjá hvar þessi fræði eru stödd; hvort íslenskir fem- inistar hafi fundið einhvern sam- hljóm, hvort þeir hafi komist að því hvað feminismi er, hvort þeir hafi bælt einhveijar duldir eða kannski grafið aðrar úr djúpunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.