Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBlAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 B 5 BÆKUR BÆKUR Líkamanum hleypt inn í bókmenntirnar SMYGL að bók- menntaefni úr gömlu Sovétríkjunum hefur oft glatt bókmenn- taunnendur á Vestur- löndum. Þó leið þess væri löng og það tæki það marga áratugi að komast þangað sem ritfrelsið býr var biðin þess virði. Nú hefur önnur bið sem enginn vissi af tekið enda því dagbækur Alexanders Pushkins frá síðasta vetrinum sem hann lifði, 1836-37, bárust hingað vestur eftir dúk og disk seint á áttunda áratug þessarar aldar og loksins heim til Islands. Játningar Pushkins heitir verkið og þýðandi þess er Súsanna Svavarsdóttir sem svarar hér efasemdum sem heyrst hafa, um að játningarnar séu rangfeðraðar. „í fyrstu langaði mig til að vera eins og aðrir Pushkin-aðdá- endur og þverneita því að Pushk- in hefði getað skrifað þetta. Verkið lýsir hugarheimi karl- manns á þann hátt sem við konur í dag erum ósáttar við. Þegar ég kynntist betur þessari persónu sem virkaði svona fráhrindandi og þegar ég hætti að einblína á berorðar lýsingarnar áttaði ég mig á því að höfundurinn er að lýsa ferli, ekki stöku uppáferðum heldur ferli þess sem missir stjórn á lífi sínu. Og það gerir hann mjög vel.“ - Nú eru fleiri bæk- ur að koma út þarsem ljósinu er beint að kynlífshliðum karl- manns. Er það eitt- hvað í samtíma okkar sem kallar á þetta? „Sögur um fólk sem fer í gegnum himna- ríki og helvíti út af kynlífi sínu eru gefn- ar út alls staðar í lönd- unum í kringum okk- ur. Eg hef oft undrast hvað við Islendingar erum miklar pempíur því við höfum mikið til forðast að setja í orð líkamlega þrá, þörf og nautn. Jafn eðlilegt og það nú hlýtur að vera hverjum manni. Persóna í bók sem sýnir af sér líkamlegar hliðar er mun raun- verulegri og hún er líka skyldari lesendum en vitræn og kynlaus persóna. Islenskir rithöfundar hafa verið of uppteknir af því að vera gáfaðir. Sjáðu bara sjoppubækurnar sem seldar eru í þúsundatali í hverjum mánuði. Þar gleymist ekki kynlifið. Þess vegna er ekki seinna vænna en að íslenskir rithöfundar læri af hlutunum sem eru allt í kringum okkur og sleiki ekki bara rjómann af „fínu“ eða „prúðu“ bókmennt- unum. Eg held að það sé nauðsyn- legt þróuninni að líkamanum sé hleypt inn í íslenskar bókmenntir, hvort sem hann er karlkyns eða kvenkyns, og að íslenskir rithöf- undar hætti að vera feimnir við orð.“ EG REYNDI að gera N. ófríska. N. dauðleiddist aðgerðaleysið fyrstu mán- uðina í hjónabandinu, áður en aðallinn hreifst af henni. Ég kenndi henni að tefla, lét hana hafa „Sagnfræði," eftir Karamazine, til að lesa, en henni leiddist bara enn meira. Hún gat legið yfir létt- vægum, frönskum skáldsögum af bamslegri eftirvæntingu. Einu sinni las ég fyrir hana nokkur af ljóðunum mínum. Hún var svo leið á svipinn á meðan hún hlýddi á þau, að ég vogaði mér ekki að angra hana aft- ur með ljóðum mínum, og hún bað mig ekki um það. Hún finnur mikla gleði í nýjum fötum og þeirri aðdáun sem fegurð hennar vekur. Það snart mig. Kom mér alls ekki í uppnám. Ég vissi að um leið og börnin kæmu, yrði hún upptekin af einhverju raun- verulegu. Þangað til saumar hún út og ég horfi á fagurt andlit hennar, sem veitir mér fremur fagurfræði- lega ánægju en kynæsandi. ÚR Játningum Pushkins. Súsanna Svavarsdóttir Leikið ykkur BÓKMENNTAVERÐ- MÆTUM hefur skolað á land. Friðrik Rafns- son hefur þýtt skáld- söguna Jakob forlaga- sinni og meistari hans eftir franska heim- spekinginn og rithöf- undinn Denis Diderot sem bjó og starfaði í Frakklandi á átjándu öld. Friðrik hefur áður þýtt úr frönsku fimm skáldsögur eftir Milan Kundera, skáldsögu eftir Pascal Quignard og nokkur leikrit. Þvi er viðeigandi að byija á að spyrja hann hvemig það falli saman að vera fjölskyldumaður, vinna fulla vinnu og starfa að þýðingum? „Það fellur ekki saman vegna þess að maður notar frístundir frá vinnu og fjölskyldu til þess. Og af því að þýðingarstarfið er tímafrekt og aðstæðurnar eru þessar tekur það langan tíma að þýða eina bók. Ég er búinn að vera vinna að Jakobi forlaga- sinna og meistara hans meira og minna síðan 1984.“ - Er þetta vanþakklátt starf? „Hingað til hef ég aðeins þýtt bækur sem ég hef sérstaklega gaman af. Launin eru m.a. sú ánægja sem því fylgir að fara ofan í kjölinn á góðu verki. Við þýðingu þessa verks hef ég skemmt mér alveg konunglega, svo vel að ég tímdi varla að fara með þýðinguna í prentun og deila þess- um vinum mínum með öðrum.“ - Hvað var erfiðast við það að þýða þessa bók? „Franskan frá þessum ííma og stíll Diderots eru mun að- gengilegri en íslensk- ir samtímatextar. Textar eftir Diderot eru málfarslega lík- ari nútímafrönskunni en íslensk verk frá átjándu öld nútímaís- lenskunni. Þau eru fornari og tyrfnari og því var ekki hægt að sækja sér stílfyrirmyndir til þeirra. Þess vegna var erfiðast að finna ís- lenskt málsnið, eða þann íslenska tón sem næði hvað best franska tóninum." - Hvaða erindi á Diderot við samtíð okkar? „Ég hugsa að hann sé að mörgu leyti sammála starfsbróður sinum og félaga, Voltaire, um það að menn eigi að rækta garðinn sinn og njóta lífsins. Diderot var upp- lýsingarmaður og hafði geysilega trú á möguleikum mannsins og skynseminni. Húmorinn og Ieikur- inn er snar þáttur í þessari skáld- sögu og ég held að Diderot mundi örugglega vilja segja við okkur: Hafiði dálitið gaman að lífinu. Leikið ykkur. Já, og kannski líka: Það er leikur að læra.“ MEISTARINN, með tób- akspontuna opna og hafandi sett úrið á sinn stað: Og hvaða erindi áttu þeir til Lissabon? JAKOB: Leita uppi jarðskjálfta sem ekki gat átt sér stað án þeirra; verða kramdir, niðurgrafnir, brenndir, eins og skrifað stendur efra. MEISTARINN: Ja, þessir munk- ar, þessir munkar! JAKOB: Jafnvel sá besti meðal þeirra er ekki margra aura virði. MEISTARINN: Það veit ég gott betur en þú. JAKOB: Hafið þér lent í höndun- um á þeim? MEISTARINN: Ég segi þér frá því síðar. JAKOB: En hvers vegna í ósköp- unum eru þeir svona harðbrjósta? MEISTARINN: Ég held að það sé sökum þess að þeir eru munk- ar ... Og snúum okkur nú að ástum þínum. JAKOB: Nei, herra, snúum okkur ekki að þeim. MEISTARINN: Viltu ekki lengur segja mér frá þeim? JAKOB: Það vil ég gjarnan; en örlögin vilja það hins vegar ekki. Sjáið þér ekki að um leið og ég opna á mér munninn blandar fjand- inn sér í málið og eitthvað gerist sem varnar því að ég geti haldið frásögninni áfram? Ég segi yður það satt, ég næ ekki að ljúka við að segja frá þeim, það stendur skrifað efra. Úr Jakobi forlagasinna. Friðrik Rafnsson Huffvekja eftir Peter Hoeg í formi spennandi skáldsögu Dýrið nær völdum um sinn BOKMENNTIR Þýdd skáldsaga KONAN OG APINN eftir Peter Hoeg. Eygló Guðmunds- dóttir þýddi. Prentvinnsla Oddi. Mál og menning 1996 - 195 síður. KONAN og apinn er nýjasta skáldsaga Peters Hoegs, en frægð þessa danska höfundar er nær einstök í sögu norrænna bók- mennta. Lesið í snjóinn er kunn- asta verk hans og til á íslensku, einnig Hugsanlega hæfir sem kom í íslenskri þýðingu í sumar. Allar bækurnar hefur Eygló Guð- mundsdóttir þýtt og sýnist ná æ betri tökum á Hoeg, líklega einna bestum í Konunni og apanum. Spennandi hugvekja Ljóst er að Peter Hoeg hyggst með skáldsögu sinni vekja at- hygli á dýraverndunarmálum, illri meðferð dýra og tilraunamennsku með dýr í ýmissa þágu, ekki síst fjárfesta. Éinnig vill hann sýna bilið stutta milli manns og dýrs. Skáldsagan er að því marki hug- vekja. Það sem aftur á móti gerir hana að skáldsögu og læsilega sem slíka er að hún er vel stíluð, ekki beinlínis æsileg en spennandi samt. Sagan gerist í Lundúnum og veitir innsýn í líf enskra borgara úr yfírstétt og efri millistétt. Söguhetjan (að apan- um slepptum) er dönsk, Madelene að nafni. Hún þarf að finna sér eitthvað til dundurs í fábreyti- leik daganna og úr því rætist þegar mannapi berst inn á heimilið. Með hann á að gera tilraunir og Madelene er staðráð- inn í að koma í veg fyrir það. Þegar hún strýkur að heiman með apanum hefst nýtt líf hjá henni, apinn fer að tala og sýna önnur mannleg viðbrögð. Sagan verður fjar- stæðukenndari, en fer þó ekki út fyrir eigin mörk. í Paradís Það hleypur heldur betur á snærið hjá Madelene sem breytist úr kynhungruðum alkóhólista í alvöru manneskju með hugsjón. Hugrenningum Madelene í St. Francis Forest þar sem reynt var forðum að líkja eftir aldingarðin- um Eden (Madelene og apinn Erasmus sloppin úr menningunni og komin í paradís) er lýst með þessum hætti: „Þau voru á leið- inni út í tilbrigði við eilífðina. Eina nóttina þegar Madelene sat klofvega ofan á Eras- musi uppgötvaði hún að þau voru ekki ein. Hún var ekki aðeins með honum, heldur með tveimur mönn- um, annan hafði hún innan í sér, hinn gældi við hana, og hún skynjaði með lokuð augun hver þessi hinn var, það var Dauðinn. Hún hallaði höfðinu aftur á bak, horfði til himins og ákvað að hætta allri mótspyrnu og hún skildi að þegar tíminn hættir að líða, er núið sem við það myndast ekki alveg laust við óþægindi, ekki heldur í paradís." Við hátíðlega athöfn dýravernd- unarsamtaka, dýragarðseigenda, fjárfesta og konunglegra tigna fær Ersamus hljóðnemann í hendur og notar tækifærið til að koma boð- skap sínum á framfæri. Þetta er áminning, orð höfundar lögð vitr- um og reynsluríkum apa í munn. Eitt eiga áheyrendur að muna að dómi Erasmusar: „Það er hversu erfitt er að gera sér grein fyrir hvar það sem þið kallið manninn endar í hveiju okk- ar um sig og hvar það sem þið kallið dýrið tekur við.“ í anda æsisögu Frásagnarstíll Peters Hoegs er þannig að hann er oftast í anda æsisögunnar og persónusköpun er lítil sem engin. Þannig verða flestar persónur Konunnar og apans eins konar skrípi. Til eru tíndar ýmsar tákngerðar persónur eins og sprottnar úr revíu sumar, aðrar úr vondum og ófullveðja skáldsögum. Þrátt fyrir þetta, og það er kraftaverk, fleygir les- andinn ekki frá sér bókinni heldur nýtur hennar, að minnsta kosti á köflum. Undir niðri er húmor, vart greinanlegur, en engu að síð- ur fyrir hendi. Hann er til dæmis ísmeygilegur og yfirborðslegur í senn í lýsingu skyndifunda vin- konu Madelene, Súsan og hnefa- leikakappans Donny LaBrillos. Mér skilst að skoðanir séu skipt- ar um Konuna og apannn og rit- höfundinn Peter Hoeg yfirleitt. Það er eðlilegt, einkum ef menn gera þær kröfur til hans að hann geti talist í hópi afburðahöfunda samtímans. Svo er varla. En Kon- an og apinn er góð afþreying. Jóhann Hjálmarsson Peter Hoeg „Eg skrifa fyrir fáa“ BOKMENNTIR Ljód VAGGA HAFS OG VINDA eftir Osten Sjöstrand. Túlkun/kynn- ing: Lárus Már Björnsson. Miðgarður 1995. Prentun: Steindórsprent-Gut- enberg. 71 bls. ÖSTEN Sjöstrand yrkir myrkt. Vagga hafs og vinda er bók sem ekki opnast manni við fyrsta lestur og margt í henni er mér enn hulið þrátt fyrir töluverða yfírlegu. Ýmis- legt kemur til. Ljóðin eru flest breið og mikil þótt stíllinn sé oft knapp- ur, eða öllu heldur samþjappaður, myndmálið er flókið og stundum er eins og heilu ljóðin verði að ein- hvers konar myndiðu þar sem hald lesandans er lítið og mörg ljóðin eru hlaðin vísunum, bæði trúarlegum, sögulegum og bókmenntalegum, sem dýpka þau og víkka til allra átta. Ljóð Sjöstrands eru þannig mikil völundarsmíð en það getur líka verið erfitt að rata um þau, eins og önnur slík verk. Sjöstrand er sænskt skáld sem um árabil hefur átt sæti í þarlendri akademíu. Hann er fæddur í Gauta- borg árið 1925 en í þessari bók eru birt ljóð úr flestum bókum hans. Það er ef til vill ekki aðeins form og stíll Ijóðanna sem gera þau erfið aflestrar heldur einnig hinn þungi tónn þeirra. Sjöstrand er alvörugef- ið skáld og laust við alla húmoríska tilburði; ljóð hans eru engir óbeislað- ir gleðileikir heldur yfirveguð tilraun til að fanga dýpstu rök mannlegrar tilvistar. Ljóðið „Á úthafí allra ver- alda hljóðar svo: Á millimeters öld fylgjum við sporum hinna sjö orða. Ihvitu botnfalli ograuðum leirhvíla hliðstæð- ur þess að vera. Svimandi djúpin gera okkur fær um að ná botni. Atlantis er meira en eyja sokkin í sæ. Sjöstrand er skáld náttúrunnar og afla hennar; skáld hafs og vinda, fossa og tijáa, blóma og kletta. Samruni manns og náttúru er áber- andi umfjöllunarefni ljóðanna; það er endurnýjuð eining: „Einhveiju sinni undir eldhnöttum sólna/ slitum við fjötra okkar/ vildum við losna! Og blóðdropar/ lituðu jörðina -// Okkur lengir heim („Olífutrén"). Fegurðin felst í náttúrunni og því viljum við sameinast henni; skila- boðum um varðveislu þessarar feg- urðar er komið á framfæri með áhrifaríkum hætti og um leið vakin samkennd manns með náttúru; ann- ar hluti ljóðsins „Til heiðurs hinu óflekaða" hljóðar þannig: Limgerði í nóttinni - Jafnvel garðsins örsmáu orð nötra af ótta; jarðsprengjur við hvert fótmál! Sérðu fótspor mín í mölinni - Fylgdu þeim að lilju minni, að rós minni. Snertu þær blíðlega. Ukt og þú vildu þær lifa í heiðríkju morgunsins. Þar sem tortímingin vofir yfir verður náttúran líka til hjálpar: „Ég ferðast á vit afdrepsins hinsta,/ á vit grunntóns sjávar“ („Hinum meg- in Norðursjávar"). Óg trúin er sömuleiðis haldreipi en hún býr einnig að vissu leyti í náttúrunni,: „Frelsun Guðs, kær- leikur og náð -/ Upp- risan —/ sú sem einnig er eitt með getunni/ til að visna,/ að gefa sig á vald/ gulu laufi haustsins" (sama). Það er í þessum ljóð- um þar sem líf og tor- tíming, fegurð og ljót- leiki, sakleysi og grimmd takast á sem Sjöstrand nær að kveikja neista. Þetta er tær skáldskapur þótt í þessum ljóðum geti einnig verið djúpt á merkingunni. Hin þykku og þéttu tilvist- arlegu ljóð skortir iðulega ljóðrænu - og þar með þennan neista. í sum- um tilvikum er því óhætt að taka undir orð skáldsins sjálfs er það segir í síðasta ljóði þessarar bókar: „Eg skrifa fyrir fáa./ Ég skrifa fyr- ir einn./ Ég skrifa fyrir mig, fyrir mig einan“ („Vart numin skjótt horfin mynd“). Um þýðingu Lárusar Más Björns- sonar get ég lítið sagt vegna þess að frumtextinn er ekki tiltækur. Eitt er þó víst að það hefur varla verið hlaupið að því að færa svo myrkan kveðskap í íslensk orð; Lárus Már kýs reyndar að kalla verk sitt túlk- un, ekki þýðingu og gefur það ef til vill vísbendingu um að leið þessara ljóða inn í íslenskuna hafí ekki verið bein og án útúrdúra. Lárus Már rit- ar einnig inngang að bókinni sem að ósekju hefði mátt vera mun viða- meiri og skilmerkilegri. Frágangi ritsins er einnig ábótavant, bæði prentvillur og málvillur hafa slæðst inn sem hefði mátt koma í veg fyrir með betri prófarkalestri. Annars ber vitanlega að fagna því í hvert skipti sem nýr erlendur höfundur er kynntur með þessum hætti, þýðingar auðga alltaf bók- menntaflóruna. Þröstur Helgason RADDIR GÓÐRABÓKA Útgáfa hljóðbóka fyrir almennan markað var að heita má óþekkt hér á landi þar til fyrir tæpum áratug. Upphaf markvissrar útgáfu hljóðbóka mætti ef til vill rekja til þess er Almenna bókafélagið gaf út Njálu og Eglu á snældum í samvinnu við Blindrafélagið. Þá var notast við upptökur frá RÚV. Nú er öldin önnur og fyrsti íslenski hljóðbókaklúbburínn varð að veruleika á síðasta árí. Framundan hjá klúbbnum er viðamikil útgáfa íslendingasagna. Kjartan Árnason hugleiðir þessi mál hér, meðal annars út frá sagnaskemmtun að fomu og nýju. AÐ HEFUR verið hægur en jafn stígandi í útgáfu hljóðbóka hér á landi á síðustu árum, en í fyrra vor tók þessi útgáfa fjörkipp með tilkomu Hljóðbókaklúbbsins. Síðan hafa hljóðbækur komið út með reglulegum hætti, á u.þ.b. 6 vikna fresti. Sumar af útgáfum klúbbs- ins hafa í fyrstu atrennu aðeins verið ætlaðar klúbbfélögum, en aðrar komið strax á almennan markað. íslendingasagnaútgáfan sem nú lítur dagsins Ijós, er þegar fáanleg á almennum markaði, og svo verður einnig um væntanlegar bækur í þessari útgáfuröð. Bækumar sem út koma í fyrsta áfanga eru Hrafn- kels saga og Fljótsdæla saga, Fóst- bræðra saga, Bárðar saga Snæ- fellsáss, Kjalnesinga saga og Jök- uls þáttur Búasonar. Það er hugur í aðstandendum klúbbsins: Sögurnar sem út koma nú eru upphaf viðamikils og stór- huga verkefnis, sem er heildarút- gáfa íslendingasagna á snældum. Aætlað er að útgáfa allra sagnanna taki um það bil þijú ár. Það hefur einhverntíma verið ráðist í minna og þótt gott. Næsti „skammtur11 kemur í febrúar og annar seinna á næsta ári. Upptökur eru allar nýj- ar, þ.e. gerðar vegna þessarar út- gáfu. Ornólfur Thorsson er ritstjóri hljóðrænnar útgáfu íslendinga- sagnanna, og flytur formála fyrir hverju verki, þar sem hann gerir grein fyrir verkinu, túlkun þess, aldri, varðveislu, og helstu hug- myndum fræðimanna um það gegnum tíðina. Hann getur þess í formála að Fóstbræðra sögu að sagan hafi ekki birst á prenti í þeim búningi sem hún hefur í hljóð- bókarútgáfu. Þetta litla atriði gef- ur hljóðbókarútgáfunni ákveðinn- „„fræðilegan status" að mínu áliti, og skipar henni í flokk með hefð- bundnari útgáfum Islendinga- sagna. Formálar Örnólfs eru stutt- ir og kjarnyrtir, og vel fluttir af manni með þægilega „útvarps- rödd“, ef það er sérstök raddgerð, líklt og baríton-, bassa- og tenór- rödd. Sagnaskemmtun Fram undir þessa öld var sagna- skemmtun eitt helsta gaman þjóðarinnar, ekki síst á dimmum vetrarkvöldum sem enginn hörgull var á þá fremur en nú. Góðir sagna- menn og ekki síður góðir upplesar- ar, þóttu gulls ígildi, og gátu breytt drungalgum kvöldum hversdagsins í ævintýraheim, með góðri sögu eða einfaldlega fjörlegri sápuóperu síns tíma. Nokkuð eimdi eftir af sagna- skemmtuninni fram eftir þessari öld gegum upplestur í útvarpi. Við sem áttum fáein æskuár í sjónvarps- leysi, minnumst útvarpsleikrita sem soguðu heilu fjölskyldurnar að tækjunum, og héldu í ógnþrunginni spennu. Allt hefur sinn tíma og nú EYRBYGGJA: Kjalleklingar hrukku af vellinum og í fjöruna. Mynd eftir Hring Jóhannesson. er þessi tími liðinn, en þörfín fyrir góða sögu hefur ekkert breyst, í dag er sagan reyndar oftar en ekki á myndrænu formi og framboðið ríkulegt. Talað orð á ný Það er þó líkt og vaxandi mettun- ar sé farið að gæta hvað þetta varð- ar. Fólk virðist í ríkari mæli vilja heyra hið talaða orð á ný, heyra góða sögu sem virkjar ímyndunar- aflið - og ráða því sjálft hvenær hlustað er. í ljósi þessa er ekki annað að sjá en Hljóðbókaklúbbur- inn sé rétt framtak á réttum tíma. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hvers vegna bókaforlögin hafa ver- ið svo sein að taka við sér á þessu sviði. Rödd lesarans er óijúfanlegur þáttur hljóðbókar, einsog gefur að skilja — góður lesari er gulls ígildi nú^ sem fyrr. Dyggur „lesandi" hljóðbóka eignast ekki síður uppá- haldslesara en uppáhaldshöfunda. Og þessi litla þjóð á ógrynni góðra lesara. Fjórir þeirra lesa þær fimm sögur sem nú koma fyrir al- menningseyru; þetta eru þau Svan- hildur Oskarsdóttir, Erlingur Gísla- son, Hjalti Rögnvaldsson og Ingi- björg Haraldsdóttir. Þessir og væntanlegir lesarar gætu orðið sögumenn sagna- skemmtunar hinnar nýju, sem e.t.v. mun flykkja fjölskyldum til stofu með popp og kók, til að hlusta sam- an á góða sögu. Éða er það of hall- ærislegt í lok 20. aldar? Undur marg- breytileikans BOKMENNTIR Ljóð ALLA LEIÐ HINGAÐ eftir Nínu Björk Amadóttur. 43 bls. Útgefandi Iðunn, Reykjavík, 1996. UNG LJÓÐ fyrsta ljóðabók (1965) Nínu Bjarkar vakti athygli og gaf góðar vonir. Í ljóðunum fólst leyndar- dómur lífsnautna, þar sem sterkar andstæður sveifluðust eins og heng- ill í klukku milli hins þekkta og óþekkta. Inn- sæi í tilfínningar var svo máttugt að frost og funi leituðu til skiptis á les- anda: „sárin eftir svipur dagsins / sviðu ei lengur /. Björt hvíldi nóttin / yfir borginni/." Síðan hefur vandaður skáldskapur Nínu Bjark- ar birst á mörgum svið- um og víða ratað. Fleiri ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, leikrit og nú 1996 ljóðabókin: Alla leið hingað. Skyldleikinn við fyrstu ljóðabókina leynir sér ekki. Sömu andstæður sem leika með frost og funa. En skáldið sér nú skyggnum augum margt sem áður var því hulið. Mild sýn sem kalla má lífsspeki bærir alltaf á sér. Aug- ljóst er viðhorf þess sem lifað hefur tímana tvenna, en alltaf haldið trún- aði við einlæga tjáningu og ást á því er lífljómi heitir. Birta Handan við birtuna / var önnur birta/ Það geisluðum við / lengi / þar unnumst við J heitast / þar sögðum við ekkert / Ást okkar dansaði / sem aldrei fyrr / ef til vill / komumst við þangað aftur /. Litbrigði náttúrunnar og máttur himintungla spila alltaf sínar nótur. Djúpar liggja rætur til bernskustöfivanna verða eins og óslítandi strengur þaðan til hjart- ans - Alla leið hingað. Jörð Ég var barn þar heima og ég kleif með bræðrum mínum klettaveggi Núpsins. Eins og fjallageitur hlupum við þá Án efa sækir Nína Björk enn fram í skáldskap sínum og gefur mikið ljóð- þyrstum lesendum. Skemmtileg kápa, sem ekki er neinum eignuð, hlífir vandaðri útgáfu. Jenna Jensdóttir Nína Björk Árnadóttir Nýjar bækur • MEIRA af Jóni Oddi og Jóni Bjarna, eftir Guðrúnu Helgadótt- urer endurútgefin bók. Þetta er önnur bókin í flokknum um þá tví- burabræður en fyrsta bókin kom í nýrri útgáfu í fyrra. Bókin kemur nú út með nýjum myndskreytingum eftir Onnu Cynthiu Leplar. Meira afJóni Oddi ogJóni Bjarna er 96 blaðsíður að lengd. Anna Cynthia Leplargerði kápumynd og myndskreytti en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði kápu. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Leiðbeinandi útsöluverð: 1.680 krón ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.