Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • LÚÐRASVEITEllu Stínu er eftir Elísabetu Jökulsdóttur. „Fáir höfundar hafa náð viðlíka valdi á hinni vand- meðförnu list ör- sögunnar og Elísa- bet Jökulsdóttir, þessu formi þar sem er í senn sögð sagaog spunnið Ijóð. í sögnnni Lúð- rasveit Ellu Stínu má heyra glaðleg- an lúðraþyt og ein- manalegan blús- tón, skerandi mishljóma og undur- fallegan samhljóm," segir í kynn- ingu. Elísabet Jökulsdóttir er þekkt fyrir ljóð sín og leikrit, en mestra vinsælda hafa sögur hennar notið, eins og þær birtust í Galdrabók Ellu Stínu (1993). Útgefandi erMál og menning. Lúðrasveit Ellu Stínu er 88 bls., unnin íPrentsmiðjunni Grafík hf. Kápuna gerði HaraldurJónsson. Verð: 1.880 kr. • ÞOKUGALDUR er ný ungl- ingabók eftir Iðunni Steinsdóttur og fléttar höfundur þar tvær sögur saman í eina svo úr verður bók um ungt fólk sem fer sínar eigin leiðir. í Þokugaldri segir frá Valnýju, sem er sextán ára 9 g nýflutt heim til íslands eftir langa dvöl í Svíþjóð. Hún saknar vinanna og henni líður illa á nýja staðnum. Það er ekki fyrr en hún villist í þoku uppi í fjalli og hittir Friðrik sem hlutirnir fara að breytast. Útgefandi erlðunn. Þokugaldur er 154 blaðsíður, prentuð íPrentbæ hf. Verð hennar er 1.980 krón ur. • INDÆLA Reykjavík - Sex gönguleiðir um gamla vesturbæ- inn er eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing og rithöfund. Fyrsta bókin í þessum flokki, sem fjallar um Þingholtin og Skólavörðuholtið, kom út fyrir hálfu öðru ári. „í þessari stór- fróðlegu bók er haldið áfram á sama hátt og geng- ið um gamla vesturbæinn í Reykja- vík, þar sem nánast hvert hús á sína sögu og sérkenni, sem vert er að skoða,“ segir í kynningu. Höfundurinn, Guðjón Friðriks- son, er m.a. höfundur tveggja binda af Sögu Reykjavíkur. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda af hús- um og kennileitum, sem Valdimar Sverrisson hefur tekið saman. Indæla Reykjavík er 192 bls., prentuð íPrenttækni hf. Verð henn- arer 2.980 krónur. • HÉR Á REIKIer eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. „Þar segir af þrettán ára stelpu, Mettu, sem lendir upp á kant við for- eidra sína og um- hverfið. Hún er vist- uð gegn vilja sínum til sumardvalar á afskekktu sveita- heimili þar sem hún kynnist annars gömlum búskap- arháttum. Fljótlega verður Metta vör við eitthvað óvenju- legt á reiki sem enginn skynjar nema hún. Til að bjarga fólkinu á þessum fallega stað frá yfirvofandi hættu sýnir hún mikinn kjark,“ segir í kynningu. Útgefandi erMál ogmenning. Hér á reiki er tíunda bók Gunnhiidar Hrólfsdóttur. Bókin er 160 bls., unn- in í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerðu Finnur Eiríksson ogHelgiSig- urðsson. Verð: 1.680 kr. Gunnhildur Hrólfsdóttir Iðunn Steinsdóttir Heimurinn er botnlaust yrkisefni Silfur Forðum verandi á vertíð í Eyjum í útvarpinu allt fram á þennan dag en ég er enn á þeirri skoðun að það hefði ekki átt við mig að vera að elta uppi silfur hafsins, nei. .. hve mjög sem það kann að hafa glitrað er stirndi á torfu uppvið yfirborð ég rugga mér í stólnum litlum bát á þurru landi: fyrir mig er nóg í ráðist að ætla að fiska lífið uppúr djúpunum, allskonar fiska allskonar furðuleg kvikindi en mér þykja síldarárin vissulega skáldleg - héðan úr stólnum - því þrátt fyrir lögin öll greini ég þögn í þessum orðum: síldarár síldarkóngur, síldarstúlka sömu þögn og stafar frá grotnandi verksmiðju við sjóinn „í FYRSTA hluta bókarinnar er ég helst að fjalla um það sem er í kring- um mig hér og nú. Annar kaflinn er meira eins og myndaalbúm og sá þriðji myndaalbúm annarra," segir Jón- as Þorbjarnarson um nýútkomna ljóðabók sína, Villi- land. Bókin er fjórða bók skálds- ins. „Það er afskap- lega stutt frá mann- inum yfir í náttúr- una og náttúran er því á einhvern hátt samofin öll- um ljóðunum án þess að vera aðal viðfangsefni þeirra," bætir hann við. Jónas segist vinna jafnt og þétt í ljóðagerðinni og líkir vinnu sinni við vinnu mál- ara sem er með margar myndir í vinnslu á sama tíma. „Ég vinn í ljóðunum, sting þeim svo niður í skúffu í mánuð og Iít svo á þau aftur. Þá finnst mér þau kannski ómöguleg og sé af hverju og geri eitthvað í því. Síðan sting ég þeim kannski aftur niður og þannnig fer þetta oft marga hringi.“ Stíll Jónasar er oft náskyldur tal- máli og segir hann það vera honum eðlilegt að yrkja á þann hátt. „Ég reyni að hafa þetta sem óþvingaðast en oft þarf ég að hafa býsna mikið fyrir því. Skrif- borðið hjá mér þarf oft að þola mörg högg áður en ég verð ánægður." Hvalir koma endurtekið fyrir í ljóðunum og á for- síðu bókarinnar er mynd af hval á sundi. Einnig ræðir skáldið um Jónas í hvalnum i einu Ijóðanna en á hann ein- göngu við þann Jónas? „Jónas er náttúrlega fræg persóna og ég get notað hann með tilvísun í annan Jónas. Ég var að hugsa um að skýra bókina Risarnir, með tilvísun í hvali, enda finnst mér hvalir vera tákn fyrir eitthvað sam maður þarf að lúta.“ Villiland er ólík síðustu bók hans að hans eigin sögn. Hann segir umfjöllunarefnin í ljóða- gerð vera óþijótandi og þegar ein bók er búin finnst honum hann vera búinn að gera einum milljónasta hluta af veröldinni skil. „Mér finnst heimurinn vera botnlaust yrkisefni og maður þarf ekki að líta nema millímetra til hægri eða vinstri til að finna eitthvað nýtt.“ Jónas Þorbjarnarson Samræður við „drengj abækumar“ REGNBOGI í póstinum nefnist skáldsaga sem Gerður Kristný hefur sent frá sér. Fjallar hún um unga konu sem hefur nýlok- ið stúdentsprófi en leit hennar að sjálfri sér „spannar ýmis grátbrosleg atvik og hugleið- ingar hennar um lífið og tilver- una eru í senn kunnuglegar og frumlegar", svo sem segir á bókarkápu. „Mig Iangaði frá upphafi að semja bók um unga stúlku sem veit ekki alveg hvað hún vill í lífinu — nokkuð sem margir kannast við. Ég gerði hana að dálitlum töffara, auk þess sem ég var alltaf ákveðin í að bókin yrði samræður við „drengjabækurnar", sem ég hélt mikið uppá og losnaði ekki svo auðveldlega við þegar ég fór sjálf að skrifa," segir Gerð- ur Kristný en menn á borð við Halldór Laxness og Pétur Gunnarsson setja svip sinn á Regnboga í póstinum. En úr hveiju skyldi söguhetj- an vera sprottin, er hún kannski þessi „dæmigerða íslenska stúlka“? „Hún gæti vel verið það,“ segir Gerður Kristný. „Margt ungt fólk fer út í lönd eftir stúdentspróf og þar getur það lent í ýmsu.“ En skyldi höfundur hafa haft hliðsjón af eigin reynslu við skrifin? „Ég ræni sumu frá sjálfri mér, það er til að mynda ekki laust við að ég hafi komið við í París og Kaupmannahöfn eins og söguhetjan. Þegar öllu er á botninn hvolft tekur maður alltaf eitthvað frá sjálfum sér.“ Regnbogi í póstinum er fyrsta skáldsaga Gerðar Kristnýjar. Segir hún jarðveg- inn fyrir unga rithöfunda á ís- landi vera góðan, svo sem þau Kristján B. Jónasson og Andri Snær Magnason hafi komist að raun um á ferðum sínum um landið undanfarna daga. „Fólk er spennt fyrir einhveiju nýju. Það er langt síðan nýir rithöf- undar af yngri kynslóðinni hafa látið að sér kveða og fjarskalega langt síðan kven- maður hefur komið fram á sjónarsvið- ið.“ Er Gerður Kristný því reiðubúin að halda uppi merkinu á komandi árum? „Já, andskotakorn- ið!“ IHUGA móður minnar hef ég lítið elst frá því ég var tíu ára. Hún minnist aldrei á hvað ég var sniðug þegar ég litaði hárið á mér með grænu skoii í áttunda bekk. Ég hafði lesið bók þar sem brá fyrir konu með grænt hár og mér fannst það hljóta að fara mér vel. Henni fannst það ekki neitt sniðugt heldur þegar ég bað hana litlu síðar um að benda mér á ein- hvern góðan kvensjúkdómalækni því mig langaði til að fara á pill- una og sýndi þar með undraverða ábyrgðarkennd þrátt fyrir ungan aldur. „Viltu ekki bíða aðeins áður en þú byijar á því?“ spurði manna. „Eftir hverju?" Gerður Kristný Hún velti svarinu eilítið fyrir sér. „Ja, sagði hún svo, „til dæmis eftir að liturinn hverfi úr hárinu á þér. Ekki geturðu farið svona.“ „Ég litaði nú bara hárið á höfðinu á mér grænt. Læknin- um kemur það ekk- ert við.“ Svo sendi mamma mig til elsta kven- sjúkdómalæknisins sem hún fann í Læknatalinu. Henni hefur eflaust þótt vissara að senda mig í hendurnar á gæðalegum, eldri manni heldur en á einhveijum ungum og nýút- skrifuðum lækni. Mér fannst læknirinn sem bað mig um „að tyila mér upp á bekk- inn“ svo hrumur að mér hefði ekki kokið á óvart þótt stærð lóð- arinnar sem hann fékk undir læknastofuna hefði ráðist af því hversu stórt svæði hann gæti far- ið um með eld á einum degi. Samt treysti ég honum fyrir því að koma í veg fyrir að ég þyrfti að láta ferma hjá mér fyrir þrítugsaldur- inn. Ur Regnboga í póstinum. María, María BJARNI Bjarnason sendi ný- lega frá sér skáldsöguna Endur- koma Maríu. Hún fjallar um Mar- íu mey í samfélagi nútímans, væntingar hennar til lífsins og áhrif hennar á samferðamenn sína. Hvernig vaknaði hugmyndin að Endurkomu Maríu? „ Verkið er svar við óhugnað- arsögum eins ogDracuIa ogFran- kenstein þarsem óhugnanlegur persónur eru settar í normalt þjóð- félag" segir Bjami og kimir. „Mér þóttigaman að setja persónu sem er tákn fyrir guðhræðslu, trúar- traust, hreinleika oglieilbrigði í nútímaþjóðfélag. Þetta er vanga- velta um hvað myndigerast ef María kæmi aftur, hvemig persóna hún værí. Hún bjó í allt öðmvísi þjóðfélagi á sínum tíma þar sem konur höfðu ekki mikinn rétt og gátu lítið valið. Ég er líka að skoða kvenpersónu sem frelsara. Frels- arar em oftast karlmenn, Búdda, Múhumeð og Jesú. Það er oft talað um að karleðlið sé úthverft ogaggr- esíft en kveneðlið meira passíft og innhverft Meðan Jesú spreðaði kraftaverkum I kringum sig eins og töframaður á sviði þá gerast kraftaverkin meira á Maríu, eða undrin. “ Er verkið trúarlegs eðlis? „Ég er ekki vantrú- aðurá trú eða trúaður á vantrú. Fólk þarf ekkiað hafa lesið Bibl- íuna eða vera trúað til þess að njóta verksins. Það em margar skir- skotanir í Biblíuna, nöfn ogatburðiren lesandi þarf ekkiað þekkja til. Verkið er ekki beinlínis trúarlegs eðlis en það fer eftir þvíh vemig lesandinn sér það. Það tjallar samt íaðra röndina um leit að einhverju að trúa á. Égreyndiað byggja verkið þannig upp að allir eiga að geta haft gaman af. Þeirsem vilja kafa dýpra geta farið útíkristna tákn- fræði ogalmenna táknfræði. Verkiðer skrifað bæði fyrir vit- undina og undirvit- undina. “ Ástin erstórþáttur í lífi Maríu en það er erfitt að nálgast hana. Hvað um ástina í verkinu? „í öllum ástarsamböndum eru Bjarni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.