Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 1

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1 í : 1996 ■ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER BLAÐ Forset- inn sendi landslið- inu skeyti FORSETAHJÓN- IN Ólafur Ragnar Grímsson og Guð- rún Katrín Þor- bergsdóttir sendu landsliðsmönnun- um skeyti með hamingjuóskum eftir leikinn við Dani í Álaborg á sunnudag. Þau ósk- uðu liðinu til ham- ingju með frábæra frammistððu. ís- lensku leikmönn- unum þótti mjög vænt um sending- una frá Bessastöð- um. Einnig barst skeyti frá Ellerti B.Schram, forseta ÍSÍ, og sömuleiðis frá fyrrum for- manni HSÍ, Ólafi B. Schram. Lands- liðið kom heim í gærkvöldi og tók landsliðsnefnd HSÍ á móti hópnum. Morgunblaðið/Rúnar Þór PÁLL Ólafsson, fyrrum landslíðsmaður, fagnar Júlíusi Jónassyni, eftir leikinn gegn Dönum, sem íslend- ingar unnu 24:22. Leikmenn, þjálfarar og íslenskir áhorfendur dönsuðu stríðsdans á fjölum íþróttahall- arinnar í Álaborg. Skuldir Handknattleikssambands fslands eru nú um 90 milljónir króna Arangurinn hjálpar Vinnings- Vinningar vinninga upphæð \-Á Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð K1 ■6a,e 2 22.410.000 I 9 5 af 6 2 453.980 || 3. 5 af 6 5 45.160 4. 4af6 209 1.710 rM r- 3 af 6 ^lj O. + bónus 733 210 : jSamtals: 951 46.465.080 UPPLYSINGAR Guðjón leyst- ur frá störf- um hjá ÍA STJÓRN Knattspyrnufélags ÍA ákvað á fundi sínum seint í gærkvöldi að leysa Guðjón Þórðarson, þjálfara, frá störfum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ákvörðunin tekin að vel athuguðu máli. Skagamenn urðu þrefaldir meistarar undir stjórn Guðjóns á liðnu keppnistímabili, sigr- uðu í 1. deild, bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni. Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ, var viðstaddur leikinn í Álaborg á sunnudaginn, sem ísland vann 22:24. Hann kom með Atlanta-flugvélinni á leik- dag. „Þetta er búið að vera hreint frábær dagur. Það var ótrúlegt að upplifa þessa stemmningu sem var hér fyrir leikinn og í íþrótta- húsinu. Ég hefði ekki viljað missa af þessari uppákomu sem endaði svona vel fyrir okkur,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að þessi árangur landsliðsins lyfti hand- knattleiknum aftur upp á þann stall sem hann á skilið að vera á. „Þetta er okkar þjóðaríþrótt og það kom vel í Ijós að stuðnings- menn liðsins eru margir og þeir eru tilbúnir að fylgja liðinu í gegn- um súrt og sætt.“ - Nú er stuttur tími til stefnu fram að HM í Japan, verður ekki farið í það á fullu að fá verkefni fyrir liðið fram að HM? „Jú, nú þarf að bretta upp erm- arnar og reyna að undirbúa liðið eins vel og kostur er fyrir HM. Annars er það þjálfarans að skipuleggja það og hann er vanur að sinna sínum verkefnum vel og ég treysti honum fullkomlega til þess.“ - Nú hefur heyrst að skuldir HSÍ séu um 90 milljónir, verður ekki eríitt að ráðast íeinhver verk- efni þegar fjárhagsstaðan er svona slæm? „Því miður er þessi tala sem þú nefndir nærri lagi. Við sjáum ekki fram úr þessu nema að fá einhverja utanaðkomandi hjálp. En við erum að ströggla í þessu og það kemur í ljós á næstu vikum hvað verður. Það er ýmislegt í gangi sem verið er að vinna í og ég get því miður ekki sagt meira um það á þessu stigi. En það er verið að vinna í málinu á fullu og vonandi klárast það fyrir áramót. Vissulega hjálpar þessi árangur liðsins okkur í þeirri baráttu. Eft- ir því sem gengi liðsins er betra því auðveldara ætti það að vera fyrir okkur að fá aðstoð og pen- inga til að koma fjármálunum í lag. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn á að fjármáladæmið myndi ganga upp og ég er auðvitað enn bjart- sýnni á það eftir leikinn," sagði Guðmundur. HANDKNATTLEIKUR: BJARKIHEFUR SKORAÐ 400 MÖRK / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.