Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bjarki Sigurðsson yfir 400 marka múrinn með landsliðinu Leikir 1987 1988133 1989 [22 1990Í35 1991 1992L21 1993 [~Í4 1994Q 1995 [j9 1996 flö © TÍMAMÓTAMÖRK 1. Bandarikin 1987 Georgia 26:20] 100. Bandaríkin 1989 Seltj.nes 27:15 ] 200. Rússland 1991 Húsavík 26:31 300. Tékkóslóvakía 1993 Stokkhólmur 21:22 I 400. Danmörk 1996 Reykjavík 27:21 Þeir hafa skorað flest mörk með landsliðinu Kristján Arason 1.089 Sigurður V. Sveinsson 730 Valdimar Grímsson 660 Júlíus Jónasson 628 Þorgils Óttar Mathiesen S67 Alfreð Gíslason 542 Geir Hallsteinsson 531 Sigurður Gunnarsson 489 Geir Sveinsson 420 Bjarki Sigurðsson 406 ■ GEIR Sveinsson fyrirliði íslenska landsliðsins, táraðist þegar hann varð vitni að hinum mikla stuðningi ís- lensku áhorfendanna er hann gekk fyrir liði sínu inn á völlinn í Alaborg. ■ „ÉG átti verulega erfítt með mig og vissi ekki fyrr en tárin fóru að renna niður kinnarnar. Ég hef aldrei áður upplifað aðrar eins móttökur og það á útivelli,“ sagði Geir. ■ ÞRÍR fyrrum landsliðsmenn ís- lands í handknattleik fóru í hópferð ásamt á annað huhdrað landa sinna að morgni sunnudags til að styðja við bakið á landsliðinu í Alaborg. Þetta voru þeir Guðmundur Guð- mundsson, Páll Ólafsson og Sig- urður Sveinsson. ■ ÞORBJÖRN Jensson er með samning við HSÍ sem landsliðsþjálf- ari fram til 1. júní á næsta ári en þá lýkur HM í Kumamoto. ■ BORIS Bjarni Abkachev, að- stoðarlandsliðsþjálfari, er einnig með samning til 1. júní. ■ DREGIÐ verður í riðla á HM síðar í þessum mánuði. „Um leið og ég veit hveijir andstæðingar okkar verða fer ég að afla mér allra upplýs- inga um þá,“ sagði Þorbjörn. „Það er því eins gott að hafa snör handtök því tíminn fram að keppni er stutt- ur,“ sagði landsliðsþjálfarinn. ■ DÖNSKU sjónvarpsmennimir sögðu í útsendingu sinni að engu væri líkara en íslenska liðið væri á heimavelli svo öflugir væri hinir 800 íslendingar sem hvettu liðið til dáða. Dagblaðið B.T. tók undir þessi orð í frásögn af leiknum á síðum sínum í gær. ■ CLAUS Jacob Jenssen stór- skytta Dana sagði í viðtali við B.T. í gær að hann skilji ekki hvernig lið- ið hafi farið að því að tapa tvisvar fyrir íslendingum. „íslenska liðið lék ágætlega en við eigum samt að vinna það. Líklega hefðum við sigrað ef við kynnum að sýna þolinmæði," sagði Jensen. ■ OLE Ravn blaðamaður B.T var ekkert að vanda danska liðinu og þjálfaranum kveðjumar í gær. „I þriðja sinn mistekst Ulf Schevert og hvolpunum hans að komast í hóp hinna bestu. Schevert hefur búið til taplið sem kann bara að sigra í leikj- um sem engu máli skipta. ■ / SAMA dagblaði stóð í fyrir- sögn; „Léku fyrir Guð, forsetann og föðurlandið" og var þar átt við ís- lenska liðið. ■ EXTRA-BLAÐIÐ segir að Geir Sveinsson og samherjar hans í ís- lenska liðinu hafi átt skilið að sigra í leiknum. „Þeir brettu upp ermarn- ar, fundu blóðbragðið og tapliðið hans Scheverts varð þeim þessvegna auðveld bráð.“ ■ ULF Schevert landsliðsþjálfari Dana er sænskur og að leikslokum á sunnudag sagðist hann efast um að leikmenn skildu sænsku-dönskuna sem hann talar. „Eftir þennan leik held ég að enginn vafi leiki á að ég hef ekki notað rétta orðið fyrir þolin- mæði og að enginn leikmanna minna hefur skilið mig þegar ég bað þá um að sýna þolinmæði er líða tók á leik- inn.“ ■ MORTEN Bjerre fékk rauða spjaldið upp úr miðjum síðari hálfleik fyrir brot á Konráð Olavssyni. Dönsku blöðin í gær efuðust ekki um réttmæti þeirrar ákvörðunar dómaranna en sögðu hins vegar að með brottrekstrinum hafi orðið vatnaskil í leiknum og Danir ekki átt sigurmöguleika eftir það. GLEDI Stemmningin fyrir leik íslend- inga og Dana í Álaborg, í leiknum og eftir hann, var lyginni líkust. 150 stuðningsmenn ís- lenska liðsins flugu gagngert frá íslandi til að styðja við bakið á „strákunum okk- ar“ í baráttunni við Dani í Álaborg. Stuðnings- mennirnir hittu svo sann- arlega ofjarla sma, þegar þeir komu til Álaborgar. Þeir hittu þar fyrir 650 íslendinga, sem eru búsettir og við nám í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Göngugatan í miðbæ Álaborgar á fullveldisdaginn var sem Lækjargatan 17. júní. Stemmningin var hreint ótrúleg. Rútuferðir voru frá Kaupmanria- höfn, Óðinsvé, Árósum og Hors- ens, auk þess sem fjöldinn allur kom á einkabifreiðum. Stemmningin hófst á veitinga- húsinu Over og under Uret í miðbæ Álaborgar, þar sem ís- lendingafélagið í Álaborg sá um að mála menn í íslensku fánalit- unum og einnig var dreift litlum fánum. Upphitunin hófst klukk- an eitt, tveimur og hálfum tíma fyrir leikinn. Síðan var farið í skrúðgöngu að íþróttahúsinu. íslendingar stálu svo sannarlega senunni í Álaborg og Danir gerðu sér grein fyrir að íslendingar „áttu húsið“ þegar leikurinn hófst. „Hveijum datt í hug_ að láta leikinn fara fram hér í Ála- boig?“ spurði Ulf Schefvert, landsliðsþjálfari Dana. Það var ekki nema von að hann spyrði, því að hvergi í Danmörku eru Islendingar fleiri en á Norður- Jótlandi. „Strákarnir okkar“ héldu svo sannarlega upp á fullveldisdag- inn - nýtt tímabil er hafið hjá landsliðinu, sem tekur þátt í HM í Japan eftir sex mánuði. Þeir slepptu ekki takinu sem þeir hafa haft á Dönum. Þeir urðu sterkari og sterkari eftir þvi sem leið á leikinn og þegar Danir fundu fyrir krafti íslensku leik- mannanna og sáu að þeir réðu ekkert við kvikuhlaupið sem hafði myndast í herbúðum ís- lendinga - kvikan kom upp á yfirborðið þegar Dagur Sigurðs- son skoraði 20:22 með glæsilegu undirhandarskoti þegar þtjár mín. voru til leiksloka. Það var þá sem „eldgosið“ hófst á áhorf- endapöllunum. 800 íslendingar voru farnir að dansa og syngja og sá dans barst síðan út á gólf- ið eftir leikinn, þar sem landsliðs- menn, þjálfari og aðstoðarmenn stigu sannkallaðan stríðsdans. Það var hreint ótrúlegt að sjá þennan mikla og tryllta dans. Það var svo sannariega við hæfí að fyrstu danssporin á nýju tíma- bili landsliðsins, væru tekin á danskri grundu á fullveldisdegin- umt 1. desember. Það voru stolt- ir Islendingar sem dönsuðu - áhorfendur þökkuðu leikmönnum íslands fyrir spennandi leik og leikmennimir þökkuðu áhorfend- um fyrir ómetanlegan stuðning. Eftir slæmt gengi í heims- meistarakeppni á Íslandi, skuld- uðu „strákamir okkar“ þjóðinni. Þeir hafa heldur betur gert upp þá skuld - bjóða þjóðinni upp á „handboltafýllirí" í maí, beinar næturútsendingar frá leikjum þeirra á HM í Japan. Sigmundur Ó. Steinarsson 800 íslendingar stigu villtan og trylltan stríðsdans í Alaborg Hefurlandsliðsmaðurinn BJARKISIGURÐSSOIM alltafjafn gaman afhandbolta? Stundum súrt enoftarsætt BJARKI Sigurðsson hornamaður átti mjög góðan leik á móti Dönum á sunnudaginn og var markahæstur íslensku leikmann- anna með fimm mörk. Bjarki er búinn að vera lengi í eldlín- unni og hefur ávallt staðið sig vel. Þessi rólegi og yfirvegaði leikmaður lætur ekki mikið yfir sér heldur lætur hann verkin inni á vellinum tala. Hann er sannur íþróttamaður og fyrir- mynd. Hann er nú kominn með yfir 400 mörk fyrir landsliðið en lék fyrsta landsleikinn 1987, einmitt á móti Dönum. Bjarki er upphaflega Víkingur en spilar nú með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að hafa leikið marga lands- Eftir leiki segir hann að Val B. leikurinn gegn Jónatansson Dönum sé einn sá eftirminnilegasti á ferlinum. „Ég er nú ekki viss um hann sé sá besti sem ég hef spilað en hann er líklega einn sá eftir- minnilegasti. Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum og það virkaði sem áttundi maðurinn í lið- inu og það gerði gæfumuninn. Við trúðum því allan tímann að við myndum vinna. Þetta var æðislegt." Funduð þið fyrir miklum þrýst- ingi á ykkur fyrir leikinn? „Nei, það var enginn þrýstingur á okkur, pressan var aðallega á Dönum. Við vissum það fyrir leik- inn að við þyrftum að vinna og lið- ið veit það reyndar fyrir alla leiki. Við vissum að ef við næðum að halda þessu nokkuð jöfnu fram eftir leik myndum við taka þá. Ég var sannfærður um að við myndum vinna frá því eftir miðjan fyrri hálfleikinn.11 Nú eruð þið búnir að tryggja ykkur farseðilinn á HM í Japan, hvernig er sú tilfinning? „Hún er frábær. Við erum kannski ekki alveg búnir að átta okkur á þessu ennþá. En þetta þýðir bara eitt fyrir íslenskan hand- bolta, að við erum komnir á efsta pall aftur og nú eru bjartir tímar framundan." Nú ert þú kominn í 400 marka klúbbinn hjá landsliðinu, er það ekki ákveðinn áfangi? „Jú, auðvitað er alltaf gaman að skora og vera kominn með svona mörg mörk fyrir landsliðið. Annars hef ég ekki mikið hugsað um hve mörg mörk ég hef skorað. Ég hugsa fyrst og fremst um að spila fyrir liðið og ná árangri, en það Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson BJARKI Sigurðsson hefur skorað 400 mörk með landsliðlnu. er auðvitað ekki verra að skora nokkur mörk.“ Er þessi leikur á móti Dönum einn sá mikiivægasti og skemmti- legasti sem þú hefur tekið þátt í? „Hann er alltént mjög ofarlega í huga mér á þessari stundu. Þetta er skemmtilegasti leikur sem ég hef leikið síðustu tvö til þijú ár. B-keppnin í Frakklandi er mér allt- af minnisstæð og er enn í fersku minni. Við höfum í gegnum árin upplifað margt skemmtilegt í hand- boltanum. Það er með þetta eins og margt annað að það er bæði súrt og sætt í þessu. Ég neita því ekki að þessi sigur er einn sá sæt- asti.“ Nú ert þú búinn að vera í lands- Iiðinu í 10 ár, áttu mörg ár eftir enn í iandsliðinu? „Það er auðvitað undir þjálfar- anum komið, en hann hefur borið traust til mín hingað til og ég ætla ekki að bregðast því. Ég hef enn mjög gaman af þessu og hef hug á að komast til Japans með liðinu." Það virðist eins og annað hugar- far sé í liðinu núna en oft áður, leikgleðin er til staðar. Hver er skýringin á því? „Það er annað hugarfar en var til dæmis fyrir HM heima. Þá voru menn yfirspenntir og kannski í keppninni sjálfri líka. Núna er þetta búið að vera mjög afslappað og ég tala nú ekki um hér í Danmörku. Það er frábær stemmning í liðinu og leikmenn eru samstilltir í því að standa saman í þessu verkefni. Þetta er ein liðsheild og það er enginn veikur hlekkur hjá okkur í dag. Við förum áfram á baráttunni og notum vöðvana ef með þarf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.