Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 C 3 KNATTSPYRNA Reuter PATRICK Vieira og Paul Merson fagna 2:1 sigrlnum á Newcastle og efsta sætinu. að hlið Arsenal ÍÞiémR FOLK ■ SVERRIR Sverrísson verður leikmaður ÍBV á næsta tímabili en hann hefur leikið með Leiftri í Ólafsfirði. Gengið var frá samn- ingum í gærkvöldi. ■ ARNAR Björnsson, íþrótta- fréttamaður hjá RÚV var valinn „KSÍ íþróttafréttamaður ársins" af stjórn sambandsins og var til- kynnt um það á ársþingi KSI um helgina. ■ PSV keypti á sunnudaginn rúmenska landsliðsmanninn Ovid- iu Stinga frá spánska félaginu Salamanca. Ekki var getið um kaupverðið á hinum 24 ára gamla miðvallarleikmanni. ■ ULF SCHEFVERT, landsliðs- þjálfari Dana, sagði þegar hann tók við þjálfun danska landsliðsins 1994 að hann setti stefnuna á þriðja sætið á HM á íslandi og síðan gullið á HM í Japan 1997. Gengi liðsins á HM á Islandi var ekki til að hrópa húrra fyrir enda fór liðið heim strax eftir riðla- keppnina. íslendingar sáu hins vegar til þess á sunnudag að síð- ara markmiðið næst ekki. ■ DÖNSKU blöðin fóru ekki fögrum orðum um danska liðið í gær, gáfu því ekki háa einkunn og spurðust fyrir um stóru orðin sem Schefvert hafði látið falla. Danska Iiðið væri nú í myrkrinu en Islendingar í sviðsljósinu. ■ FRANK Jörgensen lék síðasta landsleik sinn fyrir Dani á sunnu- dag. Hann ætlaði upphaflega að vera með fram yfir HM í Japan en þar sem Danir komast ekki þangað ákvað hann að umræddur leikur við íslendinga yrði sá síð- asti. Jörgensen lék 212. landsleik sinn á sunnudag, en hann er at- vinnumaður hjá Teka Santander á Spáni og rennur samningur hans út í vor. Þá ætlar hann end- anlega að leggja handboltaskóna á hilluna. Liverpool skaust upp að hlið A.rsenal á toppi ensku úrvals- deildarinnar þegar það vann Tott- enham 2:0 á White Hart Lane í London í gærkvöldi. Michael Thomas gerði glæsilegt mark und- ir lok fyrri hálfleiks, komst á auð- an sjó hægra megin í vítateignum eftir sendingu Johns Barnes og skoraði niðri í hornið fjær. Steve McManaman gerði seinna markið í byijun seinni hálfleiks. Hann lék á Carr rétt utan vítateigs, skaut að marki en hitti boltann illa. Ian Walker henti sér niður til að veija en boltinn fór í þúfu rétt fyrir framan hann og skoppaði yfir hann. Furðulegt mark en eftir það sáu heimamenn vart til sólar. Tony Adams var rekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik en Ars- enal lét það ekki á sig fá og vann Newcastle 2:1. Lee Dixon skoraði fyrir Arsenal á 11. mínútu en Alan Shearer jafnaði og mínútu síðar fékk Adams rauða spjaldið. Newc- astle sótti stíft, en Arsenal varðist og Ian Wright gerði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik, 19. mark sitt á tímabilinu. „Ég verð aldrei hissa frekar en nokkur annar á Englandi þegar Ian skorar,“ sagði Arsene Wen- ger, knattspyrnustjóri Arsenal. „En þetta var leikur samstilltrar liðsheildar og baráttan var frá- bær. Ég verð að óska mönnum mínum til hamingju. Við misstum ekki tökin í vörninni.“ Sunderland stöðvaði Everton, sem hafði leikið átta leiki í röð án taps, og vann 3:1 á Goodison Park í Liverpool. Wimbledon vann Nottingham Forest 1:0 og hefur leikið 17 leiki í röð án taps. Meistarar Manchester United áttu ekki í erfiðleikum með Leic- ester og unnu 3:1. Varnarmaður- inn Gary Pallister, sem hefur verið frá í fimm vikur vegna hné- meiðsla, kom inn í liðið á ný og lék á fullu. „Ég fann ekki fyrir neinu í hnénu og vonandi er allt í !agi,“ sagði hann. „Leicester kom ekki til að sigra og það gerði mér auðveldara fyrir. Það reyndi ekk- ert á okkur í vörninni. Fólk hélt að ég hefði átt í erfiðleikum á móti Fenerbache vegna baksins en í raun var hnéð að angra mig. Aðgerð var ákveðin og nú er ég til í slaginn á ný.“ Ian Rush skoraði loks fyrir Le- eds sem vann Chelsea 2:0 en Brian Deane gerði fyrra markið tveimur mínútum fyrr. Olajuwon afturá spítala HAKEEM Olajuwon var flutt- ur á ný á sjúkrahús um helg- ina vegna óreglulegs hjart- sláttar, en það er ekki nema rúm vika síðan hann var síð- ast lagður inn af sömu sökum. Hann hvUdi sig í viku og missti fyrir vikið af þremur leikjum Houston, en það kom ekki að sök því félagar hans héldu uppi merki félagsins og nú hafa Chicago og Houston bæði sigrað i 15 leikjum og tapað einum. Olajuwon gerði 17 stig og tók 13 fráköst gegn Boston aðfaranótt laugardags og var með 34 stig og tók 17 fráköst þegar Houston vann Washington aðfaranótt sunnudags. Hann flaug síðan beint til síns heima til að kom- ast á sjúkrahús. Læknar segja hann við góða heUsu. Fleiri hjörtu slá mishratt OLAJUWON er ekki eini leik- maðurinn i NBA sem hefur óreglulegan hjartslátt því við varamannabekk San Antonio Spurs er sérstök vél til að koma þjartslætti framherjans Monty WUiiams í eðlilegan takL Derrick Coleman þjá 76ers missti af fyrstu leikjun- um í fyrra vegna óreglulegs hjartsláttar og Reggie Lewis, sem lék með Boston, hné nið- ur í leik með liði sínu og lækn- ar sögðu honum að hætta að leika körfuknattleik. Hann leitaði álits fleiri lækna og einhverjir sögðu honum að það væri í lagi að halda áfram. Hann lést þremur mánuðum síðar þegar hann var að skjóta á körfu. Sjö millj- ónir stiga ÍNBA HERSEY Hawkins, bakvörð- ur Seattle SuperSonics, fékk heiðurinn af þvi að gera sjö miiyónasta stigið I NBA- deildinni. Nokkrir leikir fóru fram á sama tíma og menn vissu að áfanganum yrði náð um kvöldið, en gekk Ula að koma boltanum í körfuna. Karl Malone gerði 30 stig frir Utah Jazz þegar liðið skrapp tíl Seattle og sigraði nokkuð óvænt. Sacchi fór aftur til AC Milan Arrigo Sacchi sagði í gær upp landsliðsþjálfarastöðu Ítalíu í knattspymu til að taka við AC Milan, þar sem hann gerði áður garðinn frægan. „Ég held að við höfum gert rétt í því að fá Arrigo Sacchi," sagði Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan. „Ég get ekki sagt nei við Beriusconi,“ sagði þjáifarinn. Sacchi, sem var í fimm ár hjá AC Milan áður en hann tók við landsliðinu 1991, verður eftirmað- ur Oscars Washingtons Tabarez sem sagði starfinu lausu, en liðinu hefur ekki gengið vel undir hans stjóm að undanförnu. Bollaleggingar um eftirmann Sacchis hófust þegar og vom nokkrir nefndir, þ.ám. Giovanni Trappatoni, þjálfari Bayem Munchen, og Fabio Capello, þjálf- ari Real Madrid, en þeir sögðust ekki hafa áhuga. ísland beint í riðlakeppni EM SIGUR handknattleikslandsliðsins í riðlinum í undankeppni HM, þýðir fleira en þátttökurétt á HM í Japan. Hann þýðir einnig að íslenska liðið þarf ekki að taka þátt í forkeppni næsta Evrópu- móts, sem verður haldið á Ítalíu 1998. Forkeppnin fer fram í byrjun næsta árs og riðlakeppnin hefst síðan næsta haust. Is- lenska liðið fer beint þangað en þá verður liðunum skipt í fimm fjögurra liða riðla og komast tvö lið áfram til Ítalíu. í dag verður dregið í riðla, bæði í forkeppninni, sem ísland sleppur við, og í sjálfa riðlakeppnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.