Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 4
ci 3 v&iaaHMaæpQtmaAQi) 4 C ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 itii-í rav-iriiinw MORGUNBLAÐIÐ V HANDKNATTLEIKUR Þakka traustið „ÞETTA var ekki auð- velt og ég vil þakka traustið sem ég fékk með því að byrja inná og leika allan leikinn. Það var frábært að taka þátt f þessu," sagði Jul- ian Róbert Duranona, einn af burðarásum ís- lenska liðsins í leiknum. Hann var mjög ógnandi og hélt dönsku varnar- mönnuiiuin vel við efnið. „Útileikir eru alltaf erfiðir og þessi var eng- in undantekning. Dan- irnir léku betur í þess- um leik en fyrri leikmim í HöIIinni en við vorum betri þegar á leið." Hann sagðist ekkert hafa tekið eftir því að dönsku áhorfendurnir hefðu verið að púa á hann, það hefði runnið saman við þá gifurlegu gleði og stemmningu sem var á meðal ís- lensku áhorfendanna. Stuðningur þeirra hefði verið frábær og þeir hefðu yfirgnæft danska áhorfendur. .1 ulian sagðist stefna að því að vera með í HM í Japan yrði hann valinn en aðspurður hvort hann stefndi að því að vera á meðal marka- hæstu manna þar lí kt og hann var í HM i Sviss 1986 og í Tékkóslóvakíu fjórum árum síðar sagði hann það vera óUklegt. „Það eru svo margír í liðinu sem geta skotið á markið, ólíkl því sem var t landsliði Kúbu á sinum tíma," sagði kappinn og brosti sinu breiðasta. Peter Nerklit, markvörður: íslenskir áhorfendur voru frábærir „ÞAÐ er alltaf sárt að tapa, ekki síst þegar svo mikið er í húfí eins og var að þessu sinni," sagði Peter Norklit, annar mark- vörður danska liðsins. Hann náði sér ekki á strik frekar en kollegi hans, Soren Haagen. „Bæði lið lögðu sig fram um að leika góðan handknattleik og tókst það oft og tíðum. Leikur- inn var betri en fyrri leikurinn á íslandi og við gerðum mun betur en þá en það nægði ekki því íslenska liðið bætti um bet- ur. Það sem hins vegar reið baggamuninn var að íslenska liðið lék af meiri skynsemi síð- ustu fimmtán mínútur Ieiksins og síðustu tíu mínúturnar lék það frábæran handknattleik sem skilaði sigri. Þá má ekki gleyma þætti íslenskra áhorfenda í íeiknum, þeir voru frábærir og studdu einstaklega vel við bakið á liðinu." Norklit segir að veikasti hluti danska liðsins hafi verið sóknar- ieikurinn, þar hafi menn tapað þræðinum þegar á leið og hætt að leita að bestu tækifærunum, farið þess í stað að skjóta úr fyrsta tækifæri og þar með hafi íslenski markvörðurinn fengið auðveldari skot til að glíma við. „Um leið og íslenska liðið náði forystu fórum við á taugum, það verður að viðurkennast. Ég vil nota tækifærið og óska íslenska landsliðinu til hamingju og vona að því gangi vel á HM." RÓBERT Julian Duranona fór á kostum undir lokin. Morgunbiaðið/Rúnar Þór Hér sækir hann að marki Dana, Christian Hjermlnd er til varnar. Geir Sveinsson, fyrírliði íslenska landsliðsins, ísigurvímu íÁlaborg Ómetanlegur stuðningur „ÞETTA er stórkostleg tilfinning, að upplifa þessa stemmningu á fullveldisdaginn, að fagna sigri hér í Danmörku með alla þessa f rábæru áhorf endur á bak við okkur," sagði Geir Sveins- son, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir glæsilegan sigur á Dön- um í Alaborg. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri gjöf á þessum degi, 1. desember. Þetta var ekki aðeins sigur okkar í landsliðshópnum, heldur allra hinna 800 íslendinga, sem komu til að styðja við bakið á okkur. Stuðningurinn var ómetanlegur fyrir okkur, það var eins og við værum að leika heima." Það tók okkur nokkurn tíma að ná tökum á varnarleiknum. Það kostaði það að við komumst ^^^^^_ ekki almennilega í Sigmunduró. gang fyrr en í seinni Steinarsson hálfleik, eða þegar skrifar við vorum búnir að loka fyrir langskot þeirra. Við ræddum um það fyrir íeikinn og í leikhléi að gera allt sem við gætum til að halda Dönum í spennu, fullvissir um að þegar við kæmumst yfir yrði pressan öll komin á Danina. Þetta gekk eftir, þegar við náðum yfírhöndinni fóru Danirnir hreinlega á taugum - þeir þoldu ekki spennuna," sagði Geir. Geir sagði að sigurinn væri mikilvægur fyrir íslenskan hand- knattleik og íþróttalífið á íslandi. „Ef við hefðum tapað fyrir Dönum hefðum við misst af þriðju stór- keppninni í röð. Við náðum hvorki að komast í Evrópukeppnina á Spáni né á Ólympíuleikana í Atl- anta. Nú erum við á leiðinni til Japans, þar sem heimsmeistara- keppnin fer fram í maí. Sigurinn hér í Álaborg er sálfræðilega mik- ill sigur fyrir okkur alla, með þess- um sigri höfum við gleymt jafntefl- inu við Grikkiand, sem hefur verið að angra okkur - við fórum frá Aþenu til Álaborgar, með viðkomu í Reykjavík," sagði Geir. - Það eru sex mánuðir þar til heimsmeistarakeppnin í Japan fer fram. Verður ekki erfitt fyrir landsliðið að búa sig undir HM í Japan, þar sem Iítill tími er til stefnu, deildarkeppnin á íslandi, í Þýskalandi og Frakklandi tekur sinn toll? „Við þurfum ekkert að óttast. Það er jafnt á komið með okkur og öðrum landsliðum. Heimsmeistarar Frakka koma til dæmis aðeins saman í hálfan mán- uð í desember og síðan ekki fyrr en upp úr miðjum apríl, eftir deild- arkeppnina. Við erum með stóran hóp af góðum leikmönnum, allt leikmenn með mikla reynslu og það má segja að við þekkjum hver annan eins og fingurna á okkur," sagði Geir Sveinsson. SOKNAR- NÝTING Álaborg, Danm., 1. desember DANMORK Mörk Sóknir % ÍSLAND Mörk Sóknlr % 12 23 20 43 52 50 51 F.h 11 22 21 43 50 10 S.h 13 62 22 Alls 24 56 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti 10 1 2 5 2 4 r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.