Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 8

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRIMA Reuter SVIINN Stefan Schwarz hjá Roma grípur hér í skyrtu Damlanos Tommal leikmanns Florentlna í viður- eign félaganna á sunnudaginn. Leikurlnn þótti bráðskemmtilegur þar sem hvort lið skoraðl þrjú mörk. Stinga til PSV PSV Eindhoven festi á sunnudag- inn kaup á rúm- enska knatt- spyrnumanninum Ovidiu Stinga frá spænska annarrar deildarliðinu Salamanca. Kaup- verðið var ekki gefið upp, aðeins sagt að hann hafi gert fimm ára samning við félag- ið sem nú er i efsta sæti hollensku knattspyrnunnar. Því hefur hins veg- ar verið fleygt að forsvarsmenn hol- lenska félagsins hafí þurft að reiða fram upphæð sem svarar til um 200 milljóna króna fyr- ir kappann. Stinga er 24 ára gamall miðjumaður og hefur átt fast sæti í landsliði Rúmeníu undanfarin miss- eri. Vicenza heldur áfram að koma á óvart VICENZA er enn í efsta sætinu í ítölsku 1. deildinni þrátt fyrir 1:1 jafntefli við Perugia á sunnudaginn og þjálfari liðsins, Franc- esco Guidolin, er alltaf jafn varkár. Eftir jaf nteflið ítrekaði hann að markmið félagsins væri að halda sér í deildinni. Vicenza hefur komið mjög á óvart í haust þar sem liðið hefur ekki verið á toppi efstu deild- ar áður, en 94 ár eru síðan það var stofnað. „Markmið okkar áður en deildin hófst var að koma okkur í öruggt sæti þannig að við myndum ekki falla. Þegar við höfum náð því marki getum við farið að setja okk- ur önnur og æðri markmið, en fyrr ekki,“ sagði Guidolin. Það er Inter sem er í öðru sæti, stigi á eftir VicenZa, en liðið varð einnig að sætta sig við 2:2 jafn- tefli við Cagliari. Toppliðin mætast um helgina og verður örugglega hart barist. Juventus vann Bologna 1:0 með stórglæsilegu marki frá Zinedine Zidane úr aukaspyrnu. Þar með skaust Juve upp fyrir Bologna en liðin eru með jafn mörg stig. Þess skal getið að Juve hefur leikið einum leik færra en liðin fyrir ofan. Áður en flautað var til leiks á Stadio della Alpi leikvanginum sýndu leikmenn Juventus bikarinn sem þeir fengu fyrir sigurinn á River Plate í Japan á dögunum og settu hann síðan í bikaraherbergið. Hvort bikarinn hefur haft slæm áhrif á mótheijana skal ósagt látið en það voru alltént heimamenn sem réðu gangi leiksins. Það gekk mikið á í Atalanta þeg- ar Napoli var í heimsókn. Liðin skildu jöfn, 2:2, og við það féll Napoli í fimmta sætið. Roberto Ayala, fyrirliði Argentínu, var rek- inn af velli strax á 4. mínútu leiks- ins o g Nicola Caccia misnotaði víta- spymu sem Napoli fékk í fyrri hálf- leik. Liðið var samt 2:1 yfir allt þar til stundarfjórðungur var eftir, þá jöfnuðu heimamenn Atalanta. Það gengur hvorki né rekur hjá leikmönnum AC Milan og ekki bætti úr skák orðrómur í vikunni um að George Weah væri jafnvel á leiðinni til Arsenal. Liðið var slegið út úr bikarnum í síðustu viku og um helgina tapaði Milan 3:2 fyrir Piacenza. Það vantaði aðeins í vöm Milan, Paolo Maldini var í banni og Christian Panucci meiddur. Sebastiano Rossi hafði því nóg að gera í markinu og fyrri hálfleikur- inn var hrein martröð. Fyrst skor- aði Aladino Valoti af 25 metra færi og síðan ætlaði vamarmaður að gefa til Rossi en boltinn fór beint til De Francesco sem kom heima- mönnum í 2:0. Dejan Savicevic og Chistophe Dugarry komu báðir inná og sá síð- amefndi minnkaði muninn með fyrsu snertingu sinni, hans fyrsta mark fyrir Milan. Hann bætti síðan öðm marki við og Milan var farið að gera sér vonir um sigur þegar Pasquale Luiso gerði sigurmarkið. Real Madrid heldur sínu striki REAL MADRID hélt efsta sæti spænsku deildarkeppn- innar eftir leiki helgarinnar en það var þeirn mjög mikil- vægt að halda þeirri stöðu sinni þvi um næstu helgi mæta þeir erkifjendunum í Barcelona. Madridarliðið sigraði Sporting Gijon með marki frá fyrirliðanum Fem- ando Hierro eftir hom- spymu frá Brasilíumannin- um Roberto Carlos á 19 mín- útu. Markið gerði hann með skalla eftir hornspymu. En sigurinn var ekki átakalaus og geta Madridarmenn þakk- að markverði sínum Bodo Illgner fyrir að hafa ekki a.m.k. gert jafntefli. Hann varði nokkmm sinnum vel eftir að gestirair fóm að sækja ákaft er á leikinn leið. Juan Eduardo Esnaider skoraði sigurmark meistar- anna Atletico Madrid 11:0 sigri þeirra á Racing Sant- ander. Atletico hafði yfir- burði i leiknum og Esnaider skoraði aftur en það mark var dæmt af. Þá skaut Kiko Narvaez tvívegis í stöng. Eft- ir slaka byijun hafa meistar- amir verið að sækja f sig veðrið og em nú í fjórða sæti, átta stigum á eftir Real Madrid. Valencia, sem er með nýjan þjálfara, Jorge Valdano, byrjaði vel undir hans stjóra. Um helgina lagði liðið Celta Vigo 2:0 með mörkum frá Valery Karpin og síðar innsiglaði Inaki Hurtado sigurinn. Nilis iðinn viö kolann Markakóngur hollensku knattspymunnar, Luc Nilis, hélt áfram að bæta á marka- reikning sinn um helgina er hann skoraði tvö í 4:1 sigri PSV á NEC Nymegen. Þar með hefur hann gert 13 mörk og sigurinn tryggði frekar stöðu PSV á toppi deildarinn- ar, en félagið hefur 6 stiga forskot, en Ajax gengur illa að bæta sinn hlut og er nú 14 stigum á eftir PSV. Leverkusen tylhi sér á toppinn Eins og lið Bayem Munchen leikur um þessar mundir yrði það slæmt fyrir þýska knattspymu ef það stæði uppi sem sigurvegari í vor,“ sagði Brasilíumaður- inn Giovanne Elber eftir að hann og félagar hjá Stuttgart gerðu 1:1 jafntefli við Bayern í stórleik umferðarinnar á sunnudaginn. „Eft- ir að þeir skoruðu snemma kom yfir þá ró og þeir færðu sig aftar á völlinn og lögðu ekki neina áherslu á sóknarleik." Elber er einn sókndjarfasti maðurinn í þýsku knatt- spyrnunni um þessar mundir, hefur skorað 10 mörk í 16 leikjum. Hollendingurinn Frank Verlaat jafnaði fyrir Stuttgart á 80. mínútu á heimavelli að viðstöddum 53.000 áhorfendum eftir að Mario Basler hafði komið gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu á 7. mínútu. Talsverður hiti var í leikmönnum beggja liða í leiknum og varð Stuttgart að leika einum leikmanni færri síðustu níu mínúturnar eftir að miðvall- arleikmaðurinn Gerhard Poschner hafði verið rekinn af leikvelli fyrir að skammast í dóm- aranum. Mikil orka fór í tuð hjá heimamönn- um í leiknum og minna fyrir skemmtilegri sóknarknattspyrnu sem liðið hefur sýnt lengst af leiktíðarinnar. „Ég er ánægður með úrslitin því við vorum betra liðið á vellin- um,“ sagði Joachim Loew, þjálfari Stuttg- art. Félagi hans, Giovanni Trapattoni hjá Bayem, var hins vegar ánægðari. „Mínir menn sýndu mikinn styrk og ég er sáttur." Markus Happe, Ulf Kirsten, glæsilegt mark Brasilíumannsins Paulos Sergios og sjálfsmark Karstens Baumanns kom Leverk- usen í efsta sætið og engu skipti þótt leik- menn Kölnar vöknuðu upp við vondan draum skömmu fyrir leikslok og skomðu tvö mörk. Þar voru á ferðinni Henrik Andersen og Rúmeninn Ion Vladoiu. Úrslitin voru ráðin. Á föstudagskvöldið gerðu Dortmund og Hamburger jafntefli, 1:1, á heimavelli meistaranna. Þar höfðu leikmenn Dortmund yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik og fengu fjölda góðra færa til að skora en þau fóru öll í súginn nema eitt. Óvæntustu úrslit helgarinnar voru í leik Diissel- dorf og Werder Bremen þar sem þjálfaralaust lið Dusseldorf vann stórsigur, 4:1. Reutfir LEIKMENN Stuttgart kvört- uðu mlklð yfir dómaranum og hér ræða þeir Gerhard Posc- hner, Fredi Boblc og Glovanne Elber óánægju sína í Ijós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.