Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 C 9 51.ARSÞINGKSI Stjórnin NYKJORIN stjórn KSI. Aftasta röð frá vinstri: Atbert Eymundsson, Gunnlaugur Hreinsson, Einar Friðþjófsson, Raf n Hjaltalín og Jakob Skúla- son. Miðröð frá vinstri: Jóhann Óiafsson, Snorri Finnlaugsson, f ramkvæmdastjóri KSÍ, Ágúst Ingl Jónsson, Eggert Stein- grfmsson, Stefán Gunnlaugs- son, Ástráður Gunnarsson og Gelr Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri KSÍ. Fremsta röð frá vinstri: Lúðvík Georgsson, Jón Gunnlaugsson, Elías Hergeirs- son, Eggert Magnússon for- maður, Halldór B. Jónsson og Helgi Þorvaldsson. Bikarinn verður eins BIKARKEPPNIKSÍ verður með sama fyrirkomulagi á næsta ári og var í ár. Tillaga um að breyta henni þannig að lið í efstu deild karla kæmu inn í keppnina í 16 liða úr slitum í stað 32 liða úrslhV um eins og nú er, var felld. Breytingar hjá KSÍ TALSVERÐAR breytmgar urðu hjá KSÍ á og í kringum ársþingið. Á næsta ári á sam- bandið fimmtíu ára afmæli og í tílefni af mælisár sins var kynnt nýtt merki félagsins á þinginu um hclgina. Einnig voru til sýnis hinir nýju landsliðsbúningar en gcngið var frá samningum um þá fyrir þingið. Eggert Magnús- son sagði að sér sýndist sem menn væru ánægðir með merkið og nýju búningana. Færra fólk en fleiri salerni N Ý J A stúkan á Laugardals- velli verður tilbúin í vor ef allir verkþættír ganga sam- kvæmt áætlun. Magnús Bjarnason verkfræðingur og byggingarstióri stúkunnar, segir að ýmislegt hafí komið uppá í undirbúningnum og benti meðal annars á eina staðreynd sem þingheimi fannst skondin. Þar sem stúkan ris voru áður stæði fyrir um 10.000 áhorfendur en stúkau mun taka 3.500 manns. Þó svo fólki fækki á svæðinu um 6.500 manus þarf að fjðlga „pisseríum" stórlega eins og Magnús orð- aði það. Saiernisaðstaðan verður sem sagt mun betri þó svo að fólki fækki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Knattspymusambandið sterkt þrátt fyrir tap Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands ís- lands, var ánægður eftir að hafa slitið 51. ársþingi sambandsins á sunnudaginn. Þingstörfin gengu vel og segir Eggert að þrátt fyrir um 15 jnilljóna króna tap á árinu sé KSÍ sterkt. „Við höfum alltaf gert okkur ljóst að það er nauðsynlegt að eiga einhvern sjóð til að mæta erfiðu árunum og þannig er það hjá okkur. í knattspyrnunni er það þannig að A-landsliðin skapa allar tekjur sambandsins og við erum núna í þrðju keppninni í röð þar sem við erum óheppnir hvað varðar mótherja, sérstaklega hvað varðar sölu til sjónvarps og einnig fyrir áhorfendur. Við værum í mjög slæmum málum hefðum við ekki haft eins góðan sjónvarpssamning og raun ber vitni, allt frá árinu 1994. Sá samningur rennur út næsta ár," sagði Eggert en eigið fé KSÍ er nú ríflega 37 milljónir króna þannig að sambandið er stöndugt þrátt fyrir tapið í ár. „Það verður að segjast eins og er að við lékum ekki spennandi heimaleiki á árinu en það verða skemmtilegri leikir á næsta ári þannig að ég vonast til að við náum að rétta úr kútnum. Stóra málið hjá okkur núna er uppbygging Laugardalsvallar og því á að vera lokið í vor þannig að öll umgjörð leikja verður meira aðlaðandi fyrir áhorfendur og því ætti að vera auð- veldara að fá fólk á völlinn." Eggert sagði að það yrði tekið til hendinni til að koma í veg fyrir áframhaldandi tap KSÍ og lagði einnig áherslu á að hann hefði áhyggjur af fjárhagsstöðu hreyf- ingarinnar í heild. „Það þarf að skipa starfshóp til að fara ofan í saumana á fjármálum hreyfingar- innar, bæði KSÍ og félaganna. Ég hef engar einfaldar lausnir á þess- um vanda en það má reyna ýmis- legt. Eitt er til dæmis að athuga hvort hægt sé að setja launaþak á félöginn í 1. deild líkt og gert er í NBA-körfuboltanum. Það er sjálf- sagt erfitt en það þarf að koma fram með hugmyndir til bóta. d Knattspyrnuhús yrði mikið f ramfaraspor Haldið var málþing um knatt- spyrnuhús og framkvæmdir KSÍ á Laugardalsvelli á laugar- daginn. Mikill áhugi virðist á að ráðast sem fyrst í byggingu knatt- spyrnuhúss og f skýrslu mann- virkjanefndar KSÍ kemur fram að keppnishús, þar sem byggt er yfir heilan knattspyrnuvöll, muni kosta á bilinu 336-450 milljónir króna, en æfmgahús, þar sem byggt er yfír tæplega hálfan knattspyrnuvöll, á bilinu 135-190 milljónir. Mannvirkjanefnd telur þörfina mikla og sagði Lúðvík Georgsson, formaður nefndarinnar, að Islend- ingar væru búnir að gera það sem hægt væri við núverandi aðstæður og kæmust ekki lengra. I áætlun nefndarinnar er gert ráð fyrir að næstu 15 árin verði byggt eitt stórt keppnishús, tvö minni og 12 æfingahús. Kostnaðurinn ætti að vera um 3,3 milljarðar króna og benti hann á að 20 milljörðum hefði verið varið í að byggja hefð- bundin íþróttahús síðustu 15 árin. í lok málþingsins voru pall- borðsumræður og þar kom fram að í Reykjanesbæ er verið að skoða þá hugmund að byggja fjöl- nota íþróttahús af fullri alvöru og sömu sögu er að segja frá Akur- eyri. Pyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar sagði R-listinn að á þessu tímabili yrði skoðað af al- vöru að hefja byggingu knatt- spyrnuhúss og er ætlunin að gera það næsta ár, en húsið verður ekki á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Eg veit að félögin eru mjög óhress með að borga of mikið fyrir leikmenn, en þetta gera þau í ákafa sínum í að ná í bestu leikmennina. Þessu verður að linna því það verð- ur að vera til fyrir því sem menn eru að gera. Það hefur alltaf verið laumuspil í kringum samninga leik- manna við félögin, en það þarf að koma þessu öllu upp á borðið. Ef lið yrðu síðan staðan að því að vera með falsanir þá gætu þau átt von á háum sektum eða að vera flutt á milli deilda." Ný reglugerð var samþykkt á þinginu um félagaskipti leikmanna og stöðu félaga og leikmanna en það þótti nauðsynlegt í kjölfar úr- skurðar í Bosman-málinu. „Tekinn er upp nýr samningur, svokallaður sambandssamningur, og með hon- um gefst færi á að skilja á milli þeirra leikmanna sem fá nánast engar greiðslur og hinna sem fá laun." Tvö mál voru talsvert mikið rædd á þinginu, fjölgun liða í efstu deild karla, sem nú á að heita núllta- deild samkvæmt samþykkt þings- ins, og breytt fyrirkomulag á efstu deild kvenna. Báðum þessum mál- um var vísað til milliþinganefnda sem munu kanna málið fyrir næsta ársþing sambandsins. Mikið var rætt um knattspyrnu- hús á þinginu og voru flestir á því að nauðsynlegt væri að koma knatt- spyrnumönnum undir þak sem allra fyrst til að framfarir yrðu meiri. „Ég sagði við Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra á föstudaginn, þegar við höfðum skrifað undir samning- inn vegna Laugardalsvallarins, að nú væri þetta mál frá og hægt að fara að snúa sér að því næsta, sem væru knattspyrnuhúsin. Nú þurfum við að bretta upp ermarnar og ráð- ast í að byggja svona hús. Það gleð- ur mig mjög að sjá að nokkur sveit- arfélög, talsvert minni en Reykja- vík, virðast ætla að ríða á vaðið og munu þar með setja þrýsting á borgina að standa undir nafni og koma með alvörukeppnishús." Engin kona í stjórn KSÍ ENGIN kona er í nýrri stíórn KSÍ en Elísabet Tómasdóttír, sem sæti átti i varastiórn- inni, gaf ekki kost á sér tíl áframhaldandi setu. FjÖgur sóttust eftir þremur sætum varamanna og þar á ineöal Ingibjörg Hinriksdóttir en hún náði ekki kjöri. Ás tráður Gunnarsson úr Keflaví k kemur nýr inn í varastiórn- ina og Ágú s t Ingi Jónsson í stjóraina i stað Róberts Agn- arssonar. Eggert Magnússon formaður sambandsins sagði í lokaræðu sinni að þessu yrði að breyta á næsta þingi því stærsta sérsambandið gæti ekki verið þekkt fyrir að hafa ekki konu í stiórninni. Ingvi skrifar og skrifar INGVI Guðmundsson var þingritarieinsogsvooft áður, en þetta var fjórtánda þingið þar sem Ingvi er rit- ari. Fyrsti þingforseti var Sveinn Jónsson og fórst hon- um stiérain vel úr hendL Hann lagði þó tíl í lokin að ritara og stjórn KSÍ yrði gcr t að ganga frá fundar- gerð þingsins þar sem hún væri örugglega ekkitilbúin. Ingvi greip snarlega fram! fyrir Sveini og sagði að víst væri hún tilbúin. En Sveinn las hana samt ekki, var að fara og horfa á bcii ía útsend- ingu f rá Álaborg frá kappleik „í einhverri annarri íþrótt" eins og hann orðaði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.