Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 12
jíltiTflim'Wa&iíi HANDKNATTLEIKUR ísland er stóra landið Þorbjörn hefur áhyggjur ÞORBJÖRN Jensson, lands- liðsþjálfari, hefur töluverðar áhyggjur af því að hann fái ekki Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson lausa frá Wupper- tal í lokaundirbúning lands- liðsins fyrir HM í Japan. Ef Wuppertal Iendir í öðru sæti í sínum riðli í þýsku 2. deild- inni verður það að fara í aukakeppni um sæti í 1. deild og fer sú keppni fram í byij- un maí. Þorbjörn Ieggur áherslu á að hafa landsliðs- mennina heima í þrjár vikur fyrir HM sem verður í Kuma- moto frá 18. maí til l.júní. „Ég ætla að fara strax í það að ræða við þýska félagið og Viggó Sigurðsson þjálfara - tryggja það í tíma að ég hafi afnot af Degi og Ólafi þessar þijár vikur,“ sagði Þorbjörn. Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður stóð sig mjög vel í leiknum og varði alls 9 skot og flest þeirra úr dauðfærum. „Ég fann mig mjög vel um leið og ég kom inn á. Byijaði á því að verja eitt skot áður en flautað var til hálfleiks og kom svo heitur inn á í síðari hálfleik. Leikurinn var í góðum gír í upphafi seinni hálfleiks og það var ekkert annað hægt að gera en að gera sitt allra besta. Vörnin var ekki nægilega sannfærandi í byijun enda mikil taugaspenna í gangi hjá báðum lið- um en hún small saman í síðari hálfleik,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki hafa verið ánægður með dómgæsluna. „Þeir voru vægast sagt slakir. Það var greinilegt að þeir reyndu að hjálpa Dönunum en það dugði bara ekki. Við héldum samt ró okkar og vorum ekkert að setja of mikið út á dóm- gæsluna. Það er alltaf slæmt að missa mann út af fyrir að mótmæla einstökum dómum og það má alls ekki í svona stöðu. Við erum komn- ir með það mikla reynslu að við vit- um alveg hvað það þýðir að röfla í dómaranum. „Það hefur verið mjög mikill sig- urvilji í liðinu að undanförnu og við unnum þennan leik fyrst og fremst á sigurvilja. Það sáu allir sem fylgd- ust með leiknum að við vorum að gefa okkur hundrað prósent í þetta. Við sýndum það að við erum einfald- lega betri en Danir.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór GEIR Svelnsson, fyrirllöl íslands, og Patrekur Jóhannes- sonfagna í Álaborg á sunnudaginn. „ÉG misnotaði eitt vítakast í upphafi leiksins og var viss um að það myndi ekki gerast aftur í þessum leik,“ sagði Valdimar Grímsson en hann tryggði sig- urinn með því að skora 23. mark íslenska liðsins þegar rúm mín- úta var eftir. „Ég misnota sjald- an tvö vítaköst í leik og sem betur fer þá gerðist það ekki í þessum leik. Ég hef margoft sagt að ég er bestur undir álagi og það var undirstrikað að þessu sinni.“ Valdimar sagði danska liðið hafa leikið eins og reiknað hafí verið með. „Það er staðreynd að við erum betri en þeir á öllum jvar sviðum og hafi ein- Benediktsson hver verið í vafa þá skrifar ætti þeim vafa að hafa verið eytt nú. Við erum með tak á þeim og það kom ekki til greina að losa það í þessum leik. ísland er stóra landið í baráttu þessara liða á handknatt- leiksvellinum.“ Stuðningur áhorfenda var f rábær Leikurinn var mjög erfiður eins og við höfðum reiknað með en þetta hafðist og það var stórkostlegt. Dan- imir lágu ekki bara einu sinni heldur tvisvar," sagði Júlíus Jónasson, einn leikreyndasti leikmaður íslenska liðs- ins. „Stuðningur áhorfenda var frábær og það er makalaust að leika á úti- velli og hafa allan þennan stuðning. Ég vil þakka öllum þeim sem komu og studdu við bakið á okkur, þetta er einstakt." Júlíus sagði enga örvæntingu hafa verið í liðinu þó það hafi verið þrem- ur mörkum undir á kafla í fyrri hálf- leik og síðari hálfleikur gekk eins og vonir stóðu til. „Það var vitað að um leið og okkur tækist að komast yfir, þá færu Danirnir á taugum og sú varð raunin. Þeir fóru að leika styttri sóknir og ljúka þeim í misgóð- um færum.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór S0REN Haagen Andreasen, markvörður Dana, reynlr að verja skot frá Olafi Stefánssyni. Egyptar koma til íslands EGYPTAR, sem eru að búa sig undir HM í Japan eins og íslending- ar, koma til ís- lands um mán- aðamótin janúar febrúar og spila tvo æfingaleiki við íslenska landsliðið. Kín- veijar hafa einn- ig beðið um leiki við ísland mánuði síðar. Eins hefur HSÍ fengið boð um að taka þátt í móti í Þýskalandi í febrúar. Þor- björn landsiiðs- þjálfari sagðist hafa áhuga á að fara með liðið til Þýskalands enda kæmi það sér vel því þrír landsliðs- mannanna leika þar. Hann vissi hins vegar ekki hvaða þjóðir yrðu með í mótinu auk íslands og Þýska- lands. Erum einfaldlega betri ENGLAND: 211 1 X 2 1 1 X 1 1 1 X ITALIA: X 1 X 1 X X 12X 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.