Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 16
16 D ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1996 MORGUNBLAÐIÐ Wm Uppdráttur með verðlaunatillögunni. Skipulagssvæðið skiptist í tvö hverfi. Annað þeirra á að rísa í hlíðum Ásfjalls, sem er til hægri á teikningunni, en hitt á Ásvöllum á hraunbreiðunni vestan Ástjarnar, sem sést ofarlega fyrir miðri mynd. Reylqanesvegur skilur þessi nýju hverfi frá annarri byggð. Gert er ráð fyrir, að byggðar verði um 2000 íbúðir á skipuiagssvæðinu fyrir 6000-7000 íbúa. Aðkoma verður frá Reykjanesbraut og Ásbraut og mun fyrirhugaður vegur liggja umhverfis skipulagssvæðið og tengja byggðina saman í eina heild. Skipulagið umlykur Ásfjall og Ástjarnarfólkvanginn. Framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar við Ástjörn Nú er lokið samkeppni um hugmynd að ramma- skipulagi fyrir nýtt byggingai'svæði í Hafnarfírði. Magnús Sigurðsson kynnti sér verðlauna- tillöguna. TALSVERÐ fólksflölgun hefur ver- ið í Hafnarfirði á undanfömum árum. íbúar þar eru nú nær 18.000 og hefur þeim flölgað um tæp 500 manns á milli ára. Þessi fólksfjölgun hefur kallað á mikla uppbyggingu og mun meiri en áætlanir gildandi aðalskipulags gerðu ráð fyrir, en þaðnæryfirtímabilið 1980-2000. Þannig hefur sá fjöldi íbúða, sem byggðar vora á ári, verið allt að þrefalt fleiri en ráð var fyrir gert. Deiliskipulag nýbyggingarsvæða hefur hins vegar ekki haldist í hend- ur við aukinn vöxt byggðarinnar og á síðasta ári var einsýnt, að skortur yrði á byggingarlóðum áður en langt um liði. Að auki lá fyrir, að næsti áfangi í uppbyggingu bæjarins fæli í sér afdrifaríkt skref með nýjum bæjar- hluta fyrir sunnan Reykjanesbraut í fjölbreyttu en viðkvæmu landslagi beggja vegna Ástjamar. Því ákvað Bæjarstjóm Hafnarfjarðar að boða til samkeppni um hugmyndir að úrlausnum fyrir rammaskipulag þessa svæðis í byijun apríl s.l. Þátttakendum var heitið ákveðn- um verklaunum. Tuttugu og sex fyrirtæki lýstu yfír vilja sínum til þátttöku og vora fimm þeirra valin af forvalsnefnd. Dómnefndin í sam- keppninni hefur nú skilað áliti sínu og hlaut tillaga frá Úti og inni sf., Teiknistofu arkitekta og Landslags- arkitektum RV og ÞH fyrstu verð- laun. Aðalhöfundar tillögunnar era arkitektamir Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson og Þráinn Hauksson landslagsarktekt. Tillagan tekur mið af þeirri sér- stöðu skipulagssvæðisins sem felst í umhverfi Ástjarnar, Ásíjalls, hraunbreiðunnar og hraunjaðarins á mörkum hlíðar, sem er eins og leiðandi lína milli fjalls og §öra. Það er mat dómnefndarinnar, að samkeppnin hafi tekizt vel í hví- vetna og veiti glögga sýn á blómleg- ar framtíðarbyggðir umluktar ríkri náttúra í nágrenni Ástjamar, Ás- fjalls og Grísaness, eins og segir í greinargerð nefndarinnar. Nú stendur yfir kynning á tillögunum í verzlunarmiðstöðinni í miðbæ HafnarQarðar og lýkur henni 8. desember. Tvö hverfi I greinargerð með verðlaunatil- lögunni segir, að hinni nýju byggð verði skipt í tvö svæði og tvö skóla- hverfi. Annað hverfið liggur í hlíð- um Ásfjalls. Þar er leitast við að hafa þétta, lágreista byggð eftir legu fjallsins þannig að ásýnd byggðarinnar verði ekki yfirþynn- andi í bæjarmyndinni þar sem Ás- fjall er. Byggðar verði að mestu leyti 2ja hæða byggingar í hlíðum fjallsins en á flatri öxlinni umhverf- is verslunar- og þjónustusvæðið verða húsin 2ja til 3ja hæða. Á hinu svæðinu, sem nefnist Ásvellir og liggur umhverfis svo- HÖFUNDAR verðlaunatillögunnar, þeir Baldur Ó. Svavarsson arkitekt, Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og Þráinn Hauksson lands- lagsarkitekt. LAGT er til, að bærinn Stekkur, sem til margra ára hefur verið eitt af einkennum þessa svæðis með einungis gaflanna uppistand- andi, verði byggður upp og gerður að einhvers konar náttúru- fræðisafni þar sem m.a. verði hægt að fræðast um náttúrufræði fólkvangsins. nefnt Grísanes, leggst byggðin með hrauninu og tekur mið af hæstu kollum hraunbreiðunnar sem bæði hefur áhrif á Iegu gatna og ein- stakra húsa. Byggðin þar er einnig að mestu 2ja hæða en 2ja til 3ja hæða umhverfis kjarnann. Hverfin tvö eru tengd sáman með hringvegi, tengibraut, sem tengir saman hina nýju byggð í eina heild og miðlar umferð til og frá nálæg- um bæjarhlutum. Öll íbúðarbyggð er innan hringvegarins og teygir sig að fólkvangi og grænum úti- vistarsvæðum. Höfundar verðlaunatillögunnar leggja áherslu á að á báðum svæð- unum verði reist blönduð byggð einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsa. Við það næst fram æskileg fjölbreytni í byggðamynstri og aldurssamsetn- ingu íbúa. Breytilegum kröfum væntanlegra byggjenda á hverjum tíma verður þá jafnframt mætt hvað varðar stærð og gerð íbúða. Hver eining getur verið allt í senn, einungis einbýli, raðhús eða minni fjölbýlishús, allt eftir óskum, þörfum og kröfum hveiju sinni. Hverfið getur þá tekið mið af breytilegum þörfum um íbúðar- gerðir, án þess að trufla heildar- myndina. Hvort hverfi um sig hefur ákveðna þungamiðju, en þar verður eins konar torg eða hjarta hvors hverfis. Rými þessa svæða markast af aðliggjandi byggingum og landslagi. Þar verði staðsettur grannskóli, leikskóli, hverfisversl- un, og t.a.m. félagsmiðstöð, kirkja eða safnaðarheimili og önnur nær- þjónusta hvors hverfishluta fyrir sig. Umhverfi þessa kjarna saman- standi af fjölbýli sem styrkir heild- armyndina og gefur miðkjarnanum ákveðið vægi. Auk þess tryggir það að stór hluti af íbúum hverfisins hefur greiðan aðgang að skóla og verslun án þess að vera háður bíl. Höfundar leggja áherslu á að þessi þungamiðja verði heilsteypt og aðlaðandi fyrir íbúana. Götur þær sem liggja að þjónustukjörnum verði með tijágróðri og verði að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.