Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E 278. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÖSE-ráðstefnu lokið Friðurog samvinna á21. öld Lissabon. Reuter. RÁÐSTEPNU ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, lauk í gær í Lissabon í Portúgal með yfir- lýsingu um frið og samvinnu á 21. öldinni. Að öðru leyti settu ástand- ið í Serbíu, vandamálin í sovétlýð- veldunum fyrrverandi og andstaða Rússa við stækkun NATO mestan svip á fundinn. Leiðtogar ríkjanna 54, sem aðild eiga áð ÖSE, samþykktu að virða lýðræði og mannréttindi og hétu að binda enda á átök í þessari álfu, sem kynt hefur undir tveimur heimsstyrjöldum á þessari öld. „Nú við aldarlok er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að Evrópuþjóð- irnar geti búið saman í friði og öryggi," sagði í lokayfirlýsingunni. Rússar studdu Milosevic Andstaða Rússa við stækkun NATO, gagnrýni á einræðistilburði Alexanders Lúkashenkos, forseta Hvíta-Rússlands, og deila Armena og Azerbadsjana voru meðal fyrir- ferðarmikilla mála á fundinum og margir fulltrúar vestrænna ríkja vöruðu Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, við að beita valdi gegn þeim landsmönnum sínum, sem mótmælt hafa stjórnarháttum hans. í drögum að lokayfirlýsingunni var hvatt til lýðræðis og fijálsra kosninga í Serbíu og til þess að óháðum fjölmiðlum yrði leyft að starfa en að kröfu Rússa var það fellt niður. Þeir samþykktu hins vegar, að öll ríki væru frjáls að því að tryggja öryggishagsmuni sína, til dæmis með því að tengj- ast bandalögum, en án þess þó að NATO væri nefnt á nafn. Tillögur Rússa um að ÖSE yrði eflt eins og til mótvægis við NÁTO fengu litlar undirtektir á Lissabon- fundinun en þeir fengu því þó framgengt, að samningurinn um samdrátt í hefðbundnum herafla verður tekinn til endurskoðunar. —--- Reuter BJORGUNARMENN bera einn þeirra sem slösuðust í sprengjutilræðinu í Port Royal, út úr lestarstöðinni. Tveir fórust og 48 særðust, þar af eru sjö í lífshættu. Vest- ræn orð bönnuð? Teheran. Reuter. FRUMVARPum bannvið notkun vestrænna orða er nú til umræðu á íranska þinginu og kann að fara svo að þau verði gerð út- læg úr írönsku, nái það fram að ganga. Frumvarpinu er ætlað að draga úr vestrænum áhrifum, en það hlaut bráðabirgðasamþykki þingsins á síðasta ári. í því segir að öllum opinberum stofnunum og einkastofn- unum sé meinað að nota vestræn orð og orðasam- bönd, og hefur nú þegar verið saminn listi yfir persneskar þýðingar á all- mörgum vestrænum bann- orðum. Tveir bíða bana í sprengju- tilræði París. Reuter. TVEIR menn létu lífið og 48 slösuð- ust í sprengingu sem varð á neðan- jarðarlestarstöð í París í gær. Sprengingin varð um borð í einum vagni lestar á Port Royal-stöðinni, kl. 18.05 að staðartíma, kl. 17.05 að íslenskum tíma. Jacques Chirac, forseti Frakklands, kvað tilræðið vera „villimannlegt hryðjuverk“ og hét því að yfirvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að berj- ast gegn hryðjuverkum. Hafa stjórnvöld endurvakið öryggisáætl- un sem gripið var til á síðasta ári vegna sprengjutilræða á lestar- stöðvum. Hún felur m.a. í sér herta öryggisgæslu á lestarstöðvum, flugvöllum, á götum úti og við landamæri. Sjö þeirra sem slösuðust eru í lífshættu og 28 alvarlega sárir. Einn farþega segir að skyndilega hafí kveðið við sprenging og farþeg- í París unum verið skipað út. Dyr vagnsins hafi hins vegar ekki opnast í fyrstu, allt fyllst af reyk og farþegarnir orðið skelfingu lostnir, enda fólk verið við það að kafna. Sprengingin varð í svokallaðri RER-lest, en þær tengja bæi í ná- grenni Parísar við neðanjarðarkerf- ið. í júlí á síðasta ári biðu átta manns bana í sprengingu á sömu leið og sprengingin varð nú, tveim- ur lestarstöðvum frá Port Royal- stöðinni. Þá fylgdi fjöldi sprengjutil- ræða í kjölfarið en að þeim stóðu heittrúaðir múslimar frá Alsír. Sprengjunni nú var komið fyrir í 15 kg gashylki, líkt og í sprengjut- ilræðunum fyrir rúmu ári. Fullyrt var á franskri útvarpsstöð í gær- kvöldi að naglar hefðu verið í sprengjunni og að ýmislegt benti til þess að Alsírmenn hefðu staðið að baki tilræðinu. Noregur Kennarar framvísi lögreglu- vottorði Ósló. MorjrunblaO- TROND Waage, umboðsmaður barna í Noregi, hefur krafist þess að allir sem starfí með börnum, verði að framvísa vottorði frá lögreglu um að þeir hafí ekki gerst sekir um afbrot gegn börnum. Verði þessi tillaga að veruleika þurfa um 70.000 opinberir starfs- menn að verða sér úti um vott- orð. Sylvia Brustad, barna- og fjölskyldumálaráðherra, og Reidar Sandal, kirkju, mennta- og vísindamálaráðherra, hafa staðfest að tillaga Waage sé til umræðu í ráðuneytunum og að rætt sé um að starfsmönn- um skóla og barnaverndar- skrifstofa og umsjónarmönn- um tómstundastarfs í skólum verði gert skylt að framvísa vottorði. Alvarleg afbrot Waage segist í samtaii við Dagbladet telja að vottorð frá iögreglu sé nauðsynlegt til að vernda börn fyrir kynferðis- glæpamönnum. Börnin verði að telja sig örugg í skóla, í frístundastarfi og á öðrum stofnunum. í Noregi verður starfsfólk á barnaheimilum og leikskólum að leggja fram staðfestingu lögreglu á því að það hafi ekki verið dæmt fyrir afbrot gegn börnum. Miklar umræður hafa verið um möguleikana á því að krefj- ast lögregluvottorða af fleiri starfsstéttum vegna nokkurra alvarlegra mála sem komið hafa upp í Noregi, þar sem kennarar og umsjónarmenn hafa átt hlut að máli. Nefna má svokallað Bátsfjord-mál, en í því viðurkenndi starfsmað- ur í frístundastarfí barna að hafa misnotað fjórtán drengi kynferðislega. Serbnesk stjórnvöld loka frjálsum útvarpsstöðvum Dómarar til liðs við Belgrad. Reuter. sti ómarandstöðu euter. YFIRVÖLD í Serbíu stöðvuðu í gær útsendingar sjálfstæðu útvarps- stöðvanna B-92 og Radio Index Barst fyrirskipun þessa efnis frá samgöngumálaráðherra landsins, en um 50.000 manns héldu út á götur höfuðborgarinnar, 16. daginn í röð, til að kreíjast þess að úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í síðasta mán- uði yrðu virt. I gær gengu fimm hæstaréttardómarar til liðs við serb- nesku stjórnarandstöðuna. Sökuðu þeir samdómara sína um undir- lægjuhátt við Slobodan Milosevic hvað varðaði kosningamar en hæstiréttur dæmdi þær ógildar vegna ótilgreindra kosningasvika. Er Morgunblaðið ræddi við einn af fréttamönnum B-92, Alexöndru Scepanovic, í gær kom fram að mannfjöldinn á götunum hefði tekið tíðindunum um lokun stöðvarinnar með háværum mótmælum. Ráða- menn útvarpsstöðvarinnar reyndu nú að fá ákvörðuninni breytt en rekstrarleyfi hennar hefði átt að gilda í sjö ár. Yfirvöld ríkisútvarps- ins hefðu áður reynt að stöðva starf- semina en aldrei gengið svo langt að loka sendinum. „Það hefur ekki verið beitt neinu ofbeldi enn á. Það er erfitt að koma auga á [lögreglumennina] á götun- um. Þeir vilja ekki skerast í leikinn þótt innanríkisráðuneytið segði á mánudagskvöld að hingað til hefði lögreglan sýnt jafnvel meira um- burðarlyndi en beðið hefði verið um.“ ■ Milosevic ráðið frá/20 Reuter ERLENDIR fjölmiðlamenn fjölmenntu á blaðamannafund út- varpsstöðvarinnar tí-92 í gær, eftir að serbnesk yfirvöld höfðu lokað stöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.