Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 15% tekna af sölu borgarfyrir- tækja renni til vísindakennslu Foreldrar með leik- skólabörn heima fái allt að 200 þús. á ári FRETTIR Nýr leikskóli vígður á Flateyri Biðlistum útrýmt Flateyri. Morgunbladið. GRÆNIGARÐUR, nýr leikskóli Flateyringa, var vígður sunnudaginn 1. desember. Leikskólinn, sem var reistur fyrir gjafafé færeysku þjóð- arinnar vegna hörmunganna sem dundu yfir Flateyringa fyrir ári, er í alla staði hin vandaðasta bygging, bæði að innan sem utan, alls 400 fm að flatarmáli. Þrír Færeyingar voru viðstaddir fyrir hönd færeysku þjóðarinnar, þau Aksel Haraldsen, Fróði Vest- ergaard og Maijun Poulsen. Kristinn Jörundsson, forstjóri Ris ehf., rakti byggingarsögu hússins. í máli Krist- ins kom fram að atburðarásin hefði verið mjög hröð. Rammasamningur að byggingu ieikskólans var undir- ritaður 27. febrúar sl. síðastliðinn en framkvæmdir hófust ekki fyrr en í síðustu viku júlímánaðar. Botnplat- an var steypt 12. ágúst, tveim dög- um síðar hófst uppsetning hússins og var það fokhelt tveimur vikum seinna. Verktími byggingarinnar er því tæplega 4 mánuðir. I byggingu hússins fóru 72 tonn af bjálkum, gluggum, hurðum og öðru efni. Að lokum þakkaði Kristinn öllum þeim samstarfsaðilum sem komu að verkinu og afhenti því næst fulltrúa færeysku þjóðarinnar, Fróða Vest- ergaard, skjöld og lykia að húsinu með þeim orðum að uppsetning skjaldarins væri innifalin í verði hússins. Fróði þakkaði fyrir og kvaðst vera stoltur fyrir hönd Fær- eyinga hversu vel hefði tekist til með byggingu hússins og sér væri það því ljúft að afhenda bæjarstjóra Isafjarðarbæjar bæði skjöld og lykil að húsinu. Kristján Þór JúlíusSon, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, veitti þessu tvennu viðtöku og þakkaði Færeyingum fyrir þeirra þátt í bygg- ingu hússins. Morgunblaðið/Egill Egilsson STEFAN Hannibal Hafberg fyrir framan nýja leikskólann. Hannibal varð uppspretta að nýrri sögu Martins Næs Morgunblaðið/Egill Egilsson FORSVARSMENN Færeyinganna á efri hæð leikskólans í tilvon- andi félagsmiðstöð unglinga, f.v.: Aksel Haraldsen, Fróði Vest- ergaard og Marjun Poulsen. í máli hans kom fram að nýi leik- skólinn væri með rými fyrir 40 heils- dagspláss. Á Flateyri væru 25 börn á leikskólaaldri og 4 væru á biðlista og væntanlega yrði sá listi fljótt uppurinn. Gert væri ráð fyrir þremur starfsmönnum í fullu starfi. Kristján kallaði því næst fram nýráðinn leikskólastjóra, Jensínu Jensdóttir, og afhenti henni lykilinn að húsinu og bar um leið fram þá ósk að skildinum yrði fundinn góður staður í húsinu. Jensína þakkaði fyrir og færði hún Færeyingum mynd af leikskólanum. Um leið þakkaði hún fyrir innanstokksmuni sem Kiwanismenn gáfu og gjafir frá einkaaðilum. Því næst klippti Gréta Sturludóttir, formaður kvenfélagsins Brynju, á borðann sem tvö ung börn héldu á milli sín. Það var Gréta sjálf sem tók fyrstu skóflustunguna að leikskólanum fyrir fjórum mánuðum. Sr. Gunnar Björnsson blessaði síðan húsið og flutti bæn. Guðmundur Hagalínsson, bóndi og Kiwanismað- ur, flutti síðan ávarp frá Kiwanis- mönnum. Magnea Guðmundsdóttir, vara- forseti bæjarstjórnar, þakkaði fyrir hönd Flateyringa, Færeyingum fyrir gjafaféð og hlýhug sem nú væri orðinn að veruleika í byggingu leik- skólans. Eftir atburðina í fyrra hefði verið ljóst að gamli leikskólinn yrði ekki notaður áfram og það hefði það orðið að samkomulagi að byggja nýtt hús fyrir gjafafé Færeyinga. Því næst var athöfnin flutt á efri hæð leikskólans þar sem tilvonandi félagsmiðstöð unglinga á Flateyri kemur til með að verða. Þar flutti Arnar Þorsteinsson þakkarávarp fyrir hönd flateyrskra ungmenna til Færeyinga. Athöfninni lauk síðan með því að yngstu börnin á aldrinum 2-4 ára sungu Meistari Jakob fyrir gestina. AKSEL Haraldsen, einn af Fær- eyingunum, flutti stutta ræðu við vígslu leikskólans, þar sem hann greindi frá því að einn helsti rit- höfundur Færeyinga, Martin Næs, hefði verið á ferð um Island síðastliðið sumar og hefði meðal annars komið við á Flateyri. Martin hefði komið við í sund- laug Flateyrar og rekist þar á fimm ára gutta, Stefán Hannibal Hafberg, kallaðan Hannibal, son umsjónarmanns sundlaugarinnar. Hannibal spurði hvaðan hann væri og Martin sagði honum að hann væri frá Færeyjum. Þá hefði Hannibal sagt, ,já, hann var hérna, höfðinginn ykkar, um dag- inn“. Þar átti Hannibal við Ed- mund Joensen, lögmann Fær- eyinga, sem hafði heimsótt bæði Flateyri og Súðavík eftir hörm- ungarnar. Skipar stóran sess ísögunni Það vakti mikinn áhuga hjá rit- höfundinum hversu eftirtekt- arsamur guttinn var. Hann hefði lagt fyrir hann nokkrar spurning- ar, sem Hannibal svaraði greið- lega. Þetta hefði orðið til þess að Hannibai hefði orðið uppspretta Martins Næs að sögu sem hann ritaði um ferð sína um landið þar sem Hannibal skipaði stóran sess. í sögu Martins Næs er sagt um Hannibal að hann syndi eins og kópur og drekki kaffi eins og gamalmenni. Um þessar mundir væri verið að lesa þessa sögu í færeyska útvarpinu og lét Aksel það fljóta með í frásögn sinni að Hannibal væri orðinn þjóðsagna- hetja í Færeyjum. Áð þessu loknu afhenti hann Hannibal bókina sem Martin Næs reit um dvöl sína hérna, á fær- eysku. Einnig afhenti Aksel aðra gjöf til barna í leikskólanum, þijá gangandi lunda á priki. BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins hafa lagt fram tillögu í borgarráði um 200 þúsund króna greiðslu á ári til foreldra sem velja að dvelja með börn sín heima og 72 þúsund króna greiðslu til for- eldra sem velja að hafa börn sín hálfan daginn á leikskóla. Jafn- framt var lögð fram tillaga um að 15% tekna af sölu eigna Reykjavík- urborgar verði varið til þróunar- starfa og vísindakennslu í grunn- skólum borgarinnar. í tillögu um greiðslur til þeirra foreldra sem velja að dvelja heima með börnum sínum er gert ráð fyrir að greiðsla fari fram ársfjórð- ungslega, eða 50 þús. í hvert sinn til foreldra barna á aldrinum 2-3 ára, sem fædd eru árið 1994. Velji foreldrar hálfsdagsdvöl á leikskóla fyrir börn sín verður greiðslan 72 þús., eða 18 þús. ársfjórðungslega. í tillögunni er gert ráð fyrir að frá og með árinu 1998 verði for- eldrum barna á aldrinum 1-2 ára einnig boðnar þessar greiðslur og að árið 1999 verði foreldrum barna frá 6 mánaða til 1 árs boðnar sömu greiðslur, velji þeir að vera heima með börn sín. Áætlað er að veija 200 millj. til verkefnisins árið 1997 og er gert ráð fyrir að bygginga- og rekstraráætlun Dagvistar bama fyrir árið 1997 verði endurskoðuð með tilliti til áhrifa af heimgreiðsl- um. Skattlagt sem tekjur „Það verður farið með þessar greiðslur sem tekjur," sagði Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðis- manna, þegar tillögurnar voru kynntar. „Þeir sem eru með lægri tekjur nýta því greiðslumar betur en ég trúi því að það muni mynd- ast hópur foreldra sem vill vera heima og mun þrýsta á um að þessu verði breytt þannig að greiðslan renni óskipt til foreldr- anna. Borgin greiðir 240 þúsund krónur á ári með hveiju barni á leikskóla án þess að skattur sé greiddur af þeirri upphæð." í greinargerð með tillögunni kemur fram að Reykjavíkurborg greiðir 240 þús. á ári eða 20 þús. á mánuði með hveiju bami á leik- skóla. Kostnaður við byggingu hvers leikskólapláss er um 1,1-1,2 millj. Bent er á að R-listinn hafi varið um 770 milljónum í bygging- arkostnað leikskóla síðustu tvö ár en bömum á leikskóla hafi aðeins fjölgað um 303. Með fjölgun heils- dagsplássa á kostnað hálfsdags- plássa, eins og gert hafi verið, sé byggingarkostnaður enn að auk- ast. Fram kemur að um 2.600 börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára séu utan leikskóla og þjónustu dag- mæðra. Um 1.800 böm eru á bið- lista eftir leikskólaplássi. Stefna R-listans sé að gefa öllum börnum frá 6 mánaða aldri færi á að vera á leikskóla og því augljóst að stefnir í aukna eftirspurn eftir leik- skólaplássi, þar sem foreldrar hafi ekki annað raunverulegt val. Miðað við þessa stefnu mætti ætla að byggingarkostnaður borgarsjóðs verði um 300-400 milljónir á ári næstu sex ár og að rekstrarkostn- aður aukist um 60 millj. á hveiju ári. Fram kemur að fyrir árið 1996 er kostnaðurinn að nálgast 1,5 milljarða. Bent er á að verði tillag- an samþykk verður minni þörf fyr- ir nýjar byggingar. Að mati sjálf- stæðismanna gæti rekstrarkostn- aðurinn lækkað um allt að 140 millj. á næsta ári í stað þess að aukast um 60 millj. Foreldrar vilja vera heima Þá segir: „Sjálfstæðismenn telja marga kosti fylgja hinni nýju tillögu um heimgreiðslur. Foreldr- ar eru í auknum mæli farnir að æskja leiða til að vera heima með börnum sínum. Þessi tillaga skap- ar meira svigrúm til þess en verið hefur. Það er gert með hæstu greiðslum til þeirra sem geta ver- ið heima allan daginn, en einnig er hvatt til notkunar leikskóla hluta úr degi fyrir 2-3 ára börn.“ Fram kemur að það sé ekki aðeins uppeldislega jákvætt fyrir börnin að geta notið úmhyggju foreldris heima, það hafi einnig jákvæð áhrif fyrir heimilið, sem er horn- steinn samfélagsins, þar sem for- eldrar fái tækifæri til að taka á móti þeim heima og vera til stað- ar þegar þau eldri koma heim úr skólanum. Þannig geti þeir veitt þeim nauðsynlegan stuðning og aðhald sem kann að skorta í þjóð- félaginu í dag. Efla þróunarstarf og vísindakennslu í tillögu um að 15% af tekjum vegna sölu á eignum borgarinnar verði varið til eflingar á þróunar- starfi og vísindakennslu í grunn- skóium borgarinnar er gert ráð fyrir að þeim tekjum, sem koma af sölu á árinu, verði varið til verk- efnisins ári síðar. 15% af tekjum af sölu eigna á árinu 1996 eða 45 millj. yrðu því lagðar til verkefnis- ins á árinu 1997. í greinargerð með tillögunni segir að á grundvelli þeirrar stefnu að borgin sé ekki í samkeppnis- rekstri á markaði, hafi borgin ekki aðeins skapað heilbrigðara starfs- umhverfi í rekstri heldur einnig haft tekjur af sölu fyrirtækjanna. Eðlilegt sé að þessar tekjur eða hluti þeirra nýtist til eflingar at- vinnulífinu. Bent er á að um 300 milljónir verði bókfærðar sem tekj- ur af sölu eigna á árinu og að á næsta átrkomi tekjur af sölu Skýrr hf. Auk þess séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu á ýmsum fasteignum auk fyrirtækja. Því sé ljóst að á næstu árum ættu 30-50 milljónir að koma árlega af sölu eigna sem framlag til þróunar- starfs og vísindakennslu í grunn- skólum borgarinnar. Vinnuhópur verði skipaður Lagt er til að í framhaldi sam- þykktar um fjármögnun á þróunar- starfi og vísindakennslu samþykki borgarstjórn að fela fræðsluráði að skipa vinnuhóp er undirbúi átak til vísindakennslu í grunnskólum borgarinnar fyrir haustið 1997. Lagt er til að ráðinn verði verkefn- isstjóri frá 1. jan nk. Auk mennta- stofnana á háskólastigi verði leitað samráðs við þær stofnanir borgar- innar sem tengjast raunvísindum og geta lagt fram dæmi úr daglegu umhverfi Reykvíkinga þar sem vís- indi skipta máli. Er gert ráð fyrir að stofnanir borgarinnar leggi fram reynslu, vinnu og jafnvel fjár- magn til vísindakennslunnar. Starfshópurinn taki til starfa um áramót og leggi fram hugmyndir sínar fyrir maí mánuð 1997, þann- ig að hefja megi þróunarverkefni og stórauka áherslu á vísinda- kennslu í grunnskólum fyrir haust- ið 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.