Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 15 íþróttir á fullveldisdegi Vogum - Fullveldisdagurinn 1. desember hefur alla tíð verið hald- inn hátíðlegur hjá Ungmennafé- laginu Þrótti í Vogum. Að þessu sinni var dagskránni breytt veru- lega frá því sem áður hefur verið, því nú var samfelld íþróttaiðkun frá hádegi til kvölds. Að sögn Grétars Hilmarssonar, formanns Þróttar, kynntu 4 deildir félagsins starfsemi sína, en þær eru badmintondeild, sunddeild, knatt- spymudeild og körfuknattleiks- deild. Veittar voru viðurkenningar fyr- ir góða ástundun og besta leik- mann í deildunum. Að auki var hjónunum Sigrúnu Ingadóttur og Guðmundi Sigurðssyni, eigendum Vogabæjar, veittar viðurkenningar fyrir góðan stuðning við félagið og hjónunum Sigríði Jakobsdóttur og Agli Sæmundssyni frá Minni- Vogum. Grétar segir daginn hafa heppn- ast sérstaklega vel og að margir gestir hafi komið til að fylgjast með starfseminni. í tilefni dagsins var einnig sett upp sýning á ljósmynd- um úr starfi Þróttar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson FRÁ kynningu sunddeildar Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. LAIMDIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson SLÖKKVILIÐSMENN að störfum við einbýlishúsið við Holtsgötu í Súðavík í gærmorgun. Súðavík Einbýlishús í byggingu skemmdist í eldi ísafirði - Einbýlishús úr timbri, sem var í byggingu við Holtsgötu í Súðavík, stórskemmdist í eldi í gærmorgun. Eldsins var vart um kl. 8 um morguninn og gerðu ná- grannar á leið til vinnu viðvart því þeir sáu bjarma inni í húsinu. Húsið var mannlaust um nóttina en smiðir höfðu verði að störfum þar daginn áður. Eigendurnir höfðu ekki flutt inn í húsið en bygging þess var langt á veg komin og stóð hugur eigenda til að flytja inn í það fyrir jól. Að því verður ekki því skemmdirnar eru það miklar. Á þriðja tug slökkviliðsmanna frá Súðavík og ísafirði unnu við slökkvistörf frá því rétt eftir kl. 8 og lauk slökkvistarfi rétt fyrir há- degi, enda var eldurinn erfiður við- fangs. Húsið er innflutt timbureininga- hús með svokölluðum skriðkjallara en yfir því var lokað rými. Eldur var þónokkur í skriðkjallaranum og er talið að hann hafi kraumað nánast alla nóttina. Þegar slökkvi- liðsmenn komu á vettvang hafði EINS og sjá má urðu töluverðar skemmdir á innviðum hússins í brunanum. eldurinn náð upp yfir gólf og inn i veggi hússins. Á meðan slökkvi- liðsmenn voru að störfum gaus eld- urinn tví- eða þrívegis upp undir gólfum. Rannsókn á upptökum eldsins stendur yfir hjá Iögreglunni á ísafirði. Verið var að vinna í skrið- kjallaranum fram undir miðnætti á mánudagskvöld en þar virðist eldurinn hafa komið upp. > Afhending umhverfisverðlauna UMFI o g Verslun- arráðs í samvinnu við umhverfisráðuneytið Umhverfisverðlaun til Hótels Geysis í Haukadal Suðurland - Hjónin Sigríður Vilhjálmsdóttir og Már Sigurðs- son hótelhaldarar á Hótel Geysi í Haukadal hlutu um helgina sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag til umhverfismála. Magnús Jó- hannsson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Þór- ir Jónsson, formaður UMFI, afhentu þeim hjónum sérstakan áletraðan viðurkenningar- skjöld af þessu tilefni. A skjöld- inn, sem staðsettur er fyrir utan hótel Geysi, er letrað: Verðlaun veitt vegna snyrtilegs og fagurs umhverfis við Hótel Geysi og aðkomu hverasvæðis í Haukdal. Hjónin Sigríður og Már hafa frá árinu 1971 staðið fyrir hót- elrekstri á Geysi og má segja að staðurinn hafi verið í upp- byggingu síðan. Til marks um glæsilega uppbyggingu staðar- ins afhenti Búnaðarfélag Bisk- upstungna þeim hjónum sér- staka viðurkenningu á fimmtu- dag í síðustu viku og nú um- hverfissjóður Verslunarráðs og UMFÍ. Afhending umhverfis- verðlaunanna var táknrænn endapunktur á átaki þessara aðila ásamt umhvefisráðuneyt- inu sem stóð í sumar undir kjör- orðinu „Flöggum hreinu landi“. Morgunblaðið/Kári Jðnsson MAGNÚS Jóhannsson, ráðuneytisstjóri, og Þórir Jónsson, for- maður UMFÍ, afhenda Má Sigurðssyni og Sigríði Vilhjálmsdótt- ur verðlaun fyrir sérlega vel heppnað átak i fegrun og snyrt- ingu umhverfisins við Hótel Geysi í Haukadal. Kúfiskurinn er betri en önnur beita Þórshöfn - Gæftaleysi var stóran hluta nóvembermánaðar og smábát- ar komust oft ekki á sjó. Góð veiði hefur verið þegar gefið hefur á sjó, sagði Halldór Jóhannsson, útgerðar- maður á mb. Guðrúnu, fimm tonna báti á línuveiðum. Halldór beitir með kúfiski sem nú er auðfengin beita á Þórshöfn með tilkomu nýju kúfiskvinnslunnar hjá Hraðfrystistöðinni.„Kúfískurinn er betri en önnur beita, það er stað- reynd,“ sagði Halldór, „við fórum með sjö bala og fengum á þá 1.400 kíló sem er um helmingi meira en þegar önnur beita er notuð, normið er 100 kíló á bala en með kúfiskbeit- unni fer það í 200 kg. á balann." Halldór flutti til Þórshafnar í haust með sex manna fjölskyldu sína frá Grímsey vegna atvinnuleysis þar. Það hefur verið höggvið stórt skarð í íbúafjöldann í Grímsey þegar svo stór fjölskylda fluttist burt. „Hér fengu kona mín og tvær stúlkur strax vinnu eftir að hafa búið við atvinnuleysi um tíma í Grímsey - kvótastefnan er orsök þess hve fækkar í smærri byggðarlögum, líkt og í Grímsey, og gerir endaniega út af við þau ef óbreytt stefna verð- ur áfram í þeim málum,“ sagði Hall- dór ennfremur. Fjölskyldan kann vel við sig á Þórshöfn og er ekkert á förum. Gail flísar : — :: £ -3 úl | \ll i Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Seyðisfjörður Kveikt á jólatrénu KVEIKT verður á jólatrénu við sjúkrahúsið á Seyðisfirði fimmtu- daginn 5. desember. Hefst dagskráin kl. 17 með því að Lúðrasveit Seyðisfjarðar leikur jólalög og er stjórnandi Einar Bragi. Kl. 17.15 verður svo kveikt á jóla- trénu og sungið Heims um ból. Að því loknu verður dansað í kringum jólatréð og beðið eftir Grýlu, Leppa- lúða og fjölskyldu. BARNA MYNDATÖKUR FYRIR JÓLIN BAKNA S^FJÖLSKYLDU LJÓSMYNDIR ' * 588 7644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.