Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 19 ERLENT Reuter STÚDENTAR í Rangoon veifa fána í mótmælunum á mánudag. Lögregla sagðist hafa handtekið nokkur hundruð þeirra í gær en aðgerðimar eru þær öflugustu sem stjórnarandstæðingar hafa efnt til í nokkur ár. Stúdentamótmæli í Búrma Suu Kyi biður um stuðning Bangkok, Höfðaborg. Reuter. UM 2.000 stúdentar í Rangoon efndu til mótmæla gegn herforingja- stjóminni í Búrma í gær og á mánu- dag og kröfðust þess að lögreglu- menn, sem þeir sögðu hafa misþyrmt nokkrum stúdentum, yrði refsað. Tveir lögreglumannanna vom dæmdir í tveggja ára fangelsi en stúdentar telja dómana óeðlilega væga. Krafist var lýðræðisumbóta og sumir bám mynd af frelsihetj- unni Aung San, föður nóbelshafans Aung San Suu Kyi sem er leiðtogi , stjómarandstöðunnar. Suu Kyi ræddi í gær í síma við framkvæmdastjóra samveldis Bret- lands og fyrrverandi breskra ný- lendna. Sagði hún að sér hefði verið bannað að fara frá heimili sínu frá því á mánudag, settir hefðu verið upp vegatálmar í grennd við húsið til að koma í veg fyrir alla umferð. Hún hvatti þjóðir heims til að veita sér og flokki sínum siðferðislegan stuðning. Flokkurinn fékk öflugan meirihluta í síðustu fijálsu kosning- um sem haldnar vom í Búrma. Mótmælin hófust á lóð Tæknihá- skólans en snemma morguns á þriðjudag fóru stúdentarnir út á göturnar með spjöld sín og fána. Erlendur átjórnarerindreki sagði það hafa komið á óvart hve margir hefðu verið í göngunni og taldi hann að þeir hefðu komið öryggis- sveitum á óvart. Líklegt væri að herforingjastjómin hikaði við að leggja til atlögu gegn stúdentunum vegna sívaxandi gagnrýni á al- þjóðavettvangi á framferði hennar í mannréttindamálum. Bandankja- stjórn hefur gengið einna lengst í þeim efnum og þar að auki sagt að stjómin héldi hlífisskildi yfir fíkniefnasölum. Heimildarmenn sögðu að gagn- rýni á stefnu stjórnarinnar hefði verið meira áberandi í mótmælun- um nú en í aðgerðum í október þegar handtöku áðurnefndra stúd- enta, er tekið höfðu þátt í slagsmál- um á veitingahúsi, var andmælt. Stúdentar voru framarlega í flokki þeirra er stóðu fyrir miklu andófi 1988 er bælt var niður af mikilli hörku. Eiturefnaárásin í Tókýó Einn af höfuðpaur- unum handtekinn Tókýó. Reuter. MAÐUR, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í eiturefnaárás á járnbrautarfarþega í Tókýó í fyrra, var handtekinn í gær í Okinawa- umdæmi, að sögn japönsku lögregl- unnar. Hann er einnig grunaður um aðild að annarri eiturárás tveim árum fyrr og morði á ríkislögreglu- stjóra Japans. „Ég er þreyttur núna,“ sagði maðurinn, Yasuo Hayashi, er hann var handtekinn á smáeyju skammt frá Okinawa. Myndir af honum hafa verið á opinberum stöðum um langt skeið, enn er leitað karls og konu sem sögð eru hafa tekið þátt í árásinni í fyrra. Hayashi er 38 ára gamall og félagi í sértrúarsöfnuðinum Aum Shinri. Leiðtogi safnaðarins, Shoko Asahara, er nú fyrir rétti og er sakaður um að hafa skipað fýrir um árásirnar. Hann er nær blindur, og hefur öðru hveiju truflað réttar- höldin með hrópum og köllum en tjáir sig að öðru leyti lítið. Notað var sarin-gas í árásunum og fórust 12 manns í fyrra auk þess sem þúsundir manna veiktust. Hayashi var liðsmaður sérsveita Aum Shinri og sérstakur útsendari Asahara, ferðaðist m.a. til Norður- Kóreu á vegum leiðtogans og keypti vopn í Rússlandi, að sögn fjölmiðia. Hann er grunaður um að hafa tek- ið þátt í að myrða yfírmann ríkislög- reglunnar, Takaji Kunimatsu, í mars 1995. Vitundarvígsla manns og sólar Dulfræði fyrir þá sem leita. Fæst í versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6 Námskeið og leshringar. Ahugamenn um Þróunarheimspeki IJósthóIf4124 124 Reykjavík Fax 587 9777 Slmi 557 9763 Þjarmað að yfirmanni rússneska landhersins Yikið frá tímabundið Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, Sergej Yastrz- hembskíj, sakaði varnarmálaráðu- neytið um klúður varðandi stöðu Vladímírs Semjonovs hershöfðingja og sagði, að honum hefði verið vik- ið tímabundið úr starfi yfirmanns rússneska landhersins en hann hefði ekki verið settur af. Yastrzhembskíj sagði að vamar- málaráðuneytið hefði þjófstartað er það fullyrti að Jeltsín hefði undirrit- að tilskipun um brottvikningu Semj- jonovs, hann hefði einungis sam- þykkt þá ósk ígors Rodíonovs, varn- armálaráðherra, að Semjonov yrði vikið tímabundið úr starfi. Forsetinn hefði neitað að undirrita tilskipunina fyrr en sérstök forsetanefnd hefði fjallað um ásakanir á hendur hon- um. Vamarmálaráðuneytið lýsti því yfír sl. föstudag, að Semjonov hefði verið settur af „vegna framferðis, sem væri ósamrýmanlegt stöðu hans og græfí undan orðstí heraflans." Semjonov sagði við Interfax- fréttastofuna í gær, að hann hefði engar útskýringar fengið á ákvörð- un Rodíonovs, sern hefði tjáð sér, að ótilgreind viðskiptamál eiginkonu sinnar væm ástæðan. Hún starfar hjá rússneska þyrluframleiðandan- um Rosvertol. Semjonov sagði þá ástæðu, sem ráðuneytið tilgreindi, ótæka með öllu. I samtali við blaðið Ízvestía sagðist hann myndu leita réttar síns fyrir dómstólum. Semjonov var settur yfirmaður landhersins í júlí sl. að tillögu Alex- anders Lebeds, þáverandi yfirmanns rússneska öryggisráðsins. Ferðatæki m/geíslaspilara AZ 8052 Casio-hljómborð ML 2 HársnyrOr HS 015 Uvarpsvekjaraklukka RM 5080 Hárblásaii 1650 w HP 4362 Supertech-vekiaraklukka AC 2300 PHIUPS SA0TO Kr l&i.U^tU stgr lafmagnsrakvél m/hleðslu x HQ 4850 SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.