Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Dómarar nsa gegn Lúkas- henko ÞRÍR af ellefu dómurum í stjórnlagarétti Hvíta-Rúss- lands sögðu af sér í gær til að mótmæla stefnu Alex- anders Lúk- ashenkos for- seta. Þeir sögðust ekki geta starfað eftir nýrri stjórnarskrá, sem eykur völd forsetans og var sam- þykkt í þjóðaratkvæði í síðasta mánuði. Á meðal dómaranna þriggja er forseti réttarins, Valery Tikhinya. Maskhadov í framboð ASLAN Maskhadov, yfirmað- ur hersveita Tsjetsjena, kvaðst í gær ætla að gefa kost á sér í forsetakosningum sem ráð- gerðar eru í héraðinu 29. jan- úar. Zelimkhan Jandarbíjev, leiðtogi tsjetsjenskra aðskiln- aðarsinna, og Shamil Basajev, þekktur skæruliðaforingi, hafa einnig boðað framboð en Maskhadov er talinn standa best að vígi. Sergej Kovaljov, sem hefur barist fýrir mannréttindum í Rússlandi, sagði á fundi með leiðtogum tsjetsjenskra að- skilnaðarsinna í vikunni sem leið að kosningarnar gætu orð- ið að „skrípaleik" ef þeim yrði ekki frestað. Nauðsynlegt væri að setja fullnægjandi kosn- ingareglur og fínna leiðir til að 400.000 Tsjetsjenar, sem flúðu héraðið í stríðinu við Rússa, gætu kosið. Moldóvu- st^órn fer frá ÞING Moldóvu féllst í gær á afsagnarbeiðni stjórnar An- dreis Sanghelis forsætisráð- herra en bað ráðherrana um að starfa áfram þar til nýkjörinn for- seti, Petru Lucinschi, myndar nýja stjórn. Sang- heli beið ósig- ur í fyrri um- ferð forsetakosninganna 17. nóvember og hafði ítrekað sagt að stjómin myndi segja af sér til að „tryggja frið í landinu" eftir síðari umferðina á sunnudag. Lucinschi bar þá sigurorð af Mircea Snegur for- seta. Kohl og Klaus boða sættir HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, sögðust í gær vera sannfærðir um að deilur ríkjanna, sem eiga rætur að rekja til síðari heimsstyijaldar, yrðu leiddar til lykta bráðlega. Klaus sagði að samningaviðræðunum væri því sem næst lokið og að utan- ríkisráðherrar landanna gætu lagt samkomulagið fyrir þing- in og leiðtogamir síðan undir- ritað það „mjög bráðlega". Lucinschi Stríðsmyndir í Bosníu SERBAR vinna nú að gerð kvik- myndar sem fjallar um stríðið í Bosníu og nefnist hún „Fögur þorp, fagrir logar“. Tökurnar fara fram nærri borginni Vi- segrad í Bosníu og leiksljóri myndarinnar er Srdjan Dragojevic. Á myndinni eru tveir serb- neskir sjálfboðaliðar í hlutverk- um sínum, þeir Miodrag Mandic og Dragan Petar. Sjónvarp í Víetnam Hömlur á gervi- hnatta- sendingar Hanoi. Reuter. STJÓRNVÖLD í Víetnam ætla að meina almenningi aðgang að sjón- varpssendingum sem beint er til landsins frá gervihnöttum. Frá áramótum verða notendur að greiða sem svarar um 12.000 krónum fyrir þjónustu dreifistöðv- ar og um 400 króna afnotagjald á mánuði. Embættismenn undanþegnir Meðalárslaun í landinu eru um 140.000 krónur. Þeir einu sem fá að nota móttökuskerma án af- skipta stjórnvalda eru háttsettir embættismenn, stjórnarstofnanir og erlend sendiráð. Erlendar stofnanir og fyrirtæki, og fáein innlend fyrirtæki og ein- staklingar fá að taka á móti völd- um, erlendum kapalsendingum sem verður miðlað af stofnun á vegum ríkissjónvarps Víetnams. Bandar í kj astj ór n gagnrýnir ráðamenn í Serbíu vegna kosninganna Milosevic ráðið frá því að beita valdi í Belgrad Washington, Belgrad. Reuter. BANDARÍSKA utanríkisráðuneyt- ið hefur varað stjómvöld í Serbíu við því að Bandaríkjastjórn myndi bregðast harkalega við ef valdi yrði beitt til að kveða niður friðsamleg mótmæli í Belgrad. Ráðuneytið kvaðst hafa sent ráðamönnum í Serbíu „mjög hörð skilaboð" og skorað á þá að virða úrslit sveitar- stjórnakosninga 17. nóvember, þeg- ar stjómarflokkur landsins beið ósigur í nokkram af stærstu borg- unum, meðal annars Belgrad. Slobodan Milosevic, forseti Serb- íu, hafði hótað að beita lögreglunni til að kveða niður mótmælin, sem hafa staðið í rúman hálfan mánuð. „Mótmælendurnir hafa rétt til að vera á götum Belgrad til að láta í ljós skoðanir sínar með friðsamleg- um hætti, eins og þeir hafa gert,“ sagði Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Stjórnvöld í Frakklandi og Bret- landi tóku í sama streng. Bums sagði að sú ákvörðun Milo- sevic forseta að láta ógilda kosning- ar í borgum, þar sem stjórnarflokk- urinn tapaði, og efna til nýrra „sýndarkosninga" gengi í berhögg við alþjóðlegar lýðræðishefðir. Að sögn Burns hafa Milosevic verið afhent „mjög hörð skila- boð ... um að serbneska stjómin yrði að virða réttindi serbnesku þjóðarinnar". „Virða þarf úrslit sveitarstjórnakosninganna, stjórnin verður að fínna leið til að falla frá þeirri ákvörðun að ógilda kosning- arnar.“ Bums gagnrýndi ennfremur til- raunir serbneskra yfirvalda til að hindra að serbneskir fjölmiðlar fjalli um mótmælin og sagði að banda- rískir embættismenn hefðu mót- mælt handtöku blaðamanna óháða dagblaðsins Blitz. Óbætanlegur skaði? Fréttaskýrendur telja að ógilding kosninganna hafi valdið Milosevic miklum álitshnekki heima fyrir og erlendis og spá því að honum reyn- ast erfitt að bæta fyrir skaðann. Þeir benda þó á að ekki megi van- meta serbneska forsetann því hann hafi áður lent í miklum vanda á níu ára valdatíma sínum en snúið vörn í sókn og orðið öflugri en nokkru sinni fyrr. Viðbrögð stjórnarflokksins við kosningunum hafa orðið til þess að sameina stjórnarandstöðuna, sem einkenndist áður af mikilli sundur- þykkju. Leiðtogar Zajedno, kosn- ingabandalags stjórnarandstöðu- flokka, segja að með því að sanna kosningasvik af hálfu stjórnar- flokksins hafi þeim tekist að gjör- breyta stöðunni í serbneskum stjórnmálum fyrir þingkosningar á næsta ári og sýnt fram á að forset- Reuter ZORAN Djindjic, einn af leið- togum stjórnarandstæðinga í Serbíu, veifar til stuðnings- manna sinna á mótmælafundi í Belgrad. inn sé ekki ósigrandi. Þá hafi kom- ið berlega í ljós að því fari fjarri að Serbar búi við raunverulegt fjöl- flokkalýðræði því stjórnarflokkur- inn svífist einskis til að halda völd- unum. Milosevic hefur haldið sig til hlés frá því mótmælin hófust og ekki sést í serbneska ríkissjónvarpinu nema þegar hann greiddi atkvæði í kosningunum á miðvikudag. Sós- íalistaflokkur hans hefur hins vegar lagt mikið kapp á að tryggja sér stuðning „þögla meirihlutans", sem tekur ekki þátt í mótmælunum, með hjálp ríkisrekinna fjölmiðla. Ríkisfjölmiðlarnir sökuðu stjórn- arandstöðuna um að æsa fólk til átaka eftir að einn leiðtoga hennar hvatti til hermdarverka. Zajedno hefur hins vegar gert sérstakar öryggisráðstafanir til að halda æst- um mótmælendum í skefjum. Nýtt viðskiptabann? Nokkrir vestrænir sendiherrar í Belgrad hafa sagt að grípa þurfí til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Serbíu að nýju neiti Sósíalistaflokk- urinn að viðurkenna sigur Zajedno í kosningunum. Burns sagði þó að Bandaríkjastjórn hefði ekki léð máls á nýju viðskiptabanni en vildi að Serbiustjórn yrði áfram meinað að taka erlend lán sem hún hefur mikla þörf fyrir vegna efnahags- kreppu í landinu. Fréttaskýrendur telja að nýtt við- skiptabann geti reynst tvíeggjað sverð þar sem Milosevic geti not- fært sér það í ríkisfjölmiðlunum til að þjappa serbnesku þjóðinni saman og saka þjóðir heims um ofsóknir á hendur Serbum. Deilan um framkvæmdastjóra SÞ O AU hvetur til nýrra tilnefninga Sameinuðu Jijóðunum. Reuter. EININGARSAMTÖK Afríku, OAU, hafa hvatt aðildarríkin til að tilnefna aðra Afríkumenn en Boutros Bout- ros-Ghali í stöðu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna næsta kjör- tímabil, sem hefst 1. janúar. Paul Biya, forseti Kamerún og formaður OÁU, skrifaði leiðtogum aðildarríkjanna bréf og hvatti þá til að nefna þá menn sem þeir teldu hæfa til að gegna stöðunni. Hann sagði það nauðsynlegt til að auka líkurnar á því að Afríkumaður yrði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna næstu fimm árin. Bandaríkjamenn beittu neitunar- valdi sínu gegn endurkjöri Boutros- Ghalis í öryggisráðinu 19. nóvember og Afríkuríkin hafa hingað til verið treg til að mæla með öðrum í stöð- una. Búist við a.m.k. einni tilnefningu í dag Búist er við að forseti öryggis- ráðsins, ítalinn Francesco Paulo Fulci, boði til fundar um málið í ráðinu í dag. Stjórnarerindrekar sögðu líklegt að a.m.k. einn Afríku- maður yrði tilnefndur fyrir fundinn. „Og flóðgáttirnar ættu að opnast ekki síðar en á föstudag," sagði af- rískur stjórnarerindreki hjá Samein- uðu þjóðunum. Nokkrir Afríkumenn hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Boutros-Ghalis, þeirra á meðal Ghanamaðurinn Kofi Annan, sem stjórnar friðargæslustarfi Samein- uðu þjóðanna, Amara Essy, utanrík- isráðherra Fílabeinsstrandarinnar, Hamid Algabid frá Níger, fram- kvæmdastjóri samtaka íslamskra ríkja, Tansaníumaðurinn Salim A. Salim, framkvæmdastjóri OAU, Moustapha Niasse, utanríkisráð- herra Senegals, og Olara Otunnu, fyrrverandi sendiherra Úganda. Fleiri nöfn gætu komið fram eftir fund sem haldinn verður í Burkina Faso á morgun fyrir atbeina Frakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.