Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 21 Morgunblaðið/Egill Egilsson RÓSA B. Þorsteinsdóttir og Sigrún Gerða Gísladóttir í hlutverkum sínum. Flateyri. Morgunblaðið Boðið var upp á kaffileikhús í salarkynnum mötuneytis Kambs að kvöldi 1. desember sl. Flutt voru ljóð, söngatr- iði, og í lokin var fluttur ein- þáttungurinn „Frátekið borð“ eftir Jónínu Leósdótt- ir, undir leikstjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara. Hún lék sjálf hlutverk Fjólu í „Frátekið borð“ hjá Höf- Einskonar ást á Flateyri undasmiðju LR síðastliðið vor. Dagskránni hafði verið gefið heitið „Einskonar ást“ þar sem vísað er til ástarinn- ar í hinum ýmsu myndum. Það var Leikfélag Flateyr- ar í samvinnu við Menning- armiðstöðina Edinborg á ísafirði sem setti upp þessa leiksýningu. Leikendur í ein- þáttungi voru Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa B. Þor- steinsdóttir og Sigrún Gerða Gísladóttir. Góð aðsókn var að kaffileikhúsinu og nutu gestir góðra veitinga á með- an þeir hlýddu á dagskrána. Yinsælda- listi á sígildu mörkunum NYR vinsældalisti mun líta dagsins ljós í Bretlandi undir lok mánaðarins, en á honum munu eiga sæti listamenn og verk sem flokkast hvorki sem popp- eða sígild tónlist. Nefnist listinn Classical Crossover Chart, sem gæti útlagst Á sígildu mörkunum. Fimmtíu sæti verða á listanum. Þar munu sjást óhefðbundnar útsetningar á sígildri tóniist, ýmiskonar tónlist úr kvikmyndum og safnplötur með sígildri tónlist. Hart hefur verið deilt í Bretlandi um ágæti slíks iista í rúm- lega ár, en það sem fyrst og fremst hefur orðið til þess að listinn er að verða að raunveruleika, eru kvartanir útgefenda sem segja marga geisla- diska falla utan við popp- og sígilda listann. Þá hafa listamenn á borð við gítar- leikarann John Williams, söngkonuna Marianne Faithful og óperusöngkon- una Lesley Garrett, sagst ósáttir við að láta flokka sig sem annað hvort sígilda eða popplistamenn. . Á tilraunalista, sem byggður var á sölunni um miðjan nóvember, má nefna diska á borð við „Best Opera Album Ever“, „No 1 Classical Album“ og „100 Popular Classics" með ýms- um flytjendum, geisladisk Bryn Ter- fels, sem nefnist „Something Wond- erful“ og tónlistina úr kvikmyndunum „Braveheart" og „The Piano“. Ljóð Audens í leitimar SAFN ljóða breska skáldsins W. H. Auden fannst fyrir skemmstu í Bret- landi. Þykir þetta mikill fengur fyrir unnendur ljóða hans og bókmenntafræð- inga. Hins vegar þykir ljóst að skáld- inu hefði fallið þessi fundur stórilla enda breytti hann fjöl- mörgum eldri ljóð- um sínum er hann eltist að því er segir í The Sunday Times. Á sínum yngri árum gaf Auden vinum sínum fjölmörg ljóð en mörg þeirra eru nú glötuð. Hafa bókmenntafræð- ingar leitað þeirra víða en með litlum árangri. Ljóðin, sem nú hafa verið birt, fundust fyrir al- gera tilviljun í skjölum Toms nokkurs Wintringhams, bresks kommúnista sem barðist í spænsku borgarastyijöldinni og heimsstyijöldinni síðari. Auden tók einnig þátt í borg- arastyijöldinni, ók sjúkraflutn- ingabíl. Ljóst er að leiðir þeirra hafa legið saman því í skjölum og bréfum Wintr- inghams fannst stílabók með 21 ljóði en á kápunni stóð „Bindi 111“ og nafn Audens innan á kápunni. Staðfest hefur verið að um skrift Audens sé að ræða en miklar breytingar hafa verið gerðar á Ijóð- unum auk þess sem allmargar blaðsíður hafa verið rifnar úr. Fyrstu ljóðin eru frá árinu 1923 en þá sat Auden enn á skólabekk, 16 ára gamall. Hann var um margt óvenjulegur ungl- ingur, hugmyndaríkur og lá ekki á skoðunum sínum. Þá þykja ljóðin sýna að samkynhneigð hans kom snemma í Ijós. Ekki er hins vegar vitað hvernig ljóðin komust i hendur Wintringhams en ekki er vitað til þess að hann og Auden hafi þekkst. Báðir eru látnir, Wintringham árið 1949, Auden árið 1973, svo óvíst er að það komi nokkurn tíma í ljós. En ljóðin lifa og þykir að þeim mikill fengur. W. H. Auden Bókmenntaverðlaunin EFTIRGREIND verk hafa verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1997: Frá íslandi: Skáldsagan „Hjartastaður“ eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóðasafnið „Kyijálaeiði“ eftir Hannes Sigfús- son. Frá Danmörku: Skáldsagan „Pá sidelinjen“ eftir Tage Skou-Hans- en og skáldsagan „Bang. En ro- man om Herman Bang“ eftir Dor- rit Willumsen. Frá Finnlandi: Ljóðasafnið „En lycklig mánska“ eftir Claes Ander- son og skáldsagan „Má stormen kornma" eftir Leena Lander. Frá Noregi: Ljóðasafnið „Slik Sett“ eftir Eldrid Lunden og skáld- sagan ......“ eftir Per Petterson. Frá Svíþjóð: Ljóðasafnið „Vid budet att Santo Bambino di Araca- eli slutligen stulits af maffian“ eftir Jesper Svenbro og „Samman- hang material" eftir Birgitta Trotzig. Frá Grænlandi: Skáldsagan „I ly bag isfjeldene" eftir Karl Sieg- stad. Dómnefnd ákveður á fundi í Reykjavík 27. janúar nk. hver hljóti verðlaunin. íslenskir fulltrú- ar í dómnefnd eru Jóhann Hjálm- arsson og Sigurður A. Magnússon. Verðlaunin, sem eru að upphæð 350.000 danskar kr., verða afhent 3. mars nk. í tengslum við menn- ingarráðstefnu Norðurlandaráðs í Osló. „Karólína Lárusdóttir mjög vel kynnt í Lista- safni Reykjavíkur“ Listasafn Islands á ekkert verk eftir listakonuna stöðum segir að skýringin á því hvers vegna safnið var ekki meðal kaupenda á laugardag sé einföld: Fjárveitingar til listaverkakaupa fyrir árið 1996 séu búnar. Að sögn Gunnars er Karólína engu að síður mjög vel kynnt í Listasafni Reykjavíkur, þar sem sex verk eftir hana sé að finna, öll frá árinu 1967. „Kynna þær allar helstu myndgerðir hennar.“ Hjá Listasafni íslands fékkst staðfest að safnið á ekki verk eft- ir Karólínu. Bera Nordal, forstöðu- maður þess, er hins vegar stödd erlendis og hvorki staðgengill hennar né Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður, sem sæti á í innkaupanefnd safnsins, vildu tjá sig um ástæður þess að það hélt að sér höndum nú. ^emantaÉáóiá Handsmíðaðir 14kt gullhringar HVORKI Listasafn íslands né Lista- safn Reykjavíkur voru meðal kaup- enda að verkum Karólínu Lár- usdóttur listmálara á sýningu sem stendur yfir í Gall- erí Borg, en, svo sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, seldust þau öll, 38 að tölu, upp á fimmtán til tutt- ugu mínútum eftir að sýningin var opnuð á laugardag. Lýsir Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg yfir vonbrigðum sín- um vegna þessa, en að hans mati eiga komandi kynslóðir heimtingu á að verk eftir Karólínu sé að finna á söfnunum. „Þetta sýnir að smekkur listfræðinga og smekkur þjóðarinnar fara ekki alltaf saman en spurningin er hins vegar sú hvort sjóndeildarhringur hinna fyrrnefndu sé ekki of þröngur.“ Gunnar Kváran forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur á Kjarvals- •ÞAÐ eru ekki aðeins íslending- ar sem fylgjast grannt með gengi landa sinna á erlendri grund. Danir eru einnig mjög áfram um að fulltrúar þjóðarinn- ar hljóti jákvæða gagnrýni er- lendis og því eru viðbrögðin við nýjustu bók Peters Hoegs, „Kon- an og apinn“ sem nýverið kom út á ensku, þeim nokkurt áfall. I nýlegu hefti af Time rífur rit- dómari bókina í sig, segir hana skelfilega, sorglega, illa skrifaða og húmorslausa. Þær tvær bæk- ur Hoegs sem komið hafa út á ensku í kjölfar „Lesið í snjóinn" hafi vakið áhuga og pirring en nú sé of langt gengið. „Konan og apinn“ kom nýverið út hér á landi og hefur hlotið jákvæða dóma. ;omnar, nýjasta undrið gegn appelsíne 20% afsláttuJ af öllum OROBLU sokkab, miðvikudaginn 4. desembe kl 14:00 48:00. HRAUNBERGS APÓTEK Síml 557 49 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.