Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 23 ________________________________________LISTiR Guðný Guðmundsdóttir og SÍ frumflylja Fiðlukonsert Brittens „Við vitum hvað við g‘etum“ GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleikari og Sinfóníuhljómsveit íslands munu flytja Fiðlukonsert Benjamins Britt- ens í fyrsta sinn á tónleikum hér á landi í Háskólabíói annað kvöld kl. 20.00. Ber flutninginn upp á tuttugu ára dánarafmæli tónskáldsins, sem andaðist 4. desember 1976. Á efnis- skrá verða jafnframt Harmaforleik- urinn eftir Brahms og Sjöunda sin- fónía Beethovens, en við stjórnvölinn verður Sidney Harth frá Bandaríkj- unum. Guðný segir það ekki koma á óvart að Fiðlukonsert Brittens hafi ekki í annan tíma prýtt efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands. Urm- ull af góðum tónverkum sé til, auk þess sem hljómsveitin sé eina sinf- óníuhljómsveitin í fullri stærð hér á landi. „Fyrir vikið erum við ennþá að frumflytja öndvegisverk frá þess- ari öld. Þá þykir mér alltaf meira gaman að spila og kynna verk sem ekki eru sífellt í brennidepli." Þegar Britten samdi konsertinn árið 1939 voru blikur á lofti í heimin- um. Borgarastyijöldin á Spáni hafði haft djúpstæð áhrif á tónskáldið sem var mikill friðarsinni og heimsstyij- öldin síðari var á næstu grösum. Segir Guðný þessa andrúms gæta í tónsmíð hans. „Verkið er mjög djúpt og fallegt og spænsku áhrifín eru augljós, sérstaklega í fyrsta þættin- um. Hröðustu og erfiðustu kaflarnir eru um miðbik konsertsins en honum lýkur á mjög hægum og harmónísk- um þætti, sem er mjög óvenjulegt, en mörgum konsertum iýkur með miklum látum.“ Guðný kveðst í fyrsta sinn hafa heyrt Fiðlukonsert Brittens fluttan í útvarpi í Lundúnum fyrir um aldar- fjórðungi og heillast þegar í stað. „Ég heyrði hins vegar að verkið var ansi erfitt, þannig að ég lagði það til hlið- ar í huganum. Þegar ég fór síðan að velta fyrir mér hvaða verk ég ætti að flytja með Sinfóníuhljómsveit íslands í vetur mundi ég eftir því.“ Gott svigrúm til æfinga Guðný hefur haft gott svigrúm til æfinga, þar sem tónleikarnir voru settir á fyrir rúmu ári. Undirbjó hún sig meðal annars með þeim hætti að flytja konsertinn nokkrum sinn- um á landsbyggðinni í haust við undirleik Delana Thomson píanóleik- ara. 22 ár eru síðan Guðný tók við stöðu konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Segir hún margt hafa breyst á þeim tíma — flest til batnaðar. „Hljómsveitin var góð þegar ég gekk til liðs við hana árið 1974 en er orðin miklu betri í dag. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru mun meiri, enda vitum við hvað við getum, svo sem við höfum sannað á tónleikum á er- lendri grundu. Það er í raun óhætt að segja að allir leggist á eitt til að vinna vel og ná árangri. Þá er liðs- andinn í hljómsveitinni mjög góður miðað við margar hljómsveitir sem ég þekki til erlendis." Að áliti Guðnýjar hefur tónlistar- kennslu jafnframt fleygt fram á ís- landi og margfalt fleiri tónlistar- menn haldi nú utan til framhalds- náms en áður. Það verði því æ erfið- ara að komast að hjá Sinfóníuhljóm- sveit íslands enda losni fáar stöður. Samhliða starfi sínu sem konsert- meistari og kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík hefur Guðný alla tíð verið afkastamikill einleik- ari, ekki síst erlendis. Er hún til að mynda nýkomin frá Hong Kong þar sem hún flutti tvo konserta á tvenn- um tónleikum. Þá hefur henni verið boðið að leika Fiðlukonsert Brittens í Puerto Rico í apríl á næsta ári. „Það er nauðsynlegt fyrir konsert- meistara, sem þarf alltaf að vera í einleikaraformi, að fara sem víðast og leika einleik. Með þeim hætti víkkar hann sjóndeildarhringinn og kemur ferskari til baka. Sama gildir um hljómsveitina í heild sinni.“ í fremstu röð Hljómsveitarstjórinn Sidney Harth stjórnar nú tónleikum í fyrsta sinn á Islandi. Hefur hann verið í fremstu röð fíðluleikara í Bandaríkj- unum í hartnær hálfa öld og meðal annars verið konsertmeistari við margar af fremstu hljómsveitum landsins, svo sem fílharmóníuhljóm- sveitirnar í New York og Los Angel- es. Hin síðari ár hefur hann látið æ meira til sín taka sem hljómsveitar- stjóri og er nú við stjórnvölinn hjá N atal-fílharmóníuhljómsveitinni í Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐNÝ Guðmundsdóttir segir að Sinfóníuhljómsveit íslands hafi verið góð þegar hún gekk til liðs við hana árið 1974 — en í dag sé hún mun betri. Durban í Suður-Afríku, auk þess að gegna prófessorsstöðu í fíðluleik við Yale-háskóla. Guðný lýkur lofsorði á Harth, sem hún lagði mikla áherslu á að fá til liðs við hljómsveitina fyrir þessa tón- leika, en þau kenndu meðal annars saman á námskeiði í Bandaríkjunum fyrir fáeinum árum. „Svo vel vildi til að hann var laus, en það getur verið mikilvægt að hafa hljóm- sveitarstjóra sem jafnframt er fiðlu- leikari þegar maður er að flytja verk á borð við Fiðlukonsert Brittens í fyrsta sinn. Þar fyrir utan þekkja fáir hljómsveitarstjórar verkið." Eftir Johannes Brahms liggja tveir forleikir, Háskólaforleikurinn og Harmaforleikurinn. Voru þeir báðir samdir árið 1880. Talið er að sá síðamefndi hafi verið saminn í tilefni af uppfærslu Burgtheater í Vínarborg á Faust ertir Goethe og þótti hann í fyrstu vera fremur óað- gengilegt tónverk. Nú er öldin önnur og Harmaforleikurinn álitinn einn af merkustu forleikjum rómantíska tímans. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur tekið fá tónverk oftar upp á sína arma en Sjöundu sinfóníu Ludwigs van Beethovens sem hún leikur nú í átjánda sinn á tónleikum. Verkið hefur reyndar víðar fengið góðar undirtektir, en ævisöguritari Beetho- vens og náinn vinur, Anton Schindl- er, sagði að frumflutningur þess árið 1813 hafi verið „eitt af stærstu augnablikum í lífi tónskáldsins, augnablikið þar sem allir, að undan- skildum fáeinum sérfróðum, voru sammála um að honum skyldi veitt- ur lárviðarsveigurinn". Síðar hafa fjölmargir tónjöfrar lýst skoðun sinni á sinfóníunni, eins og Berlioz, sem sagði hana vera stór- brotið tónaljóð sem óhugsandi væri að fá leið á. Þá kallaði Wagner hana „upphafningu dansins“. Segir sagan að í hrifningu sinni yfír verkinu hafi hann freistað þess að dansa það frá upphafi til enda. Höfunda- smiðjan heldur upp á afmæli ÞANN 5. desember næstkomandi verða liðin 200 ár frá því að fyrsta íslenska leikverkið var flutt á sviði. Af því tilefni efnir Höfundasmiðjan til dagskrár á „Leynibarnum" í kjall- ara Borgarleikhússins. Þar munu leikarar LR flytja örleikrit og brot úr stærri verkum eftir nokkra félaga Höfundasmiðjunnar. Eftirtaldir höfundar koma við sögu á fimmtudagskvöld; Anton Helgi Jónsson, Ármann Guðmunds- son, Benóný Ægisson, Bergljót Arn- alds, Bragi Ólafsson, Elísabet Jök- ulsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Kristján Hreinsson, Jónína Leósdótt- ir, Linda Vilhjálmsdóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Valgeir Skagfjörð og Þorgeir Tryggvason. Hlín Agnarsdóttir hefur umsjón með dagskránni, sem hefst kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 500. -----»♦ ♦----- Lesið úr nýútkomnum verkum í KVÖLD, miðvikudagskvöld kl. 10.30-22, munu þau Kristján B. Jónsson, Helgi Ingólfsson, Jóhanna Kristjónsdóttir og Ólafur Gunnars- son lesa úr nýútkomnum verkum sínum hjá Ömmu í Réttarholti, Þing- holtsstræti 5. Blað allra landsmanna! SW®r0iraii#Xsil>ih - kjarni málsins! Vandaður BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 1.580.000,-kr. BALENO WAGON með framhjóladrifi aðeins 1.450.000,- hr. MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • toppgrind • vindkljúf með hemlaljósi • þjófavörn • hæðarstiliing á ökumannssæti • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og rarþega í framsæti • vökvastýri • upphituðum framsætum • samlæsingum • veltistýri • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • tvískiptu aftursætisbaki • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • styrktarbitum í hurðum • skolsprautum fyrir framljós • samlitum stuðurum. Geturðu gert betri bílakaup? SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.