Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 27 __________________LISTIR Fyndin og frumleg BÓKMENNTIR Skáldsaga SKURÐIR í RIGNINGU eftir Jón Kalman Stefánsson Bjartur 121 síða Prentun: Stein- dórsprent Gutenberg. VIÐFANGSEFNI þessarar bókar kann að þykja kunnuglegt og mætti orða sem svo í stystu máli: Drengur fer í sveit og lend- ir í ýmsu. Á móti verður strax að viðurkenna að tök höfundar á viðfangsefninu eru frumleg svo að af öllu saman verður skemmti- legt saga með eftirminnilegum og fyndnum persónum. Átburðir sögunnar eru ekki þræddir saman með hefðbundnum hætti þannig að um sé að ræða frásögn með risi, hápunkti og hnigi, heldur er atburðum teflt fram eins og söguhetjan upplifir þá, órökrænt, yfirleitt án beinna tengsla við annað. Þessar „skiss- ur“ eru eins ólíkar og þær eru margar. í einni er á nærfærinn hátt lýst hvernig kona úthellir óumbeðinni ást sinni yfir forviða mann, í annarri er ljóðræn lýsing á smspili drengs og náttúru og í þeirri þriðju er lýst hamslausum og drepfyndnum skoðanaskiptum tveggja persóna um Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness. Mismunandi afstaða þeirra til skáldanna endurspeglar eitthvað allt annað og dýpra. Mikil alúð er í þessari sögu lögð við persónulýsingar. Sjaldan er dvalið lengi við einstakar persón- ur og þaðan af síður er söguhöf- undur með slettirekuskap heldur lýsa þær sjálfum sér gjörla gegnum stakar athafnir og stök til- svör. Líkingamál og myndrænar lýsingar hvers konar eru aldrei langt undan enda blandast íslensk nátt- úra mikið saman við. Stíllinn er leikandi þjáll og hnitmiðaður, ekkert fjas heldur virðist hvert orð eiga erindi: „í hádeginu kom gröfumaðurinn í mat, lyktaði af nef- tóbaki, magur sinaber með augu sem horfðu fast og vottur af bassa í röddinni. Það vantaði rúman sentímetra fram- aná löngutöng hægri handar.“ Höfundur þessarar sögu fyllir flokk ungra íslenskra höfunda sem óhætt er að segja að hafi gengið langt í að ný- gera íslenskan sagn- astíl - og tekst það vel. Skurðir í rigningu er ekki margbrotin saga að byggingu en hún hefur flest það sem góð saga þarf að hafa: áhugaverðar persónur, dramatíska sögufléttu, þroskaðan stíl, fyndin atvik - og hún skemmtir lesandanum. Ingi Bogi Bogason. Jón Kalman Stefánsson Nýjar bækur • BERLÍNARBLÚS - meðreið- arsveinar og fórnarlömb þýskra nasista er eftir Ásgeir Guð- mundsson sagn- fræðing. í kynningu segir: „í bókinni segir annars vegar frá nokkr- um íslendingum sem gengu til liðs við Þjóðveija í seinni heims- styijöldinni og hins vegar frá nokkrum fóm- arlömbum þýskra nasista sem sum hver urðu að gjalda fyrir samband sitt við þá með lífinu. Mikið hefur áður verið ritað um íslenska nas- ista en bók þessi er byggð á áður óbirtum heimildum, m.a. úr skjala- söfnum SS-sveitanna í Þýskalandi, og í henni er að finna nýjar og sláandi upplýsingar af ýmsu tagi. Þá er að finna í bókinni margar ljósmyndir sem hafa ekki birst áður hér á landi.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 334 blaðsíður. Leiðbeinandi út- söluverð: 3.480 kr. • BARNIÐ í Betlehem er eftir norska skáldið og prestinn Eivind Skeie. Hann samdi líka bókina Sumarlandið - frásaga um von, sem kom út í fyrra. „Í bókinni er fagnaðarboðskapur jólanna endursagður á einfaldan en heillandi hátt fyrir börnin. Við hittum Maríu og Jósef, hirðana í haganum, Símeon og Onnu í must- erinu, Heródes og vitringana. Og við hittum litla barnið í jötunni, drenginnn sem gefið er nafnið Jes- ús. Bókin er prýdd fjölda litmynda eftir Justynu Nyka og er hver ein þeirra listaverk fyrir sig,“ segir í kynningu. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Barnið íBetlehem er 30 bls. að stærð. Sr. Kari Sigurbjörnsson þýddi bókina. Skrerpla sá um um- brot oghönnun en Steindórsprent - Gutenbergprentaði. Bókin kost- ar 980 krón ur og fæst í öllum bókaverslunum landsins ogKirkju- húsinu, Laugavegi 31. • / FÓTSPOR Jesú - Lifandi myndir úr lífi frelsarans er eftir Henry Wansbrough íþýðingu sr. Hreins Hákonarsonar. Bókin kemur út í fjölþjóðaútgáfu um þess- ar mundir og hefur þegar vakið athygli fyrir framsetningu á sí- gildri sögu. „Höfundurinn, Henry Wansbro- ugh, er heimskunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekking hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum," segir í kynningu. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. í fótsporJesú er litprentuð bók, alls 4 7 bls. að stærð. Skerpla sá um umbrot en bókin varprentuð á ítal- íu og kostar 1.590 kr. Bókin fæst íöllum bókaverslunum landsins og íKirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Ásgeir Guðmundsson UGSKORPUM VÆNGJUM íslandi og ’visaga —£1 istakonan Myriam Bat- Yosef dregur ekkort uudan þegar hún rekur ótrúlegt lífshlaup sitt. Hiui segir frá uppvexti sínum í lsrael, þar sem hfeh oían var í hverju horni, frá listaferli sínu , ttakki inilli landa og leit sinni að hinum andlegu verðmætum og jafnvægi i lífi sínu. I I ögnuð œvisaga Hún segir opinskátt frá stormasömu hjónabandi sínu og Errós, frá dvöl sinni á íslandi og kynnum af Islendingum. í bókinni eru fjölmargar Ijósmyndir. IRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.