Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KARLAKÓRINN Þrestir. KVENNAKÓR Hafnarfjarðar. Karla- og kvennakór í Víðistaðakirkju KARLAKÓRINN Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar halda sameiginlega tónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfírði, fímmtudaginn 5. desember kl. 20.30. Sérstakir gestir á tónleikunum verður kór eldri Þrasta. Jólalög og jólastemmning verður meginefni tónleikanna, en einnig verður flutt fjölbreytt tóntist af öðru tagi. Kóramir munu syngja hver í sínu lagi, auk þess sem allir þrír kóramir munu syngja saman nokkur jólalög. Stjómandi Karlakórsins Þrasta er Sólveig Einarsdóttir og undirleik- ari Miklós Dalmay. Stjómandi Kvennakórs Hafn- arfjarðar og eldri Þrasta er Halldór Óskarsson og undirleikari Hörður Bragason. Karlakórinn Þrestir verður 85 ára nú í vetur, en Kvennakór Hafnar- fjarðar er að hefja sitt 3ja starfsár. Era þetta fyrstu sameiginlegu tón- leikar kóranna. Nýr leik- hópur Sir Peters Hall HINN þekkti breski leikhús- maður Sir Peter Hall hyggst keppa við tvo fyrrerandi vinnu- veitendur sína með stofnun nýs leikhóps, sem mun hafa aðsetur í Old Vic leikhúsinu í London. Sir Peter hefur m.a. starfað hjá Breska þjóðleikhúsinu og Kon- unglega Shakespeare-leikfé- laginu. Hefur hann fengið til liðs við sig marga þekkta leikara frá stóru leikhúsunum auk þess sem hann boðar ýmsar nýjungar í leikhúslífinu. Á meðal leikar- anna má nefna Alan Howard, Felicity Kendall, Ben Kingsley og Geraldine McEwan. Sýningar verða alla sjö daga vikunnar og miðaverðið fer ekki yfir 19 pund, rétt um 2.000 kr. íslensk- ar. Nýja leikhúsið tekur til starfa í mars á næsta ári. Leikárið verður 40 vikur og verða frum- sýnd tólf verk á meðan á því stendur. Sex þeirra sígild verk leikbókmenntanna, m.a. Beðið eftir Godot eftir Samuel Bec- kett og Mávurinn eftir Tsjekov en hin sex verða ný verk eftir unga höfunda. Eigendur Old Vic leikhússins eru kanadískir feðgar, Ed og David Mirvisch. Hafa þeir sett Hall það skilyrði að verði áhorfendafjöldi að jafnaði und- ir 65% verði tilrauninni hætt. SIR Peter Hall ætlar i samkeppni við Breska þjóðleikhúsið og konunglega Shakespeare-leikfélagið. Verði hins vegar hagnaður af eins lengi í leikhúsinu með leik- uppfærslunum, geti hann verið hóp sinn og hann vill. Morgunblaðið/Golli FRÁ sýningu Ásdísar og Ófeigs í listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg. Sýning Ásdísar og Ofeigs framlengd SÝNING Ásdísar Birgisdóttur textíl- hönnuðar og Ófeigs Bjömssonar gull- smiðs í listhúsi Ofeigs, Skólavörðu- stíg 5, verður framlengd til föstu- dagsins 6. desember. Þar spinna þau saman klæði úr íslenskri ull og skartgripi. Grunnur- inn að verkunum er að fínna í fornri norrænni klæða- og skartgripahefð. Ullin er lituð úr íslenskum jurtum og skartið oxað eftir því sem við á. Sýningin er opin kl. 10-18. 79 af geimstöðinni KVIKjVlYNDIH HáskólabTó GEIMTRUKKARNIR „Space Truckers" ★ ★ Vi Leikstjóri: Stuart Gordon. Handrit: Ted Mann. Aðalhlutverk: Dennis Hopper, Charles Dance, Stephen Dorff og Debi Mazar. Goldcrest. 1996. ÞAÐ gerist æ sjaldnar en þó kemur það fyrir að bíómynd komi á óvart. Ein slík er vísindaskáld- skapurinn Geimtrukkarnir með Dennis Hopper. Hún er nákvæm- lega eins og gömlu trukkamyndirn- ar („Convoy) með sínum risastóru vöruflutningum, sveitasöngvum og hamborgarastöðum við þjóðbraut- ina nema hún gerist í útgeimi. Hún er gamanmynd kannski fyrst og fremst og oft mjög fyndin enda hafa höfundarnir fjörugt ímyndun- arafl en getur líka verið talsvert spennandi og hasarmynd góð. Myndin er furðulegur samsetningur en bráðskemmtileg. Ekki búast við neinu af henni og hún gefur þér allt sem þú þarft í bíómynd. Handritið eftir Ted Mann er óvit- laust og sver sig jafnvel í ætt við „The Hitchickers Guide to the Gal- axy“ sem innilega sjálfshæðið geim- ævintýri. Myndin gerist í fjarlægri framtíð þegar „ríkisstjórnin hefur verið einkavædd, og kominn tími til“ og Dennis Hopper leikur enn eina hippatýpuna og uppreisnar- segg á sínum ferli, sem neitar að vinna hjá „Fyrirtækinu“ en starfar sjálfstætt sem „leigubílstjóri“ við vöruflutninga. Hann fær dularfullt verkefni upp í hendurnar, flutning á þúsundum mjög svo hættulegra vélmenna sem gera sjálfan Tor- tímandann að hálfgerðri pissudúkku, og heldur til jarðar ásamt vinum sínum tveimur er Stephen Dorff og Debi Mazar leika. Gamansemin byggist mjög á þeirri ágætu hugmynd að taka ver- öld amerískra vörabílstjóra og flytja nánast óbreytta út til stjamanna. En myndin á líka óborganlega spretti þegar hún fer út í nokkurs- konar fáraánleikafyndni. Charles Dance er skelfíng borubrattur í hlut- verki geimræningja og vísinda- manns sem endurbyggt hefur sjálfan sig eftir að hálfur líkaminn eyðilagð- ist í sprengingu. Útkoman er svona RoboSkop. Það virkar ekki allur búnaðurinn á honum og besta senan í myndinni er tilraun hans til að eiga kynmök við trukkaprinsessuna Maz- ar; að toga í spottann fær alveg nýja merkingu í þessari mynd. Hopper siglir í gegnum þetta vír- aða geimævintýri skynsemin og ró- semdin uppmáluð og bætir mjög fyrir skelfílegan leik í Vatnaveröld og Dorff en þó sérstaklega Mazar spilar vel á paródíuna. Leikstjórinn Stuart Wilson sér til þess að skapa mjög svo trúverðuga trukkaveröld í geimnum og sviðsmyndin og tæknib- rellumar gefa 100 milljón dollara myndunum ekkert eftir. Og hann blandar saman gamni og spennu í hárréttum hlutföllum. Spennan er raunveruleg með ósigrandi drápsm- askínunum skjótandi allt sem á vegi þeirra verður og í heild eru Geim- trukkamir hin fínasta skemmtun. Arnaldur Indriðason 1 Myndlampi Black Matrix ■ 100 stöðva minni 1 Allar aðgerðir á skjá 1 Skart tengi • Fjarstýring 1 Aukatengi f. hátalara ’ íslenskt textavarp A» Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • íslenskt textavarp BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin M • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring ▲ • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring Á öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! BRÆÐURNIR 8 • Sími 533 2800 Umbobsmenn um allt land Reykjavík: Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflröir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Noröurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. . Fáskrúösflrðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfiröimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. Kf. Hðnnun: Gunnar Steinþófsson / FlT < BO-1Q.96-BEKO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.